Morgunblaðið - 07.05.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.05.1996, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGÚR 7. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EITT fiðrildanna á sýningunni. FIÐRILDI Verk níu myndlist- armanna OPNUÐ hefur verið sýning á verk- um níu myndlistarmanna. Sýningin er haldin í Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar að Hverfis- götu 33 Reykjavík. í kynningu segir: „Sýningin er nýstárleg að því leyti að hún mun standa þar tii úrslit kosninganna verða kunn og munu sífellt fleiri listamenn bætast í hóp sýnenda allan þann tíma. Almenningi gefst hér kærkomið tækifæri til að skoða verk nokkurra helstu myndlistar- manna þjóðarinnar. Um þessar mundir sýna í mið- stöðinni eftirtaldir myndlistarmenn: Gunnar Örn Gunnarsson, Sigurður Örlygsson, Lísbet Sveinsdóttir, Guðbjörg Lind, Þórir Bardal, Hall- steinn Sigurðsson, Jón Axel, Sólrún Guðbjörnsdóttir og Sverrir Ólafs- son. Þeir sem næst bætast í hópinn eru: Birgir Andrésson, Hulda Há- kon, Kristinn Hrafnsson og Jón Óskar.“ Gail flísar 51? Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 MYNDLIST iVl o k k a TÖLVUGRAFÍK Tómas Ponzi. Opið á tíma veitinga- stofunnar til 9. maí. Aðgangur ókeypis. FIÐRILDI sem ber við himin og grómögn jarðar eru marvísleg í lögun og lit, svo sem allir vita sem auga hafa fyrir gangi náttúrunnar að sumarlagi. Fátt er litskrúðugara né gleður hrifnæma sál meira en þessar marglitu duggur er sigla í lofti og uppstreymi, eru stundum gagnsæjar líkt og regnboginn, sjálflýsandi himinstigi og himna- tjöld rauð, blá, gul og græn. Þetta fyrirbæri ævintýrisins hef- ur Tómas Ponzi upplifað og endur- gert í tölvugrafík og sýnir afrakst- ur iðju sinnar á fyrstu einkasýn- ingu sinni sem fer fram á veggjum Mokka. Hann hefur fengist við myndlist og ýmislegt tengt mynd- sköpun eins og það heitir, stundað nám við Háskóla íslands 1981-83 og við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1985-86, starfar nú sem sjálfstæður verktaki aðallega á sviði tölvunarfræði. Sumir safna fiðrildum, þurrka og eiga dágott safn sem er til prýði og yndisauka á heimilum þeirra, en nú er mögulegt að endurgera þau á tölvu. Þótt vel sé gert, jafn- vel afburða vel, verður útkoman þó trauðla nokkurn tíma jafnfull- komin og náttúran sjálf býður upp á. Það er margræð fjölbreytni sem ber fyrir augu á sýningunni auk þess sem hvert og eitt fiðriidið hefur hlotið nafn og mun hér að verki ímyndunarafl barna gerand- ans þeirra Guðrúnar Theodóru og Gabríels Ponzi. Dæmi: Viðkvæma- fiðrildi, Demantafiðrildi, Ljósfiðr- ildi, Leikhúsfiðriidi, Skítugafiðrildi, Ömmufiðrildi, Drekafiðrildi, Ástríðufiðrildi, Spákonufiðrildi, Riddarafiðrildi, Platfiðrildi... Þetta er óvenjuleg sýning og nálgaðist ég hana satt að segja með hálfum huga, því oftar en ekki verður maður fyrir vonbrigð- um á sýningum á tölvugrafík. Lit- irnir eru allajafna einhvern veginn svo óeðlilegir og ójarðneskir og blandast allt öðruvísi en t.d. á lita- spjaldinu. En það er skemmst frá að segja, að ég varð ekki fyrir vonbrigðum og réði þar lit- og formræn íjöl- breytni, en maður verður aldrei þreyttur af að dást að samræminu 1 litrófi fiðrilda. Hér er falinn mik- ill lærdómur fyrir listnema og raunar alla þá sem leggja fyrir sig listir hveiju nafni sem þær nefnast og þá ekki síst húsagerðarlist. Hugmyndir að mörgum fegurstu byggingum heims hafa iðulega verið sóttar til slíkra fyrirbæra náttúrunnar frekar en fræðirita, reglustrikunnar og teikniborðsins. Hve hægt er að gefa slíku háa einkunn sem list átta ég mig ekki á ennþá, en ég hafði óskipta ánægju af skoðun sýningarinnar og held þangað vissulega aftur til að leitast við að átta mig betur. Bragi Asgeirsson Hvert er hlvtverk frjálsra félagasamfaka I samfélaginu? MANNRETTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Mannréttindaskrifstofa íslands ásamt aðildarfélögum: Amnesty International, íslandsdeild, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstofnun kirkjunnar, jafnréttisráð, Kvenréttindafélag íslands, Rauði kross íslands og UNIFEM boðar til ráðstefnu 13.-15. júní 1996 um hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Dagskrá 13. JÚNÍ NORRÆNA HÚSIÐ Kl. 17.15 Setning: Margrét Heinreksdóttir, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu íslands Erindi: Birgit Lindsnæs, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Danmerkur og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri fslandsbanka 14. JÚNÍ VIÐEY Kl. 9.00 Farið frá Sundahöfn 9.45 Starf í vinnuhópum: Vinnuhópur I Félög sem starfa að mannúðarmálum Vinnuhópur II Félög sem berjast fyrir réttindum einstaklinga Vinnuhópur III Félög sem berjast fyrir réttindum hópa Virmuhópur IV Stjórnmálafélög og verkalýðsfélög Kl. 18.00 Farið til Reykjavíkur 15.JÚNÍ NORRÆNA HÚSIÐ Kl. 9.30 Niðurstöður vinnuhópa kynntar - umræður Samantekt Kl. 12.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs Ráðstefnan er opin fulltrúum félaga og félagasamtaka og tilkynnist þátttaka til Mannréttindaskrifstofu íslands í síma 552 2720 eða með símbréfi í 552 2721 fyrir 15. maí. Þátttökugjald kr. 9.500. FeHio“' BISKUPSSTOFA 2_S cnr * Skrifstofa jafnréttismála Jafnréttisráð Kaeruncfnd jafnréttismála Bamaheill hjálparstofnun ketewUo. th@ Children KIRKJUNNAR KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS UNIFEM Á ÍSLANDI Unglingurinn og umheimurinn BÆKUR Unglingsárin II A N D B Ó K Fyrir foreldra og unglinga eftir Elizabeth Fenwick og dr. Tony Smith. Þýdd af Kolbrúnu Baldurs- dóttur, Kristlaugu Sigurðardóttur, Mími Völundarsyni og Sigríði Björns- dóttur. Ljósmyndir: Barnabas Kind- ersley og Lárus Karl Ingason. Útgef- andi Forlagið 1996. Á SÍÐUSTU árum hefur komið í ijós að ýmis vandamál sem við héldum í sakleysi okkar að hér væru sjaldséð hafa því miður náð að skjóta rótum. Einelti og erfiðleik- ar, ofvirkni og ofbeldi, vanræksla og vímuefni eru hluti af veruleika alltof margra íslenzkra barna og unglinga. Sigið hefur á ógæfuhlið- ina hvað þetta varðar síðustu ára- tugi, og má líklega kenna því um að heimilið er ekki lengur sá horn- steinn í íslenzku samfélagi, sem nauðsynlegt er ungnm og ómótuð- um sálum. Einkum virðist um að kenna vaxandi atvinnuþátttöku kvenna í kjölfar menntunar og metnaðar til þess að standa sig til jafns við karla. Sá metnaður hélzt í hendur við vanvirðu sem heima- vinnandi húsmæðrum hefur verið sýnd, einkum af konum af minni kynslóð og er þar margt óuppgert. Bók sú, sem hér er til umfjöllun- ar, tekur á mörgum þeim vandamál- um, sem verða á vegi ungs fólks í uppvextinum og í henni er reynt á skilmerkilegan hátt og með nær- gætni að veita leiðsögn með dæm- um og skýringum. Bókin er fremur óvenjulega byggð upp, þannig að í upphafi þurfa höfundar að skýra, hvernig nálgast skuli textann. Hvítar síður eru einkum ætlaðar foreldrum, en biár texti unglingum. Samtöl, um- ræður og gráir rammar, tilvitnanir, töflur og surningalistar koma þar til viðbótar. í raun er þetta ekkert flókið þegar maður fer að lesa bók- ina en gæti fælt einhverja frá við fyrstu sýn. Fyrsti hlutinn fjallar um tímamót unglingsáranna, og þá einkum lík- amsþroska og það að vaxa úr grasi. Næsti hluti heitir „Að læra að búa saman", og eins og nærri má geta er þar einkum að finna umræðu um samskipti innan fjölskyldu, skýringar fyrir foreldra á hegðun ungmenna og fyrir unglinga á við- horfi foreldra. í heild er sá kafli lýsandi dæmi um jákvæða afstöðu höfunda til ungs fólks. Þriðji hluti nefnist „Unglingurinn og umheim- urinn“, og þar leynist fróðleikur um samskipti unglinga við aðra en fjöl- skyldumeðlimi, vini, kunningja, rætt er um félagslíf og frítíma, skólann, kynlíf á unglingsárum og vináttuna. Lokaþátturinn heitir svo „Unglingar í vanda“. Þar er meðal annars að finna fróðleik um fjöl- skyldur í vanda, tilfinningar fólks og hegðun, og loks nokkur vísdóms- orð um sjúkdóma og heilsu á ungl- ingsárum. Mér finnst það galii á annars prýðilegri bók að ekki skuli vera veittar neinar upplýsingar um höf- undana. Það eina sem fram kemur er að þau tileinka níu börnum sínum bókina. Margar góðar Ijósmyndir prýða bókina, úr ensku útgáfunni en einnig hefur verið bætt inn nokkrum íslenzkum. Ég hnaut ekki sérstaklega um neitt í þýðingunni og er þó fremur hrasgjörn. Af hveiju þýðendur eru svona margir veit ég ekki, en þar sem textinn er ekki samfelldur kemur það ekki að sök. Katrín Fjeldsted.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.