Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sautján ára piltur barði afgreiðslukonu í söluturni í Breiðholti í höfuðið með hamri
Sannfærð um að
maðurinn ætlaði
að ganga frá mér
Unnur Bima Reynisdóttir varð fyrir fólskulegrí árás hettuklædds
manns, sem hún telur að hafí þaulskipulagt verknaðinn. Björgvin
Haraldsson átti leið hjá og sá er maðurinn réðst inn, kom stúlkunni
til bjargar og veitti árásarmanninum eftirför, sem leiddi til hand-
töku. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við þau.
„ÉG HEF enga aðra haldbæra skýr-
ingu en þá að hann hafi hreinlega
ætlað að drepa mig þama. Eftir því
sem ég hugsa um þetta meira, verð
ég alltaf sannfærðari um að hann
hafi ætlað að ganga frá mér,“ seg-
ir Unnur Birna Reynisdóttir, sem
varð fyrir árás hettuklædds manns
þar sem hún var við vinnu sína í
sölutumi við Hraunberg 4 í Breið-
holti í fyrrakvöld.
„Um klukkan hálfníu um kvöldið
heyri ég að barið er á bakhurðina
á sjoppunni. Ég er að labba í átt
að dyrunum þegar hurðinni er
rykkt upp og inn kemur náungi
með dökka lambhúshettu á höfði
og í frakka, sem hann er búinn að
binda einhvern veginn utan um
sig. Hann er með klaufhamar í
annarri hendinni og gerir sig lík-
legan til að berja mig í hausinn
með honum. Ég næ að bera hönd
fyrir höfuð mér svo að höggið lend-
ir á hendinni. Strax í kjölfarið fylg-
ir annað hamarshögg og þá fæ ég
klaufina á hamrinum inn í ennið á
mér svo að hauskúpan brákast.
Ég hníg niður og blóðið vellur út.
Maðurinn stendur yfir mér. Ég sé
aðeins í augun á honum og hann
hótar beinlínis að drepa mig ef ég
hreyfí mig. Ég ligg grafkyrr á
gólfinu enda get ég mig
hvergi hreyft. Ég finn
svo mikið til, er ringluð
eftir höggin og skelfingu
lostin. Hann fer beint
fram í kassann, opnar _____
hann og tekur pening-
ana. Svo kemur hann inn til mín
aftur, skipar mér að standa upp,
snúa bakinu í sig og biður mig að
labba inn ganginn í átt að snyrting-
unni. Ég gegni þótt ég eigi erfítt
með það og eftir nokkur skref slær
hann mig af alefli með hamrinum
Hamarinn er
fundinn - pen-
ingarnir ekki
í hnakkann. Ég dett niður á milli
vasksins og klósettsins. Ég heyri
að hann fer inn á skrifstofu, kemur
þaðan út aftur og svo heyri ég að
einhver kemur inn í sjoppuna. Sá
kallar til árásarmannsins og spyr
hvað hann sé eiginlega að gera.
Þá stekkur árásarmaðurinn út og
hinn fer á eftir honum. Stuttu
seinna þori ég að standa á fætur,
ofsalega hrædd og hringi eftir
hjálp.“
Elti manninn heim
og hringdi á lögguna
Björgvin Haraldsson, sem kom
að árásarmanninum óvörum, var
að keyra fram hjá söluturninum
þegar hann sá hvar árásarmaðurinn
réðst inn bakdyramegin og lamdi
stúlkuna óhikað í höfuðið af alefli.
„Ég var á leið heiman frá mér að
skila myndbandsspólu upp í Eddu-
fell er ég var vitni að því er grímu-
klæddur maður stökk inn um dyrn-
ar með hamar á lofti og á af-
greiðslustúlkuna. Ég sneri við,
skildi bílinn eftir í gangi og hljóp
inn um aðaldyr sjoppunnar. Þá sá
ég stelpuna liggja í gólfinu útataða
í blóði og spurði manninn hvað
hann væri eiginlega að gera. Hann
varð hræddur, rauk út og ég á eft-
ir honum. Ég henti af
mér jakkanum. Hann
stefndi í átt að íbúða-
blokk næst sölutuminum
og alltaf var hann með
________ hamarinn í hendinni.
Þegar við vorum að nálg-
ast blokkina var ég við það að ná
honum. Ég greip spýtu, sem lá
þarna, til að vera viðbúinn ef hann
myndi reyna að lemja mig með
hamrinum, en hann reyndi það ekki
heldur hljóp rakleiðis inn í íbúð og
læsti á eftir sér. íbúi við hliðina var
nýfarinn inn í bílinn sinn. Ég rauk
á hann og bað hann að drífa sig
að hringja á sjúkrabíl og lögreglu
því stúlka hefði orðið fyrir árás í
söluturninum. Hann hringdi og á
meðan vöktuðum við íbúðina til að
passa upp á að maðurinn fengi
ekki tækifæri til að láta sig hverfa.“
Unnur Birna segir að ekki hefði
þurft að spyija að leikslokum ef
Björgvin hefði ekki komið til aðstoð-
ar á hárréttum tíma. „Ég er viss
um að hann bjargaði lífi minu.
Hann var líka mjög hugaður að
fylgja manninum eftir. Ég veit ekki
nema hinn hefði komið enn einu
sinni inn á baðherbergið og slegið
mig aftur og aftur ef hann hefði
ekki verið truflaður. Hann vissi
nákvæmlega hvað hann var að gera
og virtist í nokkuð góðu jafnvægi,
yfírvegaður og rólegur. Þó var talið
að hann hafí verið undir áhrifum
vímuefna."
Lenti í bílslysi
fyrir tæpu ári
Foreldrar Unnar Birnu, þau Sig-
ríður Bjömsdóttir og Gunnar Reyn-
ir Pálsson, sögðu aðkomuna í sölu-
turnin ekki hafa verið fagra og blóð-
slettur hafí verið út um allt. Þau
festu kaup á söluturninum í apríl
sl., en aðeins er ár liðið síðan fjöl-
skyldan flutti suður. I tuttugu ár
höfðu þau hjón búið í sveit, á Stóru-
Brekku í Fljótum í Skagafírði ásamt
börnum sínum, en auk Unnar Birnu
eiga þau tvo syni, Berg 22 ára og
Pál Má 13 ára.
Unnur Birna segist hafa ætlað
að vinna í sjoppunni í sumar. Hún
væri við nám í Flensborg á vet-
urna, en tafíst nokkuð, m.a. vegna
meiðsla er hún hlaut í bílveltu, sem
átti sér stað fyrir tæpu ári, nánar
tiltekið 23. júlí sl. Bíll, er hún ók,
Morgunblaðið/Þorkell
SIGRÍÐUR Björnsdóttir ásamt dóttur sinni,
Unni Birnu Reynisdóttur, á heimili þeirra í gær.
valt í Skagafirði og kastaðist hún
30-40 metra út í gegnum framrúðu
bílsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar
kom á staðinn og flutti hana á
Borgarspítalann. „Ætli ég hafi ekki
níu líf eins og kötturinn," segir
Unnur Birna og hlær.
Eftir árásina í fyrrakvöld þurfti
að sauma átta spor í enni Unnar
Birnu en eftir því sem læknarnir
tjáðu henni, er hún með óvenju
þykka hauskúpu. Hún segist hafa
hug á því að taka sér nokkurra
daga frí frá vinnu. Hún muni m.a.
þiggja áfallahjálp, sem henni standi
til boða, og svo hafi henni verið
ráðlagt að skipta um umhverfi
næstu daga. Hún hefur því ákveðið
að skreppa í sumarbústað með
kærastanum um helgina til þess að
slappa af og reyna að jafna sig.
Svona lagað kemur
ekki fyrir mig
Sigríður og Gunnar Reynir segj-
ast ekki skilja í því að fólk, sem
gerir ekki flugu mein en er alltaf
tilbúið til þess að hjálpa öðrum,
þurfi að lenda í slíkum
hremmingum. Sigríður
sagði að fjölskyldan væri
ólýsanlega þakklát
Björgvini fyrir-það hvern-
ig hann brást við. „Við
teljum að hann hafi
bjargað lífi dóttur okkar. Við höfum
aldrei komist í tæri við svona lagað
áður. Maður heldur alltaf að slíkt
geti aðeins gerst annars staðar en
einmitt á þröskuldinum hjá sjálfum
manni,“ segir Sigríður. Þau hjónin
voru stödd austur á Djúpavogi þeg-
ar árásin var gerð, ætluðu að sögn
að fara hringinn, en snöggur endir
hefði verið bundinn á það ferðalag.
Þau hafi ekið rakleiðis í bæinn eft-
ir að hafa frétt af árásinni rétt eft-
ir að hún var afstaðinn.
Maðurinn, sem handtekinn var
og grunaður er um verknaðinn, er
17 ára að aldri. Hann var í yfir-
heyrslum hjá RLR í gær, en hefur
skv. upplýsingum Morgunblaðsins
ekki játað verknaðinn. Klaufhamar
mun hafa fundist í vistarverum
mannsins, en peningarnir, um 40
þúsund, munu enn vera ófundnir.
Gerð var krafa um þriggja vikna
gæsluvarðhald yfir manninum í
gærkvöldi. Að sögn Harðar Jóhann-
essonar hjá RLR er allt sem bendir
til þess að maðurinn hafi verið einn
að verki.
Greinilega þaul-
kunnugur staðháttum
Unnur Birna telur að árásarmað-
urinn hafi verið búinn að fylgjast
nokkuð vel með söluturninum og
sigta það út hvenær lítið væri að
gera. „Hann hefur greini-
lega fylgst mjög vel með
því eini tíminn yfír daginn
sem er dauður er frá hálf-
átta til hálfníu og hann
kemur inn klukkan hálf-
níu. Hann hefur líka vitað
að ég var ein að vinna því það kem-
ur alltaf annar starfsmaður inn um
kl. hálftíu. Þetta var greinilega
þaulskipulagt hjá honum. Þetta er
lífsreynsla, sem ég vildi ekki lenda
í aftur. Eiginlega er of mikið að
lenda í slíku einu sinni.“
Krafa gerð um
þriggja vikna
varðhald
Tæplega sextán hundruð manns skiptu um trúfélag á fyrri helmingi ársins
Fleiri úrsagnir
úr þjóðkirkjunni
en síðustu tvö ár
Þannig skiptast þeir 1.426 sem gengið hafa
úr þjóðkirkjunni á fyrri helmingi ársins
Ný trúfélagsaðild:
Heimild:
Hagstofa fslands
123 Fríkirkjan í Hafnarfirði
122 Óháði söfnuðurinn
44 Fríkirkjan í Reykjavfk
29 Ásatrúarfélagið
17 Kaþólska kirkjan
Vegurinn
Krossinn
Kefas - kristið samfélag
Hvítasunnusöfnuðurlnn
Baháí-samfélag
Orð lífsins
Kletturinn
Aðrir sðfnuðir
FLEIRI sögðu sig úr þjóðkirkjunni
á fyrri helmingi þessa árs en
samanlagt allt árið í fyrra og árið
þar á undan.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu
íslands hafa 1.426 sagt sig úr
þjóðkirkjunni það sem af er árinu,
en í fyrra sögðu 755 sig úr kirkj-
unni og 528 árið 1994.
Alls skiptu 1.579 um trúfélag á
fyrri helmingi ársins, eða um 0,6%
landsmanna. Hinir 1.426, sem
sögðu sig úr þjóðkirkjunni, svara
einnig til um 0,6% þjóðkirkju-
manna.
Á móti skráðu 63 sig í þjóðkirkj-
una og voru brottskráðir umfram
nýskráða því 1.363, samanborið
við 653 árið 1995 og 397 árið
1994.
Flestir skráðir
utan trúfélaga
Af þeim, sem gengu úr þjóð-
kirkjunni, létu langflestir, eða 990,
skrá sig utan trúfélaga. Ef því
fólki, 16 ára og eldra, sem hefur
sagt sig úr þjóðkirkjunni, er skipt
niður eftir sóknum, sést að flestar
úrsagnir eru í hinum ijölmennari
sóknum á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig eru úrsagnir í Nessókn 98,
í Dómkirkjusókn 96, í Hafnarfjarð-
arsókn 87, í Hallgrímssókn 79 og
í Háteigssókn 76.
Fram-
lengingu
varðhalds
hafnað
KRÖFU um framlengingu
gæsluvarðhalds yfír manni og
konu sem handtekin voru á
Keflavíkurflugvelli vegna
gruns um fíkniefnasmygl 3.
júlí síðastliðinn var hafnað í
gær.
Samkvæmt upplýsingum
fíkniefnadeildar lögreglunnar
var fólkið handtekið þegar það
var að koma til landsins frá
Bandaríkjunum og var það þá
úrskurðað í gæsluvarðhald
sem rann út I gær. Krafist var
framlengingar gæsluvarð-
haldsins til 19. júlí en sem
fyrr segir var því hafnað.