Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 15 Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir SIGURVEGARI á Tálkna- firði, Unnar Garðarsson, með verðlaunagripinn góða. Vestfjarða- víkingurinn á Tálkna- firði Tálknafirði - Keppt var í einni grein aflraunakeppninnar um Vestfjarða- víkinginn í Sundlaug TálknaijarðatL á föstudagskvöld. Hefur sú grein hlotið nafnið Sundlaugagrein Svans til minningar um Svan Jónasson frá Patreksfirði sem lést í flugslysi í fyrra. Svanur tók þátt í keppninni í fyrra og lenti í 4. sæti í þessari ákveðnu grein. í henni er keppt um að koma tveimur 150 kg þungum tunnum frá miðri sundlaug og upp á bakkann í grynnri endanum. Fjölskylda Svans lét smíða verð- launagrip og gaf til keppninnar. Gullsmíðastofa Jóhannesar Leifsson- ar smíðaði gripinn. Unnar Garðarsson, aflraunamað- ur, bar sigur úr býtum í Sundlauga- grein Svans þetta árið. Nýtt veitingahús á Hólmavík Riis rís úr öskustónni Drangsnesi - Elsta hús Hólmavík- ur hefur aldeilis skipt um svip. Ryðgað, rifið og ósköp dapurt stóð þetta næstum hundrað ára gamla hús þarna á götuhorninu og sálin virtist horfin úr því með öllu. En eftir gagngerar endurbætur hefur þetta aldna hús öðlast nýtt líf. Hjónin Þorbjörg Magnúsdóttir og Magnús Magnússon hafa nýverið opnað þar veitingahús, Café Riis. Riis hús var byggt árið 1897 af Ríkharði Pétri Riis og er elsta hús Hólmavíkur. Viðurinn í húsið kom tilhöggvinn frá Noregi á sínum tíma. Og það hefur verið góður viður því þegar hafist var handa við endurbæturnar kom í ljós að vart var fúa að finna nema þá helst þar sem seinni tíma endurbætur höfðu átt sér stað. Riis hús hefur verið gert upp að utan í sitt upp- runalega horf í samráði við Hús- friðunarsjóð. Magnúsi til halds og trausts við hönnun staðarins var Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt. Aðallega voru það iðnaðarmenn frá Hólmavík sem unnu að endurbót- unum með Magnúsi og fjölskyldu hans. Vel er vandað til allra hluta húss- ins. Þrír barir eru í húsinu og eru þeir skreyttir útskurði eftir Erlend Magnússon frá Hvolsvelli og sækir hann myndefnið í hin ýmsu galdra- tákn en Strandamenn voru á öldum áður taldir galdramenn hinir mestu og eru reyndar sagðir svo enn. Á loftinu þar sem koníaksstofan er og mynd af Riis gamla sjálfum BARIRNIR í húsinu eru þrír og eru þeir skreyttir útskurði eft- ir Erlend Magnússon frá Hvolsvelli. kom frá Noregi nýtur sín vel eftir að hafa verið pússaður aðeins upp. Öll aðstaða fyrir gesti og starfsfólk er eftir ströngustu kröfum. Mjög góð aðsókn hefur verið að staðnum síðan hann opnaði 15. júní sl. Café Riis er opið frá kl. hálf tólf á morgnana og til ki. eitt eftir miðnætti nema um helgar þá er lokað kl. þrjú. Á veglegum mat- seðlinum er að finna allt frá girni- legustu pizzum upp í stórsteikur. EIGENDUR Café Riis þau Magnús Magnússon og Þor- björg Magnúsdóttir. Lifandi tónlist er á boðstólum allar helgar. Gamla Riis hús sem í dag heitir Café Riis hefur svo sannarlega ris- ið úr öskustónni og er í dag Hólma- vík til mikils sóma. er í öndvegi var allt burðarvirki látið halda sér og gólfið og stiginn eru í sinni upprunalegu mynd. Öll önnur gólf í húsinu eru unnin úr rekaviði af Ströndum. Þar sem áður var pakkhús og verslað með saltfisk eða sement eftir því hvaða tímabil miðað er við, er í dag lítill og notalegur danssalur og gamli viðurinn á veggjunum sem forðum Morgunblaðið/Magnús RIIS húsið í Hólmavík hefur verið mikið endurbætt og í því er nú starfrækt veitingahúsið Café Riis. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir ÁHÖFNIN stolt og ánægð í Hornafjarðarhöfn og á leið upp á jökul á vit annarra ævintýra. * A merku fleyi yfir hafið Hornafirði - í Hornafjarðarhöfn liggur nú við festar skúta ein merkileg - sama fleyið og hefur unnið Round the World Race- siglingakeppnina tvisvar sinnum. I bæði skiptin voru það eingöngu konur sem voru um borð en í þessari ferð, sem nú var farin, eru það eingöngu karlmenn og í allt öðrum tilgangi en stúlkurnar forðum. í áhöfn eru 12 manns, níu drengir á aldrinum 16-17 ára og þrír yfirmenn. Sumir af drengj- unum höfðu aldrei farið á sjó fyrr og var ferðin þeim sumum erfið frá Skotlandi en þeir hrepptu vonskuveður alla leið- ina. Ferðinni var upphaflega heitið til Seyðisfjarðar en þar sem þeir áttu við smávægilega vélarbilun var komið til Hafnar. „Það var ævintýri líkast að sigla hér upp með ströndinni og sjá jöklana baðaða í sóiinni. Nú er ferðinni heitið inn í Kverk- fjöll og munu strákarnir ganga yfir jökulinn að Jöklaseli, skála Jöklaferða. Síðan fljúga þeir út en ný áhöfn kemur fljúgandi hingað og siglir bátnum aftur heim, en fyrirhugað er að sigla til Grímseyjar fyrst,“ sagði skip- stjóri skútunar og eigandi, Terry Nielson. Erfitt en skemmtilegt „Þetta var erfið ferð en skemmtileg, ég var sjóveikur fyrstu dagana en síðan lagaðist það. Sumir okkar voru veikir alla leiðina. Það var rosalega erfitt að stíga í land því ég var með svo mikla sjóriðu. Þetta var mjög gaman en ég er nú samt feginn að fá að fljúga heim aft- ur,“ sagði einn af strákunum, Triston Parris. Ein sú magnaðasta! Jakkaföt frá kr. 9.900.- Stakir jakkar frá kr. 5.900.- Stakar buxur frá kr. 3.900.- Flauelsbuxur frá kr. 4.500.- Gallabuxur frá kr. 2.900.- Skyrtur frá kr. 1.500.- Bindi frá kr. 1.500.- Laugavegi 47 Peysur frá kr. 2.500.- Úlpur frá kr. 3.900.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.