Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 22

Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 22
22 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson BJÖRGUN úr sjó æfð í Grundarfirði. Biörgunm æfð SJÓMENN frá Grundarfirði og Snæfellsbæ fjölmenntu á nám- skeið Slysavarnarskóla sjó- manna í Grundarfirði nýlega. Um 50 manns sóttu svokallað dagnámskeið og 15 námu á kvöldin. Sjómenn lærðu þar allt það helzta um öryggismál á sjó, rétt viðbrögð við hættu, björgun úr sjó og margt fleira. Að loknu námskeiði var boðið upp á kaffi og kökur, sem kon- ur sjómanna sáu um. Nú stytt- ist í það, að námskeið af þessu tagi verði skylda fyrir sjó- menn, þeir fái ekki lögskrá- ingu án þekkingar í öryggis og björgunarmálum frá og með næstu áramótum. Alls hafa um 11.000 manns sótt námskeiðin til þessa. Veiðidögum fækkað o g kvótinn skorinn niður MJÖG strangar veiðitakmarkanir eru nú að taka gildi við Nýja Eng- land í Bandaríkjunum. Þær fela í sér lokanir veiðisvæða, niðurskurð á heildarafla og verulega fækkun róðrardaga. Lokað verður fiskimið- um á Georgsbanka, við Nantucket og á Maineflóa. Róðrardögum um 1.700 báta verður fækkað um 35% á þessu ári og 50% á því næsta og möskvinn verður stækkaður. Leyfilegur afli af þorski, ýsu og gulstyrtlu (yellowtail flounder) verður skorinn verulega niður. A Georgsbanka verður leyfilegt að veiða 1.851 tonn af þorski, en 1993 varð þorskaflinn þar 14.600 tonn, leyfilegur ýsuafli verður 2.801 tonn og af gulstyrtlu má nú veiða 385 tonn, en aflinn af henni 1993 var 2.200 tonn. í Maineflóa verður leyfilegur þorskafli 2.761 tonn, en 1993 varð þorskaflinn 8.300 tonn. Loks verður gulstyrtluafli við sunn- anvert Nýja England dreginn sam- an úr 500 tonnum 1993 í 150 tonn nú. Þessar veiðitakmarkanir hafa mætt nokkurri andstöðu. Banda- ríska sjávarútvegstímaritið Seafo- od Leader skýrir frá því, að sjó- menn teiji kvótana í raun mjög rausnarlega í ljósi þess að sóknar- dagar séu svo fáir, að leyfilegur afli náist aldrei. Sjómenn og út- gerðarmenn segja vonlaust að geta lifað af aðeins 88 daga sjósókn á ári og benda á að afli hafi fari verulega vaxandi miðað við sama tíma í fyrra. það hljóti að benda til þess að fiskistofnarnir séu að ná sér á strik. Loks segjast sjó- menn eiga erfitt með að skilja þá veiðistjórnun, sem felur í sér niður- skurð veiðiheimilda á Georgsbanka fyrir Bandaríkjamenn á sama tíma og Kanadamenn séu að auka veiði- heimildir sínar þar. Bæjarráð Vesturbyggðar ályktar um stjórn fiskveiða Afnám línutvöföld- unar minnkar atvinnu SMÁBÁTAEIGENDUR þurfa fyrir nk. mánudag að ákveða í hvaða veiði- stjómunarkerfi þeir veiða á næsta fiskveiðiári. Þótt smábátaeigendur virðist almennt sáttir við nýju lögin hafa víða komið fram gagnrýnisradd- ir á þau. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti á dögunum samhljóða ályktun um krókabátafrumvarpið þar sem segir að hluti krókabátaflotans muni áfram búa við verulegt óöryggi strax á næsta fiskveiðiári. Þá lýsir bæjarráðið yfir áhyggjum sínum vegna afnáms línutvöföldunar. I ályktuninni fagnar bæjarráðið þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um stjórun fiskveiða, svo langt sem þær ná. I ályktuninni segir að með breytingunum hafi vænkast mjög hagur þess hluta smá- bátaflotans sem stundi veiðar með krókum, þ.e. þess hluta sem hafi það mikla aflareynslu í þorski að þeir geti valið aflahámark. Hins vegar muni hluti flotans búa áfram við verulegt óöryggi að loknu næsta fisk- veiðiári þar sem flest bendi til þess að róðradögum fækki nokkuð. I ályktuninni er lýst áhyggjum ráðsins yfir því að ekki hafí verið gengið á heilstæðan hátt og til fram- búðar frá málum smábátaflotans, þannig að Alþingi þurfi ekki að koma stax að þessum málum aftur. Þau fjögur stjómkerfí sem nú verði í gangi hjá smábátaflotanum séu óvið- unandi með öllu. Þessu fylgi töluverð röskun á stöðu smábátaútgerðar í landinu. Línuveiðar leggjast alveg af Ennfremur lýsir bæjarráðið yfir verulegum áhyggjum sínum vegna afnáms línutvöföldunar vegna þess að með henni hafí verið horft sér- staklega til byggða- og atvinnusjón- armiða og í kjölfar afnáms geti fylgt minnkandi atvinna. í ályktuninni segir: „Vissulega hafa þesar breyt- ingar jákvæð áhrif á eiginfjárstöðu útgerðarfyrirtækja en þarf ekki að þýða betri rekstargrundvöll fyrir skipin, þar sem leyfilegur afli þeirra minnkar. Bæjarráð telur verulega hættu á að línuveiðar leggist af í núverandi mynd með tilheyrandi at- vinnuleysi hjá fískvinnslufólki í landi. Undanfarin ár hefur hráefni- söflun fiskvinnslufyrirtækja í Vest- orbyggð byggst á afla smábáta yfir sumartímann og línuveiðum yfir vetrarmánuðina.“ Kvótabraskið eykst Bæjarráðið telur að halda hefði átt óbreyttu kerfi varðandi línutvö- földun, þó með þeim breytingum að ákveðið hámark hefði verið sett á skip, þannig að fáeinir stórir línubát- ar tækju ekki sífellt stærri skerf af heildarlínuaflanum. Breytingarnar geti haft í för með sér aukið kvóta- brask og Ijóst sé að mun minna verði landað af bolfíski á komandi vertíð- um en ella hefði orðið. ERLENT Fulltrúi Netan- yahus ræðir við Arafat Jerúsalem. Reuter. RÁÐGJAFI Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra ísraels, átti í gær leynilegan fund með Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, og að sögn emb- ættismanna var þetta í fyrsta sinn sem slíkur fundur hefur verið hald- inn. Fundurinn var haldinn á fimmtu- dagskvöld á sjálfstjórnarsvæði Pal- estínumanna á Gaza. Að sögn hátt- setts embættismanns í forsætis- ráðuneytinu var fundurinn þáttur í samskiptum sem ísraelar vildu hafa við Arafat, en ráðgjafinn hefði fyrst og fremst fært forsetanum þau skilaboð að ísraelar væntu þess að stjórn Palestínumanna berðist gegn „hryðjuverkum." Fréttafulltrúi Arafats staðfesti að ráðgjafi Netanyahus hefði flutt forsetanum skilaboð. Sagði fulltrú- inn þetta hafa verið fyrsta opinbera fundinn milli stjórnar Palestínu- manna og nýrrar ríkisstjórnar ísra- els. Fyrrum forsætisráðherrar Isra- els, Yitzak Rabin og Shimon Peres urðu fyrstu forsætisráðherrar landsins til þess að ræða við Ara- fat, sem ísraelsstjórnir höfðu jafnan sagt vera helsta óvin ríkisins. Reuter Fagna stjómarskrá FULLTRÚAR á úkraínska þing- inu fagna formanni nefndar sem gegndi lykilhlutverki í því að koma saman fyrstu stjórnarskrá Úkraínu eftir að ríkið losnaði undan sovéskum yfirráðum. Þingfulltrúar samþykktu stjórn- arskrána með yfirgnæfandi meirihluta í gær, eftir nætur- fund. Ráðstefna um tilraunabann Akvörðun frestað Genf. Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUM fulltrúa 61 ríkis í Genf um allsheijarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT) lauk í gær og var sendi- nefndunum falið að leggja fyrir rík- isstjórnir sínar drög að slíku banni. Áætlað er, að sendinefndirnar hitt- ist aftur að mánuði liðnum og ákveði þá hvort bannið verði sam- þykkt. Indveijar lýstu því yfir í gær að „ekki væri líklegt" að þeir myndu undirrita allsheijarbann við tilraun- um. Sagði fulltrúi þeirra það alveg Ijóst að Indveijar myndu ekki undir- rita slíkan samning nema tekið yrði tekið tillit til sjónarmiða þeirra. Þeir vilja að skýrari ákvæði sé sett inn um skuldbindingu kjarnorku- veldanna fimm, Bandaríkjanna, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Kína, til að eyða öllum kjarna- vopnum sínum, ella muni samning- urinn eingöngu staðfesta yfirburði þessara landa. Frakkar urðu fyrsta kjarnorku- veldið til að samþykkja fyrirliggj- andi drög að samningi en með „dá- litlum breytingum“. Aðeins áðurnefnd fimm ríki eru viðurkennd kjarnorkuveldi en Ind- veijar eru ásamt Pakistönum og ísraelum þær þijár þjóðir sem vitað er að geta nú þegar framleitt kjarnavopn þótt ósannað sé að þær eigi birgðir slíkra vígtóla. Banda- ríkjamenn vilja að samningurinn taki gildi þótt Indveijar neiti að undirrita en hin kjarnorkuveldin eru á öðru máli, telja nauðsynlegt að Indland skerist ekki úr leik. Auk þessa er deilt um aðferðir til að halda uppi eftirliti. Vilja Bandaríkjamenn að það verði öflugt og oft verði sendir fulltrúar til að kanna hvort samningurinn sé hald- inn. Kínveijar vilja mun minna eftir- lit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.