Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fimm þúsund plönt- ur til sýnis og allar eru þær íslenskar BLOMASYNINGIN í Hvera- gerðisbæ, sem haldin var í til- efni af 50 ára afmæli bæjarins, var mjög vel sótt. Blómaheild- sölurnar Blómamiðstöðin og Blómasalan stóðu fyrir sýning- unni, sem haldin var í íþrótta- húsi bæjarins, og telja aðstand- endur að um fjórtán til fimmtán þúsund manns hafi komið á hana. Það var líkast því að koma inn í fallegan og litskrúðugan blómagarð þegar komið var á blómasýninguna. Tepparenn- ingur á gólfinu myndaði hlykk- jóttan göngustíg eftir salnum, en meðfram voru grasblettir og snyrtileg blómabeð. Fomfálegir hlutir eins og til dæmis snún- ingshjól af gamalli rakstrarvél, hestakerra frá millistríðsárun- um, ryðgaðar tunnur og gömul moldarkvörn gáfu sýningunni raunvemlegan blæ og var blóm- um komið haganlega fyrir á sumum þeirra. Einnig mátti sjá lítinn gosbrunn um miðjan sal og lækjarsprænu við vegg einn, sem þakinn var ýmsum gerðum af plöntum. I öðmm enda salar- ins var búið að smíða og koma fyrir framhlið af litlum bjálka- kofa. I kringum hann var dugg- unarlítill grasflötur og á þakinu vom gul, rauð og appelsínugul blóm sem bera nafnið gerbera. Fjögur til fimm þúsund plöntur Ingi Þór Ásmundsson og Kristín Magnúsdóttir sáu um uppsetningu blómasýningar- innar, en þau nutu einnig að- stoðar nokkurra garðyrkju- manna í Hveragerði. Ingi þór S tjáði blaðamanni að alls hefðu verið fjögur til fimm þúsund plöntur á sýningunni, allar ræktaðar á íslandi, nema nokkrar júkkur, sem voru flutt- ar inn til íslands fyrir um fimmtán árum. „Það má því segja að júkkurnar séu komnar með íslenskan ríkisborgara- rétt,“ sagði Ingi. Hann sagði ennfremur að mörgum gestum á sýningunni hefði komið á óvart hve margar blómateg- undir væru ræktaðar hér á landi. Ekki nema von því á blómasýningunni kenndi ýmissa grasa. Til dæmis gaf að líta blóm, sem báru framandi nöfn eins og „hawaiirósir“, og „margarita", en einnig blóm sem báru heiti eins og „blóð- dropar Krists“ og „meyjar- yndi“, og er þá fátt eitt nefnt af þeim blómum sem voru á sýningunni í Hveragerði. ÞESSI blóm bera heitið gerbera. GÖMUL ryðguð tunna og fagurlilja. MÖRGUM kom á óvart að hægt væri að rækta hawairósir á Islandi. Morgunblaðið/Ásdís KRAKKAR úr leikskólanum Óskalandi í Hveragerði kíhja inn í bjálkakofann með blómunum á þakinu. Markaðsstarf Reykjavíkurhafnar Enn fleiri skemmti- ferðaskip KOMUM skemmtiferðaskipa til ís- lands hefur fjölgað til muna eftir að farið var að vinna markvisst að því j að laða þau hingað. Árið 1992 komu v 26 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og með þeim 11.742 farþegar en á síðasta sumri voru þau orðin 51 með 21.343 farþega innanborðs. Nú í sumar er einnig gert ráð fyrir að 51 skip hafi hér viðkomu. Samkvæmt könnun sem Félags- vísindastofnun hefur gert kaupir hver farþegi sem hingað kemur með skemmtiferðaskipi fyrir um 5.400 krónur þann tíma sem skipið dvelur í Reykjavík. Auk þess innheimtir Reykjavíkurhöfn hafnargjald og rík- issjóður vita- og tollafgreiðslugjald. Flest skipanna taka hér vatn og oft kaupa hótel skipanna matvörur. Mið- að við forsendur Félagsvísindastofn- unar hafa þeir 1500 farþegar sem hingað komu með Queen Elizabeth II sl. mánudag keypt hér þjónustu | fyrir rétt rúmar 8 milljónir króna. Skipulagt markaðsstarf með það I fyrir augum að laða fleiri skemmti- t ferðaskip hingað til lands hófst á f vegum Reykjavíkurhafnar árið 1992. . Reykjavíkurhöfn er í samstarfi við ferðaskrifstofur, umboðsaðila og aðra þá sem starfa að ferðamálum, borgaryfirvöld og erlendar sam- starfshafnir. Samtök hafna í Evrópu Að sögn Hannesar Valdimarsson- | ar hafnarstjóra er Reykjavíkurhöfn þátttakandi í samtökum að nafni , Cruise Europe, en þau eru samtök hafna í Evrópu sem hafa það að markmiði sínu að laða fleiri skip til siglinga um Atlantshafið. Einnig er Reykjavíkurhöfn í samstarfi við hafnir í Færeyjum, á Grænlandi, ísafirði og Akureyri. Það samstarf er meðal annars skipulagt í gegnum Vestnorden ferðamálaráðið og felur í sér þátttöku í sölusýningum, út- gáfustarfsemi og almennu upplýs- ingastreymi til útgerða og ferðaþjón- ustuaðila. „Nýjasta hugmyndin sem við erum | að vinna að því að selja er kölluð „I ; kjölfar víkinganna". Ætlunin er að | minna á að það voru víkingar sem i fundu Vínland og að reyna að mark- | aðssetja þessa leið fyrir skemmti- i ferðaskip, þ.e. leiðina frá meginlandi | Evrópu um Færeyjar, ísland og | Grænland og þaðan til Nýfundna- lands. Fleiri slíkar hugmyndir eru í j bígerð," segir Hannes. Innflytjendur unninna kjötvara eru ánægðir með reynsluna af verði og gæðum vörunnar Segja reglur valda erfiðleikum við markaðsetningu Birgðir að klárast FRAMKVÆMDASTJÓRAR skyndibitastað- anna Subway og McDonald’s segja að mikið óöryggi fylgi innflutningi á unnum kjötvör- um. Innflytjandi renni blint í sjóinn með hversu mikið bann fái að flytja inn. Markaðs- setning sé erfíð því oft fáist aðeins leyfí til að flytja inn hluta af því sem markaðurinn taki við. Alls var sex fyrirtækjum í fyrradag úthlutað tollkvóta vegna innflutnings á unn- um kjötvörum, alls 29,4 tonnum. Skúli Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjöm- unnar hf., sem er umboðsaðili fyrir Subway á íslandi, sagðist vera ánægður með gæði og verð innfluttu vörunnar. Þrátt fyrir að Stjarnan hf. hefði þurft að borga fyrir toll- kvótann og talsverðir tollar væru á vörunni væri verð á innfluttu kjötvörunni lægra en það verð sem fyrirtækið hefði þurft að greiða fyrir innlenda vöru. Subway fékk leyfí til að flytja inn 5 .tonn af unnum kjötvörum á fyrri hluta ársins og í fyrradag fékk það úthlutað 8 tonnum til viðbótar. Skúli sagði að mikið óöryggi fýlgdi þessum innflutningi fyrir innflytjandann. Hann vissi ekki hvað hann fengi að flytja mikið inn eða hvort einhver annar biði það hátt í tollkvótann að hann fengi ekki neitt. Þess vegna hefði Stjarna hf. boðið nokkuð hátt verð í tollkvótann til að vera öruggt um að fá að flytja inn. Lyst hf., sem er umboðsaðili fyrir McDon- ald’s á íslandi, hefur flutt inn tvær tegundir af kjúklingabitum, sem eru búnir til eftir sérstakri uppskrift frá McDonald’s. Kjartan Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Lystar hf., sagði að Lyst hefði gert tilraunir með að framleiða þessa vöru hér á landi í sam- vinnu við kjúklingabændur, en tilraunin hefði ekki tekist m.a. vegna þess hvað íslenski markaðurinn væri lítill. Kjartan sagði að óvissan samhliða þessum innflutningi væri mikil. Á síðasta ári hefði Lyst fengið að flytja inn nokkurt magn kjúkl- ingabita og sett tvær tegundir á markað. í útboði í bytjun þessa árs hefði magnið verið það lítið að aðeins hefði verið grundvöllur fyrir innflutningi á annarri tegundinni. Birgð- ir af kjúklingabitunum væru að klárast hjá fyrirtækinu þessa dagana. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvað Lyst hf. fengi að flytja inn mikið magn á síðari hluta ársins, en sagðist þó vita að fyrirtækið væri eitt þeirra sem fengi að flytja inn. Hann sagðist efast um að grundvöllur væri fyrir því að taka báðar tegundir kjúklingabitanna í sölu aftur. Kjartan sagði að samskipti sín við landbún- aðarráðuneytið hefðu í alla staði verið mjög góð. Það færi eftir settum leikreglum, en að sínu mati væru þessar reglur ekki að öllu leyti góðar. Bryndís Hákonardóttir, markaðsstjóri hjá Kjötumboðinu hf., sagði að reynsla Kjötum- boðsins af innflutningi unnina kjötvara væri ekki komin í ljós þar sem fyrirtækið hefði það nýlega hafið innflutning. Það fékk á fýrri hluta ársins heimild til að flytja inn 2.800 kíló. Fyrsti kjötfarmurinn kom í síð- ustu viku þegar 600 kíló af danskri skinku kom til landsins. Ónýttar heimildir til inn- flutnings ganga til annarra á þann hátt að meira verður leyft að flytja inn í næsta útboði. Sláturfélag Suðurlands fékk heimild til að flytja inn 10,2 tonn af unnum kjötvörum á fyrri hluta ársins, en alls var þá heimilaður innflutningur á 26 tonnum. Ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins í gær til að fá svör við spurningum um reynsluna af inn- flutningnum. Tollkvótinn stækkar milli ára Samkvæmt GATT-samningnum skuld- binda íslendingar sig til að auka innflutning á unnum kjötvörum ár frá ári. í fyrra var heimilað að flytja inn 52 tonn. í ár verður heimilaður innflutningur á 59 tonnum. Árið 2000 verður innflutingurinn kominn upp í 86 tonn. . 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.