Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundi Foldu hf. frestað Helmingi starfs- manna sagt upp störfum Morgunblaðið/Kristján Krakkahátíð Nóa Síríusar UM HELMINGUR starfsmanna Foldu hf., alls 37 manns, var sagt upp störfum í gær. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mismunandi en allt að 6 mánuðir. Þá 'var aðalfundi fé- lagsins frestað í gær og boðað til framhaldsaðalfundar að hálfum mánuði iiðnum. Að undanförnfu hefur verið unnið að endurskoðun á rekstri og skipu- \a.gi Foldu hf. Nú sér brátt fyrir end- ann á þeirri vinnu og felur endur- skipulagningin í sér að nýir eigendur koma að fyrirtækinu, segir í fréttatil- kynningu fyrirtækisins. Hringtorgið hreinsað FJÖLDI unglinga vinnur við fegr- un bæjarins og eru þessar ungu stúlkur þeirra á meðal. Þær voru í óðaönn að hirða við hringtorgið á Hörgárbraut í vikunni þegar ljósmyndari átti leið hjá. Messur GLERÁRPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður á morgun, sunnudaginn 30.júní í Lögmannshlíðárkirkju kl. 21. Ath. breyttan tíma. Jón Ármann Gíslason guðfræðingur prédikar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, föstudagskvöld. Kveðjusam- koma fyrir Esther og Róbert kl. 20. á sunnudag. Ottó í Akureyr- arkirkju OKTETTINN Ottó heldur tón- leika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Hann er skipaður þeim Sig- urlaugu Eðvaldsdóttur og Margréti Kristjánsdóttur á fiðlu, Herdísi Jónsdóttur, víólu, Lovísu Fjeldsted á selló, Há- varði Tryggvasyni á kontra- bassa, Kjartani Oskarssyni á klarinett, Rúnari Vilbergssyni á fagott og Emil Friðfinnssyni á hom. Þessi hópur hljóðfæra- leikara úr Sinfóníuhljómsveit Islands er Akureyringum að góðu kunnur, flestir hafa einn- ig leikið með Sinfóníuhijóm- sveit Norðurlands. Á efnisskránni er Grand Septet eftir Conrad Kreutzer og Oktett eftir Franz Schu- bert. Sýningu að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi sýn- ingarinnar „Erótík“ er í Deigl- unni, en sýningunni lýkur 3. júlí næstkomandi. Á sýning- unni eiga verk þeir Bragi Ás- geirsson, Gunnar Örn Gunnars- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Samúel Jóhannsson og Þórður Valdi- marsson. Opið er frá kl. 14 til 18 alia daga nema mánudag. Þar sem enn hefur ekki verið end- anlega gengið frá allri skipulagningu starfseminnar og því á þessari stundu óljóst hvort næg verkefni verða hjá fyrirtækinu á komandi hausti hefur stjórn félagsins ákveðið að segja upp hluta starfsmanna til að hafa fijálsari hendur um endur- skipulagningu, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Hvorki Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri né Eiríkur Jóhannsson, stjórnarformaður, vildu ræða þessar hugmyndir nánar né gefa upp af- komutölur fyrirtækisins. ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Deutsche Fishfang Union, DFFU, dótturfyrirtæki Samherja hf., hefur tekið frystitogarann Akraberg á leigu og heldur togarinn til veiða í dag undir þýskum fána. Akraberg er í eigu útgerðarfyrirtækisins Framheija ltd., en fyrirtækið er í eigum Samherja og færeyskra aðila og hefur togarinn verið skráður í Færeyjum. „Við urðum fyrir því óláni að missa skip í bruna, skip sem við höfðum gert ráð fyrir að yrði í rekstri eina 7-8 mánuði á þessu ári. Með leigunni á Akraberginu erum við að fylla upp í það gat. Þá hefur Framheiji heldur ekki þær veiðiheimildir fyrir Akraberg að þær nægi til að reka skipið í 12 mánuði,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Sam- heija. Frystitogarinn Mainz, í eigu DFFU, varð eldi að bráð í vetur og telur Þorsteinn Már skipið ónýtt. Akraberg hefur legið við bryggju á Akureyri að undanförnu en skipið heldur til veiða í dag. Þorsteinn Már segir að til að byija með verði farið til karfaveiða innan og utan lögsögu Grænlands og einnig verði reynt við grálúðu í framhaldinu. Um borð er Ijölþjóðleg áhöfn, yfir- menn eru þýskir en einnig eru Port- úgalir, Færeyingar og Islendingar í áhöfn. MIKILL fjöldi barna tók þátt í opnunarhátíð Nóa-Síríus á Akur- eyri í gær, en fyrirtækið hóf ný- lega starfsemi í húsnæði við Hvannavelli. Börnunum var boðið að bragða á sælgæti sem fyrirtæk- ið framleiðir og þá voru leiktæki af ýmsu tagi á staðnum. Meðal þess sem framleitt er á Akureyri er hlaup, lakkrís, karamellur, BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að ráða Hólmkel Hreinsson bókasafnsfræð- ing amtsbókavörð við Amtsbóka- safnið á Akureyri. Hann tekur við starfinu í haust, en þá lætur Lárus Zóphaniasson af störfum en hann hefur verið amtsbókavörður síðast- liðinn aldarfjórðung. Opal súkkulaði og súkkulaðihjúp- aðar vörur. Gert er ráð fyrir að um 20 starfsmenn starfi hjá fyrir- tækinu til að byrja með. Forráða- menn fyrirtækisins líta svo á að með starfseminni sé stigið skref til að bæta þjónustuna á Norður- landi, þar sem það verður í nán- ari tengslum við markaðinn en fram til þessa. Hólmkell hefur starfað á Amts- bókasafninu á Akureyri um nokkurra ára skeið. Aðrir sem sóttu um stöð- una voru Andrea Jóhannsdóttir, Reykjavík, Jón Sævar Baldvinsson, Húsavík, Sigrún Ingimarsdóttir, Ak- ureyri, Valgerður Þóra Benedikts- dóttir, Hafnarfirði. Ein umsókn var dregin til baka. Handverks- húsið á Laugalandi Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. HANDVERKSHÚSIÐ í Lauga- landsskóla í Eyjafjarðarsveit verður opnað næstkomandi laugardag 29. júní og verður opið frá kl. 14 til 17. Þar er til húsa safn gamla húsmæðraskólans sem starf- ræktur var um árabil, gallerí með valið handverk, Gulla- smiðjan Stubbur og einnig eru þar vinnustofur. Við opnunina verður leikin tónlist og boðið verður upp á veitingar. Handverkshúsið verður opið þijá daga í viku í sumar, frá miðvikudegi til föstudags frá kl. 13 til 18, en einnig eftir samkomulagi. Gullasmiðjan Stubbur verður opin daglega frá kl. 9 til 17. Sýning Sum- arlistaskólans NÁMSKEIÐI Sumarlistaskól- ans á Akureyri lýkur með dag- skrá í Gagnfræðaskólanum á Akureyri á sunnudag, 30. júní og hefst hún kl. 15. Um 20 börn hafa verið í Sumarlistaskólanum og sýna þau afrakstur starfsins, m.a. verða sýnd gifs- og leirverk nemenda, þá verða leiklistaratr- iði og fluttur frumsaminn dans. Aðalatriði sýningarinnar er frumsýning á ævintýramynd- inni „Þegar púkinn galdraði nóttina." Handritið sömdu þau Örn Ingi Gíslason og Margrét Gísladóttir kennari við List- dansskóla íslands og stjórnuðu jafnframt upptökum sem fóru að mestu fram í Glerárgili. Allir eru velkomnir á sýning- una. Söngvökur í Minja- safnskirkju SÖNGVÖKUR í Minjasafns- kirkjunni hefjast næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. júlí kl. 21. Þetta er þriðja sumarið sem boðið er upp á þessa dagskrá í kirkjunni, en hún er hugsuð fyrir bæjarbúa sem og innlenda og erlenda ferðamenn. Söngvökurnar verða á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum frá 2. júlí til 20. ág- úst. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu og eru flytjendur Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Miðaverð er 600 krónur og er aðgangur að Minjasafninu inn- ifalinn, en það verður opið frá 20 til 23 þau kvöld sem söng- vökur eru. Hundasýn- ing í íþrótta- höllinni ÁRLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags Islands og svæða- félags þess á Norðurlandi verð- ur í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudaginn 30. júní. Að þessu sinni verða sýndir um 200 hundar af 33 tegundum og er þetta Iangstærsta sýning félagsins á Akureyri til þessa. Sýnt verður í tveimur hringjum samtímis eins og á síðasta ári og verða dómarar Gitta Ring- wall frá Finnlandi og Paul Stan- ton frá Svíþjóð. Sýningin hefst kl. 9 en áður en að úrslitum kemur koma ungir sýnendur fram með hunda sína. Ungpr sýnendur verða á ferðinni kl. 16. i Morgunblaðið/Kristján Dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi Leigir frystitogarann Akraberg af Framherja Morgunblaðið/Kristján FRYSTITOGARINN Akraberg hefur verið skráður í Þýska- landi, eftir að DFFU tók hann á leigu af Framherja hf. Amtsbókasafnið á Akureyri Hóimkell ráðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.