Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átökum linnir ekki í Tsjetsjníu Reuter Þorsti í Moskvu ÓVENJU heitt var í Moskvu í gær, og fór hiti í 35 gráður. Þessi stúlka, sem gefur hestin- um vatnssopa, býður gestum við Poklonnaja-minnismerkið um heimsstyrjöklina síðari að skreppa á hestbak. Stúlkumorðið í Liverpool Ottast að morð- ingjarair séu böra Daily Telegraph. RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Liv- erpool er nú komin á þá skoðun að börn kunni að hafa myrt hina níu ára gömlu Jade Matthews, sem fannst látin við járnbrautarteina í borginni á mánudag. Faðir stúlkunnar, sem í fyrstu var grunaður um verknaðinn var látinn laus eftir yfirheyrslur á þriðjudag, án ákæru. Nú fylgir lögreglan eftir vís- bendingum um íjóra drengi sem sáust á svæðinu um það leyti sem stúlkan hvarf. Sama kvöld og lík stúlkunnar fannst, með áverka á höfði eftir bar- smíðar með viðarstaur, sáust þrír drengir saman nærri fundarstaðnum við járnbrautfarteinana. Fjórði drengurinn, um 13 ára að aldri, sást um kl. 17:25 í fylgd stúlku sem líktist Jade. Hún hafði sár á enni og blóð á tönnum. Hún sat á svörtu reiðhjóli sem drengurinn ýtti á undan sér í gegn um undirgöng skammt frá heimili Jade. Það styrkti grunsemdir manna um að böm hefðu verið að verki að klæði stúlkunnar vom heil og líkið bar eng- in ummerki þess að reynt hefði verið að beita hana kynferðislegu ofbeldi. Lögreglan telur, að drengimir þrír sem vegfarandi sá við járnbraut- arteinana geti verið lykilvitni í mál- inu. Lögreglan hefur enn tvo 17 ára unglinga í haldi, sem handteknir vom á mánudaginn. Brezkur almenningur er sleginn hryllingi yfir þessu nýjasta bams- morði. Fyrirskipa handtöku leiðtoga Tsjetsjena Moskvu. Reuter. VJATSJESLAV Tíkhomírov, yfír- maður rússneska heraflans í Tsjetsjníju, fyrirskipaði í gær hand- töku Zelímkhans Jandarbíjevs, leið- toga skæruliða Tsjetsjena, að því er rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ígor Melníkov, blaðafull- trúa rússneska hersins. Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar hefðu mál í Tsjetsjníju und- ir sinni stjórn og styddu enn hið umsamda vopnahléssamkomulag. „Það verður ekki stríð í Tsjetsjníju," sagði Tsjemomýrdín. „Aætlun forsetans um friðsamlegt samkomulag í tsjetsjenska lýðveld- inu hefur ekki farið út um þúfur. Rússnesku hersveitirnar hafa komið vitinu fyrir nokkra uppreisnar- mannanna og leiðtoga þeirra, sem gengu of langt.“ Átök í Makhetí og Gekhí Að sögn fréttastofunnar gerði rússneski herinn sprengjuárásir úr lofti á höfuðstöðvar Jandarbíjevs í Makhetí í suðurhluta Tsjetsjníju. Þorpið hefur verið lokað af frá umheiminum. Var yfirvöld í þorpinu sögðu að 20 óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum þar. Interfax hafði eftir rússneska hernum að átta hermenn hefðu fall- ið og 20 særst í Gekhí, þar sem Rússar beittu flughernum og not- uðu stórskotalið fyrsta sinni frá því vopnahlé tók gildi 1. júní. Síðar var haft eftir rússneskum herforingja að herinn hefði verið kallaður brott frá Gekhí í gær eftir að yfirvöld í bænum sögðu að uppreisnarmenn væru farnir þaðan. Uppreisnar- menn kváðust hins vegar hafa hrak- ið rússneska herinn af höndum sér á þriðjudag. „Gripið hefur verið til aðgerða til að finna og handtaka Z. Jand- arbljev," sagði Melníkov. Jandarbíjev varð leiðtogi Tsjetsj- ena eftir að forveri hans, Dzhokhar Dúdajev, var myrtur í sprengju- árás, sem uppreisnarmenn Tsjetsj- ena segja að Rússar hafi staðið að baki. Jandarbíjev átti fund með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Kreml 27. maí og skrifaði þá undir vopnahlés- samning. Vopnahléð var rofið á þriðjudag þegar átök hófust á ný á nokkrum stöðum í Tsjetsjníju. Tíkhomírov gaf uppreisnarmönn- um sólarhrings frest til að láta fanga lausa, en á þriðjudag lét hann til skarar skríða nokkrum klukku- stundum áður en fresturinn rann út. Tsjetsjenskum aðskilnaðarsinn- um og samningamönnum Rússa hefur lítið orðið ágengt í viðræðum eftir vopnahléð og hafa ásakanir gengið á báða bóga. Rússar hafa sakað uppreisnar- menn um að láta undir höfuð leggj- ast að afvopnast og láta rússneska fanga lausa. Uppreisnarmenn saka Rússa á hinn bóginn um að hafa ekki staðið við samkomulag um að kalla herlið heim og loka eftirlits- stöðvum. Uppreisnarmenn safna kröftum Rússneski herinn hefur kvartað sáran undan því að vopnahléð hafi einungis veitt skæruliðum tækifæri- til að safna kröftum, vígbúast á ný og efla skipulag og samskipti. Ýmsir fréttaskýrendur hafa tekið undir þetta. Einn þeirra er Maríja Eismont, sem skrifar í dagblaðið Sevodnja í gær að „nýir harmleikir, eyðilagðar byggingar og blýlagðar líkkistur" blasi við. „Bardagamennirnir hófust handa við endurskipulagningu og kaup á vopnum og skotfærum um leið og umfangsmiklum aðgerðum lauk,“ skrifar Eismont og gefur í skyn að forsetakosningarnar, sem lauk með sigri Borís Jeltsíns fyrir viku, hafi verið meginástæðan fyrir vopna- hlénu: „Þeir, sem hafa verið blekkt- ir, eru óbreyttir íbúar [tsjetsjenska] lýðveldisins og foreldrar rússneskra hermanna, sem í barnaskap trúðu að friður myndi þá og þegar kom- ast á og opinber skjöl taka gildi.“ 19 mánuðir eru frá því að átök hófust í Tsjetsjníju og hafa 30 þús- und manns fallið í þeim, flestir óbreyttir borgarar. Grikkland í sóttkví? Belgar vilja beita YES í Búrúndí • EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) mun taka um það ákvörðun seinna í þessari viku hvort frek- ari aðgerða er þörf til að stöðva útbreiðslu gin-og klaufaveiki, en tvö slík tilfelli uppgötvuðust í Norður-Grikklandi nýlega. Dýra- læknanefnd ESB mun funda um málið og taka ákvörðun um frek- ari aðgerðir, m.a. hvort ástæða sé til að loka fyrir útflutning lif- andi búfjár og Iqöts frá Grikk- landi. Grikkland var sett í sóttkví í ágúst 1994 eftir að gin- og klaufaveiki brauzt þar út, en henni var aflétt í dezember 1995. • EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) verður að gera snarar umbætur á nautakjötsmarkaðnum til að bregðast við þeim gífurmiklu aukabirgðum af kjöti sem ekki selst vegna útbreidds ótta við kúariðu. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB krafðist þessa í gær. Meðalneyzla á nauta- kjöti í Evrópu hefur fallið um 11% frá því þær niðurstöður vís- indamanna urðu heyrum kunnar snemma í vor að menn gætu smitazt af veikinni. • FRAMKVÆMDASTJÓRI Evr- ópuráðsins, Daniel Tarschys, átti í gær fund með sendiherrum að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins, NATO, til að skiptast á skoð- unum um Rússland og ástandið í fyrrum Júgóslavíu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tvær stofn- anir eiga með sér samskipti af þessu tagi. Talsmenn beggja sam- taka sögðu fundinn vera táknræn- an fyrir náin tengsl hinna ýmsu stofnana Evrópu sem hefðu með öryggismál í álfunni að gera eftir að kalda stríðinu lauk. Brussel. Reuter. BELGÍSK stjórnvöld hyggjast nýta sér forsæti sitt í Vestur-Evr- ópusambandinu (VES) til að ræða hvernig stöðva megi blóðsúthell- ingar í hinni gömlu nýlendu sinni, Búrúndí í Mið-Afríku. Belgía tók við forsæti í samtökunum, sem ætlunin er að verði varnarmála- armur Evrópusambandsins, hinn 1. júlí. ísland er eitt þeirra ríkja, sem eiga aukaaðild að VES. Erik Derycke, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í gær að hugsanlegt væri að VES veitti afrískum frið- argæzlusveitum ráðgjöf. Hann tók hins vegar fram að Belgar hefðu útilokað að senda herlið til Búr- úndí. „Ég held að eftir reynsluna í Sómalíu og Rúanda sé æskileg- ast að gömul nýlenduveldi snúi ekki aftur til gamalla nýlenda sinna,“ sagði Derycke á fundi með utanríkismálanefnd belgíska þingsins. Afríkumenn samþykkja að beita hervaldi Leiðtogar Einingarsamtaka Afríku samþykktu á fundi sínum í gær að beita hervaldi til að stöðva borgarastyijöld þjóðanna í Búr- úndi, Tútsa og Hútúa, og koma í veg fyrir að hún breytist í annað eins blóðbað og átti sér stað í stríði sömu þjóða i nágrannaríkinu Rú- anda. Talið er að 150.000 manns hafi þegar fallið í landinu ög ná- grannaríkin óttast að átökin breið- ist út. Haldnir verða fundir hermálayf- irvalda í nokkrum Afríkuríkjum frameftir vikunni til þess að skipu- leggja frekar för friðargæzlusveita til Búrúndi. Slóvakar reiðir Ung- verjum YFIRVÖLD í Slóvakíu sökuðu ungversk stjórnvöld í gær um tilraunir til að valda glundroða í Mið-Evrópu með kröfum um að ungversk þjóðarbrot erlend- is fengju sjálfsforræði. Telur ungverski minnihlutinn í Slóv- akíu 600.000 manns eða 10% íbúanna. Var sendiherra Ung- veijalands í Slóvakíu kallaður í utanríkisráðuneytið í Brat- islava þar sem kröfum Ung- veija var harðlega mótmælt. Deby áfram forseti Chad IDRISS Deby var endurkjör- inn forseti Chad i gær í fyrstu fjölflokka kosningunum þar í landi. Hann er sagður hafa hlotið 68% atkvæða en ekki var sagt hvert atkvæðahlutfall mótframbjóðandans, Wadal Abdelkader Kamougue hers- höfðingja, var. Deby komst til valda i valdaráni 1990. Takmarka rútuferðir YFIRVÖLD í Flórens á Ítalíu hafa ákveðið að takmarka ferð rútubifreiða í borginni vegna mengunar og umferðarþunga. Fá aðeins 225 rútur að koma í borgina á degi hvetjum og verð- ur að sækja um stöðvunarleyfí fyrir þær fyrirfram. í dag er talið að um 500 rútur með ferðamenn séu í borginni dag- lega. Lamm viil fara fram RICHARD Lamm, fyrrverandi ríkisstjóri í Colorado, hefur sóst eftir því að verða for- setafram- bjóðandi Umbóta- flokks Ross Perots, auðkýfings frá Texas. Hét hann því að gera stjórnmálin heiðarlegri og lækka skuldir ríkissjóðs. Perot hefur ekki tek- ið afstöðu til beiðninnar. Sæhestar í hættu HÓPUR vísindamanna hefur rannsakað stofna sæhesta í Indlands- og Kyrrahafi sem eru í hættu vegna mikillar eft- irspurnar eftir þeim til hefð- bundinnar lyfjagerðar í Asíu- ríkjum. Efni úr sæhestum eru þar notuð m.a. til að lækna astma, hjartakvilla og getu- leysi. Um 20 milljónir sæhesta eru veiddar árlega í þessu skyni og hefur stofninn minnk- að um 50% á fimm árum. Hellakönn- uða saknað HAFIN var leit að sex bresk- um og ungverskum hellakönn- uðum í frönsku ölpunum, skammt frá borginni Grenoble, í gær. Óttast er að þeir hafi lokast af á Berger-hellasvæð- inu vegna hækkunar vatnsyf- irborðs í hellunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.