Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 37 AÐSEIMDAR GREINAR Stjórnarskrá Lýðveldisins Islands Svar við grein Ásdísar Erlingsdóttur ÞAÐ er sjaldgæft að undirrituðum svelg- ist jafn innilega á morgunkorninu og gerðist þriðjudaginn 26. mars síðastliðinn, en þann dag birtist í Morgunblaðinu grein Ásdísar Erlingsdóttur undir yfirskriftinni „Hættið leikaraskapn- um með forsetaemb- ættið“. Ýmissa grasa kennir í grein Ásdísar og fjali- ar hún meðal annars um valdaleysi forseta íslands jafnt sem skip- an Alþingis. Ásdís vegur fyrst að annarri grein stjórnarskrárinnar og þeim handhöfum löggjafarvaldsins sem þar eru nefndir, forseta íslands og Alþingi. Telur hún að samantengt embættisvald þessara aðila sé skýrt merki einveldisskipulags og heldur því fram að stjórnvöld geti samið sín á milli um bitlinga og fríðindi og í raun gert það sem þeim sýn- ist. Ásdís bítur höfuðið af skömm- inni með því að gefa í skyn að for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, hafi ekki tekið til greina áskoranir landsmanna um þjóð- aratkvæðagreiðslu um inngöngu íslands í EES vegna persónulegra hagsmuna. Á milli línanna má lesa að hún telji að Alþingi hafi með einhverjum hætti fengið forseta íslands til að neita þjóðinni um atkvæða- greiðslu. í mínu ung- dæmi var slíkt kallað mútur, og þvílíkt bera menn ekki á forseta lýðveldisins. Starfssvið forseta Islands Önnur grein stjórn- arskrárinnar hljóðar svo: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómend- ur fara með dómsvaldið." Þessari grein segir Ásdís að þurfi að breyta til að aðgreina starfssvið æðstu stjórnvalda. Alþingi verði löggjafinn, æðsta stjórnvald lands- ins, en forseti íslands skal vera handhafi framkvæmdavalds. Hún vill að forsetinn velji ráðherra og að enginn meðlimur ríkisstjórnar sitji á Alþingi. Athugum hvernig þessi stjórnskipun lítur út. Á toppn- um trónir Alþingi sem einráður handhafi löggjafarvaldsins. Þau lög sem Alþingi setur eru þá óskoruð og algild! Enginn getur haft hemil á því sem Alþingi ákveður og því getur það sett þau lög sem því sýnist. Næst er ríkisstjórn með for- Jóhannes Þ. Skúlason seta íslands í forsæti. Hvorki for- seti né ráðherrar eiga sæti á Al- þingi og geta því ekki haft nokkur áhrif á málarekstur þingsins. Þar við bætist að búið er að gera for- setaembættið að pólitísku embætti. Forseti hefur pólitísk völd sem gera það að verkum að honum er ómögu- legt að halda hlutleysi. Þáð sem rakið er hér að ofan virðist í fljótu bragði bera keim af bandaríska stjórnkerfinu þar sem forsetinn er flokkspólitískur, gegnir jafnframt stöðu forsætisráðherra, velur ráðherra sína sjálfur og þeir Stjórnarskrá lýðveldis- ins hefur, að mati Jóhanns Þ. Skúlason- ar, þjónað sínu hlutverki vel í meira en hálfa öld. sitja ekki á þingi. En grundvallar- munur er á tillögum Ásdísar og bandaríska kerfinu. Bandaríkjafor- seti er ekki aðeins handhafi fram- kvæmdavaldsins heldur er hann einnig handhafi löggjafarvaldsins með Bandaríkjaþingi. Vegna stjórnarformsins hefur Bandaríkja- forseti meiri hlut í löggjafarvaldinu þar sem hann hefur neitunarvald gagnvart þinginu en forseti íslands hefur aðeins málskotsrétt til þjóð- arinnar samkvæmt 26. grein stjornarskrárinnar. Þetta er gert til að einhver hemill sé á þeim laga- setningum sem meirihluti löggjaf- arsamkundunnar samþykkir, til að ekki séu sett ólög án þess að nokk- uð verði að gert. Ásdís segir einnig: „þá gæti meirihluti Alþingis kært forseta fyrir landsdómi og þá er hægara um vik þar sem Alþingi og fram- kvæmdavaid Alþingis hafa ekki sama starfssvið eftir breytingarn- ar.“ Þetta tejur undirritaður beina rökvillu hjá Ásdísi. Með breytinga- tillögu hennar verður engin breyt- ing á rétti Alþingis til að koma ábyrgð á hendur framkvæmdavald- inu, því skv. 14. grein stjórnar- skrárinnar bera ráðherrar fulla ábyrgð á störfum sínum. Um fram- kvæmdavald forseta er skýrt kveð- ið á í 13. grein. Þar segir: „Forset- inn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Forseti er því aðeins handhafi framkvæmdavaldsins að forminu til og því skarast það ekki við löggjafarvaldið. Það að forseti verði virkur handhafi löggjafar- valdsins og falli þannig undir ákvæði 14. greinar er því aðeins formbreyting. Þjóðhollir íslendingar Ásdísi er mikið niðri fyrir er hún talar um ósvífni alþingismanna við stjórnarskrárbreytingar. Segir hún þar meðal annars: „Þeir ætla upp á sitt einsdæmi að breyta einstaka greinum stjórnarskrárinnar, jafnvel að breyta kjördæmaskipan og kosningalögunum, ijúfa síðan þing og boða til nýrra kosninga. Það er kominn tími til þess að alþingis- menn viðurkenni að það er ekki þeirra verk að breyta og semja þau stjórnskipunarlög sem þeir eiga sjálfir að starfa eftir.“ Nú virðist undirrituðum að Ásdís Frumvarpið og félagafrelsið Birgir Björn __ Gunnar Sigurjónsson Ármannsson FRUMVARP fjár- málaráðherra um rétt- indi og skyldur starfs- manna ríkisins varðar grundvöll samnings- réttar starfsmanna og félagafrelsi. Ákvæði stjórnarskrár um fé- lagafrelsi var endur- skoðað nýlega og niður- staðan varð 74. gr. sem orðast þannig: „Rétt eiga menn að stofna félög, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöf- un stjórnvalds ..." Benda má á að í upphaflegum frumvarpsdrögum var ekki gert ráð fyrir að sérstaklega væri getið um stjómmála- og stéttarfélög en til að taka af öll tvímæli þótti rétt að geta þessara félaga sérstaklega „í ljósi þess að hér er um að ræða einhveija mikilvægustu flokka félaga í sér- hveiju lýðræðisríki", eins og segir í nefndaráliti. Þetta er í algeru sam- ræmi við þær alþjóðlegu skuldbind- mgar um jákvætt félagafrelsi sem Island hefur gerst aðili að, sjá t.d. 87. samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO). Samþykktir ILO Með aðild að 87. samþykkt ILO hefur Island skuldbundið sig til að hafa ekki afskipti af innri málefnum stéttarfélaga. I 2. gr. samþykktar- innar segir: „Verkamenn og vinnuveitendur skulu án undantekningar hafa rétt til þess að stofna og ganga í félög að eigin geðþótta án undangengins leyfis, og séu þeir aðeins háðir regl- um hiutaðeigandi félags um inn- göngu í það.“ Þá segir í 4. gr. sömu samþykktar: „Handhafar framkvæmdarvalds skulu ekki geta leyst upp félög vinnu- veitenda eða verkamanna fyrir fullt og allt eða um stundarsakir." Jafnframt segir í 8. gr. 2. tl.: „Landslögum má ekki vera þann veg háttað, að þau skerði ákvæði samþykktar þessarar, né heldur má framkvæma þau á þann hátt.“ Þessar alþjóðlegu samþykktir og ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi ber að skilja þannig að hvorki lög- gjafarvaldi né framkvæmdarvaldi sé heimilt að svipta launamenn rétti til þátttöku í stéttarfélagi og til að semja um kjör sín á þeim vettvangi. Verði frumvarp þetta að lögum er löggjafarvaldið að svipta stóran hóp einstaklinga félagafrelsi. Slík tak- mörkun er einungis talin lögmæt þegar um er að ræða æðstu stjórn- sýslu ríkisins. Frumvarpið gengur mun lengra og striðir að því leyti til gegn ákvæðum stjórnarskrár með því að tilgreina stóran hóp starfs- manna til viðbótar sem embættis- menn og svipta þá rétti til að vera í stéttarfélögum og semja um kjör sín á félagsbundnum grundvelli. Jafnframt er löggjafinn með sam- þykkt frumvarpsins að selja fram- kvæmdarvaldinu nánast sjálfdæmi um það hverjir verði til viðbótar tald- ir embættismenn og þar með sviptir félagafreisi. Löggjafarvaldinu ber að fara af varkárni með vald sitt, eink- um þegar ákvæði eru varin af stjórn- arskrá. Verði frumvarpið samþykkt er sýnt að lögin myndu ekki einung- is stríða sem slík gegn félagafrelsis- Verði frumvarpið að lögum verður, að mati Birgis Björns Sigurjónssonar og Gunnars --3,-------------- Armannssonar, gengið gegn grund- vallarákvæðum um jákvætt félagafrelsi. ákvæði stjórnarskrár heldur væri framkvæmdarvaldinu, ráðherra eða forstöðumanni í stofnun og jafnvel staðgengli hans, veitt víðtækt vald til að ganga ennþá lengra í þeirri skerðingu. Evrópusáttmálinn ísland hefur einnig skuldbundið sig til að virða samnings- og verk- fallsrétt stéttarfélaga með aðild að samþykktum ILO án óeðlilegra og ónauðsynlegra afskipta. Verði frum- varpið að lögum verður hægt að svipta stóran hóp félagsmanna í stéttarfélögum ríkisstarfsmanna, jafnvel alla félagsmenn einstakra félaga, rétti til að taka þátt í starfi stéttarfélaga í framtíðinni með því að skipa þá embættismenn. Þessi hópur verður þar með sviptur verk- fallsrétti sem stríðir ekki aðeins gegn samþykktum ILO heldur einnig Mannréttinda- og Félagsmála- sátt- mála Evrópu. Island hefur verið í sérstakri gjörgæslu hjá sérfræðing- um Evrópuráðsins vegna fram- kvæmdar á félagafrelsisákvæðum Evrópusáttmálans vegna svonefnds neikvæðs félagafrelsis. Grundvall- arákvæði sáttmálans varða þó hið jákvæða félagafrelsi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 2. mgr. 9. gr. 1. nr. 120/1992 verði felld brott en hún átti að tryggja þeim sem undir kjara- nefnd heyra rétt til að vera í stéttar- félagi, þ.e. jákvætt félaga- frelsi. Verði frumvarpið að lögum er með þessu og öðru ofantöldu gengið beint gegn þessum grundvallarákvæðum um jákvætt félagafrelsi. Birgir Björn Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna og Gunnar Ármannsson er lögfræðingur og situr í stjórn BHM. Einn öflugasti og besti Econoline XLT, '92 landsins, 7,3 diesel, beinsk., 5 g., (ZF), ek. 85.000 km. BíII í algjörum sérflokki! Verð 4,3 millj. Uppl. í vs. 852 5500, hs. 567 5618 eftir kl. 20.00. hafi lesið síðustu greinar stjórnar- skrárinnar heldur hratt, ef þá nokk- urntíma. í 79. grein stjórnarskrár- innar er mjög skýrt kveðið á um það hvernig skuli fara með þá er breyta á stjórnarskránni eða auka við hana. Þar segir: „Tillögur, hvort sem er til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka- Alþingi. Nái tillagan samþykki skal ijúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af for- seta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.“ Þeim sem lesa þessa grein stjórnarskrárinnar verður undir eins ljóst að Alþingi getur ekki breytt stjórnarskránni að vild. Þjóðin fær að láta skoðun sína á breytingunum í ljós á þann hátt að hún getur kosið þann stjórnmálaflokk sem er andvígur breytingunum. Með þessu móti er stjórnarskráin varin gegn tækifær- isbreytingum. Skýrara verður það varla. Ef alþingismenn eiga ekki að semja stjórnskipunarlög, á þá ekki sama að gilda um önnur lög sem þeir þurfa að starfa eftir, t.d. þingskapalög? Og hveijir eiga þá að setja þessi lög sem Alþingi á að starfa eftir? Þessi málflutningur Ásdísar leiðir til tviskipts löggjafar- valds þar sem hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir! Að sinni í ofanrituðu hefur verið reynt að sýna fram á þá galla sem felast í því stjórnskipunarfyrirkomulagi sem sett er fram í grein Ásdísar. Telur undirritaður að stjórnarskrá lýðveldisins hafi þjónað sínu hlut- verki vel í 52 ár og þær breytingar sem gerðar hafa verið á henni hafi að flestu leyti verið til góðs. Höfundur er sagnfræðinemi. Lindab ini, ■ ■ ■ bakrennur Styrkur stáls - ending plasts Þakrennukerfið frá okkur er auö- velt og fljótlegt í uppsetningu. Eng- in suöa, ekkert lím. Gott litaúrval. Umboösmenn um land allt. <bhe TÆKNIDEILD tXl^k ;:0*" Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 r4lllllllllllllt1 «■ b ■ ÞAKSTAL Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. <nnn<msscm» TÆKNIDEILD ÓJtck ^glNG ilSSÍSii (W>C,G Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.