Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdur fynr árás með síl og dúkahníf HERAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn til fangelsis- vistar vegna húsbrots og árásar á mann á heimili hans í Mosgerði í maí. Kona, sem einnig var ákærð í málinu, var sýknuð að fullu. Maðurinn kom heim til sín ásamt konunni um nóttina. Skömmu síðar knúðu tveir menn dyra og voru þar komnir félagar konunnar. Hús- ráðandi opnaði dymar og mddust mennirnir tveir þá inn. Nítján spor saumuð í andlit í átökum, sem á eftir fylgdu, fékk húsráðandi 15 sm skurð fram- an við annað eyrað og niður að höku og þurfti 19 spor til að loka skurðinum. Mennimir tveir hurfu á brott ásamt konunni, en fólkið var handtekið innan tveggja sólar- hringa. Með dómi Héraðsdóms var annar mannanna dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar, óskilorðsbundið, fyrir að hafa stungið húsráðanda í handlegg með síl og skorið hann í andlit með dúkahníf. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir húsbrot. Hinn maðurinn var sakfelldur fyrir húsbrot og dæmdur til 6 mán- aða refsingar, en þar af em þrír niánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Sá var sýknaður af ákæm um líkamsárás. sem og konan. Mennimir tveir mfu báðir skilorð eldri dóma með broti sínu, en annar þeirra hafði verið sakfelldur fyrir íjársvik og hinn fyrir skjalafals. Amgrímur ísberg, héraðsdóm- ari, kvað upp dóminn. Morgunblaðið/Golli UNA Dóra Copley afhenti Listasafni íslands í gær úrval 44 verka eftir móður sína, Nínu Tryggva- dóttur listmálara. Við sama tækifæri var opnuð sýning á verkunum, sem stendur fram eftir sumri. Meðal gesta var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem hér nýtur leiðsagnar Unu Dóru. Listasafnið fær 44 myndir eftir Nínu UNA Dóra Copley listmálari færði Listasafni íslands í gær úrval 44 verka eftir móður sína, Nínu Tryggvadóttur. Meðal þeirra eru olíuportrett, teikningar og vatns- litamyndir, til dæmis skopmyndir af þekktum persónum, bóka- skreytingar, skissur af búningum og mósaíkverkum og abstrakt- myndir, sem spanna allan listferil Nínu Tryggvadóttur listmálara. Nína Tryggvadóttir lést 55 ára að aldri og segir Una Dóra að Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur hafi komið að máli við föður hennar, Alfred Copley lækni og listmálara, árið 1991 og falast eftir hluta af verkum móður henn- ar handa Listasafninu. Þau hafi rætt beiðni Aðalsteins og orðið ásátt um að gefa safninu verk eftir Nínu. „Okkur þótti þetta við hæfi og til þess fallið að varpa ljósi á þró- un listsköpunar hennar og ijöl- hæfni sem listamanns. Pabbi lést hins vegar árið á eftir og þess vegna dróst á langinn að afhenda gjöfina," segir hún. Þótti vænt um ísland Una Dóra segir ennfremur að við valið hafi verið tekið mið af því að safnið eigi þegar olíumál- verk eftir Nínu. „Sérhver lista- maður gerir frumdrög á pappír sem gefa mynd af þróun verksins og veita innsýn í hugarheim lista- mannsins. Ég lagði mig fram um að varpa ljósi á listferil móður minnar, svo þeir, sem hafa áhuga á verkum hennar, gætu öðlast betri skilning á þeim. Móður minni þótti mjög vænt um ísland og ís- lendingum þykir vænt um verk hennar. Þess vegna þykir mér mikiis um vert að geta fært safn- inu þessa gjöf,“ segir hún. Fyrir ári hóf Una Dóra skrá- setningu á verkum móður sinnar og hvar þau eru niður komin, sem hún býst ekki við að verði lokið fyrr en eftir nokkur ár. Segir hún enga leið að átta sig á því hversu mörg verk liggi eftir Nínu því hún hafi verið mjög afkastamikil, strax á unga aldri. Hópur íslenzkra fjárfesta Kaupa hlut í fisk- réttakeðju vestra HÓPUR íslenzkra fjárfesta hefur keypt umtalsverðan hlut í banda- rísku fiskréttakeðjunni Arthur Tre- acher’s. Fyrirtækið rekur 135 veit- ingastaði í þrettán fylkjum Banda- ríkjanna og Kanada. íslenzkur þorskur hefur verið uppistaðan í fiskréttum fyrirtækisins. Kaupin eru gerð að frumkvæði Guðmundar B. Franklín, verðbréfa- miðlara hjá Burnham Securities í New York, og Skúla Þorvaldssonar, eiganda Hótels Holts. Guðmundur Franklín átti fyrir allstóran hlut í fyrirtækinu. Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að bæði fyrirtæki og lífeyrissjóðir á íslandi séu á meðal kaupenda bréfanna. Hann vill ekki upplýsa hvaða aðilar þetta séu en segir að engir þeirra starfi í sjávarút- vegi. íslenzku eigendurnir hafa tekið upp samvinnu við bandaríska fjár- festa í fyrirtækinu og ræður þessi hópur samtals yfir 85% hlutabréfa. Verð hlutabréfa fjórfaldazt Að sögn Guðmundar er Arthur Treacher’s þriðji stærsti viðskipta- vinur Iceland Seafood í Bandaríkjun- um og á jafnframt mikil viðskipti við Coldwater. Guðmundur segir gengi hlutabréfa félagsins hafa fjór- faldazt á hlutabréfamarkaði vestra frá því hinir nýju hluthafar keyptu bréfin 3. júní síðastliðinn. Nemur markaðsvirði fyrirtækisins nú um 1,8 milljörðum króna. ■ íslendingar fjárfesta/B2 Kaffibarinn Albarn keypti hlut DAMON Albam, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur, hefur fest kaup á hlut. í veitingahúsinu Kaffibam- um við Bergstaða- stræti. Ingvar Þórðar- son, sem á Kaffibarinn í félagi við Baltasar Kormák leikara, stað- festi í samtali við Moigunblaðið í gær- kvöldi að söngvarinn hefði keypt hlut í bam- um fyrir um það bil tveimur vikum. Damon Albam hefur komið til íslands nokkrum sinnum. Þess má geta að MTV-tónlistarstöðin flutti frétt þessa efnis í gær. BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá Nóatúni. Damon Albarn Starfsmenn við Hvalfjarðargöng Miðar í samkomulags- átt í kiaradeilunni LÖGÐ hafa verið fram drög að kjarasamningi vegna starfsmanna sem vinna við gerð Hvalfjarða- ganga. Samningsaðilar hafa hins vegar ekki enn náð samstöðu um stærstu ágreiningsmálin, launatöflu og starfsaldurshækkanir. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Rafíðnaðarsambandsins, hefur talsygrt miðað í samkomu- lagsátt eftir viðræður síðustu þriggja daga. í gærmorgun afhentu fulltrúar VSÍ fulltrúum verkalýðsfélaganna drög að nýjum kjarasamningi, en drögin eru m.a. byggð á árangri samningavinnu síðustu daga. Eftir að forystumenn verkalýðsfélaganna höfðu farið yfir drögin voru fulltrú- ar VSÍ boðaðir á fund hjá ríkissátta- semjara. Sá fundur stóð fram eftir degi. Að sögn Guðmundar Gunn- arssonar hafa samningamenn ein- beitt sér að því að fara yfir atriði sem minnstur ágreiningur er um. Eftir er að ræða þau tvö mál sem mestur ágreiningur er um, þ.e. launatöfluna og starfsaldurshækk- anir. VSÍ hefur krafist þess að samn- ingurinn gildi út verktímann. Verka- lýðsfélögin hafa lýst sig reiðubúin til að ræða langtímasamning, en lagt áherslu á að samningstíminn hljóti að ráðast af innihaldi samn- ingsins. FRANSKA bókmenntakadem- ían hefur ákveðið að veita Erl- ingi E. Halldórssyni rithöfundi og leikstjóra sérstaka viður- kenningu fyrir þýðingu hans á verkum Francois Rabelais. Við- urkenningin, Grand prix de I’Académie francais, er afhent þeim sem þylya hafa unnið af- rek við útbreiðslu á franskri tungu og bókmenntum. Arið 1993 kom út hérlendis bókin Gargantúi og Pantagrúll sem geymir þýðingu Erlings á fimm skemmtisögum munksins, læknisins og rithöfundarins Ra- belais um ævintýri góðgjarnra og sérkennilegra risa. Rabelais er talinn einn helsti faðir evr- ópsku skáldsögunnar og verk Franska akademían heiðrar Erling hans í hópi heimsbókmennta. Erlingur ritaði í franska bókmennta- tímaritið L’Atelier du roman í október á sein- asta ári um þýðingu sína. Greinin kom fyrir sjónir franska rithöf- undarins Michel Déon sem á sæti í akadem- íunni og mun hafa orðið svo snortinn að hann aflaði sér frek- Erlingur E. Halldórsson ari upplýsinga um þýð- inguna og þýðandann. I kjölfarið lagði hann verkið fýrir félaga sína í Frönsku bókmennta- ikademíunni sem tóku þá ákvörðun að heiðra Erling með áðurnefndri viðurkenningu, ásamt sex öðrum fræðimönnum og rithöfundum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ekki aðrir Víkingalottó Hrepptu hundrað milljónir DANI og Finni duttu í lukku- pottinn, þegar dregið var í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsti vinningurinn var tæpar 200 milljónir og skipt- ist hann í tvennt. Hvor vinn- ingshafi fékk 99,5 milljónir króna. Heildarupphæð vinn- inga var rúmlega 202 milljón- ir. Þar af komu 3,1 milljón í hlut íslendinga. íslendingar fengið þessa viður- kenningu. Erlingur segir að sér hafi ekki borist formleg tilkynning frá akademíunni um þessa við- urkenningu, en hann hafi hins vegar lesið um hana í franska dagblaðinu Le Figaro fyrir nokkrum dögum. Hún verði lík- lega afhent í haust. „Þetta er mikill heiður. Slík verðlaun hafa gildi í sjálfum sér °g eftir þeim er tekið,“ segir Erlingur en hann vann í 10-15 ár að þýðingu sinni. Þýðing Erlings á Gargantúa birtist í 9 hlutum í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1983 og Pantagrúll í 5 hlutum þar árið 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.