Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 45 ________MIIMINHNGAB PÉTUR G UÐMUNDSSON + Pétur Guðmundsson fædd- ist í Hrólfsskála á Seltjarn- arnesi 9. október 1916. Hann lést á Landspítalanum 2. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 9. júlí. Pétur Guðmundsson andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 2. júlí sl. 79 ára að aldri. Ávallt setur menn hljóða við slíka fregn. Pétur var giftur móðursystur minni Sigurdísi Guðjónsdóttur og eign- uðust þau einn son, Benoný. Fjöl- skyldurnar voru mjög samheldnar 1 og kynntumst við krakkarnir vel hvort öðru á þessum árum. Alltaf I mætti Pétur okkur með hlýju brosi og gaf sig að hverju og einu og hafði talsvert af sjálfum sér að gefa. Enda mjög barngóður. Pétur var sjómaðurinn sem fiskaði á stóru skipunum og fór til útlanda með fiskinn og það var litið upp til hans, því var það á fyrstu skólaárunum að þegar kenndar voru Biblíusögur og kom að því að Jesú valdi sína læri- sveina meðal fiskimanna og breytti nafni eins úr Símon í Pét- ur þá hlaut hann að þekkja Pétur hennar Dísu eins og við kölluðum hann. Svo var sagt að Pétur þýddi klettur og nú var enginn vafi leng- ur, þessi nafngift passaði honum vel. Bragð er að þá barnið finn- ur. Pétur Guðmundsson hefur alla tíð staðið undir útlagðri nafngift sinni „Klettur“. Á farsælum sjó- mannsferli þar sem í senn þurfti að sýna áræði og varkárni og vit til að greina þar á milli. Við berklaveikindi unnustu sinnar þar sem ekki leit út fyrir að um neina framtíð væri að ræða og hún sagði honum að hann skyldi leita ann- að. Svar Péturs gat ekki verið annað en nei. Tilbúinn að ganga með henni mót þeim örlögum sem biðu. Pétur var fyrst og fremst sjó- maður að aðalstarfi. Lauk stóra fiskimannsprófi frá Stýrimanna- skólanum og var á togurum sem stýrimaður og síðar skipstjóri, þar á meðal öll stríðsárin þegar ógnir stríðsins með kafbátum og tund- urduflum bættust við ógnir Ægis sem flestum þykir nóg. Pétur og Sigurdís reistu sér hús sem þau nefndu Skálatún í Hrólf- skálalandi sem var föðurleifð Pét- urs og bernskuslóðir því þar hafði hann alist upp ásamt 2 bræðrum sínum Gunnari og Stefáni. Heim- ili þeirra var mjög hlýlegt, þangað var gott að koma. Gestrisnin var rómuð og frúin bar af í matar- gerð sem leiddi til að hún gat tekið að sér að útbúa veisluborð fyrir aðra svo orð fór af. Pétur var hennar bakhjarl í þessu sem öðru. Ógleymanlegt er mér boð þeirra hjóna á fermingardegi mín- um að lofa móður minni að halda veisluna í sínum húsum. Ég bjó þá hjá afa og ömmu á Eyrar- bakka sem nokkuð voru komin við aldur og óhægt um vik vegna húsakosts og annarra aðstæðna að halda veisluna þar. Ég hafði víst verið spurður hvað mér þætti best að borða og hafði svarað lax. En að ég ætti eftir að sjá heilan og soðinn lax sem Pétur hafði veitt, tilreiddan á upphækk- uðu fati með þeim skreytingum, salötum og meðlæti sem Sigurdísi einni var lagið, stendur enn ljóslif- andi fyrir sjónum. Að baki brosi þeirra geislaði hlýja og kærleikur sem auðkenndi svo mjög Skála- túnsheimilið. Pétur hætti til sjós þegar hall- aði undan fæti síðutogaraútgerð- ar og gerðist verkstjóri hjá frysti- húsinu Isbirninum á Seltjarnar- nesi. Ég naut þess að geta geng- ið þar inn í sumarvinnu. Sagt hefur verið að fyrst kynnist menn þegar þeir fara að vinna saman. Pétur var mjög traustur og áreið- anlegur starfsmaður, hann gerði kröfur til annarra að standa sig en mest þó til sjálfs sín, til að geta verið öðrum fyrirmynd. Hann var hreinskiptinn og sagði hug sinn ef honum mislíkaði og lét líka vita ef honum þætti vel unnið. En sjómennskan átti hug hans allan. Fljótlega eftir að hann kom í land kom hann sér upp bát í vör á æskuslóðum sínum sem hann átti í samvinnu við samstarfs- mann sinn Guðmund Guðmunds- son verkstjóra í ísbirninum. Þeir gerðu út á hrognkelsaveiðar og nutu samvistarinnar við sæinn. Keyptu hákarl af ísbjarnarskip- unum og verkuðu. í Skálatúni var hákarlinn færður til vegs og virð- ingar sem og annað sjávarfang í veislum borinn fram í skálum við hlið fínasta Mackintosh konfekts. Afurðin var seld í veitingahúsið Naustið og þótti úrvals vara. Síðar eignaðist Pétur bát með Benoný syni sínum og síðast mági sínum, Hafsteini Guðjónssyni. Þessa útgerð stundaði Pétur til hins síðasta og naut þess alltaf að fara á sjóinn þótt kraftar færu þverrandi. Lungnasjúkdómurinn sótti æ meira á. Heima fyrir gekk hann um með slöngu í nefi, tengd- ur súrefnisbúnaði. Þetta þarf ekki til 'sjós, sagði Pétur. Táknrænt þótti mér svar hans og lýsa honum vel og staðfesta kenninguna að þeir sem hafa brennandi áhuga, láta veikindi ekki aftra sér, þurfa ekki hjálpartæki. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar Péturs Guð- mundssonar er minnst. Hver og einn getur talið það gæfu sína að hafa kynnst honum og þeim hjónum báðum sem alltaf voru nefnd í sömu andrá sem ein heild. Dísa og Pétur. Ég þakka sam- fylgdina og flyt ykkur aðstand- endum samúðarkveðju, eftirlif- andi eiginkonu, syni og tengda- dóttur og barnabörnum og barna- barnabörnum sem nú hafa mikið misst. Pétur fyllir þann hóp manna sem skilja eftir sig ljúfa og góða minningu og sterkan persónuleika. Slíkir menn sem fara aldrei þó þeir hverfi af sjón- arsviðinu. I sorg ykkar leitið í þann gnægtarbrunn minninga og spyrjið hvað hefði Pétur viljað. Minning hans verði ljósgeisli í lífi ykkar. Fagur og hlýr var sá sumar- morgunn þegar Pétur kvaddi þennan heim. Seltjarnarnesið sem hann ólst upp á og bjó, skartaði sínu fegursta. Veri það táknrænt fyrir þann frið og minningu sem Pétur skilur eftir sig og hans ferðaveður yfir móðuna miklu. Við trúum að þar munum við öll hittast að lokum. Verðug þætti mér sú móttaka að mæta hlýja brosinu hans Péturs þar. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda Rósa.) Ólafur Jóhannsson. KONUR hefst kl. 8.00 i TISKUVERSLUN KRINGLUNNI SÍMI 553 3300 BRIPS U m s j 6 n Arnór G. Ragnarsson Jöfn þátttaka í Sumarbrids FÖSTUDAGINN 5. júlí spiluðu 24 pör Mitchell-tvímenning með for- gefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Efstu pör í N/S: Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 350 SigurðurÁmundason-JónÞórKarlsson 334 Guðlaugur Sveinsson - Sigurjón Tryggvason 322 A/V: Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 343 Birgir Ólafsson - Óli Bjöm Gunnarsson 297 Runólfur Jónsson - Sigfinnur Snorrason 296 Meðalskor 270 Sunnudaginn 7. júlí var góð þátt- taka. 26 pör spiluðu Monrad-baró- meter. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Sævin Bjamason - Sveinn Sigurgeirsson +64 Erlingur Einarsson - Þórir Leifsson +60 Ingimundur Guðmundss. - Friðjón Margeirss. +59 Haukur Harðarson - Bjöm Amarson +52 Halldór og Baldur vikumeistarar Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartmarsson urðu vikumeistarar vikuna 1.-7. júlí. Þeir fengu 72 bronsstig og höfðu góða möguleika á að vinna vikukeppnina og ná efstu sætunum i Hornafjarðar- leiknum. Vikumeistararn- ir fá glæsilegan málsverð að launum. Lokastaðan í vikukeppninni varð þessi: Halldór Þorvaldsson 72, Baldur Bjartmarsson 72, Guðbjörn Þórðar- son 56, Sveinn Sigurgeirsson 44 og Sævin Bjarnason 34. Hornafjarðarleikur Sumarbrids Sumarbrids, Hótel Höfn og Brids- félag Hornafjarðar standa fyrir Hornafjarðarleiknum í Sumarbrids 1996. Þeim tveimur spilurum sem skora flest bronsstig á einhverjum fjórum spilakvöldum í röð í sumar verður boðið á Hornafjarðarmótið. Þar með talið flug, gisting, uppihald og keppnisgjöld. Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson eru jafnir og efstir með 82 bronsstig (12.-16. júní). Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga). Á sunnudags- kvöldum verður spilaður Monrad- barómeter ef næg þátttaka fæst, en annars hefðbundinn barómeter. Aðra daga er Mitchell-tvímenningur. Spilin eru alltaf forgefin. Keppn- isstjórar eru Sveinn Ri Eiríksson og Matthías G. Þorvaldsson. Vikumeistarar Sumarbrids 1996 1. vika: Guðlaugur Sveinsson, 56 bronsstig. 2. vika: Halldór Már Sverrisson, 78 bronsstig. 3. vika: Pétur Sigurðsson, 48 bronsstig. 4. vika: Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson, 82 bronsstig. 5. vika: Eggert Bergsson, 47 bronsstig. 6. vika: Guðmundur Baldursson, 60 bronssstig. 7. vika: Halldór Þorvalds- son og Baldur Bjartmarsson, 72 bronsstig. Bridssambandið með heimasíðu á netinu Steingrími Gauti Kristjánssyni hefir verið falið að koma upp heima- síðu á alnetinu en þar verða settar inn upplýsingar, sem koma bridsspil- urum að góðu gagni eins og úrslit móta, mótaskrár, þátttökutilkynn- ingar í mót o.fl. Kj ördæmamótið Háværar raddir hafa verið uppi um að spila kjördæmamótið í einni deild og einfalda reglur um þátttöku- rétt. Ólafi Steinasyni á Selfossi hef- ir verið falið að gera tillögu að nýrri reglugerð fyrir mótið. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartm- arsson urðu vikumeistarar í sumarbrids í síðustu viku. GRAM KF-263 GRAM KF-355E GÓÐIR SKILMÁLAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST ÞJÓNUSTA /rOniX HATÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Kælir 197ltr. Frystir 55ltr. HxBxD: 146,5 x 55 x 60 cm. Verð áður 59.990,- NÚ 49.990,- stgr. Kælir 272ltr. Frystir 62ltr. HxBxD: 174 x 59,5 x 60 cm. Verð áður 79.990,- NÚ 69.990,- stgr. TILBOÐ SEM VERÐUR EKKI ENDURTEKIÐ iaooo K R Ó M fl A F S L Á T T U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.