Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 21

Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Eurotunnel til skiptameðferðar? Lánardrottnar fá frest til júlíloka París. Reuter. ENSK-franska fyrirtækið Eurotunn- el, sem rekur Ermarsundsgöngin, hefur gefíð í skyn að það kunni að verða tekið til skiptameðferðar, ef enginn árangur náist í viðræðum við banka um skuldasamning fyrir júlí- lok. Viðræðum Eurotunnel og banka hefur lítið miðað áfram síðan fyrir- tækið stöðvaði greiðslur á vöxtum af átta milljarða punda skuld í sept- ember og fór fram á að tveir dóm- skipaðir milligöngumenn aðstoðuðu við fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Stjórnarformaður Frakka, Patrick Ponsolle, sagði fjárfestum að koma mundi á óvart ef dómari í París neitaði að framlengja umboð milli- göngumannanna, Wakehams lávarð- ar frá Bretlandi og Frakkans Ro- bertd Badinterd, til 31. júlí frájúní- lokum sem fyrirtækið hafði farið fram á. Ef fyrirtækið yrði tekið til skipta- meðferðar sagði hann að starfa yrði eftir ólíkum frönskum og brezkum reglum um greiðsluþrot og mundi það ekki eiga sér hliðstæðu. Viðræð- urnar verða „flóknar, langvinnar og erfiðar", sagði hann. Ponsolle sagði að Eurotunnel yrði reiðubúið að bjóða lánardrottnum nokkuð af hlutabréfum sínum í skiptum fyrir „mjög verulega" vaxtalækkun.“ Hann kvaðst ekki geta sagt hlut- höfum frá stöðu fyrirtækisins í við- ræðunum, en viðurkenndi að um það væri þegjandi samkomulag að hluta skuldanna yrði breytt í hlutabréf í skiptum fyrir mikla lækkun á láns- vöxtum bankanna. Einnig væri samkomulag um að skuldin yrði skorin niður á næstu árum og hluthafar fengju nokkra tryggingu fyrir því að verðmæti fjár- festinga þeirra rýrnaði ékki. Mest ferðast um Atlanta-flugvöll Skýtur O’Hare flugvellinum í Chicago aftur fyrir sig Genf. Reuter. UMFERÐ farþega um flugvelli heims jókst um tæplega 8% á fyrsta ársfjórðungi og er mest ferðast um flugvöllinn í Olympíuborginni Atl- anta 1996. Umsvif flugfélaga halda áfram að aukast að sögn alþjóðaflugvall- aráðsins ACI í Genf, þótt flugfrakt ykist um aðeins 3,5% miðað við sama tíma 1995. í prósentum fjölgaði farþegum mest í Afríku og fóru 6,4 milljónir manna um flugvelli þar, 11,6% fleiri en á sama tíma í fyrra að sögn ACI. 9,4% aukning í Evrópu Mesta athygli vekur þó 9,4% aukning í 145 milljónir farþega í Evrópu. Þótt sú aukning stafaði sumpart af mikilli flugumferð fyrir páska stafaði hún einnig af því að nokkur flugfélög buðu ferðir á kynn- ingarverði og af auknu sætarými vegna tilkomu nýrra flugfélaga á Spáni, Italíu og Bretlandi. O’Hare flugvöllur í Chicago varð að víkja úr sæti fjölfarnasta flugvall- arins fyrir Atlanta, aðalbækistöð Delta, opinbers flugfélags Ólympíu- leikanna, og hins bágstadda Valujet- flugfélags samkvæmt skýrslu ACI um umferð um 460 flugvelli. 15,5 millj. fóru um Atlanta Á fyrstu þremur mánuðum ársins fóru rúmlega 15,5 milljónir manna — 18% fleiri en á sama tíma í fyrra - um Atlanta. Á sama tíma fóru 15,4 milljónir um O’Hare, sem þar með lenti í 2. sæti. Atlanta var í 2. sæti í fyrra. Ólympíuleikarnir fara fram 19. júlí til 4. ágúst og gerir ACI ráð fyrir að áhrifa þeirra muni gæta langt fram á haust. Heathrow-flugvöllur Lundúna, þriðji fjölfarnasti flugvöllur heims 1995, hafnaði nú í 5. sæti á eftir Los Angeles, sem er í 3. sæti, og Dallas-Forth Worth, sem er í 4. sæti. Flugfrakt jókst mest í Miðaustur- löndum, um 21,1% í 422.222 tonn. Mest var flutt af flugfrakt í Norður- Ameríku, 5.9 milljónir tonna. 7,4% aukning vestanhafs Alls fóru tæplega 284 milljónir farþega um bandaríska flugvelli frá janúar til marz og er þeð 7,4% aukn- ing. Evrópa var í öðru sæti með 145 milljónir að sögn ACI. Tæplega 91 milljón farþega, 7,1% fleiri en í fyrra, fóru um flugvelli á Asíu-Kyrrahafssvæðinu - þar á meðal Narita í Tókýó, sjötta fjölfarn- asta flugvöll heims. Farþegum á flugvöllum í Miðaust- urlöndum fjölgaði um 7,9% í 11.5 milljónir. í Rómönsku Ameríku fjölg- aði farþegum, sem fóru um flug- velli, um aðeins 1,5% í 18.9 milljónir farþega. Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupið i (ýf) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina - Öllum þeim mörgu, stofnunum, félögum og ein- staklingum, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttrœöisafmœli mínu, þakka ég af alhug og biö þeim velgengni og blessunar. LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 21 Aðeins í Pro Shop verslunum Abu Garcia hefur nú sett á markaö sérvalda veiðilínu - Pro Shop, sem aöeins er seld í viöurkenndum Pro Shop verslunum. í veiðilínunni eru Ambassadeur og Cardinal velöihjól, Pro Shop veiöistangir og sérstakir Toby spúnar. Þær verslanir sem selja Pro Shop vörur, vinna eftir einkunnaroröunum: Gæöi, þekking, þjónusta. Eftirfarandi verslanir eru Pro Shop verslanir: Veiöimaðurlnn, Hafnarstræti 5, Reykjavík Sportkringlan, Kringlunni, Reykjavík Útllíf, Glæsibæ, Reykjavík Kaupfélag Skagfiröinga, Ártorgi 1, Sauöárkróki Veiöibúö Lalia, Bæjarhrauni 20, Hafnarfiröi Veiöisport, Kaupvangsstræti 21, Akureyri Sportvík, Hafnarbraut 5, Dalvík Kaupfélag Árnesinga, Kirkjubæjarklaustri Umboðsadill: Veiöimaöurinn ehf., Hafnarstræti 5, sími: 551 4800 Cardinal Exellent Gold: 5.734 kr. Pro Shop EXS 106: 10.990 kr. Pro Shop EXC 86: 8.494 kr. Pro Shop EXC 96: 9.503 kr. Pro Shop EXS 76: 8.114 kr. Pro Shop EXS 86: 8.931 kr. Pro Shop EXS 96: 8.266 kr. -■:f r tvrSͧ5ÉÉs& ' kosnin&akafli og kosninsavaka KosiiiiigakaHi á llólcl Borg Kosningakaffi stuðningsmanna Ólafs Ragnars í Reykjavík verður á Hótel Borg frá kl. 10 til 17. Hljóðfærasláttur, söngur, ávörp - laufíétt stemmntng! Kosiiiiii»avaka í Súlnasal Klukkan 21 hefst kosningavaka í Súlnasal Hótel Sögu. Fylgst verður með sjónvarpsútsendingu og dansað fram á nótt við tónlist hljómsveitarinnar Saga Class. ftí% 4* i/y -2 & £> J? Sttióningslólk Sliiðlinii að öruggri kosiiingii Olals Ragiiars (a íiiissonar! GeirR. Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.