Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 31 plnrgmnMalii! STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á ÍSLENZKU FYR- IR ÍSLENDINGA SAMKEPPNISLÖG kveða á um að auglýsingar, sem ætlaðar eru íslendingum, eigi að vera á íslenzku. Fyrirtæki, sem að undanförnu hafa birt auglýsingar á ensku á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu, eru því augljóslega að brjóta lög. Það má furðu sæta að auglýs- ingar þessar hafi ekki verið teknar niður strax og við- komandi fyrirtæki fengu ábendingar um slíkt. Hins vegar er ekki aðeins um lögbrot að ræða, heldur hreint og klárt metnaðarleysi hjá þessum fyrirtækjum. Það er ekki hægt að setja lög um alla skapaða hluti, sem almenn samstaða ríkir um með þjóðinni, eins og til dæmis það að efni íslenzkra fjölmiðla skuli vera á íslenzku. Það verður að gera ráð fyrir að þeir, sem fram- leiða og birta efni í fjölmiðlum, auglýsingar og annað efni, hafi metnað til að tryggja slíkt, án lagaboðs. Það eru lélegar afsakanir hjá forsvarsmönnum fyrir- tækjanna David Pitt hf. og Sambíóanna, að umræddar strætisvagnaauglýsingar hafi verið framleiddar erlendis.' Það kann að vera ódýrara að prenta auglýsingaborða í útlöndum, en er þá ekki hægt að láta prenta þá á ís- lenzku? Og flest önnur fyrirtæki, sem auglýsa á strætis- vögnum, láta sig ekki muna um að láta prenta auglýs- ingaborðana hér á landi. Það færist því miður í vöxt að auglýsendur vilji birta auglýsingar og tilkynningar eða hluta þeirra á ensku. Mörg dæmi eru um að Morgunblaðið þurfi að biðja aug- lýsendur um að þýða enskan texta í auglýsingum sínum, áður þær eru teknar til birtingar í blaðinu. Fyrirtækin, sem reka strætisvagna á höfuðborgar- svæðinu, láta auglýsingapláss í té og Eureka hf. sér um að selja auglýsingar á strætisvagnana. Svör forsvars- manna SVR og Eureka hf. í Morgunblaðinu í gær bera vott um að þeir séu að reyna að firra sig ábyrgð. Auðvit- að hlýtur sá, sem sér um birtingu á auglýsingum, að eiga að tryggja að farið sé að lögum og að auglýsinga- texti, sem á að höfða tii íslenzks almennings sé á ís- lenzku. FRJÓMÆLINGAR í ANDRÚMSLOFTI FORMAÐUR Samtaka gegn astma og ofnæmi telur það réttilega mikið hagsmunamál ofnæmissjúklinga að fá daglega birtar niðurstöður mælinga á 'frjókornum i andrúmslofti. Það er í senn sjálfsögð heilbrigðisþjón- usta við viðkomendur, en tíu af hundraði íslendinga þjást af frjónæmi, og mikilvæg fyrirbyggjandi aðgerð gegn veikindaforföllum. Það er hart til þess að vita ef ágreiningur milli ráðu- neyta eða verkefnasviða í ríkisgeiranum um kostnaðar- skiptingu kemur í veg fyrir nauðsynlega þjónustu af þessu tagi, sem vegur varla þungt í heildarútgjöldunum. Eðlilegt er að einhver einn aðili, hugsanlega Veðurstofa Islands, taki þetta rannsóknar- og upplýsingaverkefni að sér - og fái til þess nauðsynlegt fjármagn. Það yrði síðan þjónustuverkefni fjölmiðla að skila niðurstöðum daglega til landsmanna. SAFNARÚTA-LOFS- VERT FRAMTAK SAMSTARF hefur tekizt milli Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkur, Strætisvagna Reykjavíkur og fleiri borgarstofnana um akstur safnarútu milli menning- arstofnana og safna í höfuðborginni. Safnarútunni er ætlað að auðvelda ferðafólki, innlendu sem erlendu, sem og borgarbúum, heimsóknir í menningarstofnanir. Farn- ar eru fjórar ferðir dag hvern, sem hver um sig tekur nálægt klukkutíma, viðkomustaðir eru fjórtán, þar af ellefu söfn. Safnarútan er lofsvert framtak, sem fólk er hvatt til að nýta sér, bæði til að heimsækja fróðleg- ar, gefandi og skemmtilegar menningarstofnanir í höfuð- borginni og njóta fagurs útsýnis, sem oftar en ekki fer fram hjá einkabílstjórum í dagsins önn. v •. ' ••■■■■■'■■• ■.' '■•'■■'•■••■'•'■ >.. ■■ ■■:■>* ", * ■ ■ 1 1 \ H| \ - :• :r' 1 Æ '} 1 SiHiÉjf Morgunblaðið/Sverrir SKUGGI ákvörðunar umhverfisráðherra hvílir á starfsmönnum Landmælinga íslands þessa dagana. Þeir munu ráða ráðum sínum næstu daga og kanna réttarstöðu sína vegna fyrirhugaðra flutninga stofnunarinnar til Akraness. * Landmælingar Islands til Akraness Efling dreifbýlis eða fagleg einangrun? Ákvörðun umhverfísráðherra um að flytja starf- — ___________________________________ semi Landmælinga Islands til Akraness hefur vakið miklar deilur. Starfsmenn mótmæla henni, en umhverfisráðherra segir ákvörðunina í samræmi við yfírlýsta stefnu ríkisstjómarinn- ar um flutning opinberra stofnana út á lands- byggðina. Þórmundur Jónatansson hefur kannað forsögu málsins, rök með og á móti flutningi ríkisstofnana og kostnað við flutning veiðistjóraembættisins til Akureyrar. SNARPAR deilur hafa risið um ákvörðun umhverfisráð- herra um flutning Land- mælinga íslands til Akra- ness sem ljúka skal í ársbyrjun 1999. Ákvörðunin er tekin í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að flutningi opin- berra stofnana á þéttbýlisstaði á landsbyggðinni í því skyni að efla byggð í landinu. Tiltölulega lítil reynsla er komin á flutning ríkis- stofnana en tvær stofnanir hafa þeg- ar verið fluttar, Skógrækt ríkisins til Egilsstaða og veiðistjóraembættið til Akureyrar. Ásbjöm Dagbjartsson veiðistjóri segir að reynslan af flutningi veiði- stjóraembættisins til Akureyrar sýni að fátt mæli gegn því að reka emb- ættið á Akureyri. Helstu ókostir þess séu ákveðin fagleg einangrun og að kostnaður við rekstur þess sé heldur meiri þar en verið hefði í Reykjavík vegna meiri ferðalaga. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun nam kostnaður vegna flutninganna 4 'h milljón króna. Rekstrarkostnað- ur embættisins hefur jafnframt auk- ist um 5% eftir að stofnunin var flutt. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að þennan mun megi skýra á tvennan hátt. Sérfræðikunn- átta hafi verið keypt sem hafi verið til staðar hjá embættinu áður en einnig hafi ferðakostnaður aukist. í því skyni að samanburður væri rétt- ur var sérstakur kostnaður vegna flutninganna og kostnaður vegna innleiðingar veiðikortakerfisins dreginn frá rekstrarkostnaði síðasta árs, fyrsta starfsári eftir flutning. Sigurður segir mjög torvelt að yfir- færa þessar tölur á fyrirhugaðan flutning Landmælinga íslands til Akraness en líta megi á reynslu við flutning veiðistjóraembættisins sem ákveðna vísbendingu. Samkvæmt úttekt Framkvæmda- sýslu íslands má búast við því að sérkostnaður vegna flutninga Land- mælinga nemi um 17 milljónum króna en að húsnæðiskostnaður verði ekki meiri en hann er um þess- ar mundir. Kostnaður vegna aðstoð- ar við starfsmenn er aftur á móti óljós. Vinnubrögð gagnrýnd Guðmundur Bjamason umhverf- isráðherra tilkynnti í síðustu viku ákvörðun sína um að Landmælingar yrðu fluttar á Akranes. Kom þessi ákvörðun ýmsum í opna skjöldu, eink- um ' starfsmönnum sem ekki höfðu hugmynd um áform ráðherra. Vinnu- brögð ráðherra voru gagnrýnd af starfsmönnum og talsmönnum stétt- arfélaga sem telja atvinnuöryggi sínu ógnað. Starfsmenn furða sig á að hafa ekki fengið að gefa álit sitt á flutningum og enginn þeirra kveðst geta hugsað sér að flytja. Högum 30 starfsmanna, mökum þeirra og barna, alls 120 manns, sé raskað og dregið er í efa að makar fái atvinnu við hæfi á nýjum stað. Margir þingmenn segja ófaglega að ákvörðun staðið og fagleg og efnis- leg rök séu ekki færð fyrir ákvörðun- inni. Sagt er að óhagkvæmt og óskyn- samlegt sé að raska starfseminni með því að flytja hana frá höfuðstaðnum. Hætta sé á að starfsmenn með mikla reynslu hætti störfum og að stofnun- in einangrist faglega þar sem allar vísinda- og stjómsýslustofnanir sem Landmælingar eiga samstarf við eru í Reykjavík. Loks sé kostn- aður við flutning töluverður og rekstrarkostnaður aukist til langtíma vegna ferða og samskipta við viðskiptavini auk þess sem framleiðni minnki á undirbúningstíma vegna flutninga. Pólitísk ákvörðun Ráðherra segir ákvörðunina póli- tíska og fullyrðir að kostnaður við flutning verði óverulegur í ljósi þess að fyrirhugað er að leigja húsnæði á Akranesi. Þessi framkvæmd sé rétt- lætanleg einkum vegna þess að verið sé greiða fyrir stefnu stjórnvalda og efla til langtíma atvinnulíf á lands- byggðinni. Hann bendir á að starfs- menn fái góðan tíma til að gera upp við sig hvort þeir flytji með eða ekki. Þeir sem velji að flytja með eða vinna áfram á stofnuninni og ferðast á milli fái beinan og félagslegan stuðn- ing ríkisins og Akranesbæjar. Loks eru þau rök færð fyrir ákvörðuninni að samgöngur og tölvusamskipti verði auðveldari árið 1999 þegar fyr- irhugað er að stofnunin flytji vegna byggingar Hvalfjarðarganga og til- komu háhraðanets Pósts og síma. Reglur verðí mótaðar Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun ráðherra eða stefnu ríkis- stjómarinnar yfirhöfuð. Þeir sem gagnrýna stefnuna segja að í fæstum tilvikum sé rétt að færa þjónustu- stofnanir eða stórar stjórnsýslustofn- anir frá Reykjavík. Ef sérstakar ástæður mæli með því, s.s. að stofnun eða opinber þjónusta sé færð nær íbúum dreifbýlis eða starfsvettvangi stofnunar, verði að undirbúa slíka flutninga vandlega. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður hefur vakið máls á þessu og lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að reglur verði mótaðar um slíkan flutning. í greinargerð með tillögunni segir að í umræðum um flutning ríkisstofnana hafi of mikill kraftur farið í skeggræður um að flytja stórar og grónar ríkisstofnanir í stað þess að byggja markvisst upp þjónustu við íbúa í hveiju kjördæmi á helstu umsýslusviðum ríkisins. Þannig megi stuðla að betri stjórn- sýslu, treysta stöðu landsbyggðar með fjölgun starfa og draga úr mið- stýringu. Hjörleifur telur hafa skort á umfjöllun um starfsaðstöðu stofn- ana í nýju umhverfi, réttarstöðu starfsmanna og samskipti við þá og málsmeðferð þessara mála fyrir Al-' þingi. Um þetta efni þurfi að setja reglur til að tryggja sanngjarna máls- meðferð. Flutningur oft til umræðu í tillögu Byggðastofnunar að stefnumótandi byggðaáætlun 1994- 1997 frá 1994 eru riíjaðar upp um- ræður á undanfömum áratugum um flutning ríkisstofnana. Fyrstu tillög- umar voru settar fram árið 1975 í viðamikilli skýrslu en þá var lagt til að 25 stofnanir flyttust frá höfuð- borgarsvæðinu. Nefndin gerði skýran greinarmun á helstu stjórnarstofnun- um landsins og öðram ríkisstofnun- um. Hinar fyrmefndu skyldu ekki fluttar vegna nauðsynlegra tengsla við stjómkerfið. Á þeim tíma var ákveðið að ekki yrði ráðist í heildarflutning neinnar ríkisstofnunar án undangenginnar ít- arlegrar skoðunar. Mælt var fyrir um að efld yrði útibúastarfsemi og skil- yrðislaust skuii liggja fyrir afstaða ráðuneytis, stjómar viðkomandi stofnunar, forstöðumanns og starfs- manna til flutnings og samþykki ljár- veitingarnefndar áður en tekin yrði ákvörðun um flutning. Ekkert varð af flutningi ríkisstofnunar á grund- velli tillagnanna. Málið var á ný kannað um miðjan níunda áratuginn en í áliti byggða- nefndar þingflokkanna frá 1986 vora ekki gerðar tillögur um flutning ríkis- stofnana og vildi nefndin ekki mæla almennt með slíku. Skilyrði að gildi og hæfni stofnunar sé óskert Árið 1992 fór enn af stað nefnd til að vinna tillögur um flutning stofn- ana og segja má að unnið sé í anda tillagna hennar nú. Nefndin, sem í sátu fulltrúar allra þingflokka lagði til 1993 að sjö starfandi stofnánir og ein ný, Skrán- ingarstofa ríkisins, skyldu fluttar hver í sitt kjör- dæmi. Stofnanirnar vora Byggðastofnun, Raf- magnsveitur ríkisins, Vegagerð ríkis- ins, Skipulag ríkisins, Landhelgis- gæslan, Veiðimálastofnun og Land- mælingar Islands. í nefndarálitinu segir að tilgangur með flutningi stofnana frá höf- uðborgarsvæði til landsbyggðar sé ekki endilega sá að gera þær hæfari til að gegna hlutverki sínu og verk- efnum. Aftur á móti verði að ganga út frá því að ekki séu forsendur fyr- ir flutningi nema gildi og hæfni stofn- unar sé í engu skert. Brýnt að halda starfsmönnum Nefndarmenn telja brýnt að leitað verði allra leiða til að stofnanir missi ekki starfsmenn sína og að þeim gefíst tími til að huga að framtíð sinni hvort sem þeir flytja með eða kjósa að leita að nýrri vinnu. Starfsmenn sem láta þurfi af störfum vegna flutn- inga eigi t.a.m. að hafa forgang á hliðstæðum störfum í öðram ríkis- stofnunum. í nefndarálitinu segir að varast skuli að flytja af höfuðborgarsvæðinu stofnanir þar sem starfar sérhæft starfslið, einkum starfsmenn sem vinna rannsókna- og vísindastörf. Þeir þurfí að hafa sér til halds og trausts vísindastofnanir eða háskóla til að vel sé séð fyrir aðstöðu þeirra til starfa. Þá er bent á að ferðalög forstöðumanna eða starfsmanna geti leitt til útgjaldaaukningar en á móti komi bætt samskipta- og töivutækni. Loks er lögð áhersla á að valinn sé staður með fjölbreytta atvinnu- hætti og öfluga félagslega aðstöðu en það sé brýnt fyrir fjölskyldu starfs- manns. Sérstaklega er tekið fram að faglegt umhverfi hafí mikið gildi fyr- ir starfsmenn og maka þeirra með sérhæfða menntun. Athygli vekur að ábendingar nefndarinnar um mikilvægi vísinda- legs bakgranns og faglegs atvinnu- umhverfís era samhljóða rökum starfsmanna gegn flutningi til Akra- ness. Þá hefur sýnt sig að ferðakostn- aður þeirra tveggja stofnana sem fluttar hafa verið hefur aukist. Aftur á móti hefur komið á daginn að bætt samskipti og aukin tölvus- amskipti hafa talsverð áhrif á ákvörðunina og telur ráðuneytið það mæla með flutningum og minnka óhagræði af þeim. Deilur um embætti veiðistjóra Tiltölulega lítil reynsla hefur hlot- ist af flutningi ríkisstofnana en þó hafa tvær litlar stofnanir þegar ver- ið fluttar, Skógrækt ríkisins til Egils- staða árið 1990 og veiðistjóraemb- ættið í upphafi árs 1995. I þessum stofnunum eru um 3-7 stöðugildi en rétt er að minna á að hjá Landmæl- ingum starfa 30 starfsménn. í báð- um tilvikum voru starfsmenn mjög tregir til að flytja með stofnununum. Svo fór raunar að aðeins einn starfs- 1 maður fylgdi Skógræktinni austur en enginn fór til Akureyrar. Þess má geta að þáverandi veiðistjóri, Páll Hersteinsson, kaus að flytja ekki með embættinu og útvegaði Ossur Skarphéðsinsson, þáverandi umhverfisráðherra, honum prófess- orsstöðu við Háskóla ís- lands í Reykjavík. Mjög harðar deilur spunnust um flutning veiðistjóraembættisins á sínum tíma og snerust þær ekki síst um vinnubrögð þáverandi umhverfisráðherra. Sex þingmenn þáverandi stjómarandstöðu, Hjör- leifur Guttormsson, Finnur Ingólfs- son, Jón Helgason, Kristín Ástgeirs- dóttir, Kristín Einarsdóttir og Svavar Gestsson, lögðu fram þingsályktun- artillögu um skipun rannsóknar- nefndar til að kanna embættisfærslu ráðherrans gagnvart starfsmönnum embættis veiðistjóra. Össur var gagnrýndur fyrir að hafa tekið fyrirvaralaust ákvörðun um flutning án samráðs við starfs- menn embættisins og beitt vald- níðslu og brotið gegn óskrifuðum reglum um mannleg samskipti. Því var m.a. haldið fram að ráð- herra hefði brotið gegn rannsóknar-, jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórn- sýslulaga með því að hafa ekki ráð- fært sig við starfsmenn og að ákvörðunin hafi verið íþyngjandi fyr- ir starfsmenn. Ráðherra svaraði því að hann hefði komist að þeirri niður- stöðu að lögin ættu ekki við í sam- skiptum innan stjórnsýslunnar. Embættisfærslur ráðherranna í málum veiðistjóraembættisins og Landmælinga eiga það sammerkt að starfsmenn höfðu litla eða enga vitn- eskju um málið um það leyti sem ákvörðun var tekin. Guðmundur Bjamason telur sig hafa vitað um viðhorf starfsmanna síðan málið var kannað fýrir tveimur árum og þess vegna hafi hann ekki séð ástæðu til að kynna þeim málið á ný. Starfs- menn Landmælinga hafa ákveðið að kanna réttarstöðu sína á næstu dög- um, m.a. í ljósi áðumefndra stjóm- sýslulaga, laga um opinbera starfs- menn og kjarasamninga. Talsmenn stéttarfélaga starfsmannanna segja skorta á að virt hafi verið veigamikil fagleg rök við ákvörðun um flutning. Fagleg einangrun Ásbjörn Dagbjartsson sem skip- aður var veiðistjóri frá og með þeim tíma er embættið flutti norður til Akureyrar segir fátt vera því til fyr- irstöðu að hafa svona stofnun á landsbyggðinni. Hann segir helsta gallann við staðsetninguna vera þann að fagráðuneyti, systurstofn- anir og vísindaumhverfi allt sé í Reykjavík og óhjákvæmilega sé nokkur hætta á faglegri einangrun. Rannsóknarsamskipti séu þyngri í vöfum og persónuleg tengsl rofni. Hann segir aftur á móti að 90% af erindum embættisins sé hægt að sinna í síma- eða tölvusamskiptum og í heildina megi segja að staðsetn- ingin komi ekki illa niður á stofnun- inni. Veiðistjóri viðurkennir að það hafi stundum valdið erfiðleikum að skipt var alveg um starfslið en eftir eitt starfsár hafí allt verið komið í eðli- legt horf. Hann segir að þetta hafi jafnframt haft sína kosti. „Samhliða flutningi stofnunarinnar var að koma í framkvæmd veruleg uppstokkun á hlutverki stofnunarinnar. Nýir starfsmenn byijuðu á nýju verkefni, innleiðingu veiðikorta, en veiðikorta- kerfíð er langstærsta verkefni okkar um þessar mundir,“ segir hann. Var talið óhagkvæmt 1994 Eins og áður segir lagði nefnd um flutning ríkisstofnana til að Land- mælingar íslands yrðu fluttar út á land og var þá gert ráð fyrir að þær færu á Selfoss. Árið 1994 var aftur á móti hafin könnun á hagkvæmni þess að flytja Landmælingar til Akraness. Þá var niðurstaða Hag- sýslu ríkisins sú að Landmælingar íslands sinni best hlutverki sínu sem stjórnsýslu- og samhæfingarstofnun í höfuðborginni sem væri miðstöð stjórnsýslu, upplýsinga, viðskipta og alþjóðlegs samstarfs. Þá taldi Hag- sýslan að ríkisútgjöld ykjust til lengri tíma yrði stofnunin flutt. í rökstuðningi Hagsýslunnar segir að nokkur reynsla væri fyrir hendi í nálægum löndum af afleiðingum þess að flytja stofnanir til. Víða væri reynslan sú að rekstur stofnun- ar yrði dýrari, samskipti kostnaðars- amari og starfsemi traflaðist um árabil vegna flutnings, endurnýjunar á starfsfólki og breytinga á húsnæði og umhverfi. Nýjar aðstæður Guðjón Ólafur Jónsson aðstoðar- maður ráðherra og formaður fram- kvæmdanefndar um undirbúning flutninganna segir að aðstæður séu nú aðrar en þegar málið var kannað fyrir tveimur áram. Leitað hafi verið álits Hagsýslu ríkisins og Fram- kvæmdasýslu ríkisins að nýju í ljósi nýrra aðstæðna. Mestu muni um að nú sé fyrirhugað að leigja húsnæði á Akranesi en það muni lækka kostn- að vegna flutninga verulega og einn- ig sé fyrirhugað að leggja niður og einkavæða söludeild stofnunarinnar í Reykjavík. Framkvæmdasýsla ríkisins gerði úttekt á kostnaði vegna flutnings til Akraness árið 1994. Þá var gert ráð fyrir að heildarkostnaður gæti numið allt að 200 milljónum króna, þar af um 180 milljónum vegna húsnæðis- kaupa og rekstrar sölu- og markaðs- deildar í Reykjavík. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að húsnæði verði leigt, þannig að þessar tölur eru úreltar. Sérstakur kostnað- ur vegna flutninga var metiiín á um 20 milljónir króna én í endurskoðuðu áliti frá mars sl. er talið að sá kostnaður verði um 17 milljón- ir króna þegar tillit er tekið til fram- lags Akranessbæjar. Guðmundur Viðarsson formaður starfsmannafé- ,lags Landmælinga telur þennan kostnaðarlið vanáætlaðan. í mati sínu á breyttum forsendum í húsnæðismálum stofnunarinnar mat Framkvæmdasýslan þrjá kosti. í fyrsta lagi flutningur í leiguhús- næði á Akranesi, í annan stað áfram- haldandi leiga samkvæmt nýju til- boði í núverandi húsnæði og loks kauptilboð á núverandi húsnæði. í niðurstöðu Framkvæmdasýslunnar segir að þegar borinn er saman beinn kostnaður við ofangreinda þrjá kosti komi í ljós að mismunur þar á verði vart ráðandi við ákvarðanatöku um staðsetningu Landmælinga íslands. Dregið hefur úr ókostum í áliti Hagsýslu ríkisins frá sama mánuði segir að dregið hafi úr ókost- um þess að flytja Landmælingar til Akraness. Mestu varði samgöngu- bætur vegna vegganga undir Hval- fjörð. Þá er mælt með því að Land- mælingar bjóði út og selji útgáfurétt sinn til ákveðins tíma á öllum þeim kortum sem stofnunin gefur út í dag eða sem unnin verða til prentunar á tímabilinu. Þessi leið muni í senn skila mestum tekjum til stofnunar- innar og hafa mesta lækkun útgjalda í för með sér. Jafnframt er minnt á að flutning- ur tveggja stofnana frá Reykjavík hafi m.a. haft þær afleiðingar að enginn starfsmaður hvorugrar stofn- unarinnar flutti með til langframa í ný heimkynni. Þá segir: „Sambæri- leg endurnýjun á starfsliði Landmæl- inga við tilflutning hefði óhjákvæmi- lega alvarlegar afleiðingar fyrir getu og hæfni stofnunarinnar til að sinna hlutverki sínu og þróast í takt við síbreytilegt umhverfi, tækni, fag- mennsku og markaðskröfur.“ Við þessu hafa starfsmenn og aðrir and- mælendur flutninga sérstaklega var- að og fá stuðning í áliti Hagsýslunn- ar. Byggðarökin ekki gild? í lok álitsins veltir höfundur þess því fyrir sér hvaða rök geta legið til grundvallar ákvörðunar um stað- setningu og tilflutning stofnunar og kemst hann að þeirri niðurstöðu að þau séu einkum tvennskonar. Hin fyrri eru byggðastefna stjórnvalda og vilji til að auka vægi opinberrar þjónustu á tilteknu svæði og efla atvinnu. Hin rökin gætu verið að sérstaklega hagstæðar aðstæður væru á tilteknum stað. „Sérstaklega hagstæðar aðstæður á Akranesi umfram aðra staði eru tæpast rök fyrir flutningi Landmælinga íslands þangað," segir í álitinu. „Rökin fyrir tilflutningi eiga því fyrst og fremst rætur í byggðastefnu. Út frá því sjónarmiði þarf e.t.v. að meta á ný hvort flutningur á Akranes hefur nægilega mikil byggðaáhrif eftir að veggöng undir Hvalfjörð hafa fært kaupstaðinn nær vinnumarkaði höf- uðborgarsvæðisins.“ Byggðasjónarmið ráðandi í áliti nefndar um flutning ríkis- stofnana frá 1993 var bent á að í sumum tilvikum væri óhjákvæmilegt að skilyrði fyrir réttmæti flutnings væri fullnægt nema með útgjalda- aukningu. „Það er því oft álitamál, hvort þjóðhagslegur ábati af þessari framkvæmd vegur á móti fjárhags- legu óhagræði viðkomandi stofnun- ar,“ segir í álitinu. Síðan segir að við mat á þessu beri að gæta ýtrustu varkárni. Þessi fyrirvari endurspeglar vel ágreining ráðherra og andmælenda ákvörðunar hans og dregur saman kjama deilnanna. Ráðherra metur það svo að byggðasjónarmið skuli vega þyngra en faglegt mat starfs- manna á gildi og hæfni stofnunar- innar. Þeir telja að stofnunin muni líða fyrir flutninga og réttindi sín ekki virt. Gildi og hæfni stofnunar- innar byggist á þekkingu og hæfni starfsmanna og mikill meirihluti starfsmanna vilji eða geti ekki flust með stofnuninni til Akraness. Þá verða einnig ofan á þau sjónarmið hjá ráð- herra að rétt sé að dreifa þjónustu hins opinbera og koma í veg fyrir miðstýringu. Margir eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki sé tilviljun að Reykjavík hafi þróast sem þjónustu- og upplýs- ingamiðstöð. Hagkvæmara sé fyrir margra hluta sakir að hægt sé að sækja opinbera þjónustu á einn stað. Andmælendur flutninga hafa enn- fremur bent á aðrar leiðir til eflingar dreifbýli. Til dæmis kunni að vera heillavænlegra að stofna útibú hjá stofnunum en þannig megi í senn efla atvinnulíf, dreifa opinberri þjón- ustu og viðhalda starfsemi gróinna stofnana og starfsöryggi starfs- manna. Hvalfjarðar- göng draga úr ókostum Reglur um flutning verði mótaðar Ferðakostn- aðurjókst hjá veiðistjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.