Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 63

Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 63 1 ) > > í i I » í I I I BÍÓHÖLliN SAeA-C^; S IMI 5878900 ÁLFAB TRUFLUÐ TILVERA STA SVA01 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 B.i. 16. í THX DIGITAL Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 í THX DIGITAL Vaski grisinn Baddi Sýnd kl. 3. íslenskt tal. DIGITAL Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipuTögö og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn.-lifandi. Grínsprengja ársins er komin. Leslie Nielsen (Naked Gun) er njósnarinn Steele, Dick Steele og nú geta illmennin farið að pakka saman. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles During. 1 IJJKS. iMBIIOj ÞRJÚ andlit Malkovich, í „In the Line of Fire“. Skuggalegur að vanda ► Þ AÐ MUN víst koma fáum á óvart að leikarinn John Malkovich skuli ætla að taka að sér hlutverk illmennis í næstu *nynd sinni, því einhvern veginn ®r það svo að bíógestir eru farn- ir að fá hroll þegar þeir sjá ísmeygilegt andlit hans birtast á hvita tjaldinu. í myndinni „Con Air“ leikur Malkovich persónu sem hefur viðurnefnið „vírus“ og þarf ekki mikið hugmynda- flug til að ímynda sér hvernig áhrif þessi persóna hefur á um- hverfið. Aðalhlutverk myndar- innar er leikið af Nicholas Cage, en einnig koma við sögu Mykelti Williamsson („Forrest Gump“ og ,,Heat“), John Cusack, Ving Rhames og Steve Buscemi. A frum- sýningu ^SÖNGVARINN Sting og eig- inkona hans, Trudie Styler, voru viðstödd frumsýningu myndarinnar „The Grotesque" nýverið. Eftir að hafa barið •nyndina augum fóru þau í teiti í West End ásamt öðru frægu fólki, en teitið var haldið til að safna fé í styrktarsjóð Eltons Johns fyrir eyðnismitaða. UPPÁKLÆDD á frumsýningu. Þekkilegur drungi Morgunblaðið/Kristinn TONLIST Gcisladiskur EKKI DUGIR ÓFREISTAÐ Ekki dugir ófreistað, fyrstí geisladisk- ur hljómsveitarinnar Þusls úr Kefla- vík. Illjómsveitína skipa Amór Bryi\j- ar Vilbergsson orgel og h\jómborðs- leikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommulcikari, Guðmundur Freyr Vagnsson bassaleikari, Guðmundur Kristínn Jónsson gitarleikari og Olaf- ur Freyr Númason söngvari. Þeim tíl aðstoðar á plötunni eru Eydis Konr- áðsdóttir hnéfíðluleikari, Júlíus Guð- mundsson þverflautuleikari og Veig- ar Margeirsson trompetleikari. Július Guðmundsson annaðist upptökustjóm og hljóðblöndun og liðsinnti Þuslurum við útsetningar. Geimsteinn gefur út. 39,39 mín., 1.999 kr. HUÓMSVEITIN Þusl úr Keflavík hefur ekki látið mikið á sér bera utan heimahéraðs, en þó leikið nokk- uð á dansleikjum víða uni land. Hljómsveitin er ekki nema ársgömul í núverandi mynd, en Þuslarar hafa þó ekki veigrað sér við að gefa út frumsamin lög, fyrst eitt lag á safn- skífu sem Gerimsteinn gaf út á síð- asta ári og svo fyrir skemmstu kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Ekki dugir ófreistað. Tónlist Þuslveija er skemmtilega „gamaldags", þ.e. rokk á epískum hljómagrunni og orgel er víða notað vil að ná fram þéttum bakgrunni og undiröldu. Fyrir vikið hefði sumt á plötunni eflaust sómt sér vel á átt- unda áratugnum, en á ekki síður vel við á síðustu rokktímum. Víða eru útsetningar vel af hendi leystar, til að mynda gefur trompet- leikur Veigars Margeirssonar Kastal- anum nýja vídd. Gítarleikur er líka skemmtilega af liendi leystur víðast og bassa- og slagverksleikur er sér- deilis vel heppnaður, til að mynda í Kastalanum, en einnig í Sól og fleiri lögum. Textar, sem eru flestir eftir Amór, eru á köflum fullmærðarlegir, en falla yfirleitt vel að þekkilegum drunga laganna. Söngur Ólafs Freys er yfírleitt góður, en hann á það til að fara út af laginu, eins og til að mynda snemma í Kastalanum og Bikamum, en textinn við það lag er eftir Jóhann Siguijónsson. í því lagi koma mjög við sögu hnéfiðla og þver- 'flauta sem kemur vel út, sérstaklega hnéfiðlan. Sumstaðar hefði keyrslan mátt vera einbeittari, til að mynda líður eitt kraftmesta lag plötunnar, Ljós- vakinn, fyrir máttlausan hljóm. í öðru keyrslulagi, 1997, er snerpan öllu meiri og fyrir vikið er það eitt besta lag plötunnar. Að Ljósvakan- um frátöldum er ástæða til að óska Júlíusi Gunnarssyni upptökustjóra og útsetjara til hamingju með árang- urinn, ekki síður en Þuslsveinum. Önnur góð lög eru til að mynda Svei mér þá, „Trúbrotslagið" Engisprett- an og Búri, snörp stemma. Sísta lag- ið er aftur á móti Blómagarðurinn, sem gengur ekki vel upp í væminni útsetningu. Það er heilmikið að getjast með Þusli og margt bráðefnilegt. Sumum finnst eflaust of snemma af stað farið að gefa út breiðskífu eftir ekki lengra samstarf, en ungæðisháttur- inn gerir plötuna skemmtilegri fyrir vikið og víst er að Þusl á fullt erindi á plast því Ekki dugir ófreistað er bráðskemmtileg plata. Arni Matthíassön

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.