Morgunblaðið - 04.06.1996, Side 18

Morgunblaðið - 04.06.1996, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jeltsín semur við Kákasusríki Kveðst geta tryggt frið í Tsjetsjníju Kislovodsk, Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gær samstarfssamn- inga við þrjú Kákasusríki, Armeníu, Azerbajdzhan og Georgíu, og kvaðst fullviss um að tilraunir hans til að koma á friði í Kákasushéraðinu Tsjetsjníju bæru árangur. „Rússar vilja frið á öllu Kákasus- svæðinu. Það er undirstöðuatriði í stefnu Rússlands í málefnum svæð- isins,“ sagði Jeltsín í Kíslovodsk, um 200 km frá Tsjetsjníju, eftir að hafa undirritað samningana ásamt Edúard Shevardnadze, forseta Ge- orgíu, Levon Ter-Petrosjan, forseta Armeníu, og Hajdar Alíjev, forseta Azerbajdzhans. Samningarnir kveða á um að landamæri ríkjanna á svæðinu verði virt, svo og mannréttindi og réttindi þjóðarbrota. Forsetarnir fjórir sögð- ust ætla að berjast gegn herskáum aðskilnaðarsinnum og heittrúar- mönnum og samþykktu að stofna „sameiginlegt efnahagssvæði" ríkj- anna fjögurra. Ter-Petrosjan og Alíjev áréttuðu að staðið yrði við vopnahléssamning Armena og Azera, sem batt enda á mannskæð átök þeirra um héraðið Nagomo-Karabakh, meðan unnið yrði að samningi um framtíð héraðs- ins. Enn barist í Tsjetsjníju Samstarfssamningurinn þykir ekki mjög veigamikill en undirritun- in veitti Jeltsín tækifæri til að sann- færa kjósendur um að hann legði mikla áherslu á að tryggja frið á Reuter HAJDAR Líjev, forseti Azerbajdzhans, Levon Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, Edúard She- vardnadze, forseti Georgíu og Borís Jeltsín undirrita samstarfssamninginn í Kislovodsk. Kákasussvæðinu. Forsetar Kákas- usríkjanna þriggja fóru allir lofsam- legum orðum um Jeltsín og sögðu endurkjör hans nauðsynlegt til að tryggja frið og stöðugleika á svæð- inu. Jeltsín sagði að vopnahléssamn- ingurinn við leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna fyrir viku hefði greitt fyrir varanlegum friði í Tsjetsjníju. Hann kvaðst ætla að standa við friðaráætlun sem hann kynnti 31. mars, þar sem hann lof- aði að senda rússnesku hersveitirnar frá Tsjetsjníju gegn því að tsjetsj- enskir skæruliðar létu vopn sín af hendi. Ekkert lát virðist þó á átökunum í Tsjetsníju þrátt fyrir að vopnahlé ætti að taka gildi klukkan átta að íslenskum tíma á föstudagskvöld. Sex rússneskir hermenn biðu bana og ellefu særðust í tveimur sprengjuárásum á brynvagna í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, á sunnudag, að sögn fréttastofunnar Interfax. Fréttastofan hafði eftir embættismanni í Grosní að fámenn- ir skæruliðahópar héldu áfram að laumast inn í borgina til að und- irbúa árásir á hermenn. Rússar og Tsjetsjenar sökuðu hvorir aðra um að hafa brotið vopna- hléssamninginn. Tsjetsjensku að- skilnaðarsinnarnir hafa gefið Rúss- um frest til föstudags til að standa við loforðin um brottflutning hers- veitanna, ella yrði þeim sagt stríð á hendur að nýju viku fyrir forseta- kosningarnar í Rússlandi. Tsjetsjensku aðskilnaðarsinnarn- ir féllust á að hefja í dag viðræður við Rússa um framkvæmd samn- ingsins og fangaskipti, að sögn rúss- nesks embættismanns í gær. Við- ræðunum var frestað á laugardag vegna ágreinings um öryggi tsjetsj- ensku sendinefndarinnar og meintra árása rússneskra hersveita á þorp í Tsjetsjníju. Sumarfirí á íslandi Sunnudaginn 16. júní nk. mun sérblaðiö Ferbalög verða helgað sumarfríum á íslandi. í blaðinu verður sagt frá ýmsum ferða- og gisti- möguleikum og athyglisverðir áningarstaðir skoðaðir. Gönguferðum, veibi, golfi o.fl. verða gerð góð skil og til nánari glöggvunar verða birt ýmis upplýsingakort. Þá verður fjallað um undirbúning fyrir fríið, viðlegubúnað, útbúnað bílsins og húsbílsins. Til gagns og gamans verða birtar grilluppskriftir, krossgátur fyrir börn og fullorðna og þrautir fyrir þau yngstu. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þcssum blabauka, er bent á ah tekih er vih auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 10. júní. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eha meh símbréfi 569 1110. Kær kveðja, Tyrkneskir bókstafstrúarmenn sigruðu Yilja sljórnaraðild Istanbul. Reuter. VELFERÐARFLOKKURINN, flokkur tyrkneskra bókstafstrúar- manna, var sigurvegari sveitar- stjórnarkosninganna í Tyrklandi á sunnudag og í gær lagði hann fram vantrauststillögu á stjórn Mesut Yilmaz forsætisráðherra. í kosningunum á sunnudag fékk Velferðarflokkurinn 33,5% atkvæða en næstur honum kom Föðurlands- fiokkur Yilmaz með 20,9%. í þriðja sæti var síðan Sannleiksstígurinn, flokkur Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra, með 12%. Bókstafstrúarmenn bættu við sig 3,5% frá því í þingkosningunum í desember og styrkir það stöðu þeirra í umræðum um vantrauststil- löguna, sem hófst í gær. Hugsan- legt er, að hún komi til atkvæða á föstudag. Gerir Velferðarflokkurinn kröfu til aðildar að ríkisstjórninni. Ciller hefur raunar gefið í skyn, að hún muni styðja vantrauststil- lögu Velferðarflokksins en ýmsir telja þó, að sigur hans á sunnudag muni þrýsta stjórnarflokkunum saman, a.m.k. um stundarsakir. MALVERKA- UPPBOD Málverkauppboð á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. júníkl. 20.30. Sýning uppboðsverka í dag kl. 12.00-22.00, á morgun kl. 12.00-22.00, fimmtudag 6. júníkl. 12.00-18.00. við INGÓLFSTOR G, SÍMI552 4211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.