Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 27 Ljósmyndir/Gunnar Hallgrímsson ungi hefur sett upp fjarsjá sem gefur 22 falda stækkun. „Tveir rauðhöfðaandarsteggir voru að lenda og það gefur til kynna hversu fjöl- skrúðugt andalífið er hérna. Nú vantar okkur bara urtönd. Hún hlýtur að vera hérna ein- hvers staðar.“ Auk allra andanna sjáum við hettumáva, kríur, hrossagauka, grágæsir og á steini úti í miðri tjörn sitja tveir óðinshanar. „Það má kannski kalla þá furðufugla því þeir hafa svolitla sérstöðu meðal fugla,“ seg- ir Gunnar. „Þeir eru kvenréttindafuglar. Yf- irleitt er karlfuglinn litskrúðugri en kven- fuglinn, en hjá óðinshönum er kvenfuglinn miklu fallegri og litskrúðugri en karlinn og hún stundar fjölveri. Tekur nokkra karla og lætur þá frjóvga sig og eftir varpið yfirgefur hún hreiðrið og lætur karlana sjá um afgang- inn.“ I íjöruborðinu er fugl með langt rautt nef, sem hann stingur í sjóinn og skvettir yfir sig. Gunnar segir mér að þetta sé tjaldur að baða sig. Svo heyrum við í vellandi spóa, en einn lið- urinn í fuglafræðunum er að þekkja þá á hljóð- inu. „Eitt atriðið er iíka að þekkja þá á flugi, eins og stelkana þarna. Þú sérð það bara á töktunum í fiuginu og hljóðið í þeim styður greininguna," segir Gunnar. Og alltaf bætast við nýjar tegundir. „Þarna sérðu lóu uppi á túni og svo kemur hérna lítill fugl fljúgandi sem sest rétt hjá tjaldinum. Það er lóuþræll. Svo er spóinn þarna ennþá lengra til vinstri og hann er iíka að baða sig.“ Blaða- maður játar fúslega að fuglaskoðun er skemmtileg iðja. Flórgaðinn á Ástjörn Ástjörnin er sérstök náttúruperla með auð- ugu fuglalífi og þangað liggur leið okkar næst. Gunnar vill sýna mér flórgoðann, sem þar hef- ur aðsetur. „Það er sef í Astjörninni sem flórgoðinn sækir í,“ segir hann. „Þeir hafa þá sérstöðu að þeir byggja flothreiður. Þeir tína strá og búa til svona bungu á floti og síðan festa þeir hana við stráin í kring. Það er talsvert af flórgoða við Mývatn en hann er sjaldgæfur í þessum landshluta og fer fækkandi. Fuglaverndarfé- lagið hefur haldið á hverju ári flórgoðadag við Ástjörn, þar sem fólki gefst tækifæri til að koma og skoða fuglinn. Þetta er fallegur fugl og full ástæða til að vekja athygli á honum og passa upp á hann.“ Gunnar bendir mér réttilega á að fuglaskoð- un sé ekki bara skemmtileg og spennandi tóm- stundaiðja heldur ekki síður holl, enda fylgir henni heilsusamleg útivera. Auk þess samein- ist í henni ýsmar góðar dyggðir svo sem þolin- mæði og skipulagshæfíleikar. „Þolinmæði er sú dyggð sem sérhver fugla- skoðari verður að hafa í ríkum mæli. Þegar ég var yngri var óþolinmæðin mér fjötur um fót. Með aldrinum hefur maður róast,“ segir menntaskólaneminn fullorðinslega og bætir við: „Það besta við þetta er hins vegar að mað- ur fer inn í annan heim. Það er gott að gleyma tímanum, detta út úr amstri hins daglega lífs og inn í heim fuglanna og vita ekkert hvað tím- anum líður.“ Og það eru vissulega orð að sönnu. Fjölskrúðug fuglaflóra Q ÞESSI fugl hefur ekki enn verið greindur til tegundar. Fuglaskoðarar eru ekki á eitt sáttir hvort um er að ræða auðnutittling eða hrfmtittling. Myndin er tekin í Fossvogskirkjugarði í vor. n GRÁSPÖR, kvenfugl. Gráspörvar eru H mjög sjaldgæfir flækingar á fslandi en samt verpa nokkur pör á Hofi f Öræf- um þar sem myndin er tekin. Q GRASTÍTA er mjög sjaldgæfur amer- fskur vaðfugl. Þessí grastíta sást við Garðskagavita á Reykjanesi. Q UNGUR bláhrafn í Hafnarfirði. Blá- hröfnum svipar til hrafna en þeir eru minni og með hvassara nef. Bláhrafn- ar eru allalgengir flækingar hér á landi. nj SVARTÞRASTARKVENFUGL á hreiðri. Svartþrestir eru algengir flækingsfugl- ar á fslandi og verpa stundum. Ein af þeim tegundum sem eru að nema land hér. r« FJALLAFINKUKARLFUGL sem ég náðl “ f Kirkjugarðinum i Fossvogi. Fjalla- finkur eru annað dæmi um flækings- fugl sem gæti náð fótfestu hér á landi. Q HÁVELLUSTEGGUR f vetrarbúningi. Þessi skrautlega önd er fslenskur varpfugl. rj DÓMPÁPI er falleg fínkutegund sem flækist stundum hingað frá Evrópu. Þessi mynd er af karlfugli sem er að éta kom af fóðurbretti. n SVÖLUSTELKUR er sárasjaldgæf am- “ erfsk steikstegund. Svölustelkar halda sig yfirleitt við polla og tjarnir eins og þessi fugl sem fannst f Laugardalnum. Qj} HÁVELLUKOLLA á flugi. m AUÐNUTITTLINGUR er næstminnsti “ fugl íslands. Hann lifir á birkifræjum og skordýrum. rn STOKKÖND er sú andategund sem flestir telja sig þekkja. En hvernig skyldi kvenfuglinn Ifta út? QQ SVONA Iftur stokkandarkolla út. m ÞESSI litli spörfugl, sem heitir græn- “ ingi, fannst aðframkominn úti á Sel- tjarnarnesi eftir flug alla leið frá Am- erfku. Hann var hafður f fóstri en náði ekki bata og drapst. m MENN sem merkja fugla verða að “ þekkja unga hinna ýmsu tegunda f sundur. Þó að margir efist, þá er þetta nú samt kria. m ÓÐINSHANI, karlfugl. Óðinshaninn er mikill kvenréttindafugl. Kvenfuglinn gerir lítið annað en að verpa eggjun- um og lætur kariinn liggja á og ala upp ungana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.