Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 47 MIIMIMINGAR SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON Sigtryggur Snorri Ast- valdsson fæddist í Valgarði í Garða- hreppi 20. ágúst 1945. Hann lést af slysförum 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni 28. júní. Þegar hún mamma sagði mér að Sig- tryggur væri dáinn þyrluðust hugsanirnar upp í huga mér. Það er svo margs að minnast en það er einhvern veginn þannig að á svona stundum hrökkva orðin svo skammt. Sigtryggur verkaði eins og seg- ull á börn og þar sem ég var aðeins barn að aldri þegar hann og Sirrý systir mín byrjuðu að vera saman, urðum við strax góðir vinir. Ég man alltaf fyrsta skiptið sem ég sá hann, Sirrý kom heim í Sunnuhlíð með þennan ókunna mann og ég vildi sko fá að vita hver væri að koma með „litlu mömmu“ heim. Ég stóð uppi á vegi með leikfangariffilinn minn og miðaði á bílinn. Þannig voru okkar fyrstu kynni og í gegn- um árin höfum við Sigtryggur oft hlegið að þessu í eldhúskróknum hjá honum og Sirrý. Þar sem ég kallaði Sirrý alltaf „litlu mömmu“ varð Sigtryggur ósjálfrátt „litli pabbi“. Og það var hann mér, ég man eftir svo ótal- mörgum dæmum um það hvernig hann tók mér eins og einu af sínum börnum. Nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum og Sirrý upp í sveit og var þá alltaf glatt á hjalla. Ósjaldan fór hann þá með okkur krakkana í bíltúr á traktornum og stundum leyfði hann mér að taka í. Þannig var t.d. fyrsta ökuferðin mín á traktornum uppi í Brynjudal. Ég gleymi því aldrei þegar að Ey- þór sonur þeirra fæddist að þá hringdi Sigtryggur í mig og bauð mér með sér í pabbatímann. Þegar svo Sirrý spurði hann eftir á af hveiju hann hefði tekið mig með þá var svarið: „Hva, hún er nú ein af stelpunum okkar.“ Sigtryggur var rammur að afli og munaði ekki um að lyfta ótrú- lega þungum hlutum. Ég man þeg- ar við mamma fluttum í Krumma- hólana þá stóðum við inni í eldhúsi að taka á móti því sem strákarnir komu með inn, þegar við sáum allt í einu ísskápinn okkar koma gang- andi inn. Þá var það Sigtryggur sem einn og óstuddur sippaði ísskápnum í fangið og rölti með hann inn. Sig- tryggur var höfðingi heim að sækja og það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna. Þegar svo ég kynntist manninum mínum tók hann honum strax vel og var alltaf tilbúinn til að veita okk- ur hjálparhönd ef okkur vanhagaði um eitthvað. Þegar við giftum okkur í fyrra og stofnuðum heimili upp úr því var hann óþreytandi að hjálpa okkur með ráð- um og dáð. Og þannig var hann allt fram á síðasta dag, alltaf boð- inn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd enda þótt hann þyrfti þá kannski að fórna einhveiju af sjálfum sér. Sigtryggur var ærlegur, traustur og góður maður sem ég minnist með söknuði en jafnframt með þakklæti í huga. Ég veit að Sig- tryggur fær nú að hvílast í fögnuði herra síns Jesú Krists og að þar líður honum vel. Elsku Sirrý mín, Snorri, Krist- björg, Eyþór, Karl, Guðrún, Anna María og „amma“, Guð styrki ykk- ur í sorg ykkar og gefi ykkur frið sem er æðri öllum skilningi. Elsku Sigtryggur, hafðu þökk fyrir allt. Þín „litla systir", Elín Birgitta. Atburðir gerast hratt. Heimili sem var fullt af gleði og væntingum til framtíðarinnar, hefur misst eig- inmann, föður og vin. Sem nágrann- ar höfum við fylgst með þessari fjölskyldu dafna og vaxa síðustu sjö árin, þessi ár verða okkur ógleymanleg. Sigtryggur var dag- farsprúður maður og lét ekki mikið á sér bera. En alltaf var hann að og það sem hann gerði var vel gert. Ef eitthvað vantaði af verkfærum, góðum ráðum eða aðstoð, þá vissum við að hægt var að leita til Sig- tryggs. Hann var alltaf tilbúinn að veita okkur alla þá aðstoð er við þurftum. Hvort sem um var að ræða að bera hluti uppá efstu hæð, smíða eða lána okkur stiga þegar við vorum læst úti, þá var þetta allt sjálfsagt og gert með glöðu geði. Heimilið hefur alltaf verið opið fyrir drengjunum okkar, hafa þeir alltaf verið velkomnir þar og mætt umhyggju og kærleika. Okkur er það minnisstætt þegar Magnús var í pössun á heimilinu að Sig- tryggur hafði orð á því að hann væri bara eins og einn úr barna- hópnum hans. Elsku Sirrý, Snorri, Kristbjörg, Eyþór og Karl. Við vitum að hann dvelur nú heima hjá Drottni og hvergi er betra að vera en þar. Ykkur, Guðrúnu, Önnu Maríu og móður Sigtryggs og öllum ættingj- BJORN SIGURÐUR ÍVARSSON + Björn Sigurður ívarsson fæddist á Hofsósi 9. janúar 1942. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 26. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hofsóskirkju 1. júní. Hann Bassi er dáinn, hann sem var mér alltaf svo góður og tók mig alltaf upp þegar ég var lítil þegar hann kom á Krókinn og vildi eiga litlu tána. Hann fékk nú að eiga hana að lokum, þegar ég gerði mér grein fyrir því að hann tæki hana ekki af. Hann Bassi var alltaf svo hress. Ég man þegar hann kom til ömmu og afa, og sat við eldhúsborðið og sagði eitthvað skemmtilegt. Þótt ég skyldi ekki hvað var svona fyndið, þegar ég var yngri, þá fannst mér svo gaman að heyra smitandi hlát- urinn hans Bassa. Ég trúði því að hann kæmist yfir veikindin en raunin varð önn- ur, og nú er hann kominn til Söndru sinnar. Elsku Sigrún, Kristín, Bogga, Hafdís og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Auður. um vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Drottinn hugga, styrkja og varðveita ykkur um ókomna tíð. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálmur 23,4.) Valgerður, Sigurður og strákarnir. í dag er til moldar borinn Sig- tryggur Snorri Ástvaldsson. Mig langar að minnast kærs vinar og samstarfsmanns með nokkrum orð- um. Leiðir okkar lágu fyrst saman norður á Laugarbakka í Miðfirði. Það var smalað saman mönnum í steypuvinnu því til stóð að steypa veggi á einbýlishúsi. Þegar steypt var í sveitinni var venjulega byijað snemma morguns og ekki gefið upp fyrr en það var búið, til að ekki kæmu steypuskil. í þetta sinn var búið að steypa upp úr hádegi og taldi ég þá best að fara í mat. En þá sagði ungur og snaggaralegur piltur, líklega þá tuttugu og fimm ára: „Við hreinsum bara strax, þá er þetta búið,“ sem og við gerðum. Ég sá að það var töggur í þessum. Strákurinn kunni vel á kústinn, en það er ekki öllum gefið. Þó starfið sé ekki flóknara en að sópa gólf er misjafnt hvernig það fer úr hendi. Á meðan Sigtryggur var að hreinsa gekk ég til hans og spurði hann hvort hann héti Sigtryggur. Hann sagði ,já“ en leit ekki upp. Svo spurði ég hvort hann vildi ráða sig hjá mér. Þá leit hann upp og sagði: „Það má athuga það.“ Skömmu síð- ar réð hann sig til mín og vann hjá mér í nokkur ár og reyndist hann mjög hæfur og heill í starfi. Síðan ók hann mjólkurbíl hjá mjólkurbú- inu á Hvammstanga í nokkur ár. Eftir það fylgdist ég ekki með hon- um um tíma. Þá vann hann hjá húsasmíðameisturum hér í Reykja- vík. Svo birtist Sigtryggur allt í einu á vinnustað hjá mér og sagðist vera nýbúinn að missa vinnuna og spurði hvort ég hefði eitthvað fyrir sig að gera. Eg réð hann á staðnum og sagði: „Þú getur komið hingað í fyrramálið.“ Þetta var í byijun júlí 1990 og hefur hann starfað hjá mér við húsasmíðar síðan. Sigtryggur var sérstaklega ábyggilegur og tryggur starfsmað- ur, það mátti treysta honum full- komlega. Hann var oftast fyrsti maður á vinnustað á morgnana og síðastur af vinnustað. Hann sá óum- beðið um að opna vinnuskúrana á morgnana og að læsa á kvöldin og ef einhveijir einhverra hluta vegna voru lengur en hann, gerði hann ráðstafanir til að þeir gengju frá. Sigtryggur var afar orðvar mað- ur, ég man ekki eftir að hafa heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Hannn var fremur alvörugefinn, en stutt var í kímnina. Hann sá jafnan spaugilegu hliðarnar og leyndi sér ekki brosið í augunum og smitandi hláturinn eftirminnilegur. Við starfsfélagar Sigtryggs söknum hans sárt. Það skarð sem kom í hópinn verður seint fyllt. Sig- tryggur var hjartahreinn maður. „Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.“ (Mt.5;8.) Þótt likaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. (Sbj.E.) Ég bið góðan Guð sérstaklega að styrkja Sirrý og börnin hans á þessum erfiðu stundum og votta þeim og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Björn Traustason. í dag kveðjum við góðan vin. Fréttin af sviplegu fráfalli Sig- tryggs barst okkur um miðjan dag á fimmtudegi en þá vorum við á ferðalagi í Borgarfirði. Hún var okkur slíkt reiðarslag að hvorugt okkar vildi trúa að hún væri sönn. Við ókum rakleiðs til Reykjavíkur og á leiðinni hrönnuðust upp minn- ingamar. Sigtryggur var hógvær maður og að eðlisfari lítillátur. Hann var heiðarlegur og ábyggileg- ur og þannig fjölskyldu sinni til sóma og mikillar fyrirmyndar. Þeg- ar mannkostir einstaklings eru metnir hlýtur maður að skoða börn- in hans. Því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Og í börnunum hans endurspeglast það traust, ein- lægni og heiðarleiki sem Sigtryggur hafði til að bera. En ekki einasta var hann bömum sínum góður fað- ir, heldur var hann öllum börnum, og þar á meðal okkar, afskaplega góður er leiðir okkar lágu saman. I samskiptum okkar fann maður vel að maður skipti máli. Kurteisis- hjal var ekki til í hans lífi, heldur innihaldsríkt spjall sem færði manni heim sönnur á velvilja hans. Hann var duglegur að spyija frétta og sýndi þannig ræktarsemi sem oft yljaði um hjartaræturnar. Af öllum þeim minningum sem Sigtryggi tengjast er efst í huga heimsókn hans og fjölskyldunnar til ísafjarðar síðastliðið sumar. Þar fengum við að njóta með þeim yndislegra daga, daga sem í minningunni eru dýr- mætari en orð fá lýst. Fyrir þá daga og allar aðrar minningar þökkum við af einlægni hjartans. Þegar jafn góður drengur og náinn fjölskyldumeðlimur er kvaddur verða orð svo fátækleg og lítils megnug. Þá er einu huggunina að finna í þeim sannleika að Drottinn hefur tekið hann til sín og þar gefst okkur tækifæri til að sjá hann aftur. Elsku Sirrý okkar, Drottinn blessi alla framtíð þína og barnanna þinna og huggi í sorginni og gefi ykkur sinn styrk á komandi mánuð- um. Elsku Guðrún og Anna María og fjölskyldur ykkar, megi Drottinn blessa framtíð ykkar og hugga í sorginni og gefa sinn styrk á kom- andi mánuðum. Öllum öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Theodór, Katrín og börnin. „Af ávöxtunum skuluð þér því þekkja þá,“ segir Jesús í Matt- eusarguðsjalli. Þessi orð koma upp í hugann nú er ég kveð elskulegan mág minn, hann Digga. Digga hef ég verið að kynnast smám saman síðustu þrettán árin eða svo. En Diggi var þannig maður að það tók tíma að kynnast honum en því bet- ur sem maður kynntist honum því betur líkaði manni við hann. Ég var reyndar svo lánsamur að vinna með honum í upphafi þeirra kynna þannig að kannski gengu þau hrað- ar fyrir sig en ella hefðr orðið. Þar kynntist ég glettninni og prakkara- skapnum sem honum leiddist hreint ekki að taka þátt í. En einnig kom þar berlega í ljós kærleikur hans til þeirra sem minna máttu sín. Þess vegna minnist ég orða Jesú Krists um ávextina. Því þó að Diggi bæri ekki skoðanir sínar og tilfinn- ingar á torg sá maður hvern mann hann hafði að geyma í viðbrögðum hans og afstöðu til lítilmagnans. Þar þekktist hann af ávöxtunum. Ég gleymi því held ég aldrei þegar við unnum einu sinni saman. Verk- stjóra nokkrum hafði orðið eitthvað uppsigað við mig og hótað að reka mig. Næsta morgun var ég að segja Digga og tveimur öðrum frá þessu og ákveðið var að stríða aðeins verkstjóranum. Tókst það með slík- um ágætum að hann óð til okkar trítilóður og rak mig heim. En áður en það náði fram að ganga gekk Diggi fram af skörungsskap og sagði honum þá að reka sig líka, þar sem hann hefði tekið jafnan þátt í þessu. Þá var hann fjöl- skyldumaður en ég einn. Þetta sýndi mér öllu orðskrúði betur að hann lét ekki vaða yfir vini sína á skítugum skónum heldur tók áhættu til verndar þeim sem hann unni. Þetta sama viðhorf hefur maður síðan séð æ ofan í æ, að hann hefur heldur látið halla á sjálf- an sig en aðra. Auðvitað er margs að minnast. Þegar maður leit inn til þeirra hjóna sat maður gjarnan við eldhúsborðið og lét systur sína dekra við sig og umræðan fór í gang. Það var gam- an að spjalla við þau hjónin. Reynd- ar var það nú oft þannig að Diggi spurði frétta og hélt svo áfram að spyija. í umræðunni kom maður aldrei að tómum kofunum hjá hon- um enda fylgdist hann vel með fréttum og ýmsu fræðsluefni. Hann var hugsandi maður og hafði þann skemmtilega eiginleika að geta sett sig inn í umræður um nánast allt og ef hann hafði ekki þekkingu á efninu spurði hann af slíkri rökvísi að maður varð að vanda sig til þess að svara af einhveiju viti. En þannig umræður eru skemmtilegar, sitja eftir í minningunni og fyrir þær er ég þakklátur. í umræðum um menn og málefni man ég ekki til þess að Diggi hafi hallmælt nein- um manni. Því síður man ég til þess að hann hafi einhveijum for- mælt. Auðvitað var hann manni ekki alltaf sammála en hann virti álit manns og aldrei fann ég inn á að hann liti niður á mig eða mínar skoðanir þótt þær væru ekki ávallt samhljóða hans eigin. Og þannig held ég einmitt að Diggi hafi verið, að menn gátu komið til dyranna eins og þeir voru klæddir og hann tók þeim einmitt þannig. Annað var það sem maður alltaf sá þegar maður kom í heimsókn. Það var sú virðing, aðdáun og væntum- þykja sem börnin auðsýndu föður sínum. Og reyndar kom það ekkert á óvart. Þegar maður sá hvernig hann lék við börnin sín og var þeim góður skildi maður hitt svo vel. Það lýsir honum kannski ekki síst að um síðustu helgi hafði verið ráð- gerð fjölskylduferð í fjölskyldunni hans Digga. Ætluðu börnin að kaupa sér vatnsbyssur og öll ætl- uðu þau að skjóta á Digga. Það var nefnilega allt í lagi, því að hann myndi nefnilega ekkert reið- ast heldur bara skjóta á móti. Börn- in fundu nefnilega í honum jafn- ingja. Hjá Digga voru þau nefni- lega ekki fyrir. Þar mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Margt leitar á hugann á kveðju- stund sem þessari. Það verður aldr- ei fyllilega fært í letur. En minning- in er ljúf og fyrir hana þakka ég. Kveðjustund sem manni finnst koma allt of snemma. Hann hafði af trúmennsku mætt í vinnuna um langan tíma og ekkert benti til þess að það færi neitt að breytast. En maðurinn áætlar en Guð ræð- ur. Guð ákvað að taka hann til sín og leyfa honum að dvelja í þeim himnesku bústöðum sem hann fór til þess að búa okkur. Þar munum við svo hitta hann aftur. Þar er okkar von og þess væntum við. Í sorginni er það okkar huggun. Að við fáum að hitta hann aftur. Elsku Sirrý mín, frændsystkin og allir aðrir aðstandendur, fyrir hönd okkar Ástu og Hermanns Inga votta .ég ykkur okkar dýpstu samúð og bið algóðan Guð að hugga ykkur, styrkja og hjálpa ykkur í sorg ykkar, að horfa til hans sem er höfundur og fullkomn- ari trúarinnar þannig að friður Guðs sem er æðri öllum skilningi megi varðveita hjörtu ykkar og hugsanir í Kristi Jesú. Kristinn P. Birgisson. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.