Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 38

Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásdís Magnús- dóttir fæddist í Miðhúsum í Bisk- upstungum 10. september 1915. Hún lést á Land- spítalanum 30. júní síðastliðinn. For- eldrar Ásdísar voru Magnús Gislason frá Efstadal í Laug- ardal, f. 18.8. 1872, - d. 1943 og Guðrún Brynjólfsdóttir frá Miðhúsum f. 20.8. 1886, d. 1976. Systkini Ásdísar eru Sigurður, f. 5.9. 1916, d. 1.2. 1995, Þórhildur, f. 22.12. 1917, Áslaug, f. 7.8. 1919, Brynjólfur, f. 13.8. 1920, d. 25.3. 1994. Hulda, f. 3.8. 1926, Gísli, f. 23.1. 1929. Fjölskyldan flutti til Reykja- víkur og þar giftist Ásdís eftir- lifandi eiginmanni sínum Ósk- ari B. Péturssyni gullsmiði 11.10.1941 og bjuggu þau að Karlagötu 15 alla tíð. Óskar er fæddur í Reykjavík 13.3. 1909. Foreldrar hans voru Pétur Sumum er gefið meira en öðrum í lífinu var sagt við mig fyrir stuttu. Þessi setning átti við efnahag fólks, það er mikið rétt. En að fá þær góðu gjafir í vöggu- gjöf sem mamma fékk og missa aldrei sjónar af þeim þá hefur hún verið í mínum huga efnaðasta manneskja sem ég þekkti. Guð gaf henni bæði visku, mannkærleika og styrk til allra verka sem hún tók að sér í lífinu, hvort sem þau voru stór eða smá. Listamaður var hún í útsaumi, sem heimili hennar og pabba ber vitni um, hún var klettur sem aldrei bifaðis,t sama á hveiju gekk, ljóðelsk var hún mað afbrigð- um og kunni fleiri ljóð utan að en ég þekki til í dag. Hún þurfti ekki Gunnarsson frá Hundadal í Miðdöl- um, f. 16.12. 1882, d. 5.4. 1972, og Sig- ríður Bjarnadóttir frá Njarðvík, f. 15.9. 1868, d. 30.9. 1967. Börn Ásdísar og Óskars eru Ásta B. Óskarsdóttir, f. 24.8. 1947, gift Þórði Ág. Henriks- syni, f. 27.6. 1942. Börn þeirra eru Linda Björk Þórðardóttir, f. 4.3. 1968, sambýlismað- ur hennar er Hörður Magn- ússon, f. 21.2. 1965, og Henrik Óskar Þórðarson, f. 19.7. 1969, giftur Elínu Hlíf Helgadóttur, f. 14.11. 1969. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, f. 22.2. 1952, gift Snorra Jóhannessyni, f. 8.2.1952, d. 5.10. 1994, synir þeirra eru Jóhann Davíð Snor- rason, f. 9.6. 1972, og Ingvi Pétur Snorrason, f. 8.3. 1977. Utför Ásdísar fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. annað en að heyra ljóð lesið þá kunni hún það utan að. Ferðalög voru hennar yndi og pabba líka, þar slógu tvær hörpur saman. Það voru forréttindi að alast upp hjá þeim og ferðast svona mik- ið í þá daga sem við gerðum. Náttúr- an og mamma voru samofin í eina heild. Með fuglunum og þeim ger- semum sem hún sá í henni. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum manni, alltaf tók hún upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Hún horfði alltaf á góðu hliðarn- ar á hveijum þeim sem hún kynnt- ist og laðaði því alltaf það góða fram í okkur. Bamelsk var hún með ein- dæmum sem bamaböm og systkina- böm munu af öllu hjarta taka und- ir. Bömin í hverfinu voru áður en maður vissi búin að gefa henni fing- ur eða eitthvað af sjálfum sér. Nú er skarð fyrir skildi hjá þess- um hópi sem umgekkst þessi fallegu og góðu konu sem lýsti sínu ljósi veginn. Elsku mamma, þú varst mitt ljós og bjarg þegar ég átti erfið- ast. Mín ósk er að hafa lært af þér og láta þitt Ijós lýsa veginn minn áfram, þá veit ég að rétti vegurinn er framundan. Elsku hjartans pabbi, þinn missir er stór. Ég vona að Guð gefi þér styrk og hjálp til hvers dags. Sigríður Ósk Óskarsdóttir. Þegar ég fór til Þýskalands í byij- un júní og kom til ömmu og afa til að kveðja þau, fann ég að amma var klökk, sem ekki var vani hjá henni. Ég held hún hafi vitað að við myndum ekki hittast aftur. Þeg- ar mamma sagði mér að amma væri mikið veik ákvað ég að koma strax heim, ég vildi hitta hana aft- ur. En ég kom of seint. Ég hefði viljað faðma hana að mér og segja henni hvað mér þótti vænt um hana. Þegar pabbi dó tók hún mig að sér og hjálpaði mér á allan þann hátt sem hún gat. Hjá henni var alltaf opið hús fyrir mig, svona var amma alveg frá því ég man eftir mér. Allt- af traust og góð, aldrei sá ég hana í vondu skapi eða reiða. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Elsku afi, Guð veri með þér. Ingvi Pétur Snorrason. Landið skartaði sínu fegursta 30. júní sl. þegar Ásdís Magnúsdóttir móðursystir okkar kvaddi þennan heim. Það var vel við hæfí þar sem alltaf var bjart og hlýtt í kringum hana. Dísa frænka skipaði stóran sess í lífí okkar systranna og minnumst við með hlýhug allra þeirra stunda er við áttum í návist hennar. Ógleymanlegar eru þær stundir úr æsku okkar þegar við heimsóttum Óskar og Dísu á Karlagötuna því alltaf tóku þau vel á móti okkur krökkunum. Dísa var glæsileg og falleg kona svo af bar, hláturmild og mjög skemmtileg. Minnumst við sérstaklega þegar þær systur, mamma og Dísa tóku sig til og hófu enskunám af miklum móð. Var þá oft mikið hlegið þegar þær hlýddu hvor annarri yfír heimanámið. Ótalmörg eru þau skemmtilegu atvik sem koma upp í hugann þegar horft er til baka. Við erum þakklát- ar fyrir að hafa fengið að njóta samveru þessarar yndislegu frænku okkar. Hvíli hún í friði. Elsku Óskar, Ásta, Sigga og fjöl- skyldur, Guð veri með ykkur á sorg- arstund. Systurnar í Útgarði. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur bara að hugsa til hennar ömmu Ásdísar. Hún hefur verið hluti af mínu lífí alla mína ævi og gefíð mér svo margt i gegnum tíðina, að það verður erfítt að hugsa um framtíð- ina án ömmu. Það var alltaf hægt að Ieita til afa og ömmu. Amma var heimavinnandi húsmóðir og afi með verkstæði í kjallaranum. Þetta gerði okkur krökkunum kleift að heim- sækja þau hvenær sem við vildum, og alltaf var tekið á móti okkur með jafnmikilli hlýju og ástúð. Amma átti alltaf eitthvað gott í skápnum sem gott var að narta í. Bestar þótti mér pönsurnar með sykrinum ég tala nú ekki um klatt- ana. Amma er sú hjartahlýjasta kona sem ég hef þekkt, aidrei tók hún styggðaryrði sér til munns og ekk- ert þoldi hún verr en þegar við systk- inin vorum að hnýtast. Var hún þá vön að segja: „Elskiði,friðinn“. Hún umvafði alla hlýju og kærleika sem henni kynntust og aldrei mátti hún minni máttar sjá. Það átti enginn ömmu, hún var allra. Amma var náttúruunnandi og föðurlandsvinur mikill. Litlu fugl- arnir í sveitum og í borg, blómin í náttúrunni, skeljarnar úr fjörunni, fjöllin og æska landsins - þetta var allt hennar yndi. Hún þreyttist aldr- ei á að horfa og njóta þess sem land- ið bauð upp á. Ámma var alfræði- ljóðabók. Hún unni ljóðum óskap- lega. Ættjarðarljóð og ljóð eftir Davíð Stefánsson voru í hennar uppáhaldi. Hún fór með mikið af ljóðum og söng fyrir mig sem stelpu. Áfi og amma ferðuðust mikið um landið alla tíð og ekkert var þeim hjartfólgnara. Ég var það heppin að fá að fljóta með í margar útileg- ur. Á ég margar hlýjar minningar frá tjaldútilegum um land allt; í Vaglaskógi, Borgamesi, á Akur- eyri, í Þjórsárdal og Skaftafelli. Tíð- ar ferðir í Heiðmörkina á góðum sumardögum eru þó eftirminnileg- astar. Þá var teppi tekið með og sama lautin alltaf valin. Við gengum um og sleiktum sólina. Síðan var dregið upp smurt brauð, gráfíkjukex og mjólk á flösku. Amma og ég fórum og týndum blóm; beitilyng, sóleyjar, blágresi, krækilyng, gulm- öðru og sortulyng. Margir urðu þeir íslensku blómvendirnir sem urðu til í þessum ferðum. Kæra amma, ég þakka þér. Ég þakka þér fyrir að fá að eiga hlut- deild í þínu lífi, og yfir að hafa feng- ið að kynnast þér því þú varst heims- ins besta amma og þú varst amman mín. Þín eina ömmustelpa, Linda Björk Þórðardóttir. Komið er að kveðjustund minnar kæru móðursystur, Ásdísar Magn- úsdóttur eða Dísu systur eins og hún var oftast nefnd í fjölskyld- unni, hún kvaddi þennan heim að kvöldi 30. júní, einu fegursta kvöldi sumarsins. Kvöldsólin sendi geisla sína yfír borgina og útsprunginn gróðurinn skartaði sínu fegursta. Það var eins og hún hefði valið þessa stund til að kveðja í allri þessari fegurð sem hún unni svo en það er eins og maður sé aldrei viðbúinn þeirri frétt að þeir sem hafa alltaf verið til staðar frá því maður man eftir sér, séu þar ekki lengur, þó svo_ að vitað væri að hveiju stefndi. Ásdís Magnúsdóttir fæddist að Miðhúsum í Biskupstungum. For- eldrar hennar voru Magnús Gíslason frá Efstadal og Guðrún Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Miðhúsum. Ásdís var elsta barn þeirra hjóna af 7 systkinum, og er hún sú þriðja úr hópnum sem kveður þennan heim, en Brynjólfur og Sigurður eru látn- ir fyrir fáum árum, eftirlifandi systkini Ásdísar eru Þórhildur, Ás- laug, Hulda og Gísli. Það er komið stórt skarð á stuttum tíma í systk- inahópinn sem alla tíð hefur staðið mjög vel saman. Aðstæður höguðu því þannig að fjölskyldan fluttist suður á mölina 1924 eins og svo margar aðrar á þessum miklu kreppu- og umbrota- tímum. Saga hennar er saga þjóðar- innar þegar svo margir bjuggu við fátækt og kröpp kjör. Hjá efnalitlum fjölskyldum urðu allir að fara að vinna þegar þeir gátu og það gerðu Ásdís og systkini hennar sem öll eru góðum kostum búin og hafa staðið sig vel. Þessi kynslóð má svo sann- arlega muna tímana tvenna en með dugnaði og harðræði hefur hún unn- ið sig frá fátækt til bjargálna. Ung að árum kynntist Ásdís eft- irlifandi eiginmanni sínum, Óskari B. Péturssyni gullsmiði. Dísa og Óskar hafa alltaf verið í mínum huga óaðskiljanleg heild eins og ein persóna, og heimilið þeirra, sem alla tíð hefur verið á Karlagötu 15, ein- staklega hlýleg umgerð um þeirra fallega samband. Eins og þjarg sem alltaf hefur verið til staðar og er okkur öllum til fyrirmyndar. Dísa og Óskar hafa lifað ham- ingjuríku lífi, þau ræktuðu vel garð- inn sinn, ferðuðust mikið um landið sem þau unnu svo. Þau hafa stund- að sund um langt árabil sér til heilsubótar og lifðu fallegu fjöl- skyldulífi. Ásdísi og Óskari fæddust tvær dætur, þær Ásta Bjarnay og Sigríð- ur Ósk. Ásta Bjarney er gift Þórði Henrikssyni, og eiga þau tvö börn. Sigríður Ósk var gift Snorra Jó- hannssyni sem nú er látinn, þeirra börn eru tvö. Fjölskyldan var Dísu allt, sem hún umvafði með sinni birtu og hlýju, barnabömin voru hennar sólargeisl- ar. Það er margt sem kemur upp í hugann í minningu liðinna ára en fyrst og fremst einstök umhyggja og velferð í garð allra fjölskyldu- meðlima. Ásdís var elst af systkina- hópnum, sem hún bar alla tíð mikla umhyggju fyrir og eiga þau Óskar og Dísa stóran þátt í því hvað þau systkinin hafa haldið þétt saman, nánast á hveijum sunnudegi komu þau til Sigga frænda á Hjallavegin- um sem naut þess að taka á móti hópnum. Okkur systkinabörnunum sýndu Dísa og Óskar einskæra ræktar- semi, þau komu í afmælin okkar langt fram eftir aldri. Ég minnist eins afmælisdags míns sérstaklega, þá lá ég á spítala. Þetta var um hávetur, snjór yfir öllu og fáir komu í heimsókn, en Dísa og Óskar létu það ekki aftra sér og komu í heim- sókn og færðu mér hálsmen sem Óskar hafði smíðað. Þessu gleymi ég aldrei. Dísu fylgdi alltaf ákveðinn fín- leiki, hún var dama fram í fíngur- góma, en þessi fínlega kona bjó yfir miklum innri styrk. Það kom berlega í ljós við hið sorglega frá- fall Snorra tengdasonar hennar, sem féll frá svo langt um aldur fram, einnig í hennar eigin miklu veikind- um, hugurinn var svo miklu meiri en getan. Hún kvartaði ekki, heldur bar sig miklu betur en efni stóðu til. Fárveik, daginn fyrir andlát sitt, dreif hún sig á kjörstað til að kjósa í forsetakosningunum. Þannig var Dísa, svo ótrúlega einbeitt, ef hún ætlaði sér eitthvað. Komið er að leiðarlokum og um leið og ég vil þakka þér, Dísa mín, hlýjuna og umhyggjuna sem þú allt- af sýndir mér og minni fjölskyldu, sendi ég þér, Óskar minn, Ástu og Siggu og fjölskyldunni allri mínar dýpstu samúð. Ég kveð þig kæra frænka á þessu fagra sumarkvöldi með ljóði Jónasar Hallgrímssonar, „Ég bið að heilsa". Nú andar suðrið sæla vindum þíðum á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fógru landi ísa, að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum. Guðrún R. Axelsdóttir. Dísa frænka mín er látin og lang- ar mig að minnast hennar með örfá- um orðum. í huga mínum á ég margar góðar og hlýjar minningar um hana, sérstaklega frá æskuárum mínum. Ég minnist ferðalaganna sem far- in voru á sumrin, en þá var reynt að nýta sumrin til að ferðast þó farartækin væru ekki beysin og vegirnir ekki eins góðir og í dag. Mér fannst skemmtilegast þegar ég fékk að sitja í bílnum hjá Dísu og Óskari, þar var alltaf glatt á hjalla og í æskuminningum voru þetta oft hinar mestu ævintýraferðir. Ég minnist heimsóknanna á Karlagöt- una, þar var alltaf tekið á móti manni með opnum örmun og góðum veitingum, þar var ætíð gestkvæmt og gaman að koma. Óskar rak gull- smíðaverkstæði í kjallaranum og fóru viðskiptavinirnir ósjaldan upp í kaffi til Dísu á meðan Öskar vann að viðgerðum. Ég minnist tilhlökkunarinnar á laugardögum þegar Dísa og Óskar komu í heimsókn til okkar út á Seltjarnarnes en til margra ára litu þau oft inn um helgar. Þegar kom fram á unglingsárin minnkaði sam- bandið en samt sem áður var alltaf ánægjulegt að hitta Dísu og var það ekki svo sjaldan því mikil og sterk • tengsl voru ætíð á milli hennar og móður minnar og er ég viss um að þær hafa talað saman nánast dag- lega í gegnum árin. Dísa frænka varð áttræð á sl. ári og var ánægjulegt að heimsækja hana á heimili dóttur hennar og finna fyrir hjartahlýju hennar og hvað hún samgladdist mér yfír ný- fæddri dóttur minni. Ég votta þér, Óskar minn, börn- unum og barnabörnum mína inni- legustu samúð. Blessuð sé minning þín, Dísa mín. Örn. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningar- greinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þess- um tíma. í janúar sl. var pappírs- kostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífur- lega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanfómum misser- um. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkun- um á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikiilar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmi- legt fyrir Morgunblaðið að tak- marka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almennum aðsendum greinum. Ritstjóm Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálks- entimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein meg- ingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarkslengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.