Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 39 SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR + Sigurlaug Ólafs- dóttir var fædd á Krossum á Arskógs- strönd við Eyjafjörð 11. júlí 1909. Hún lést í Reykjavík 28. ágúst 1979. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Ólafur M. Þor- steinsson bóndi á Krossum á Árskógs- strönd og Ásta _S. Þorvaldsdóttir. ÓI- afur og Ásta voru bræðrabörn og var ein föðursystir þeirra Snjólaug móðir Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Ólafur og Ásta eignuð- ust fimm börn og var Sigurlaug elst þeirra. Aðeins eitt systkin- anna er enn á lífi, Margrét mgi. (Gréta), sem gift er Vilhelm Hák- ansson. Árið 1928 giftist Sigurlaug Halldóri Kristni Halldórs- syni, arkitekt frá Garðsvík á Sval- barðsströnd, f. 4. mars 1900, d. 23. ágúst 1969. Eign- uðust þau eina dóttur, Ástu Þór- gunni, tónmennta- kennara, sem er gift John Alexand- er yfirverkfræð- Þau eru búsett í Skot- landi. Dætur þeirra eru Dóra Kristín hjúkrunarfræðingur og hjúkrunariektor og Shirley Marie barnalæknir. Elskulega móðir mín, minning Ijúfust frá þér skín. Oft ég hefi ætlað mér ástúðina að þakka þér. I rúmi telpan litla lá löngum vetrar dægrum á. Margar sögur móðir góð mælti fram og söng mér ljóð. (Ásta Þ. Alexander) I þau nær 17 ár síðan móðir mín kvaddi okkur hér, hefur mig oft langað til að minnast hennar og þakka henni allt, sem hún gerði fyrir mig, og marga aðra. Ætlaði ég mér upphaflega að gera þetta um það leyti sem hún dó, en af ýmsum ástæðum kom ég því ekki í verk þá. Dróst það hjá mér frá ári til árs, en betra er seint en aldrei, og fannst mér því afmælis- dagurinn hennar tilhlýðilegastur allra daga til þess. Móðir mín var einhver sú hjálp- samasta manneskja, sem ég hef þekkt, en ekki var ég ein um að njóta hennar einstöku hjálpsemi, hún var alltaf boðin og búin að rétta ættingjum og vinum hjálpar- hönd, ef henni fannst þess þörf, t.d. tók hún þrisvar sængurkonur heim til sín, sem ekki komust á fæðingardeild Landspítalans, sem í þá daga var allt of lítil. Þessar þrjár konur voru Gréta systir hennar og tvær vinkonur. Fæddu þær böm sín í rúmi móður minnar. Einnig kom það stundum fyrir, að ættingjar og vinir utan úr sveit biðu sjúkrahúsvistar heima hjá okkur, bæði þegar við bjuggum á Akureyri, og eftir að við fluttum til Reykjavíkur. Oft rétti hún einn- ig vinum sem nær bjuggu hjálpar- hönd heima hjá þeim, þegar henni fannst þess þurfa. Hún þekkti sjálf vel heilsuleysi af eigin raun, bæði af sjálfri sér og mér, enda voru foreldrar mínir bæði mjög samhent um hjálpsemina. Krossar voru myndarheimili og mannmargt. Tóku amma og afí oft fósturbörn og voru sum alin alveg upp á Krossum. Sjálf áttu þau fimm börn og var móðir mín elst af þeim. Símstöð var sett upp á Krossum, einhvern tíma milli 1909-1917. Lærði móðir mín ung að gæta stöðvarinnar, eða aðeins átta ára. Mun hún því hafa verið ein yngsta „símastúlka" á landinu. Annaðist hún stöðina að mestu leyti þar til afí minn missti heilsuna 1925 og gat ekki lengur gegnt störfum sem bóndi. Tók hann þá sjálfur við gæslu stöðvarinnar. Foreldrar mínir bjuggu fyrst á Akureyri í 16 ár, þar var faðir minn byggingarfulltrúi og kennari við Iðnskólann. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur 1944. Þar vann faðir minn fyrst við Skipulag ríkis og bæja í 13 ár. Árið 1957 var stofnsett í Reykjavík deild hjá rík- inu, sem átti að sjá um almenn húsnæðismál í landinu. Var hún kölluð Húsnæðismálastofnun rík- isins og var faðir minn skipaður húsnæðismálastjóri. Hann var því fyrsti húsnæðismálastjóri lands- ins. Verið getur að fyrirkomulag þessarar stofnunar hafi eitthvað breyst síðan. Gestakoma jókst á heimilinu eftir þetta, en yfírleitt var gestkvæmt á heimili foreldra minna og öllum tekið opnum örm- GUNNLAUGUR SIG URBJÖRNSSON + Gunnlaugur Sigurbjörns- son fæddist í Reykjavík 26. desember 1963. Hann lést í Kópavogi 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 20. júní. Hann Gulli er dáinn og viljum við Breiðabliksstúlkur minnast hans með fáeinum orðum. Þrátt fyrir að við hefðum frétt af erfíðum veikind- um hans var það áfall að hann skyldi fara svona fljótt. Það var ekki auðvelt hlutskipti sem Gulli fékk þegar hann var að- eins 22 ára og tók það að sér að þjálfa 2. fl. kvenna Breiðabliks. í þeim hópi voru fjörugar og ærsla- fullar 13-14 ára stúlkur en Gulli leysti það vel af hendi, kenndi okk- ur margt og undir hans stjórn töp- uðum við naumlega úrslitaleik utan- húss 1985 en urðum síðan íslands- meistarar innanhúss 1986. Gulli var meðal þéirra fyrstu til að þjálfa yngri flokka kvenna í knattspyrnu. Vann hann brautryðj- andastarfíð vel. Hann þjálfaði sterkan hóp stúlkna sem enn í dag spilar með hinu sigursæla liði Breiðabliks. Þegar svona stór hópur ungra stúlkna kemur saman er margt og mikið brallað. Það voru ótrúleg uppátæki sem við fundum upp á, annað en að spila fótbolta, en alltaf var Gulli jafnrólegur og ljúfur og aldrei skipti hann skapi. Hann var áhugasamur þjálfari enda sjálfur búinn að spila með sigursæl- um flokki innan Breiðabliks, en síð- ar valdi hann þann kostinn að nota sumrin til að ferðast um landið okkar á fjallajeppanum sínum. Um leið og við þökkum Gulla fyrir leiðsögnina, tíma hans og þol- inmæði, vottum við fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Hjá okkru vakir minning um góðan dreng. F.h. 2. fl. kvenna Breiðabliks 1985, Ingibjörg Hinriksdóttir og Kristrún L. Daðadóttir. um, hvenær sem fólk kom. Oft var glatta á hjalla, þó sérstaklega þeg- ar systkini móður minnar komu saman. Var þá stundum tekið lag- ið, því þau höfðu fallega söngrödd og mikla ánægju af söng. Mun ég hafa fengið tónlistaráhugann og gleðina af tónlist af móður minni. Móðir mín hafði einnig mikla ánægju af að hitta fólk á manna- mótum, þó hún væri að eðlisfari hlédræg og hefði að ýmsu leyti minnimáttarkennd, þrátt fyrir sitt fallega heimili og handavinnu, að ógleymdri allri hennar hjálpsemi við aðra. Á þeim dögum sem ég var enn heima, var héimilið aðalstarfsvið konunnar, enda voru íslenskar konur yfirleitt góðar húsmæður og helguðu sig því af alhug, og hvað er meira virði en góð móðir og húsmóðir. Margar fóru á hús- mæðraskóla og fór móðir mín á húsmæðraskólann á Blönduósi 1926-1927. Voru það eins árs heimavistarskólar. Hinn 23. mars 1958 var stofnað í Reykjavík Styrktarfélag vangef- inna. Áttu foreldrar mínir frum- kvæðið að stofnun þess ásamt hjónunum Guðmundi Gíslasyni og Guðbjörgu Bjarnadóttur, sem nú eru einnig bæði látin. Var stofn- fundurinn fjölmennur, og vafa- laust margir af fyrstu meðlimun- um enn starfandi í félaginu. Meðal þeirra voru Margrét móðursystir mín og Vilhelm maður hennar. Var stofnun þessa félags eitt hið veigamesta verk, sem móður minni fannst hún hafa unnið um ævina. Tók hún eins mikinn þátt í starf- semi þess og hún gat, þar til henn- ar eigin heilsa leyfði það ekki leng- ur. Eg held að félagið hafí starfað ötullega að öllu sem lýtur að vel- ferð þroskaheftra ætíð síðan, enda var það markmiðið við stofnun þess. Eftir að ég giftist og fluttist til Edinborgar, um áramótin 1959- 1960, komu foreldrar mínir í heim- sókn til okkar eins oft og þau gátu. Tók maðurinn minn John Alexander, jafninnilega á móti þeim og ég sjálf, eins og hann hefur tekið öllum íslendingum, sem til okkar koma. Þau ár sem foreldrar mínir komu ekki til okk- ar fórum við til þeirra. Áttum við margar ánægjustundir saman, sérstaklega þó eftir að dætur okk- ar, Dóra og Shirley, fæddust. Móðir mín kom til mín og var hjá mér í nokkrar vikur í bæði skiptin sem ég fæddi dæturnar, svo sem hennar var von og vísa, blessaðrar. Ég veit að það mundi hafa glatt foreldra mína, að báðar dæturnar hafa alltaf verið vel heil- brigðar og vegnað vel. Eftir að faðir minn lést, fór heilsu móður minnar ört hrak- andi, og er ég sannfærð um að missirinn og söknuðurinn hafa átt sinn þátt í því, enda var hjónaband þeirra einstaklega gott. Það gladdi okkur þó, að hún var oft hér hjá okkur, stundum allt upp í 7-10 mánuði í einu, og voru sumarmán- uðirnir alltaf hluti af þeim tíma. Síðustu tvö árin sem hún lifði, var heilsa hennar svo slæm, að hún gat ekki verið hjá okkur. Fór ég eins oft og ég gat til hennar, en því miður var það takmörkunum bundið, þar sem ég hafði heimili, börn og vinnu hér, en þó ég ætti engin systkini heima í Reykjavík til að hugsa um hana, var hún ekki ein. Þökk sé Grétu (Mar- gréti) móðursystur minni og Vil- helm og þeirra fjölskyldu. Þau sýndu henni alla þá umhyggju sem þau gátu og mun ég verða þeim þakklát fyrir það til æviloka. Einn- ig er ég þakklát öllum öðrum, sem sýndu henni vináttu og hlýhug á þessum erfiðu árum. Blessuð sé minning þín, móðir mín, og blessuð sé minning ykkar beggja alla tíð, elskulegu foreldr- ar. Ásta Þórgunnur Alexander, Edinborg. MARGRET G. BJÖRNSSON + Margrét G. Björnsson fæddist á Patreks- firði 14. nóvember 1917, en fluttist á fyrsta ári í Borgar- nes með foreldrum og eldri systkinum. Hún varð bráðkvödd í skemmtiferð í Fær- eyjum aðfaránótt 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Leopold- ína Júlíusdóttir, f. 26.8. 1879, d. 26.1. 1967 og Guðmundur Björnsson, f. 5.12. 1873, d. 4.6. 1953, sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Margrét var yngst 9 systkina, en þau eru: Ingibjörg, f. 5.7.1903; Júlíus, f. 25.7.1904, d. 26.11. 1991; Björn, f. 7.10. 1905; Þuríður, f. 13.1. 1907; Karl, f. 22.2. 1908, d. 6.7. 1941; Jórunn, f. 6.9. 1913; Anna, f. 19.5.1915; og samfeðra: Ingólf- ur, f. 3.12. 1905, d. 28.11. 1995. í júní 1940 giftist Margrét fyrri manni sínum, Sveini Viggó Stefánssyni, f. 9.9. 1913, d. 15.8. 1987, þau skildu. Börn þeirra: 1) Guðmundur Karl, f. 12.6.1941, d. 1.1.1989, kvæntur Rósu Aðalsteinsdóttur, f. 17.2. 1941, þau skildu, börn þeirra eru, Steinarr Bjarni, f. 4.10. 1961 og María, f. 18.5. 1963, fyrír átti hann Siguijón Arn- ljót, f. 4.11.1960, með Þorgerði Sigurjónsdóttur, seinni kona Guð- mundar Karls var Ólöf Ragnarsdóttir, f. 3.3. 1940, d. 3.10. 1992, er átti fyrir Ragnar, Ernu og Rósu. 2) Margrét, f. 3.4.1947, gift Jakob Hálfdanarsyni, f. 1.1. 1942, börn þeirra eru Þórný Björk, f. 26.12. 1967, Jón Víðis, f. 7.1. 1970 og Hlynur Sveinn, f. 31.12. 1970. 3) Brynjólfur, f. 25.3. 1951, d. 17.11. 1984, barnlaus. Brynjólfur ólst upp þjá og var ættleiddur af hálf- bróður Margrétar, Ingólfi Guð- mundssyni og konu hans Lauf- eyju Halldórsdóttur, en þau eru bæði Iátin. Hinn 10. nóvember 1957 gift- ist Margrét seinni manni sinum, Hálfdani Eiríkssyni, f. 24.6. 1901, d. 28.5. 1981. Börn hans af fyrra hjónabandi: Hildur, f. 22.2.1931; Hadda, f. 12.6. 1935; Jakob, f. 1.1. 1942; og Jón. f. ^ 29.5. 1947. Margrét vann við verslunar- störf og rak Innrömmun Mar- grétar. Hún var virk í félags- starfi aldraðra og spilaði brids í félagsmiðstöðvum þeirra, var félagi í Samfrímúrarareglunni. Margrét verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Þá er komið að kveðjustundinni, hinni hinstu. Þegar ég kvaddi þig fyrir Færeyjaförina, hvarflaði ekki að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjumst, því þrátt fyrir háan aldur var svo mikið líf og fjör í þér að engan óraði fyrir þessu. Þú lifðir lífinu til fullnustu síð- ustu árin og á ég þá ósk helsta að verða jafn hress og fjörug og þú varst þegar yfir mig færist aldur. Ekki gleymi ég því þegar þú komst til Hveragerðis í húsmæðraorlof, þann vetur sem ég bjó þar. Þú varst í viku þar en það var svo mikið að gera hjá þér og vinkonum þínum við spilamennsku og fleira að þú hafðir ekki tíma til að líta inn nema í klukkutíma. Svona á lífið að vera, nóg að gera fram á hinstu stundu. Það er erfitt fyrir lítið fólk að skilja að langa sé dáin og komi ekki aftur. Þau eru ekki sammála um hvort þú vaknaðir eða sofnaðir, ég hugsa að bæði hafi rétt fyrir sér. Það verður ekki fyrr en laugar- dagarnir fara að líða hjá, án þess að við fáum þínar himnesku pönnu- kökur og jólin, sem alltaf hafa ver- ið eins frá því við öll munum eftir okkur, að maður áttar sig á að þetta er endanlegt ferðalag en ekki eitt af mörgum. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér hinum megin og að við eigum eftir að hittast aftur síðar. Þangað til lifírðu í minningum okkar allra. Valdi, Sunna Mjöll og Jakob Reynir biðja fyrir kveðju. Guð blessi þig. Þórný Björk. Horfin er á braut systir okkar, Margrét G. Björnsson. Hún og eig- inmaður hennar, Hálfdan Eiríksson, gerðust bæði félagar í Samfrímúr- arareglunni á íslandi 11. apríl 1961. Margrét starfaði ötullega í reglunni yfír 30 ár og voru henni falin mörg trúnaðarstörf, sem hún vann af ein- lægni og trúmennsku. Það er nú svo, að félagsskapur byggist á félögum þeim sem innan hans eru og fúsir eru að leggja af mörkum krafta sína og tíma, sem Margrét var vissulega. Við kveðjum hana með þakklæti og virðingu með orðum Freysteins Gunnarssonar. Tímarnir líða sem hverfandi hvel. Hugurinn reikar til komandi tíða. * Enginn má vita, hvað vor kann að bíða, vermandi sól eða bitrasta él. Maðurinn fæðist við bros eða böl, byltist með óðfluga tímanna straumi, vaknar til sorgar og svæfist í glaumi, svifinn á burt eftir skammvinna dvöl. Gleðin er léttfleyg, og lánið er valt. Lífið er spuming, sem enginn má svara. Vinimir koma og kynnast og fara, kvaðning til brottfarar lífið er allt. Liðin að sinni’ er vor samverustund, síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar, sólnanna drottinn oss blessi þann fund. Sigríður Kjartansdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingár þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ' ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 9S Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapóteki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.