Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIRREY KOLBEINSDÓTTIR + Sirrey Kolbeinsdóttir hét fullu nafni Friðgerður Sirr- ey Kolbeinsdóttir og var fædd 6. janúar 1937 á ísafirði. Hún lést í Noregi 28. júní síðastlið- inn og fór útförin fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 5. júlí. Mig langar að minnast Sirreyjar vinkonu minnar í örfáum orðum. Ég kynntist henni árið 1988. Ég hafði ráðið mig til starfa hjá Mikla- garði með skólanum og var ákveðið að ég yrði í leikfangadeildinni. Ég var þá sextán ára og var að byija í minni fyrstu alvöru vinnu. Ég var mjög kvíðin fyrsta daginn þegar ég fór að hitta deildarstjórann í leik- fangadeildinni. En það stóð ekki lengi yfir eftir að ég hafði verið kynnt fyrir Sirrey. Þarna var komin ein sú elskulegasta og hjartahlýj- asta manneskja sem ég hef kynnst. Hún stóð þarna brosandi, tók utan um mig og bauð mig innilega vel- komna til starfa. Það var engin óþarfa stífni þar á bæ. Sirrey var alveg einstök kona, síbrosandi og létt í lundu og virtist hafa lag á því að hressa þá við sem í kringum hana voru. Það þarf engan að undra að það borð sem hún sat við í kaffi- tímum var ávallt þéttsetið. Frá því að ég vann í Miklagarði hef ég unnið á nokkrum stöðum og veit að annan eins yfirmann og Sirrey á ég aldrei eftir að hafa. Hún hélt vel utan um deildina sina og tók eftir því sem vel var gert og hrós- aði starfsfólki sínu óspart og þakk- aði því fyrir. Þessi dæmigerða. fram- koma hennar virkaði mjög jákvætt og hvetjandi á alla. Enda var ekki laust við öfund hjá öðrum skóla- krökkum þegar þau sögðu við mig: „Rosalega ert þú heppin að vera hjá Sirreyju .“ Elsku Sirrey, takk fyrir samver- una. Far þú í friði. Birni og fjölskyldu hennar votta ég samúð mína og bið Guð um að styrkja þau. Lára B. Björnsdóttir. Svo deyja allir dagar sumarljósir. Svo deyja allar lífsins fögru rósir. (M.J.) Héðan úr þessu jarðneska lífi er horfin einstök manneskja, Sirrey Kolbeinsdóttir. Fyrstu minningar mínar um Sirrey frænku eru frá eldhúsinu á Níp þar sem hún var að baka flatkökur. Ég minnist mik- ils erils kringum borðkrókinn, enda oft margt um manninn og iðulega mikið fjör. Á Níp lékum við frænd- systkinin okkur saman fyrstu sum- ur æskuáranna. Undir taktföstum dynkjum ljósavélarinnar máttu oft sáttir þétt saman sitja. Eftir að ég skoðaði húsakynnin á Níp nýlega, áratugum eftir síðustu heimsókn, furða ég mig á því hvar allt gest- komandi fólkið hafðist við. En mað- ur er manns gaman og það átti svo sannarlega við á Níp. Umburðarlyndi og skilningur var einkennandi fyrir þessa blíðu, fal- legu konu. Hún gat alltaf séð bjart- ari hliðina á hlutunum. Ég minnist Sirrey brosandi og þegar henni var mikið skemmt, hvemig hún faldi andlitið í höndum sér og hló. Eftir að Sirrey og Björn hættu búskap og fluttu suður (lengi vel vonaði ég að þau færu aftur í sveitina) breyttust lengri sumardvalir í skemmri helgarheimsóknir á Graf- arholti. Sirrey var meira en kona Björns, bróður mömmu, hún var fósturbarn afa og ömmu, alin upp í sveitinni og vildi helst vera kölluð frænka. Með minningu um reisn hennar og kærleika kveð ég Sirrey, fallegu frænku mína, og geymi bros hennar innra með mér ávallt. Krislján Zophoníasson. RAÐAUGIYSINGAR Organisti Óskum eftir að ráða organista og kórstjóra til starfa á ísafirði frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða fullt starf við ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu. Allar starfsaðstæður eru hinar ákjósanleg- ustu: í kórnum eru um 30 manns. Orgel kirkj- unnar var vígt um seinustu jól, en jDað er af gerðinni P. Bruhn og 22 radda. I haust verður hluti safnaðarheimilisinstekinn í notk- un og verður þar sérstök aðstaða fyrir organ- ista og kór. Umsóknir skulu sendar ísafjarðarkirkju, póst- hólfi 56, 400 ísafirði, fyrir 30. júlí nk. í umsókninni skal tilgreina menntun og hugs- anlega fyrri störf. Sóknarprestur á ísafirði er sr. Magnús Erlingsson. ísafjarðarkirkja. Verkmenntaskólinn á Akureyri Kennarar! Staða kennara í véltæknigreinum næsta skólaár er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur Haukur Jónsson, aðstoð- arskólameistari, sími 462 5134. Umsóknir berist eigi síðar en 1. ágúst nk. Skólameistari. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti skrifstofustjóra löggæslu- og dóms- málaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum við dómstóla, sýslumannsembætti eða lögregluembætti. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhváli, fyrir 9. ágúst 1996. Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar, verða ekki teknar gildar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9.júlí 1996. ORKUSTOFN U N GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Rafmagnsverkfræð- ingur/tæknifræðingur Orkustofnun óskar að ráða rafmagnsverk- fræðing eða rafmagnstæknifræðing til starfa á jarðhitadeild Orkustofnunar frá 1. septem- ber eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felur m.a. í sér hönnun, smíði og rekstur mælitækja, aðstoð við rekstur tölva, gagnasöfnun, gagnavinnslu og þátttöku í mæliferðum. Laun samkvæmt kjarasamingum ríkisstarfs- manna. Skriflegar umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Guðnýju Þórsdóttur, starfsmannastjóra, eigi síðar en 25. júlí 1996. Nánari upplýsingar veitir Einar Hrafnkell Haraldsson, verkfræðingur á Orkustofnun. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Lokað Vegna sumarleyfa starfsfólks verður fyrir- tækið lokað frá 13. júlí til 6. ágúst. Davíð S. Jónsson & Co hf. Sumarlokun Viðskiptavinir vinsamlegast athugið, að skrif- stofa okkar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí til 29. júlí. sroÐ3= ENDURSKOÐUN HF, Lynghálsi 9, pósthólf 10095, 130 Reykjavík. Arkitektanemar Sumarnámskeið íslenska arkitektaskólans verður haldið 13. júlí til 10. ágúst nk. Arkitektanemum, sem dveljast heima í sum- ar, svo og þeim, sem hyggjast leggja stund á nám í arkitektúr, er gefinn kostur á að fylgj- ast með kennslunni. Þeir, sem áhuga hafa, ræði við starfsmann skólans á skrifstofu ÍSARK f.h. í Hafnar- stræti 9, sími 551 9970. Enn er unnt að veita íslenskum þátttakend- um tvo ferðastyrki að upphæð DKK 7.000. • Stjórn ÍSARK. Þroskaþjálfar Fundur verður haldinn á Grettisgötu 89, 4. hæð, mánudaginn 15. júlí kl. 17.00. Fundarefni: Kynning og umræða um stofnun stéttar- félagsins. Þroskaþjálfar fjölmennum. Stjórnin. „Au pair“íParís Jákvseð og ábyrg manneskja um tvítugt óskast til að gæta ís- lenskra barna og annast létt heimilisstörf. Einhver frönsku- kunnátta æskileg. Upplýsingar í síma 551 8886. Árbæjarsafn Söguganga um Grafarvog í kvöld kl. 20.00. Lagt upp frá Grafarvogskirkju kl. 20.00. Ókeypis þátttaka. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 ( kvöld kl. 20.30 Lofgjörðar- samkoma. Kadett Ragnheiður Ármansdóttir talar. Áslaug stjórnar. Allir velkomnir. Hallvcigarstig 1 • sími 561 4330 Dagsferðir 14. júlí 1. Kl. 10.30 Leggjarbrjótur; forn leið milli Hvalfjarðar og Þingvalla- sveitar. Verð kr. 1.400/1.600. 2. Kl. 10.30 Nytjaferö, 4. ferð; Þingvellir. Te- og lækningajurt- um safnað undir handleiðslu Kolbrúnar grasalæknis. Verð kr. 1.400/1.600. Ath. nýtt fyrirkomulag í dags- feröum: Miðasala hjá BSI og til- kynnt um brottför inni í sal. Helgarf erðir 12.-14. júlí Kl. 20.00 Básar. Fjölbreyttar gönguferöir um eina af fegurstu náttúruperlum landsins. Verð kr. 4.900/4.300. Fimmvörðuháls frá Básum 13. júlí kl. 9.00. Keyrt upp að Fimm- vörðuskála og gengið niður I Bása. Þarf að panta í ferð á skrif- stofu. Fimmvörðuháls i miðri viku, 17.-18. júlf kl. 8.00. Ein stórfenglegasta gönguleið landsins. Hægt að framlengja dvöl í Básum. Netslóð: http://wwww.centrum.is/utivist Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.