Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11.JÚLÍ1996 49 Landsmótið á Lauga- landi Frá Rósu Aðalsteinsdóttur: LANDSMÓT Sambands íslenskra harmoníkuunnenda var haldið dag- ana 21. og 22. júní sl. að Lauga- landi í Holtum. Mér þykir miður að svo lítið hefur verið fjallað um þenn- an atburð í fjölmiðlum a.m.k. ekki á þann hátt sem mér þykir við hæfi. Skipulagning og framkvæmd móts- ins var með þvílíkum ágætum, að sómi var að. Sjónvarpsáhorfendur fengu aðeins að sjá hinn heimsfræga snilling Vladimir Cuchran augnablik á skjánum í lok ellefufrétta. Hann hélt fræðslufyrirlestur fyrri dag mótsins og ógleymanlega tónleika þann síðari. Þarna var einnig stadd- ur ítalskur snillingur, Renzo Ruggi- eri, en hann lék báða dagana við mikinn fögnuð þeirra sem á hlýddu. Urðu margir mótsgestir vitni að þeim einstæða atburði er þessir tveir menn, sem báðir eru heimsþekktir harmoníkuleikarar, spiluðu saman, óundirbúið. Þeir sýndu, svo ekki varð um villst, að harmoníkan er ótrúlega fjölhæft hljóðfæri og að hægt er að leika á hana bæði klass- iska tónlist, jazz og þar að auki allt frá danslögum til þjóðlaga. Fingra- fími þessara snillinga var svo ótrúleg að maður trúði varla sínum eigin augum og eyrum. Tónleikar voru báða dagana og komu þar fram hátt S tuttugu hljómsveitir alls stað- ar að af landinu. Hljóðfæraleikararnir voru af báð- um kynjum og á öllum aldri, sumir mjög ungir. Hámark þessara tón- leika var svo þegar á annað hundrað harmoníkuleikarar söfnuðust saman á og umhverfís sviðið og spiluðu hið fallega lag Valdimars Auðunssonar „Nótt á fjöllum“ en allur salurinn söng með, undir öruggri forystu Jóns Smára Lárussonar, einsöngv- ara, frá Hvolsvelli. Báðir dagamir enduðu svo með dansleikjum, þar sem hljómsveitirnar skiptust á um að leika fyrir dansi. Ég yfirgaf svæð- ið þakklát fyrir indæla daga og með óm af stórkostlegri tónlist í höfðinu. Harmoníkufélag Rangæinga á þakkir skildar fyrir vel undirbúið og vel framkvæmt mót. RÓSA AÐALSTEINSDÓTTIR, Stóru-Mörk. eru ódýr og einfold lausnj HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • Slmi 525 3000 Helluhrauni 16 • Sími 565 0100 —i Þú ákveður hvemig gluggamirþínir eiga að líta út og við sníðum jyrir þig efnið. Þetta gefur þér möguleika á að hafa gluggana algjörlega eftirþínu höfði. Ósamsettir gluggar frá Húsasmiðjunni spara tíma, efni ogjyrírhöfn og henta í öll hús. .þú gefur okkur upp málin og við skilum þér tilbimum gluggaeiningum. en&labornín Bankastræti 10 - Sími 552-2201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.