Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 49

Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 49
MORGUNBLAÐ'IÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 49 ÖRN EIRÍKSSON + Örn Eiríksson fæddist á Akur- eyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykja- vík 15. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 24. júní. 1 formála minninga- greina um Örn Ei- ríksson á bls. 32 í Morgunblaðinu á sunndag féll niður nafn Ernu Kristjáns- dóttur, systur Arn- ar, í upptalningu systkinanna. Hlutað- eigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum leiðu mis- tökum. Örn Eiríksson loftsiglingafræð- ingur er látinn. Hann var einn af þeim fjölmörgu piltum norðan af Akureyri sem heilluðust af flugi og gerðu það að ævistarfi sínu. Örn nam fræði sín við Spartan-flugskól- ann í Tulsa í Oklahoma. Að námi loknu hóf hann störf hjá Flugfélagi Islands hf. Örn var einn af fyrstu loftsiglingafræðingum okkar og tók virkan þátt í uppbyggingu þess mikla ævintýris sem flugið varð og lagði grunninn að velgengni þess sem íslenska þjóðin nýtur nú í ríkum mæli. Örn var sterkur persónuleiki, hress og ákveðinn í framkomu, lét sér annt um samferðamenn sína og vini, ekki síst fæðingarbæinn sinn fagra norðan heiða, Akureyri, sem hann nefndi gjarnan Oxford svona rétt til þess að undirstrika þann stóra þátt sem Akureyri hafði lagt til skólamála og sem mikill skóla- bær. Kynni okkar Arnar hófust á vor- dögum árið 1958 er ég hóf störf í hlaðdeild Flugfélags íslands hf. Allar götur síðan hefur vinátta okk- ar haldist og aldrei borið skugga á. Örn bar hag sinna nánustu mjög fyrir brjósti, var mikill fjölskyldu- maður og voru þau bönd traust. Aðdáunarvert var hversu fjölskyld- an öll stóð við sjúkrabeð hans og létti honum glímuna við illvígan sjúkdóm og sýndi Örn einnig mikið æðruleysi í veikindum sínum. Eftir að Örn hætti að fljúga hóf hann störf við flugumsjón og starf- aði við það uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Örn leysti störf sín af hendi af mikilli alúð og ábyrgð og naut hann trausts sam- starfsmanna sinna í hvívetna. Nú er Örn horfinn af sjónarsvið- inu og kemur ekki aftur með hress- andi umræður um sameiginlega vini og samferðamenn eins og „Styr- mand Jenssen" og fleiri góðvini okkar. Ég vil að leiðarlokum þakka Erni fyrir vegferð hans og þakka honum framlag hans til íslenskra flugmála og votta Bryndísi og son- um þeirra, tengdadætrum og barna- börnum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Arnar Eiríks- sonar. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Bassi var sannur íslendingur. Hann fékk snemma útþrá og nam ungur flug og loftsiglingar í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Á ferðum um framandi lönd svalaði loftvíkingurinn fróðleiksþorsta sín- um. Hvert flug Arnar hófst þó og endaði heima á Fróni. Hann unni öllu sem íslenskt var. Bassi var mikill hestaunnandi og áhugamað- ur um garðrækt. ísland og íslend- ingar stóðu þó næst hjarta hans. Bassi gat manna best rakið rætur landa sinna nær og fjær og dregið skyldleika á milli ætta eins og línur á landakorti. Það fór ekkert fram hjá honum. Bassi hafði hvort í senn víðara sjónsvið og næmara auga en aðrir. Sem faðir breiddi hann vængi sína ekki bara yfir syni sína, heldur einnig okkur vini þeirra, svo og alla þá sem nutu úrræða hans og umhyggju. Má meðal annars nefna flugáhafnir Flugfélags ís- lands og síðar Flug- leiða. Þar var áratuga reynsla og útsjónar- semi hans oft þung á metunum í öruggum flugsamgöngum. Það var einstakt að kynnast manni eins og Bassa á lífsleið- inni. í honum einum sameinuðust svö margir eiginleikar svo margra góðra sam- landa okkar. Bassi gat einn innbyrt það sem var heims og heima. Plötusafn hans einkenndist jafn mikið af Karlakórnum Heimi og konungi jazzins. í blaðagrind hans gat að líta jafn ólík rit og Heima er best og heimsblaðið New York Times og hann kunni jafn vel við sig á Ráðhústorginu á Akureyri og á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Bassi kenndi okkur, sem búið höf- um svo mikið erlendis, að tapa ekki áttum. Hann var heimakær heimsmaður. Bassi var okkar viðm- iðunarpunktur. Missir fjölskyldu Bassa og vina er mikill. Á heimili hans nutu sín jafnt heimsviðhorfin og heimasjón- armiðin. En hugsunarháttur þessa einstaka manns mun alltaf lifa með okkur sem þekktum hann. Guð blessi minningu Arnar Eiríkssonar. Björn K. Kjartansson, Rúmeníu og Jón G. Jónsson, Bandaríkjunum. Það syrtir ætíð að við andláts- fregn góðs vinar, þrátt fyrir að vit- að sé að hveiju stefnir. Enn er einn fjölskylduvinurinn kvaddur á brott. Örn Eiríksson er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Örn eða Bassi Eiríks, eins og hann var ávallt kallaður, fór ungur að árum til náms í Bandaríkjunum. Að námi loknu átti hann heimili í Reykjavík þar sem starfsvettvangur hans var. Hinir gömlu heimahagar Bassa á Akureyri áttu alla tíð sterk ítök í honum. Hvenær sem færi gast og það gafst oft, starfs hans vegna, skaust hann til Akureyrar. Hann taldi fegurðina þar hvergi í heim- inum eiga sinn líka: Að virða fyrir sér rennisléttan Pollinn eða íjalla- hringinn umhverfis Akureyri þótt Bassa ætíð óviðjafnanlegt. Að sjá kvöldsólina lýsa upp Eyjafjörðinn á kyrrlátum sumarkvöldum var guð- dómlegt. Allar þessa myndir voru greiptar í huga hans frá æskudög- um úr Eyrarlandsveginum, sem liggur fremst í Syðri-Brekkunni á Akureyri. Okkur hjónum eru ógleymanleg- ar samverustundir bæði innan lands og utan. Ferð um hálendi íslands þar sem gerðar voru nýjar uppgötvanir. Ferð um Vestfirði á haustdögum í einmuna blíðu og ólýsaniegri fegurð, þar sem lítt og ótroðnar slóðir voru farnar. Hvar sem farið var kom Bassi ætíð auga á eitthvað áður óséð og athygli vert, þótt ætla mætti að allt væri áður kannað. Á vorferðum var jafn- an áð í skógarreitum og fylgst með er náttúran vaknaði til lífsins af vetrardvala. Kynni mín af Bassa Eiríks hó- fust þegar hann kvæntist frænku minni, Bryndísi Pétursdóttur, í febrúar 1949. Eiginmaður minn, Gunnar Steindórsson, og Bassi voru æskuvinir frá Akureyri. Því skal ekki undra að órjúfanleg vin- átt treystist milli okkar hjóna og barna okkar. Elskulegri og einlæg- ari fjölskylduvin er vart hægt að hugsa sér. Umhyggjan og góðvildin fyrir hag okkar allra var einstök. Kátínan og gleðin var alltaf skammt undan þar sem Bassi Ei- ríks fór. Því var ekki að undra að vinmargur væri. Að leiðarlokum sendi ég Dísu og sonunum, Eiríki Erni, Pétri og Sigurði, og fjölskyldum þeirra inni- legar kveðjur og bið þeim öllum blessunar guðs. Eftir lifir fögur og ljúf minning um góðan lífsföru- naut, föður og vin. Guðrún Sigbjörnsdóttir. Það var fyrir um það bil einu ári, að Sigurður Arnarson sótti um að gerast prestur í Grafarvogssókn. Nokkrir guðfræðingar sóttu um að gegna prestþjónustu í sókninni sem er yngsta kirkjusókn í landinu. Þeg- ar ljóst var hver yrði fyrir valinu fagnaði ijölskylda Sigurðar Arnar- sonar af heilum hug. Sérstaklega fögnuðu eðlilega foreldrarnir, þau Bryndís Pétursdóttir leikkona og Örn Eiríksson loftsiglingafræðing- ur. Ekki var minni gleði til staðar þegar yngsti sonurinn var síðar vígður til að gegna prestþónustu í Grafarvogi. Einmitt þegar þessum gleði- áföngum var fagnað af hálfu íjöl- skyldunnar gerði vart við sig hjá Erni sjúkdómur sem sigraði að lok- um. Hann barðist við sjúkdóminn af miklu hugrekki og æðruleysi. Þar hjálpaði mikið til bjartsýni hans og einstök kímnigáfa. Hann virtist ávallt skynja og sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Enginn tími gafst til að vera veikur. Eftir að yngsti sonur hans, Sig- urður, vígðist, fylgdist Örn afar vel með öllu safnaðarstarfi í Grafar- vogssókn. Ég hefi reyndar aldrei fyrirhitt stoltari föður, á vígsludegi sonarsins og reyndar var sama stoltið til staðar þegar sonur hans Pétur náði því marki að verða flug- stjóri hjá Flugleiðum, fyrir nokkrum mánuðum. Sjálfur starfaði Örn hjá Flugfélagi íslands og starfaði með og var einn af þeim sem við getum nefnt frumheija flugsins hér á landi. Flugið og allt starf á Reykja- víkurflugvelli átti hug hans allt þar til kallið kom hinn 15. júní síðastlið- inn. Sjálfur er ég afar þakklátur fyrir það að hafa fengið tækifæri til að kynnast Erni. Það var ánægjulegt að heimsækja hann á sjúkrahúsið, þó að tilefnið væri ekki gott. Hjúkr- unarfólkið hafði á orði við mig að aldrei hefði það kynnst eins jákvæð- um sjúklingi, og ómurinn sem barst út frá stofunni hans, fól í sér gleði- hljóm. Ávallt þegar ég átti tal við hann spurði hann, hvort eitthvað skemmtilegt hefði átt sér stað í starfinu. Víst var um það, að ávallt var hægt að greina honum frá ein- hveiju sem skapaði og kallaði fram gleðibros. Og eftir að hafa þreifað á „stöðunni" í Grafarvogi, og auð- vitað sjálfu fluginu, flaug hugurinn norður yfir heiðar, heim til Akur- eyrar og í sjálfan Skagafjörðinn, en þessir tveir staðir áttu svo mikið í honum. Örn var óhræddur gagnvart því sem tæki við er lífi lýkur hér. Hann vissi og treysti því að allt er í hönd- um Guðs og að hann lætur ekki aðstoð sína bresta. Fjölskylda hans öl) bar hann á örmum sínum í baráttu hans, leiddi hann inn í himin Guðs, þar sem hann mun næðis njóta. Örn átti sér uppáhaldsorð úr hinni helgu bók, væntanlega vegna starfa sinna að flugmálum, þá þeg- ar aðstæður í lofti voru athugaðar, rannsakaðar, til að meta hvort loftf- arið mætti hefja sigtil flugs. Orðin hans, sem reyndar hafa talað til svo margra öld fram af öld, eru úr 121. sálmi Davíðs. Þau segja: Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Lokaorð sálmsins segja: Drottinn mun varðveita útgang þinn og inn- gang héðan í frá og að eilífu. Það er einmitt bæn okkar hjóna, Elínar og mín, sem og starfsfólks í Grafarvogskirkju, að sá sem gefur allt líf varðveiti ykkur öll, þig, Bryn- dís mín og drengina þína þijá, Ei- rík Örn, Pétur og fjölskyldu þeirra og hann Sigurð okkar. Megi Drottinn blessa, „varðveita, útgang ykkar og inngang í frá og að eilífu“. Vigfús Þór Árnason. Kveðja frá vinnufélögum Við dauðans dyr verða öll orð léttvæg og smá. Við vissum að vin- ur okkar Örn, eða Bassi eins og hann var gjarnan kallaður í vina- hópi, háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, en þó var okkur illa brugð- ið er fréttin barst af andláti hans. Hugrekki hans og kjarkur var mikill, en góðlátleg kímni hans var aldrei langt undan. En þannig var Bassi í lífi sínu og starfi, dugnaðar- forkur og lífskrafturinn geislaði af honum, hvar sem hann fór og vissu- lega lágu leiðir hans víða, vegna starfs hans, sem loftsiglingafræð- ings hjá Flugfélagi íslands. Sem slíkur dvaldi hann oft á Grænlandi, við ísleitarflug. Bassi var mikill náttúruunnandi, í stórbrotinni nátt- úru Grænlands held ég að hann hafi fundið sína lífssinfóníu í ailri sinni dýrð, þar sem almættið leikur af fingrum fram sköpunarverk sitt, en þeir einir njóta, sem hafa mót- takarann í lagi, og hann var vissu- lega í lagi hjá .Bassa. Hann var mikill listunnandi, naut góðrar tón- og myndlistar og ekki síst var leiklistin honum mikið áhugamál. Hestamennska var honum í blóð borin og var ekki komið að tómum kofanum hjá honum á því sviði og var hann ótrúlega fróður um ættir gæðinga og ekki gæðinga. Naut hann lífsins með þessum vinum sín- um meðan tækifæri gafst. Þegar ný tækni hafði leyst sigl- ingafræðingana af hólmi, hóf hann starf í flugumsjón hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum. Hann var þannig áfram í nánu sambandi við flugið, sem hafði hrifið hann strax á æskuárunum hans á Akur- eyri. Sem flugumsjónarmaður naut hann góðrar reynslu sinnar úr flug- inu. Hann gaf sig allan á þessum nýja starfsvettvangi, hálfkák átti ekki við hans skap, en Bassi hafði heilsteypta skapgerð. Gat hann ver- ið harður í horn að taka, þegar svo bar undir, en var þó mjúkur sem lamb inn við beinið og velviljaður var hann öllum og úrræðagóður. Drengur góður í orðsins bestu merk- ingu. Hann lét af störfum 1993, 67 ára, er hann fór á eftirlaun. Bassi var fjallmyndarlegur, bjartur yfirlitum og víkingslegur. Var jafnræði á milli þeirra hjóna, hans og hinnar glæsilegu leikkonu, Bryndísar Pétursdóttur. Heimili þeirra ber vitni um, að þar fara miklir fagurkerar og listunnendur. Við vottum frú Bryndísi, sonun- um þremur og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. F.h. Félags flugumsjónarmanna á íslandi, Ólafur Stefánsson. ARNIARNGRIMSSON + Árni Arngríms- son var fæddur á Dalvík 29. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 17. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur Jóhannesson frá Ytra-Holti í Svarf- aðardal, smiður á Dalvík, f. 11.3.1886, d. 20.3.1982, og Jór- unn Antonsdóttir frá Hamri í Svarfað- ardal, f. 26.12.1890, d. 1.5. 1960. Systur Árna, Ingi- björg og Þóra, eru búsettar á Dalvík. Hinn 25. desember 1942 kvæntist Árni eftirlifandi eigin- konu sinni, Báru Elíasdóttur frá Dalvík. Foreldrar hennar voru Elías Halldórsson og Frið- rika Jónsdóttir, Vikurhóli, Dal- vík. Þau eru bæði látin. Árni og Bára eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jórunn, f. 22.2. 1944, d. 13.1. 1990. Eftirlif- andi maki er Sture Karlsson, Kungs- hamn, Svíþjóð. 2) Vignir, efnaverk- fræðingur, Þýska- landi, f. 8.1. 1947, kvæntur Petru Halling. 3) Þor- steinn Máni, hag- fræðingur, Dalvík, f. 17.9. 1949. 4) El- ías Björn, verka- maður á Isafirði, f. 29.4. 1955, kvænt- ur Svandísi Hannesdóttur leik- skólakennara. 5) Friðrika Þór- unn, ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur, Eyjafjarðarsveit, f. 5.10. 1959, gift Sigurði Bjarna- syni smið. Barnabörnin eru ell- efu að tölu. Útför Árna fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þó ljóst væri að mágur okkar Árni Arngrímsson ætti ekki langt líf fyrir hönd vegna þrálátra undan- genginna veikinda kom andlát hans okkur samt á óvart. Á kveðjustund er margs að minn- ast ekki síst þar sem kynnin hafa verið löng og farsæl eins og var milli Árna og fjölskyldna okkar alla tíð. Við munum öll eftir hinum unga glæsilega manni sem gekk að eiga Báru systur okkar á jólum 1942, og hve hamingjusöm þau voru og lífið brosti við þeim. Þau bjuggu sér fallegt heimili sem alla tíð síðan hefur staðið styrkum fótum og veitt skjól öllum sem þangað hafa leitað. Það hefur ekki bara verið fjölskyld- an, vinir og ættmenni sem þar hafa átt athvarf, heldur hver og einn sem þangað leitaði. í þessu voru þau hjónin og börn þeirra samhent. Árni var glæsilegur ungur mað- ur, mikill íþróttamaður, söngmaður góður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Að loknu skyldunámi. á Dalvík fór hann í Laugarvatnsskóla og lauk vélstjóraprófi á Akureyri, og síðan meiraprófi bifreiðastjóra. Þá hóf hann störf við akstur sérleyfis- bifreiðar milli Dalvíkur og Akur- eyrar og annaðist það starf í 15 ár. Árið 1957 veiktist hann af berkl- um sem leiddu til þess að hann varð einn af fyrstu sjúklingunum sem gengust undir lungnaskurð á Landspítalanum hjá Hjalta Þórar- inssyni lækni. í þessum veikindum átti hann í nærri tvö ár, og varð aldrei sami maður eftir. Við þetta urðu þáttaskil í lífi hans, þegar hann fór að stunda eigin rekstur. Hann fékk sér vörubifreið og ám- okstursvél og tók á leigu malarnám. Síðan stofnuðu þau hjónin verslun- ina Höfn sem þau ráku í nokkur ár, og jafnframt áttu þau alltaf trillu, sem var þeirra líf og yndi, og nutu þess að fara út á Eyjafjörð með færi og stöng. Þessi bátur var líka alltaf til taks fyrir ættingja og vini sem langaði til að skreppa á sjó, og minnumst við margra góðra stunda frá þeim ferðum. Þegar faðir okkar dó árið 1964 fluttist móðir okkar á heimili þeirra Árna og Báru og naut þar slíkrar ástúðar og umhyggju að aldrei verður fullþakkað, og þar átti Árni sinn hlut. En nú er skarð fyrir skildi, sem aldrei verður fyllt. Við kveðjum kæran mág hinstu kveðju, með þökk fyrir allt og allt og biðjum þann er öllu ræður að styrkja systur okkar og fjölskyld- una í sorg þeirra. Bjarki, Björn, Þórunn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.