Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 63 1 ) > > í i I » í I I I BÍÓHÖLliN SAeA-C^; S IMI 5878900 ÁLFAB TRUFLUÐ TILVERA STA SVA01 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 B.i. 16. í THX DIGITAL Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 í THX DIGITAL Vaski grisinn Baddi Sýnd kl. 3. íslenskt tal. DIGITAL Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipuTögö og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn.-lifandi. Grínsprengja ársins er komin. Leslie Nielsen (Naked Gun) er njósnarinn Steele, Dick Steele og nú geta illmennin farið að pakka saman. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles During. 1 IJJKS. iMBIIOj ÞRJÚ andlit Malkovich, í „In the Line of Fire“. Skuggalegur að vanda ► Þ AÐ MUN víst koma fáum á óvart að leikarinn John Malkovich skuli ætla að taka að sér hlutverk illmennis í næstu *nynd sinni, því einhvern veginn ®r það svo að bíógestir eru farn- ir að fá hroll þegar þeir sjá ísmeygilegt andlit hans birtast á hvita tjaldinu. í myndinni „Con Air“ leikur Malkovich persónu sem hefur viðurnefnið „vírus“ og þarf ekki mikið hugmynda- flug til að ímynda sér hvernig áhrif þessi persóna hefur á um- hverfið. Aðalhlutverk myndar- innar er leikið af Nicholas Cage, en einnig koma við sögu Mykelti Williamsson („Forrest Gump“ og ,,Heat“), John Cusack, Ving Rhames og Steve Buscemi. A frum- sýningu ^SÖNGVARINN Sting og eig- inkona hans, Trudie Styler, voru viðstödd frumsýningu myndarinnar „The Grotesque" nýverið. Eftir að hafa barið •nyndina augum fóru þau í teiti í West End ásamt öðru frægu fólki, en teitið var haldið til að safna fé í styrktarsjóð Eltons Johns fyrir eyðnismitaða. UPPÁKLÆDD á frumsýningu. Þekkilegur drungi Morgunblaðið/Kristinn TONLIST Gcisladiskur EKKI DUGIR ÓFREISTAÐ Ekki dugir ófreistað, fyrstí geisladisk- ur hljómsveitarinnar Þusls úr Kefla- vík. Illjómsveitína skipa Amór Bryi\j- ar Vilbergsson orgel og h\jómborðs- leikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommulcikari, Guðmundur Freyr Vagnsson bassaleikari, Guðmundur Kristínn Jónsson gitarleikari og Olaf- ur Freyr Númason söngvari. Þeim tíl aðstoðar á plötunni eru Eydis Konr- áðsdóttir hnéfíðluleikari, Júlíus Guð- mundsson þverflautuleikari og Veig- ar Margeirsson trompetleikari. Július Guðmundsson annaðist upptökustjóm og hljóðblöndun og liðsinnti Þuslurum við útsetningar. Geimsteinn gefur út. 39,39 mín., 1.999 kr. HUÓMSVEITIN Þusl úr Keflavík hefur ekki látið mikið á sér bera utan heimahéraðs, en þó leikið nokk- uð á dansleikjum víða uni land. Hljómsveitin er ekki nema ársgömul í núverandi mynd, en Þuslarar hafa þó ekki veigrað sér við að gefa út frumsamin lög, fyrst eitt lag á safn- skífu sem Gerimsteinn gaf út á síð- asta ári og svo fyrir skemmstu kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Ekki dugir ófreistað. Tónlist Þuslveija er skemmtilega „gamaldags", þ.e. rokk á epískum hljómagrunni og orgel er víða notað vil að ná fram þéttum bakgrunni og undiröldu. Fyrir vikið hefði sumt á plötunni eflaust sómt sér vel á átt- unda áratugnum, en á ekki síður vel við á síðustu rokktímum. Víða eru útsetningar vel af hendi leystar, til að mynda gefur trompet- leikur Veigars Margeirssonar Kastal- anum nýja vídd. Gítarleikur er líka skemmtilega af liendi leystur víðast og bassa- og slagverksleikur er sér- deilis vel heppnaður, til að mynda í Kastalanum, en einnig í Sól og fleiri lögum. Textar, sem eru flestir eftir Amór, eru á köflum fullmærðarlegir, en falla yfirleitt vel að þekkilegum drunga laganna. Söngur Ólafs Freys er yfírleitt góður, en hann á það til að fara út af laginu, eins og til að mynda snemma í Kastalanum og Bikamum, en textinn við það lag er eftir Jóhann Siguijónsson. í því lagi koma mjög við sögu hnéfiðla og þver- 'flauta sem kemur vel út, sérstaklega hnéfiðlan. Sumstaðar hefði keyrslan mátt vera einbeittari, til að mynda líður eitt kraftmesta lag plötunnar, Ljós- vakinn, fyrir máttlausan hljóm. í öðru keyrslulagi, 1997, er snerpan öllu meiri og fyrir vikið er það eitt besta lag plötunnar. Að Ljósvakan- um frátöldum er ástæða til að óska Júlíusi Gunnarssyni upptökustjóra og útsetjara til hamingju með árang- urinn, ekki síður en Þuslsveinum. Önnur góð lög eru til að mynda Svei mér þá, „Trúbrotslagið" Engisprett- an og Búri, snörp stemma. Sísta lag- ið er aftur á móti Blómagarðurinn, sem gengur ekki vel upp í væminni útsetningu. Það er heilmikið að getjast með Þusli og margt bráðefnilegt. Sumum finnst eflaust of snemma af stað farið að gefa út breiðskífu eftir ekki lengra samstarf, en ungæðisháttur- inn gerir plötuna skemmtilegri fyrir vikið og víst er að Þusl á fullt erindi á plast því Ekki dugir ófreistað er bráðskemmtileg plata. Arni Matthíassön
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.