Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11.JÚLÍ1996 37 MINNINGAR HALLGRIMUR HALLDÓRSSON + Hallgrímur Halldórsson var fæddur _ í Hraun- gerði í Alftaveri 19. maí 1910. Hann lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Guðmundsson og Sigrún Þorleifsdótt- ir. Börn þeirra, sem nú eru látin, voru Guðbjörg, Rögn- vaidur, Sigmundur og Hallgrímur, eftir lifa Guðbjörg, Sig- ríður og Rannveig. Hinn 27. október 1945 kvænt- ist Hallgrímur Snærúnu Hall- SAFNAOU SVALAFERNU-FLIPUM OC ÍVALA-rROÍTPINNABRÉFUM OC l»ÚÍ LAOU OC PEYTTU SVIFDISKI I ALLT SUMAR. dórsdóttur, en hún lést 1970. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 26.12. 1948, var gift Bryan Allen Smith, börn þeirra Bryan Allen Smith og Halla Maria Smith; Valgerður, f. 8. ágúst 1961, gift Torfa Dan Sævars- syni, barn þeirra er Armann Snær. Hallgrímur vann ýmsa verkamanna- vinnu, lengst í Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Utför hans fór fram frá Foss- vogskirkju 8. júlí. ■UEWS Titntlur | BM’VAi IT Ég man fyrst eftir Hallgrími þeg- ar ég var barn og þau hjónin Hall- grímur og Snærún Halldórsdóttir (Dúna) komu í heimsókn að Feiju- bakka til Sigríðar systur Hallgríms, en hún er móðir mín. Þá dvöldu þau nokkra daga ásamt Sigrúnu dóttur sinni, sem er á sama aldri og ég. Síðar þegar ég fór að búa á Ferju- bakka var Valgerður dóttir þeirra hjá okkur Þórólfi og gætti barna okkar sem þá voru eins og tveggja ára. Valgerður var þá búin að dvelja sjö sumur hjá pabba og mömmu. Mér þótti alltaf gaman að tala við Hallgrím. Það var sama hvort hann kom í heimsókn að Ferju- bakka eða við heimsóttum hann á Grettisgötuna. Hann þurfti alltaf að spyija svo margs úr sveitinni og hvernig búskapurinn gengi. Ég held að sveitamaðurinn hafi alla tíð búið í honum. Þegar við systurnar fórum á hestbak var hann alltaf kominn út í glugga eða út á tröpp- ur til að sjá hestana okkar. Hann hafði vit á hestum og hafði gaman af að sjá þá og tala um þá, eins og allt annað í sveitinni. Þegar hann hætti að vinna í Ofnasmiðjunni var hann mest heima. Fór ég oft til hans ef ég á var á Laugaveginum, því stutt var að líta við á Grettisgötu 55B. Hallgrímur hafði gaman af söng og söng sjálfur vel. Þá hafði hann mikinn áhuga á bókum og las mik- ið eftir að hann var orðinn einn, en Dúnu sína missti hann 1970. Nú hafa þau náð saman aftur og ég efast ekki um að Dúna hefur tekið á móti honum hinu megin. Við hjónin heimsóttum Hallgrím þriðjudaginn 25. júní og var hann þá þrotinn að kröftum blessaður og reyndist þetta vera síðasti dagurinn hans á heimili sínu. Við biðjum guð að blessa fjöl- skyldu hans. Kveðja, Sigríður Inga Kristjáns- dóttir og fjölskylda á Ferjubakka II. Hallgrímur var nágranni okkar og vinur. Á heitum sumardögum sat hann fyrir framan húsið sitt, lét sólina verma sig og las. Oft sátum við saman og spjölluðum um heima og geima. Hallgrímur var víðsýnn maður og fróður. Hann var einstak- lega léttlyndur og skemmtilegur. Við munum sakna Hallgríms og þeirra samverustunda sem við átt- um saman. Kær kveðja, Jón Marinó og Kristín Irene. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. AJ.LAN SOLAR HRINGINN 4200 Lystigarður að evrópskri fyrirmynd Hér geturðu séð með eigin augum hvað hægt er að gera til að prýða garðinn þinn og auka notagildi hans. Komdu í heimsókn, njóttu þess sem íyrir augu ber og gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn. 48 siðna Hugmyndabæklingur fyrir gnrðinn þinn. Pontoðu ókeypis eintnk! Fornllundur — hugmyndabanki garðeigandans. VERK- STÆfM STEINA STEYPU-^X STÖ° 5TJORN- 5TÖf> TAJCNl- CK GAÐADEIL STEYPUHLUTA- VERKSMKJJA EININGAVERKSMHD BM-VALLA IMwgtiitliIflfrifr - kjarni málsins! m w 0 uinboðið Budweiser ENDAÐU DÆMIÐ MEÐ RÉTTRI ÚTKOMU! Budwetím Soðurigmðsbmut 4A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.