Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundi Foldu hf. frestað Helmingi starfs- manna sagt upp störfum Morgunblaðið/Kristján Krakkahátíð Nóa Síríusar UM HELMINGUR starfsmanna Foldu hf., alls 37 manns, var sagt upp störfum í gær. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mismunandi en allt að 6 mánuðir. Þá 'var aðalfundi fé- lagsins frestað í gær og boðað til framhaldsaðalfundar að hálfum mánuði iiðnum. Að undanförnfu hefur verið unnið að endurskoðun á rekstri og skipu- \a.gi Foldu hf. Nú sér brátt fyrir end- ann á þeirri vinnu og felur endur- skipulagningin í sér að nýir eigendur koma að fyrirtækinu, segir í fréttatil- kynningu fyrirtækisins. Hringtorgið hreinsað FJÖLDI unglinga vinnur við fegr- un bæjarins og eru þessar ungu stúlkur þeirra á meðal. Þær voru í óðaönn að hirða við hringtorgið á Hörgárbraut í vikunni þegar ljósmyndari átti leið hjá. Messur GLERÁRPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður á morgun, sunnudaginn 30.júní í Lögmannshlíðárkirkju kl. 21. Ath. breyttan tíma. Jón Ármann Gíslason guðfræðingur prédikar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, föstudagskvöld. Kveðjusam- koma fyrir Esther og Róbert kl. 20. á sunnudag. Ottó í Akureyr- arkirkju OKTETTINN Ottó heldur tón- leika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Hann er skipaður þeim Sig- urlaugu Eðvaldsdóttur og Margréti Kristjánsdóttur á fiðlu, Herdísi Jónsdóttur, víólu, Lovísu Fjeldsted á selló, Há- varði Tryggvasyni á kontra- bassa, Kjartani Oskarssyni á klarinett, Rúnari Vilbergssyni á fagott og Emil Friðfinnssyni á hom. Þessi hópur hljóðfæra- leikara úr Sinfóníuhljómsveit Islands er Akureyringum að góðu kunnur, flestir hafa einn- ig leikið með Sinfóníuhijóm- sveit Norðurlands. Á efnisskránni er Grand Septet eftir Conrad Kreutzer og Oktett eftir Franz Schu- bert. Sýningu að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi sýn- ingarinnar „Erótík“ er í Deigl- unni, en sýningunni lýkur 3. júlí næstkomandi. Á sýning- unni eiga verk þeir Bragi Ás- geirsson, Gunnar Örn Gunnars- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Samúel Jóhannsson og Þórður Valdi- marsson. Opið er frá kl. 14 til 18 alia daga nema mánudag. Þar sem enn hefur ekki verið end- anlega gengið frá allri skipulagningu starfseminnar og því á þessari stundu óljóst hvort næg verkefni verða hjá fyrirtækinu á komandi hausti hefur stjórn félagsins ákveðið að segja upp hluta starfsmanna til að hafa fijálsari hendur um endur- skipulagningu, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Hvorki Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri né Eiríkur Jóhannsson, stjórnarformaður, vildu ræða þessar hugmyndir nánar né gefa upp af- komutölur fyrirtækisins. ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Deutsche Fishfang Union, DFFU, dótturfyrirtæki Samherja hf., hefur tekið frystitogarann Akraberg á leigu og heldur togarinn til veiða í dag undir þýskum fána. Akraberg er í eigu útgerðarfyrirtækisins Framheija ltd., en fyrirtækið er í eigum Samherja og færeyskra aðila og hefur togarinn verið skráður í Færeyjum. „Við urðum fyrir því óláni að missa skip í bruna, skip sem við höfðum gert ráð fyrir að yrði í rekstri eina 7-8 mánuði á þessu ári. Með leigunni á Akraberginu erum við að fylla upp í það gat. Þá hefur Framheiji heldur ekki þær veiðiheimildir fyrir Akraberg að þær nægi til að reka skipið í 12 mánuði,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Sam- heija. Frystitogarinn Mainz, í eigu DFFU, varð eldi að bráð í vetur og telur Þorsteinn Már skipið ónýtt. Akraberg hefur legið við bryggju á Akureyri að undanförnu en skipið heldur til veiða í dag. Þorsteinn Már segir að til að byija með verði farið til karfaveiða innan og utan lögsögu Grænlands og einnig verði reynt við grálúðu í framhaldinu. Um borð er Ijölþjóðleg áhöfn, yfir- menn eru þýskir en einnig eru Port- úgalir, Færeyingar og Islendingar í áhöfn. MIKILL fjöldi barna tók þátt í opnunarhátíð Nóa-Síríus á Akur- eyri í gær, en fyrirtækið hóf ný- lega starfsemi í húsnæði við Hvannavelli. Börnunum var boðið að bragða á sælgæti sem fyrirtæk- ið framleiðir og þá voru leiktæki af ýmsu tagi á staðnum. Meðal þess sem framleitt er á Akureyri er hlaup, lakkrís, karamellur, BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að ráða Hólmkel Hreinsson bókasafnsfræð- ing amtsbókavörð við Amtsbóka- safnið á Akureyri. Hann tekur við starfinu í haust, en þá lætur Lárus Zóphaniasson af störfum en hann hefur verið amtsbókavörður síðast- liðinn aldarfjórðung. Opal súkkulaði og súkkulaðihjúp- aðar vörur. Gert er ráð fyrir að um 20 starfsmenn starfi hjá fyrir- tækinu til að byrja með. Forráða- menn fyrirtækisins líta svo á að með starfseminni sé stigið skref til að bæta þjónustuna á Norður- landi, þar sem það verður í nán- ari tengslum við markaðinn en fram til þessa. Hólmkell hefur starfað á Amts- bókasafninu á Akureyri um nokkurra ára skeið. Aðrir sem sóttu um stöð- una voru Andrea Jóhannsdóttir, Reykjavík, Jón Sævar Baldvinsson, Húsavík, Sigrún Ingimarsdóttir, Ak- ureyri, Valgerður Þóra Benedikts- dóttir, Hafnarfirði. Ein umsókn var dregin til baka. Handverks- húsið á Laugalandi Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. HANDVERKSHÚSIÐ í Lauga- landsskóla í Eyjafjarðarsveit verður opnað næstkomandi laugardag 29. júní og verður opið frá kl. 14 til 17. Þar er til húsa safn gamla húsmæðraskólans sem starf- ræktur var um árabil, gallerí með valið handverk, Gulla- smiðjan Stubbur og einnig eru þar vinnustofur. Við opnunina verður leikin tónlist og boðið verður upp á veitingar. Handverkshúsið verður opið þijá daga í viku í sumar, frá miðvikudegi til föstudags frá kl. 13 til 18, en einnig eftir samkomulagi. Gullasmiðjan Stubbur verður opin daglega frá kl. 9 til 17. Sýning Sum- arlistaskólans NÁMSKEIÐI Sumarlistaskól- ans á Akureyri lýkur með dag- skrá í Gagnfræðaskólanum á Akureyri á sunnudag, 30. júní og hefst hún kl. 15. Um 20 börn hafa verið í Sumarlistaskólanum og sýna þau afrakstur starfsins, m.a. verða sýnd gifs- og leirverk nemenda, þá verða leiklistaratr- iði og fluttur frumsaminn dans. Aðalatriði sýningarinnar er frumsýning á ævintýramynd- inni „Þegar púkinn galdraði nóttina." Handritið sömdu þau Örn Ingi Gíslason og Margrét Gísladóttir kennari við List- dansskóla íslands og stjórnuðu jafnframt upptökum sem fóru að mestu fram í Glerárgili. Allir eru velkomnir á sýning- una. Söngvökur í Minja- safnskirkju SÖNGVÖKUR í Minjasafns- kirkjunni hefjast næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. júlí kl. 21. Þetta er þriðja sumarið sem boðið er upp á þessa dagskrá í kirkjunni, en hún er hugsuð fyrir bæjarbúa sem og innlenda og erlenda ferðamenn. Söngvökurnar verða á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum frá 2. júlí til 20. ág- úst. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu og eru flytjendur Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Miðaverð er 600 krónur og er aðgangur að Minjasafninu inn- ifalinn, en það verður opið frá 20 til 23 þau kvöld sem söng- vökur eru. Hundasýn- ing í íþrótta- höllinni ÁRLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags Islands og svæða- félags þess á Norðurlandi verð- ur í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudaginn 30. júní. Að þessu sinni verða sýndir um 200 hundar af 33 tegundum og er þetta Iangstærsta sýning félagsins á Akureyri til þessa. Sýnt verður í tveimur hringjum samtímis eins og á síðasta ári og verða dómarar Gitta Ring- wall frá Finnlandi og Paul Stan- ton frá Svíþjóð. Sýningin hefst kl. 9 en áður en að úrslitum kemur koma ungir sýnendur fram með hunda sína. Ungpr sýnendur verða á ferðinni kl. 16. i Morgunblaðið/Kristján Dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi Leigir frystitogarann Akraberg af Framherja Morgunblaðið/Kristján FRYSTITOGARINN Akraberg hefur verið skráður í Þýska- landi, eftir að DFFU tók hann á leigu af Framherja hf. Amtsbókasafnið á Akureyri Hóimkell ráðinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.