Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 27 Vinur í raun ogsann KVIKMYNPIR Stjömubíó/Bíóhöll- -in/ Borjgarbío A k u r cy ri ALGERPLÁGA „THE CABLE GUY“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Ben Stiller. Handrit: Lou Holtz, jr. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Matthew Brod- erick, Lcslie Mann, George Segal og Diane Baker. Columbia Pictures. 1996. EINS og íslenska heiti nýjustu gamanmyndar Jim Carreys ber með sér er hún um iðnaðarmann sem er algjör plága á ungum fasteignasala. Carrey leikur pláguna með framsetta höku og málgalla og ótrúlega ýtni en hann vinnur fyrir kapalfyrirtæki og tengir sjónvarp unga mannsins, sem Matthew Broderick leikur af stöku langlundargeði. Carrey neitar að hverfa úr lífí Brodericks eftir að sá síðarnefndi gerir þau mistök að sjá aumur á honum. Þegar hann loks reynir að losna við hann breytist myndin í „Play Misty for Me“ (brot úr henni er sýnt í sjónvarpinu en margskonar tilvitnanir er að fínna í bíómyndir). Carrey hefst handa við að rústa lífi mannsins sem vildi ekki vera vinur hans. Úr þessu vinnur leikstjórinn Ben Stiller á margan hátt prýðilega gam- anmynd þar sem Carrey heldur enn í Jerry Lewis-taktana sína en er hreinlega lágstemmdur og hófstilltur miðað við Ace Ventura-myndirnar. Algjör plága virkar best þegar Car- rey er stillt upp við hliðina á hinum fullkomlega eðlilega og næstum leið- inlega Broderick, því gamanið er mikið til fengið með andstæðunum í fari þeirra. Þeir eru hinn klassíski gamandúett þar sem annar skiptir ekki um svip og brandaramir lenda á honum og hinn er ærslabelgurinn og drifkrafturinn í gamninu. En þrátt fyrir hófstillinguna er ofleikur aðalsmerki Carreys. Hann virðist leika í samræmi við himinhá launin. Hér er hann eins og 12 ára krakki í búki fullorðins manns og nýtur þess út í ystu æsar. Persóna hans er í raun vanþroska en höfund- ar myndarinnar vita ekki alveg hvernig þeir eiga að fara með það. Carrey gerir það mestmegnis spaugilegt með sínum fettum og brettum en það er líka eitthvað sorg- legt og einmanalegt við hann sem lítill tími gefst til að kafa ofan í. Þó er eitthvað úr fortíðinni gefíð nógu mikið í skyn til að vekja for- vitni manns en henni er aldrei sval- að fullkomlega. Eina raunverulega skýringin á hans vandamáli er að hann hefur bilast á endaláusu sjón- varpsglápi og ætti það að vera mönnum víti til varnaðar að nota imbakassann fyrir barnapíu. Hið tvíbenta eðli Carrey-persón- unnar, hið góða og hið illa, kallar á dimma lýsingu og hálfpartinn drungalegt andrúmsloft og jafnve! hrollvekjandi draumasenu en gam- anið ræður að mestu leyti ferðinni og það er ekki hægt annað en að hafa gaman af eldmóðinum í Carrey. Broderick styður vel við bakið á hon- um með viðbrögðum sínum í smáu og stóru. Algjör plága er rétt skref Carreys í átt frá Ace Ventura. Arnaldur Indriðason UTSALA fiara GARÐURINN Kringlunni • BANDARISKI popplista- maðurinn Claes Oldenburg hefur ævinlega lagt áherslu á að áhorfendur taki virkan þátt í listsýningum. Óvíst ér þó að hann hafi átt von á atgangi lík- um þeim sem varð á sýningu verka Oldenburgs í Midd- elsborough listagalleriinu í Teesside. Á meðal sýningar- gripa eru nokkrar afsteypur af andliti listamannsins, gerðar í hlaup og hefur þetta haft svo mikil áhrif á óþekktan og dálít- ið óþekkan sýningargest, að hann hefur bitið nefið af öllum hlaupandlitunum. Ekki er vitað hvort sýningargesturinn var listrýnir, æstur aðdáandi eða bara svangur, en forstöðumað- ur gallerísins getur sér þess til að um „ást við fyrsta bit“ hafi verið að ræða. • BÓK Richard Fords, sem vann Pulitzer-verðlaunin á síð- asta ári fyrir skáldsögu sína, hefur verið rifin út úr banda- rískum bókaverslunum að und- anförnu. Oftar en ekki hafa kaupendur komið aftur í versl- anirnar daginn eftir, öskureið- ir og fullir vonbrigða. Vand- ræðagangurinn er tilkominn vegna heitis bókarinnar, „Inde- pendence Day“ (Sjálfstæðis- dagurinn) en samnefnd kvik- mynd var frumsýnd fyrir skemmstu þar í landi og eiga lesendur von á æsilegum lýs- ingum af innrás geimvera, en ekki sálarkreppu miðaldra manns. Bóksali einn segist ekk- ert skilja í látunum, því bókar- kápan hljóti að gefa innihaldið til kynna; á bók Fords er mynd af álappalegum sölumanni, en kvikmyndin hefur verið kynnt með gríðarstórum veggspjöld- um af geimförum. En hver veit svo sem hvernig geimver- ur Iíta út? Barr-dagar I dag og til næsta fimmtudags standa yfir barr-dagar í Fossvogsstöðinni. Barr-dagar eru tilboðs- og kynningardagar á ýmsum tegundum barrtrjáa í 2 1 pottum. Sitkagreni áður kr. 380 nú kr. 260 plöntusalan í Fossvogi Stafafura áður kr. 380 nú kr. 260 Fossvogsbletti 1 (fyrir neðon Borgarspítolo) Opið kl. 8 -19. helgar kl. 9-17. Simi 564 1777 1*181 Þrjú í pakka, hvítgreni, rauðgreni og svartgreni, áðurkr. 1.320 nú kr. 960 15% kynningarafsláttur af: Blágreni, bergfuru, broddfuru, fjallafuru, fjallaþin, fjallaþöll, lindifuru, mýrarlerki, rússalerki og runnafuru í 2 1. pottum. Gefðu þér tíma og kynntu þér úrvalið af barrtrjam hjá okkur. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.