Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 41

Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 41 AÐSEIMDAR GREIIMAR • FORSETAKJÖR Auglýsingar og greinar MENN rita greinar í ákveðnum tilgangi. Undanfarið hefur birst fjöldi greina um fram- bjóðendur til embættis forseta íslands. Tíund- uð hafa verið verk þeirra og starfsfortíð. I þessari umfjöllun hef- ur einn frambjóðand- inn haft sérstöðu, sem er Ólafur Ragnar Grímsson, en starfsf- ortíð hans og starfsfer- ill er þess eðlis að mörgum þykir orka nokkuð tvímælis, svo vægt sé til orða tekið. Ymsir greinarhöf- undar hafa kveðið nokkuð fast að orði og talið ekkert ofsagt, telja að af nógu sé að taka. Þessi upprifjun hefur markað umræðuna í samræmi við stjórnmálaferil frambjóðandans. Væri hann ekki í framboði myndi þessi kosningabarátta lítt frábrugð- in kosningabaráttunni 1980. Sú barátta markaðist ekki af umdeild- um stjórnmálaviðhorfum eða stjórn- unar-ákvörðunum frambjóðend- anna. Því komu „beinagrindur úr kjallaranum“ þá ekkert við sögu né annarleg sjónarmið í stjórnmál- um sem stönguðust harkalega á við vestræn siðferðisgildi íslensku þjóð- arinnar. Með þátttöku eins frambjóðand- ans í kosningabaráttunni skjóta þessi annarlegu sjónarmið upp koll- inum, þótt svo hlálega sé um búið að reynt sé á allan hátt að fela þau hin sérstæðu sjónarmið og lífsskoð- un viðkomandi. Nú hefur það gerst að lauslegt úrtak úr ýmsum greinum og upp- rifjun staðreynda starfsfortíðar Ölafs Ragnars Grímssonar hefur birst sem auglýs- ing á síðum Morg- unblaðsins 27. og 28. þ.m. Staðreyndirnar eru taldar upp í mjög knöppu formi og fylgir krossapróf fyrri aug- lýsingunni. I þessum auglýsingum er þjapp- að saman inntaki úr Ú’ölda greina, úrtak eins og áður segir. Vel gerðar auglýsingar, stuttar og aðalatriðin afmörkuð og kom skýrt fram. Það er þakkarvert að heimildir séu birtar á þennan hátt, auðlæsar, auðskildar öllum lesendum. Viðbrögðin við þessu formi aug- lýsinga voru mjög ákveðin frá „frambjóðandanum". Og ástæðan var sú að fé var greitt fýrir auglýs- inguna og sagt jafnframt að nú ætluðu „auðmenn“ að kaupa Bessa- staði. Þetta eru dæmigerð viðhorf kommúnista hér fyrr á árum til hins illa auðvalds, sem þeir svo nefndu. Slíkir menn máttu helst ekki koma skoðunum sínum á fram- færi. Þessvegna þessi viðbrögð „frambjóðandans". Það er ekki beinlínis efni auglýsinganna sem fer fyrir brjóstið á stuðningsmönnum frambjóðandans heldur það að greitt var fyrir birtingu auglýsing- arinnar. „Auðvaldið" á sannarlega þakkir skilið fyrir þessar ágætu og skýru auglýsingar. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Höfundur cr rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Áfram Guðrún! - Afram Island! ÞAÐ HEFUR vakið hjá mér blendnar til- finningar að fylgjast með kosningabaráttu forsetaframbjóðend- anna undanfarið. Það sem stendur upp úr er annars vegar heillandi málflutningur Guðrún- ar Agnarsdóttur og hins vegar sá neikvæði málflutningur sem kemur fram hjá stuðn- ingsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Hafstein, þ.e. að reyna að skerpa pólitískar andstæður og koma kosningabar- áttunni þar með á vettvang hinnar hversdagslegu stjórnmálabaráttu. Þar fyrir utan eru svo flugeldasýn- ingar Ástþórs Magnússonar. Ég hef þekkt Guðrúnu Agnars- dóttur í áratugi. Hún hefur ríka persónutöfra, sem lætur engan ósnortinn við fyrstu kynni. Þrátt fyrir það er hún samt sem áður ein af þeim sem vaxa stöðugt við frek- ari kynni. Kemur þar allt til, ein- stæð fágun, skörp greind og rík réttlætiskennd. Það er því ekki að undra, að allsstaðar þar sem Guð- rún hefur farið og hitt fólk hefur hún sópað að sér fylgi. Síðustu dagana hefur verið sorg- legt að fylgjast með þeirri umræðu, þeim andlýðræðislega hugsunar- hætti, að fjölmargir kjósendur virð- ast ekki ætla að kjósa þann forseta- frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá á forsetastóli, heldur kjósa gegn einhverjum öðrum, þ.e. að reyna að koma í veg fyrir að einhver ákveðinn frambjóðandi nái kjöri. Mér finnst þetta and- lýðræðislegur hugsun- arháttur og reyndar hugsunarháttur sem er beinlínis hættulegur lýðræðinu. Við verðum að vera manneskjur til þess að standa við sannfæringu okkar, kjósa þann sem við teljum hæfastan og taka síðan hinni lýð- ræðislegu niðurstöðu. Engin önnur sjónarmið eiga að ráða afstöðu okkar. Með þessum örfáu orðum vil ég hvetja ykkur kjósendur til að flykkj- ast um Guðrúnu Agnarsdóttur. Lát- ið ekki henda ykkur að greiða at- kvæði gegn einhveijum forseta- frambjóðanda, greiðið atkvæði með þeim sem þið teljið hæfastan. fs- lenska þjóðin þarf síst á því að halda að andstæður verði skerptar í stjórnmálabaráttunni og allra síst má hún við því að embætti forseta íslands verði leiksoppur pólitískra átaka. Það hefur margoft komið fram að Guðrún Agnarsdóttir er sá forsetaframbjóðandi sem enginn hefur andúð á og sá sem allir hríf- ast af, sem henni kynnast. Flykkjum okkur því um Guðrúnu Agnarsdóttur. Áfram Guðrún! - Áfram ísland! GÍSLIG. AUÐUNSSON Höfundur er læknir á Húsavík. Gísli G. Auðunsson í DAG göngum við íslendingar til forseta- kosninga. Hvert at- kvæði skiptir máli, því það skiptir miklu máli hver gegnir embætti forseta Islands. Góður forseti sameinar þjóð- ina, er henni fyrir- mynd og er málsvari íslenskra hagsmuna heima og heiman. Kosningabaráttan hefur undir það síð- asta harðnað talsvert og hafa stuðnings- menn tveggja fram- bjóðenda tekist á, nú síðast með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu. 'Ýmsir hafa haft á orði, að þeir styðji Pétur til þess að fella Ólaf, eða þá að þeir kjósi Ólaf af því að þeir vilji ekki Pét- ur. En æ fleiri hafa séð þriðja möguleikann: Að sameinast um Guðrúnu Agnarsdóttur og velja forseta, sem öll þjóðin getur verið stolt af. Sameinumst um forseta Við íslendingar höfum átt því láni að fagna, að eiga forseta sem öll þjóðin hefur getað sameinast um. Ég var of ung til að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur á sínum tíma, en hún hefur unnið sér vin- sældir og virðingu þjóðarinnar allrar. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var viðstödd afhjúpun styttu við Glaumbæ í Skagafirði fyrir um tveimur árum. Þar var Vigdís viðstödd og hún hreif alla með hlýlegri og tilgerðar- lausri framkomu sinni. Hún átti jafn auðvelt með að spjalla við bændur, börn, gamalmenni og ferða- menn úr Reykjavík, eins og sýslumann eða prest. Allir, sem ég ræddi við þennan dag, voru sammála um, að þannig ætti góður for- seti að vera. Sama hlýja og til- gerðarleysi einkennir Guðrúnu Agnarsdótt- ur og eiginmann hennar, Helga Valdimarsson. Guðrún hefur vakið athygli og aðdáun fólks fyrir mál- efnalega og drengilega kosninga- baráttu. Hún hefur vakið máls á ýmsum mikilvægum málum, sem hlotið hafa hljómgrunn hjá öðrum forsetaframbjóðendum og þjóðinni allri. Guðrún hefur meðal annars bent á, að það eru mannréttindi að geta lifað af dagvinnulaunum og að forseti íslands þurfi að vera málsvari mannréttinda, friðar og umhverfismála hérlendis sem er- lendis. Málflutningur Guðrúnar Agn- arsdóttur er meira en innantóm kosningaloforð, því hún hefur unn- ið hugsjónum sínum brautargengi árum saman. Á Alþingi flutti Guð- rún meðal annars frumvörp og þingsályktunartillögur um menntamál, fíkniefnamál, mann- réttindamál og friðarmál, enda var hún ein af virtustu þingmönnum þjóðarinnar á sínum tíma. Möguleikarnir eru miklir Að mörgu leyti minna þessar kosningar á forsetakosningarnaY fyrir sextán árum, þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin þjóð- höfðingi. Viku fyrir kosningar mældist fylgi hennar fyrir neðan fylgi Guðlaugs Þorvaldssonar, en á einni viku snerist fjöldi fólks á sveif með henni og hún sigraði. Miklar sveiflur hafa orðið á fylgi frambjóðenda þessa síðustu viku fyrir kosningar og hefur fylgi Guðrúnar verið í mikilli uppsveiflu. Tala sumir um „Vigdísarsveiflu" þegar rætt er um hástökk Guðrún^ ar í skoðanakönnunum undanfar- ið. Margir spáðu því að fyrrum stuðningsmenn Guðrúnar Péturs- dóttur myndu kjósa Pétur, en þess í stað hefur stór hluti þeirra ákveð- ið að kjósa Guðrúnu Agnarsdótt- ur. Ekki er lengur marktækur munur á fylgi Guðrúnar og Péturs í skoðanakönnunum, en á meðan Guðrún er á mikilli uppleið stendur Pétur í stað. Því eru möguleikar Guðrúnar á sigri miklir og hvert atkvæði skiptir máli í því sam- bandi. Margir sem ætluðu að kjósa Ólaf af því að þeir er vildu ekki Pétur eða öfugt hafa einnig hætt við að taka þátt í skítkastinu og ákveðið að kjósa Guðrúnu Agnars- dóttur. Atkvæði greitt Guðrúnu er atkvæði greitt sameiningu og sátt þjóðarinnar. Ef Guðrún Agn- arsdóttir sigrar í þessum forseta- kosningum er það ekki eingöngu sigur hennar og þeirra hugsjóna sem hún hefur barist fyrir, heldur sigur þjóðarinnar allrar. SVALA JÓNSDÓTTIR Höfundur er deildarstjóri. Vinnum sigur með Guðrúnu Svala Jónsdóttir Kristinn forseta ÉG ER ein áf þeim sem höfðu hugsað sér að styðja Ólaf Ragnar í komandi kosningum, þó ég hafi aldrei aðhyllst hans stefnu. Sem betur fer rifjuðust upp fyrir mér orð hans og athæfi sl. ára og hvað ég hef alla tíð átt bágt með að þola hann og var því fljót að skipta um skoðun. Ég hafði hreinlega gleymt hans fortíð,’þar sem hann hafði verið það lengi í hálfgerðum feluleik. Eins og margir aðrir hef ég Þórdís Sigurðardóttir beðið eftir því svari frá Ólafi hvort hann trúi á Guð. Þessi læti vegna trúarskoðanna hans eru orðin að báli, sem hann einn getur slökkt með því að svara þessari spurn- ingu. Er nokkuð auðveldara og eðlilegra fyrir kristna manneskju en að segja þessi fjögur orð: _„Ég trúi á Guð.“ Þessi orð virðist Ólaf- ur Ragnar ekki geta sagt og bland- ar inn í umræðurnar erfiðum tím- um úr lífi sínu úr æsku. Hann þurfti hreinlega að svara, allt ann- að kom málinu hreint ekkert við. Það var ekki verið að spyija um ástæðuna fyrir trúnni. Bágt á ég með að trúa því að íslendingar vilji forseta sem segir Guð almáttugan ekki vera til, ef svo er^ hvað er þá orðið um trú okkar Islendinga. í Morgunblaðinu 12. júní sl. lýsti séra Gunnar Björnsson prestur stuðningi sínum við Ólaf Ragnar, hann sem prestur gerir ekki einu sinni þessar kröfur til hans. Ég segi nú bara, hvað er að gerast? Það er kannski ekk- ert skrýtið hvernig komið er fyrir þjóðkirkjunni, ef ekki er gerð sú krafa að verndari þjóðkirkjunnar viðurkenni Guð almáttugan skap- ara himins og jarðar. Það er von mín að við íslending- ar fáum kristinn forseta og dreng góðan og því styð ég Pétur Haf- stein. Guð veri með íslenskri þjóð. ] ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR. Höfundur er skrifstofustjóri. REIKI-HEILUNAR og SJÁLFSTYRKINGAR- NÁMSKEIÐ í REYKJAVÍK 9.-11. júlí l.'stig kvöldnámskeið 13.-14. júlí 1. stig helgarnámskeið 15.-17. júlí 2. stig kvöldnámskeið (aðeimfyrírþá sem hafa hqft 7. stig \ minnst 3 nmnuði) KYNNINGARFUNDUR Norræna húsinu 3. júlí kl. 20:30 Þar sem reikinámskeiðin verða kynnt, Einnig verðtirþar kynnt nýtt bugrœktar og bamingju tiámskeið sem byggir á nýrri aðferð sem er fyrsta sinn kennd í Reykjavík. Þarna er um að ræða mjög svo áhrifaríka *. aðferð til að bæta líf sitt og líðan. Hentar vel þeim sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig til að bæta líf sitt og líðan. Tilvalið fyrir þá sem hafa þegar gert eitthvað í málinu og vilja meira. í lok þessara námskeiða staðfesta þátttakendur hamingjusamning við sjálfan sig. AÐGANGUR ÓKEYPIS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.