Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Bróðir okkar,
HERMANN PÉTURSSON
póstfulltrúi,
lést þann 26. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Systkini hins látna.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
Úthaga 14, Selfossi,
áðurtil heimilis
á Oddhól, Vestmannaeyjum,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 25. júní sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnúsina Sæmundsdóttir, Friðrik Friðriksson,
Sæmundur Sæmundsson, Anna Margrét Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
ÓLAFUR ÁRMANN ÞÓRLINDSSON,
dvaiarheimilipu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 25. júní.
Útför hans fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju mánudaginn 1. júlí
kl. 14.
Rögnvaldur Ólafsson,
Þórunn Ólafsdóttir,
Þórlindur Ólafsson,
Stefanía Borghildur Ólafsdóttir.
t
Ástkær sambýliskona mín, móðir og tengdamóöir,
SIGURLAUG EGILSDÓTTIR
(Lauga)
frá Hrafntóftum,
síðasttil heimilis
á elliheimilinu Grund,
andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur miðvikudaginn
þann 26. júní.
Fyrir hönd ættingja, Sigurgeir Sigurðsson,
Lilja María Sigurvinsdóttir,
Magnús Sveinsson.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
GUNNARSDÓTTIR
frá Einarshöfn (Prestshúsi),
Eyrarbakka, siðasttil heimilis
á Sólvöllum, heimili aldraðra
á Eyrarbakka.
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands,
Selfossi, 27. júní.
Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir,
Friðþjófur Björnsson
og barnabörn.
Útför móður minnar,
ÞÓRU AÐALSTEINSDÓTTUR,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð 23. júní
síðastiiðinn, ferfram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Hallgrfmur Stefánsson.
t
Útför hjartkærs bróður okkar og mágs,
ÁSGEIRS SIGURJÓNSSONAR,
Vfðimel 21,
ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn
1. júlí kl. 13.30.
Ágúst Sigurjónsson,
Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hilmar Grímsson,
Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason,
Víglundur Sigurjónsson, Ragnheiður H. Hannesdóttir.
BJÖRN
GUÐMUNDSSON
+ Björn Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 24.
september 1937.
Hann lést á Gjör-
gæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur
20. júní síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Bústaða-
kirkju 28. júní.
Bjöm var 58 ára
gamall er hann gekk sín
síðustu spor. Hans er
saknað af öllum þeim
sem honum kynntust.
Hann lifði fögru lífi og lét margt
gott af sér leiða. Faðir Guðmundar,
föður Bjöms, var séra Gísli Kjartans-
son, prestur í Sandfelli í Öræfum.
Faðir Ástu, móður Bjöms, var Þór-
hallur Daníelsson, kaupmaður og
útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði.
Móðir hennar var Ingibjörg Frið-
geirsdóttir. Bjöm Guðmundsson
gekk í Samvinnuskólann í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan árið 1955. Einu
ári síðar, 1956, fékk hann atvinnu
hjá fyrirtæki Ásbjöms Ólafssonar
stórkaupmanns í Reykjavík og starf-
aði þar til dauðadags. Á því sama
ári kvæntist hann dóttur hans, Ólaf-
íu. Hún er fyrirmyndarkona sem
leggur áherslu á að vera gjöful og
gestrisin og að ala böm sín yel upp.
Þau em fimm að tölu og barnaböm-
in em fimm.
Bömin em: Ásbjöm, giftur Helgu
Einarsdóttur. Hann er útlærður
rekstrarhagfræðingur. Guðmundur
er iðnrekstrarfræðingur, ógiftur. Ól-
afur Bjöm er í Háskóla Islands og
leggur stund á viðskiptafræði. Sam-
býliskona Ólafs Bjöms heitir Linda
Björk Ingadóttir. Gunnlaugur er
flugstjóri, ógiftur. Síðast nefni ég
Ástu Friðriku sölumann. Hún var
gift Ásgeiri Rafni Reynissyni. Þau
skildu.
Ég lýk þessum orðum mínum með
því að votta frændfólki mínu dýpstu
samúð. Ég bið af alhug að þessum
ástkæra frænda mínum vegni vel á
leið sinni í nýrri veröld.
Anna Þórhallsdóttir
söngkona.
Ég kynntist Bimi fyrst fyrir um
það bil tíu ámm. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um það
hvers konar öðlings-
maður Bjöm var og
minnist ég þess að í eitt
af fyrstu skiptunum
sem ég talaði við Bjöm
var hann strax farinn
að bjóða fram aðstoð
sína eða eins og hann
orðaði það: Ef það er
eitthvað, Biddi minn,
sem ég get einhvern
tíma, aðstoðað þig með
eða ef eitthvað bjátar á
þá veistu hvar mig er
að finna. Bara þetta
eitt lýsir þeirri yndis-
legu og hlýju manngerð
sem Björn var.
Bjöm var líka mjög rausnarlegur
og virðulegur maður.
Ekki getum við Ragnheiður lýst
þeim tilfinningum sem helltust yfir
okkur þegar við fengum þær fregnir
að Bjöm væri farinn á móts við skap-
ara sinn. Þeirri tilfinningu eigum við
aldrei eftir að gleyma og eitt er víst
að við eigum eftir að sakna hans
mikið.
Elsku Lollý og fjölskylda, við fjöl-
skyldan sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari miklu
sorgarstundu. Söknuðurinn hverfur
aldrei en sorgin dofnar, því lífíð verð-
ur að halda áfram.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur að kveðja vin okkar
hann Björn Guðmundsson. Megi
hann hvíla í Guðs friði.
Guð gefí ykkur ijölskyldunni allan
þann styrk sem þið þurflð á að halda
í baráttunni við sorgina.
Ykkar vinir,
Birgir Svanur (Biddi)
og Ragnheiður.
Mikill heiðursmaður er fallinn frá.
Bjöm Guðmundsson er dáinn. Hann
féll á bezta aldri, aðeins 58 ára gam-
all. Eftir sitja ástvinir, velunnarar
og venzlamenn hnýpnir og harmi
slegnir yflr ótímabæru brotthvarfi
sómamanns úr heimi hér. En minn-
ingarnar lifa, ylja, og deyfa sársauk-
ann.
Bjöm og Ólafía vom nágrannar
okkar síðustu tíu árin. Reyndar voru
þessi samrýndu hjón okkur ekki al-
veg ókunnug, þegar við fluttum i
Lálandið, því fyrirtæki okkar hafa
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BÖÐVAR B. SIGURÐSSON
bóksali,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 1. júlí nk. kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á líknarstofnanir.
Hjördís Ágústsdóttir,
Ingibjörg Böðvarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon,
Böðvar Böðvarsson, Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir,
Hulda Böðvarsdóttir,
Þórarinn Böðvarsson, Sigrún Ögmundsdóttir,
Ágúst Böðvarsson, Þorgeröur Nilsen,
Elísabet Böðvarsdóttir, Oddur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS GUNNARS
HALLDÓRSSONAR
tónlistarmanns,
Mýrarbraut 21,
Blönduósi,
er andaðist í Héraðssjúkrahúsinu
á Blönduósi sunnudaginn 2. júní.
Jórunn Erla Sigurðardóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Eva Maria Gunnarsdóttir, Gi'sli Benediktsson,
Greta Engilberts Gunnarsdóttir, Guðmundur Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
haft samskipti í fjöldamörg ár. Við
fengum því þessa vináttu í arf frá
forfeðrum okkar. Hefur aldrei borið
skugga á, hvorki heima né í vinnunni.
Við vorum svo heppin að fá að
kynnast bamavininum og náttúru-
unnandanum Birni, og fyrir það erum
við þakklát.
Bömin okkar munu ætíð muna
eftir glæsimenninu, sem alltaf átti
eitthvað gott í vasanum fyrir litla
munna. Manninum sem alltaf varð
einn af strákunum á gamlárskvöld
og gerði kvöldið þannig úr garði að
börnin vildu hvergi annars staðar
vera en heima í Lálandi.
En Björn naut sín ekki síður í
sumarbústað þeirra hjóna á Flúðum.
Það er gaman að hafa átt þann kost
að ganga með honum um landareign-
ina, þar sem hver hrísla á sér sína
sögu. Það fór ekki á milli mála að
þar leið honum vel. Einmitt þangað
sóttu þau hjón sér styrk og þangað
munu Ólafía og bömin áreiðanlega
halda áfram áð sækja sér styrk.
Náttúran og ekki síst gróðurinn búa
yfir meiri lækningarmætti en okkur
grunar.
Við hjónin hugsum nú sterkt til
Ólafíu og hinnar stóm mannvænlegu
fjölskyldu þeirra. Það er huggun
harmi gegn að eftir lifir minningin
um góðan dreng.
Guð blessi minningu Björns Guð-
mundssonar.
Vertu sæll, kæri vinur.
Erna og Jón.
Sagt hefur verið að þeim mun
dýpra sem sorgin ristir hjartað, þeim
mun meiri gleði hafi það geymt.
Þegar setja á fáein orð á blað við
svo skyndilegt og ótímabært fráfall
Björns Guðmundssonar verður hug-
urinn sem lamaður og svo mjög tregt
tungu að hræra. Fyrst verður okkur
þó hugsað til ástvina allra og stóra
vinahópsins sem nú hefur séð sól
sortna á þessu bjarta og gróðurríka
vori. Biðjum nú þess að sumarsólin
blíð þerri tregatár og veiti birtu og
yl í sérhveiju sorgarranni. Engin tök
eru hér á að minnast þeirra traustu
og nánu vináttu um áratuga skeið,
sem vert væri. En eitt er víst að um
þau samskipti leikur ljómi minning-
anna, skuggalaus með öllu, sem ljúf-
ur draumur. Draumur sem við hefð-
um viljað eiga svo miklu lengur og
að þurfa ekki að vakna til þess beiska
veruleika sem nú er orðinn.
Björn var allvel kunnugur landinu
og þekkti fjölmargt fólk, vítt um
byggðir landsins. Eignaðist hann því
marga vini, enda hjálpsamur og
greiðvikinn og kom sér alls staðar
vel. Einnig var hann mjög víðförull
utanlands, en best undu þau hjón sér
í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar
hér fyrir austan. Þar unnu þau stöð-
ugt að ræktun trjáa, fegrun og fram-
kvæmdum og er sá unaðsreitur
glæsilegur minnisvarði um ræktun-
aráhuga þeirra hjóna.
Með þessum línum viljum við
þakka af heilum hug þá hamingju
að hafa kynnst Birni og hans fjöl-
skyldu.
Elsku Lollý og fjölskylda. Við biðj-
um Guð að veita ykkur styrk í sárum
harmi og sendum aðstandendum öll-
um innilegar samúðarkveðjur.
Sólveig, Sigurgeir
og fjölskylda.
Góður vinur, Björn Guðmundsson,
er fallinn frá, það er sárt að sjá á
eftir honum langt fyrir aldur fram.
Mig langar að minnast hans fáum
orðum. Fyrir 25 árum hófum við
Erla kona mín verslunarrekstur og
eitt fyrsta fyrirtækið sem við áttum
viðskipti við var heildverslun Ás-
bjöms Ólafssonar. Þar hófust kynni
okkar við Björn. Við hjónin áttum
því láni að fagna að þetta viðskipta-
samband þróaðist í vináttusamband
við hann, konu hans Lollý og þeirra
fjölskyldu. Við höfum notið höfðing-
legrar gestrisni á heimili og í sumar-
húsi þeirra, þar sem þau nutu mjög
samveru með fjölskyldu sinni, og
ekki síst höfum við notið þess að
hitta þau í viðskiptaferðum erlendis.
Ógleymanlegar eru tvær ferðir með
þeim hjónum er þau buðu okkur með
til viðskiptavina sinna í Hollandi.
Móttökur erlendu aðilanna og skipu-
lag Bjöms gerðu þessar ferðir ein-
stakar.