Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikil eftirspurn eftir leign-
kvóta o g verðið hækkar
Marg’ir komnir fram yfir þorsk-
kvótann sinn en framboð lítið
Breytt viðskipti
MIKIL eftirspum er nú eftir leigu-
kvóta enda kvóti að verða búinn
í flestum tegundum nema ýsu og
ufsa. Árni Guðnason hjá Kvóta-
markaðnum segir mikið um að
vera í smásölu núna og verð á
þorski mjög hátt. Þá er Kvóta-
markaðurinn að fara af stað með
uppboð á þorskaflahámarki í
krókakerfínu.
Ámi segir marga vera komna
fram yfír þorskkvóta sinn og því
að kaupa smáa og dýra skammta
til að bjarga sér fyrir horn. Verðið
á leigukvóta hafí lækkað allt niður
í 88 krónur en sé núna komið upp
K95 krónur. Ámi segir framboð á
ýsu og ufsa hins vegar vera mikið
og þessar tegundir séu nú nánast
gefíns, ýsan fari á 3-4 krónur og
ufsinn sé nú á eina krónu.
Daufur
humarmarkaður
Humarmarkaðurinn er mun
daufari en í fyrra að sögn Árna
og lítil viðskipti átt sér stað. Hann
segir menn fara mun varlegar í
sakimar vegna lélegrar vertíðar í
fyrra og verkfallsins sem þá var
og framboðið af humarkvóta því
mun meira í ár. Leiguverð á rækju
hafí lækkað eftir að hinir afkasta-
miklu togarar hafí byijað að veiða
á Flæmska hattinum og sé nú
komið niður í 73 krónur en var
hæst 90 krónur. Þá hafí leiguverð
á karfa aðeins sigið, sé nú um 35
krónur og sömuleiðis á grálúðu
sem sé nú um 25 krónur.
Töluverð eftirspurn hefur verið
eftir varanlegum kolakvóta hjá
Kvótamarkaðnum og er verðið nú
um 135 krónur. Þá hefur síldar-
verðið hækkað mikið og hafa ver-
ið boðin allt að 100 tonn af þorski
í síldarkvóta.
Ámi segir viðskiptin hafa verið
með töluvert öðru sniði á þessu
fískveiðiári en á því síðasta.
Ástæðan sé meðal annars sú að
margir hafí farið á úthafsveiðar,
bæði á Flæmska hattinn og á
Reykjaneshrygg, og mikið hafí því
verið keypt af stórum skömmtum
og verð þar af leiðandi fallið mun
fyrr nú en í fyrra að þorskverðinu
undanskildu.
Uppboð á þorsk-
aflahámarki
Samkvæmt nýjum lögum um
smábátaveiðar er smábátaeigend-
um nú heimilt að framselja þorsk-
aflahámark krókabáts yfír á ann-
an krókabát með því skilyrði að
allt hámarkið sé fiutt af viðkom-
andi bát, enda fellur veiðileyfí
hans niður og rétti til endurnýjun-
ar er afsalað. Árni segist hafa
orðið var við mikinn áhuga hjá
trillukörlum varðandi þetta, bæði
hjá þeim sem séu að úrelda og
þurfi því að selja allan pakkann
en einnig þeim sem vilja kaupa
litla skammta og auka þannig
heimildir sínar. „Við verðum með
fyrsta uppboðið á mánudag og þá
kemur í Ijós hvernig verðið verður
en það hafa verið margar hug-
myndir um verð. Það er mikil gerj-
un í þessum viðskiptum og við
verðum ekki með mikið magn á
uppboðinu, kannski um 100-150
tonn, enda verður selt þétt. Króka-
bátaeigendur ráða ekki við að
kaupa stóra skammta í einu og
við ætlum okkur að halda vel utan
um þetta til að geta þjónustað
þennan hóp líka. Það kemur síðan
í ljós hvernig þessi viðskipti þróast
á næstu mánuðum," segir Árni.
Morgunblaðið/Þorkell
Forsetaframbjóðendur í sjónvarpi
FRAMBJÓÐENDUR tfl forseta íslands þau Pétur Kr. Hafstein, Grímsson, komu fram í sameiginlegri útsendingu Stöðvar 2 og
Guðrún Agnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Ólafur Ragnar Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi og var það síðasti málfundurinn.
Söngflokkurinn „
Fire on the Mountain“ frá Utah í heimsókn á íslandi
Vestur-Islendingur
stjórnar flokknum
SÖNGFLOKKURINN „Fire on the
Mountain" frá Brigham Young-
háskólanum í Provot Utah, Banda-
ríkjunum, kemur til Islands í byijun
júlí og heldur hér tvenna tónleika.
Hann verður einnig fulltrúi Banda-
rílqanna á CIOFF-þjóðlagahátíð
sem haldin verður í júlí í Brunssum
í Hollandi og kemur þar fram ásamt
listafólki frá 63 löndum.
Flokkurinn hefur á sl. 15 árum
farið víða um heim og haldið tón-
leika, flutt þjóðlög, sveitatónlist,
„Cajun“ og jass. Sex af bestu tón-
listarmönnum BYU leika á gítar,
fiðlu, mandóh'n, banjó, munnhörpu
og mörg fleiri hljóðfæri. Eftir að
sendiherra íslands í Bandaríkjun-
um, Einar Benediktsson, hafði verið
viðstaddur flutning „Fire on the
Mountain" á Íslendingahátíðinni í
Utah bað hann flokkinn að halda
tónleika á íslandi, segir í fréttatil-
kynningu.
4.000 afkomendur íslenskra
innflytjenda í Utah
Á árunum 1855 til 1890 fluttu
um 400 íslendingar til Utah og
settust að í Spanish Fork en sá bær
er fyrir sunnan Salt Lake City. Nú
búa um 4.000 afkomendur þessara
íslensku landnema í Utah en Span-
ish Fork er elsta íslendinganýlend-
an í Ameríku.
Með flokknum verður dr. Clark
Thorsteinson, Vestur-íslendingur
og konsúll íslands í vesturfylkjum
Bandaríkjanna. Hann kennir við
BYU. Á sama tíma munu um 40
afkomendur íslensku landnemanna
í Spanish Fork koma til íslands og
verða viðstaddir tónleikana sem
haldnir verða í Vestmannaeyjum
8. júlí í Safnaðarheimili Landa-
kirkju kl. 21 og í Reykjavík 9. júlí
á Fógetanum kl. 21. Þetta verður
stærsti hópur frá Spanish F'ork sem
heimsótt hefur ísland.
Vestur-íslendingurinn Mark
Geslison, sem starfar við tónlistar-
deild BYU, stjómar söng- og dans-
flokknum „Fire on the Mountain
en BYU er stærsti einkarekni há-
skóli Bandaríkjanna, rekinn af
Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga
heilögu (Mormónakirkjunni) með
rúmlega 28.000 nemendur fra
Bandaríkjunum og yfir 100 öðrum
löndum.
Jóhann
efstur ís-
lending--
anna
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
í SJÖTTU umferð opna skák-
mótsins í Kaupmannahöfn,
sem tefld var í gær, gerði
Jóhann Hjartarson jafntefli
við enska stórmeistarann
Speelman en Margeir Péturs-
son tapaði fyrir danska al-
þjóðlega meistaranum Sune
Berg Hansen.
ísraelski stórmeistarinn
Eran Liss er óvænt efstur í
mótinu, með 5 'A vinning. Jó-
hann er efstur Íslendinganna
með 4 ‘A vinning, Margeir er
með 4 vinninga en þeir Héð-
inn Steingrímsson, Bragi og
Bjöm Þorfinnssynir og Davíð
Kjartansson hafa allir 3 vinn-
inga.
Forræðismálið
í Tyrklandi
Ekki látið
reyna á um-
gengnisrétt
EKKI verður hægt að láta
reyna á umgengnisrétt Sop-
hiu Hansen og dætra hennar
í Tyrklandi strax 1. júlí nk.
Undirréttur í Tyrklandi
dæmdi Sophiu og dætrum
hennar umgengnisrétt í júlí
og ágúst í Tyrklandi með úr-
skurði frá 13. júní sl.
Staðfesting
verið send
Sigurður Pétur Harðarson,
stuðningsmaður Sophiu, sagði
að henni hefði þegar verið
send staðfesting á úrskurðin-
um frá 13. júní. Ekki hefði
hins vegar borist staðfesting
á því að dómurinn hefði verið
birtur fyrrverandi eiginmanni
Sophiu í Tyrklandi. Staðfest-
ingin bærist væntanlega síðla
í næstu viku. Þegar hún hefði
borist væri hægt að fara að
huga að því að láta reyna á
umgengnisréttinn.
Arekstur
við Stekk
ÁREKSTUR varð á Reykja-
nesbraut á gatnamótunum við
Stekk um hádegisbilið í gær.
Báðir ökumennirnir fengu að
fara heim að lokinni skoðun
á Sjúkrahúsi Suðumesja en
farþegi í annarri bifreiðinni
var fluttur á Sjúkrahús
Reykjavíkur í Fossvogi til
frekari skoðunar.
Ekið á 9 ára barn
Ekið yar á níu ára bam á
reiðhjóli í Njarðvík, á Njarðar-
braut skammt frá Kjarrmóa
eftir hádegi í gær. Var bamið
flutt á Sjúkrahús Suðumesja
en fekk að fara heim að skoð-
un lokinni.
Bifreið var ekið út af vegin-
u™ á Garðvegi við gatnamótin
að Heiðarholti í gær. Bfllinn
enti a umferðarmerki en eng-
m slys urðu á mönnum, að
sogn logreglunnar í Keflavík.