Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 28
VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 Morgunblaðið/Sverrir STURLA athugar laxamousse-ið í eldhúsinu. Fyrir skömmu var fyrsta Norðurlandakeppnin í matreiðslu haldin og lenti fulltrúi Islands, Sturla ______Birgisson, í þriðja sæti. Steingrimur_ Sigurgeirsson kynnti sér matseðil Sturlu og fékk lánaða uppskrift að ljúffengum forrétt. STURLA Birgisson, yfir- kokkur í Perlunni, hefur tvö ár í röð unnið keppn- ina „matreiðslumaður ársins“ og fyrir skömmu lenti hann í þriðja sæti í fyrstu Norðurlandakeppni matreiðslumanna. Þetta var þriðja árið sem keppn- in um matreiðslumann ársins var haldin og hefur hún vonandi fest sig rækilega í sessi. Ef rétt er að staðið getur keppni af þessu tagi haft mjög jákvæð áhrif. Hún ýtir undir samkeppni og sköpunar- gleði, ekki síst ef það fer að verða keppikefli veitingahúsa að geta státað af verðlaunahafa í keppn- inni. Langtímaáhrifin ættu því að vera þau að fagmennska og gæði aukast enn frekar í íslensku veit- ingahúsaflórunni. Á matseðli Sturlu í Norður- landakeppninni var í forrétt fersk- ur lax með laxamousse, grillaðri hörpuskel, krækling, krydd- jurtasósu og tómatsmjörsósu, í að- alrétt hreindýr með villisósu, ostrusveppum, epli í calvados, sneiddum og bökuðum kartöflum og í eftirrétt anisparfait með brómberjasósu. Eins og gefur að skilja eru rétt- ir, sem settir eru saman fyrir keppnir af þessu tagi, ekki það ein- faldasta sem venjulegir heimilis- kokkar taka sér fyrir hendur. Sturla hefur hins vegar sett saman nýja útgáfu af forréttinum, sem er aðeins einfaldari í matreiðslu, en engu síðri hvað bragð varðar. Raunar segir Sturla að þetta sé rétturinn eins og hann hefði viljað PERSKUR lax með laxamousse og hörpuskel HRÉINDÝR með villisósu og ostrusveppum. hafa hann í raun þótt hann hafi þurft að breyta honum vegna staðla keppninnar. í laxamúsina þarf 100 grömm af laxi, 2 eggjahvítui', 50 ml þurrt hvítvín, hálfa papriku, hálft zucchini, 6 lauf af basil, 3 hvítlauksrif og 100 ml rjóma. Salt og' pipar. I kryddjurtasósuna þarf 300 ml rjóma, shallot-lauk, steinselju, graslauk og fáfnis- gras, eina eggjarauðu, eina matskeið dijon-sinnep. Salt og pipar. I karrísósuna þarf hálfa flösku af þurru hvítvmi, einn lauk, eina gul- rót, einn hvítlauk, hálfan lítra af laxasoði, 2 lárviðarlauf, lítra af rjóma, hálfa matskeið karrí (eða ögn meira eftir smekk) og lítra af rjórna. Að auki fallegt laxastykki á hvern mann. Athugið að hér er um hlutfalls- uppskriftir að ræða sem hægt er að breyta eftir fjölda gesta. Hafið hugfast að karrísósan er nánast súpa sem laxinn og hörpuskelin er sett í (sjá mynd) og þarf því meira magn af henni en ef um hefðbundna sósu væri að ræða. Aðferð Mousse: Lax settur í matvinnsluvél ásamt eggjahvítu og hvítvíni. Paprika, zucchini og basil fín- saxað og bætt út í maukið. Bragðbætt með salti og pipar, rjóma bætt út í. Gufusoðið (helst í ofni) í 15 mínútur. Karrísósa: Grænmetið gróf- hakkað og svissað í smjöri, karrí bætt út í. Hvítvín ásamt laxasoði soðið í tuttugu mínútur. Rjóman- um bætt út í og þykkt með sósu- þykkni, bragðbætt með salti og pipar. Kryddjurtasósa: Allt nema rjóminn sett í matvinnsluvél og maukað vel. Léttþeyttum rjómanum bætt við. Lax: Laxinn roðflettur ásamt fitunni og gufusoð- inn í um það bil fjórar mínútur. Hörpuskelin er loks léttsteikt í smjöri, sölt- uð og pipruð. Karrísósan er sett í skálar, laxi og hörpudiski komið fyrir, og taumum af ki-yddjurtasósunni hellt út í karrísósuna. ANISPARFAIT með bróm- berjasósu. Hvað er síþreyta ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNiR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Undanfarnar vikur hef ég verið afskaplega slappur og haft viss einkenni flensu, s.s. beinverki, án þess að hafa hita. Gæti þetta verið svokölluð síþreyta? Hvemig lýsir hún sér? Svar: Síþreyta er frekar óljós sjúkdómsmynd sem hefur vakið töluverða athygli á undanfömum árum. Um orsakir þessa sjúkdóms er ekkert vitað með vissu, allar til- raunir til að fínna skýringu hafa misheppnast. Að ýmsu leyti minna einkennin á sýkingu en eftir viða- miklar rannsóknir á fjölda sjúk- linga verður að telja nokkuð ör- uggt að hvorki sé um að ræða sýk- ingu af völdum veira né sveppa. Helstu einkennin eru stöðug þreyta sem byrjar nokkuð skyndi- lega og stendur vikum eða mánuð- um saman, hitavella (allt að 38,5 ), mikil svitamyndun, særindi í hálsi, stækkaðir og aumir eitlar, verkir í vöðvum eða beinum, höfuðverkur, liðverkir og svefntmflanir. Margir þessara sjúklinga fara snemma að ur eða mánuði en í einstaka tilfell- 4a£ w -ag* jpl Síþreyta um varir þetta ástand í meira en ár. Spurning: Af og til fæ ég áblástur IHlHiiUI Áblástur á varir sofa og vakna seint en eru þó þreyttir. Ekki þurfa öll þessi ein- kenni að vera til staðar hjá sama sjúklingi. Stundum kemur sí- þreyta í kjölfar flensu, lungna- bólgu eða annarrar sýkingar en það er ekki nærri því alltaf. Sumir hafa talið síþreytu stafa af sjúk- dómi í miðtaugakerfi eða að sjúk- dómurinn sé aðallega af sálrænum toga. Svo mikið er víst að margir sjúklingar með síþreytu era þung- lyndir en flest bendir til að það sé afleiðing af þessu slæma likamlega ástandi. Sjúklingar með síþreytu þurfa oft á uppörvun að halda og að fólk í umhverfi þeirra viður- kenni að um sjúkdóm sé að ræða. Venjulega er best að beita líkam- legri þjálfun, fara rólega af stað en auka þjálfunina hægt og hægt. Flestir fá bata eftir einhverjar vik- í kringum varimar og hefur þetta ágerst í seinni tíð. Venjulegur varasalvi dugar skammt og ég hef reynt áburð sem heitir Zovirax, með takmörkuðum árangri. Af hverju stafar þetta og er eitthvað til ráða? Svar: Áblástur er veirusýking af völdum svokallaðra herpesveira (herpes simplex). Á að giska annar hver einstaklingur er smitaður af þessum. veirum, flestir smitast í æsku en fólk getur smitast hvenær sem er ævinnar. Þegar eitthvað svæði hefur smitast, losnar við- komandi aldrei við veirurnar, lengst af era þær í dvala en við vissar aðstæður blossar sýkingin upp og viðkomandi fær áblástur eða frunsur. Vessinn sem kemur úr frunsunum í upphafi sýkingar inniheldur veirar og getur smitað, hvort sem er annan stað á sama einstaklingi eða annan einstakling. Það er því mikilvægt að sýna varúð og hreinlæti þegar sjúkdómurinn er á þessu stigi. Algengast er að sýkingin sé á vörum eða umhverfis þær en hún getur verið nánast hvar sem er. Aðrir algengir staðir eru munnhol, augu og kynfæri. Einstaka sinnum geta herpesveir- ur valdið alvarlegum og jafnvel lífshættulegum sýkingum og er þá einkum um að ræða nýbura eða sjúklinga með bælt ónæmiskerfí. Eins og áður var sagt liggja veir- umar lengst af í dvala en við vissar aðstæður blossar sýkingin upp. Yf- irleitt er ekki vitað hvað setur þetta af stað en stundum er það sólarljós eða annað útfjólublátt ljós, í öðram tilvikum kemur áblá. tur í kjölfar kvefs, flensu eða annarra sýkinga og einnig getur útivera í köldu veðri eða streita sett af stað áblástur. Oft byrjar þetta með kláða eða fiðringi í einn sólarhring eða svo, síðan koma blöðrur sem springa, þá hráður og þetta tekur gjarnan 1-2 vikur. Best er að blöðrur og sár fái að þorna og því á ekki að hylja þau með neinu. Varasalvi hindrar þornun og getur gert illt verra, zinkpasta (Zinkoxíð Delta) er betra vegna þess að það þurrkar húðina. Zovirax krem (einnig krem sem heita Zovir og Veban; innihalda öll virka efnið acíklóvír) gerir takmarkað gagn nema það sé borið á svæðið í upp- hafi sýkingar; þegar myndast hafa blöðrur gerir það lítið gagn. Þegar um miklar eða alvarlegar sýkingar er að ræða eru áðurnefnd lyf gefin í töfluformi eða í æð. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjartn og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í símn 5691100 og bréfum eðn símbréfum merkt: Viku- lok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.