Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSTEINN JÓNASSON frá Múla, Vestmannaeyjum, Reynigrund 51, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. júlí kl. 13.00. Vilborg Bergsteinsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Þórhildur Óskarsdóttir, Halla Bergsteinsdóttir, Kjartan Bergsteinsson, Arndís Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, BORGÞÓR BJÖRNSSON frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Inga Erlendsdóttir, Jóhanna Borgþórsdóttir, Haukur Bjarnason, Baldur Björn Borgþórsson, Erlendur Haukur Borgþórsson, Oddbjörg Friðriksdóttir, Margrét Borgþórsdóttir, Grétar Magnússon og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNARGUNNARSSON húsasmíðameistari, Miðtúni 72, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30. Guðfinna Lárusdóttir, Inga Gunnarsdóttir, Gylfi Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Gerður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar og mágur, JÓN GUÐMUNDUR TÓMASSON bóndi, Fljótshólum, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjar- kirkju laugardaginn 13. júlí kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Sigríður Tómasdóttir, Bjarni Guðmundsson, Gunnar Tómasson, Anna Steingrimsdóttir, Bjarni Tómasson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Þuríður Tómasdóttir, Kristján Þórisson. t Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN MARI'US JÓNSSON fyrrverandi lögregluþjónn, Keflavikurflugvelli, Vallabraut 6, Njarðvfk, (áður Háseylu 24), verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 13. júlí kl. 13.30. Matthildur Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför MÁLFRÍÐAR LARSDÓTTUR, Hringbraut 87, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus A. Kristinsson. BJÖRN GUÐMUNDSSON + Björn Guð- mundsson var fæddur í Reykjavík 24. september 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. júní síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Bústaðakirkju 28. júní. Jarðsett var í Gufuneskirkju- garði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Já, það eru góðar minningar sem ég á eftir elskulegan vin minn, Björn, en nú hefur sá öðlings- drengur kvatt okkur. Eftir lifir minningin um drengskaparmann- inn hugljúfa, greinda og prúða, sem var maður gleði og alvöru í senn, allt eftir því hvað við átti. Það er sagt, að enginn sé svo rík- ur að hann hafi efni á að missa vin, og sannast þá líka, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En, - hvernig kveð- ur maður góðan vin? Birni kynntist ég fyrir rúmum 17 árum. Hann var drenglund- aður og viðkynningar- góður. Hann naut vin- sælda fyrir alúðlega framkomu, bæði á starfsvettvangi og í almennum samskipt- um. Hugulsamur var hann og örlátur, hafði yndi af því að gleðja fólk í kringum sig, ekki ættmenni og vinafólk einvörðungu, heldur nánast hvern sem var í návist hans, enda átti hann gott með að umgangast fólk og var fljótur að ná til þess. Það kom sér vel í hans starfi, fyrst sem sölu- maður og síðar sem forstjóri í stóru fyrirtæki þar sem hann stjórnaði af festu, enda dafnaði fyrirtækið vel undir hans stjórn. Björn var glæsilegur á velli og snyrtimenni svo eftir var tekið og bera heimili hans og fyrirtæki þess glöggt vitni. Hann var inni- legur í viðmóti og skemmtilegur, stríðinn, en þar fór græskulaust gaman. Við fórum oft saman í ferðalög erlendis og var undravert hve glöggur hann var á áttir, hvort sem við vorum í stórborgum eða úti á landsbyggðinni. Það var líkt og hann hefði innbyggt landakort í höfðinu, svo ratvís var hann. Björn var leiðtogi hjónaklúbbs- ins. Hann stjórnaði þorrablótum á vetrum, útilegum á sumrum, gönguferðum og mörgum skemmtilegum uppákomum. Ef tími gafst til þá náðum við oft í smá tíma þar sem við vorum tveir og spiluðum við þá gjarnan kasínu eða köstuðum teningum í spili sem heitir tíuþúsund. Og á meðan við sátum og slepptum fram af okkur beislinu, því Björn var stór- skemmtilegur í orðum og athöfn- um, stríðinn og uppátektarsamur, þá sátu konur okkar í samræðum og skildu síst í því hve við skemmtum okkur vel. Þá hlógum við mikið, gerðum að gamni okk- ar og léttum tíðum eins og 16 ára strákar. Já, það voru ógleymanlegar samverustundir sem ég átti með Birni og vinskapur hans var hreinn og tær. Hans mun verða sárt sakn- að af vinum og vandamönnum, því það er sjónarsviptir að slíkum manni og þeim vini sem Bjössi var en minningarnar um hann munu lengi lifa. Með sinni hægð gaf hann okkur af þroska sínum bæði þekkingu og reynslu. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt návist hans í 17 ár. Elsku Lollý mín, við Sæunn vottum þér og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúð. Megi ljós kærleikans lýsa ykkur. Sigurður Mar. + Jakob Bene- diktsson var fæddur 5. janúar 1951 í Reykjavík. Hann lést 1. júlí s.I. Foreldrar hans eru Svandís Guðmunds- dóttir f. 1920 og Benedikt Jakobs- son f. 1920. Bræður Jakobs eru Bergur f. 1952, Helgi f. 1953 og Sigurbjörn f. 1964. Jakob kvæntist Gunnhildi Halldórsdóttur árið 1978. Börn þeirra eru Jóhanna Dagmar f. 1978, Benedikt Þórður f. 1982 og Júlíus Ágúst f. 1984. Þau skildu. Jakob stundaði sjó- mennsku en lengst af rak hann Hótel Akranes. Útförin fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin kl. 15. Einn af fræknustu sonum Vals, Jakob Benediktsson, er fall- inn frá langt um aldur fram. Kobbi Ben eins og Jakob var ávallt nefndur meðal okkar Valsmanna og vina sinna gerðist barn- ungur liðsmaður Vals, enda æskuheimili hans í Drápuhlíð, steinsnar frá Hlíðar- enda. Snemma komu hæfileikar Kobba í ljós. Þar fór mikill íþróttamaður og drengur góður. Prúðmennska hans og lítillæti var við brugðið. Ekki spillti lúmskur húmor piltinum. Aðeins 19 ára að aldri varð Kobbi Norðurlandameistari með íslenska unglingalandsliðinu í Finnlandi í handknattleik. Þetta var árið 1970 og var ungu piltun- um fagnað sem þjóðhetjum við heimkomuna. Þetta var fyrsti NM-titill karla í handbolta og þótti að sjálfsögðu frábært afrek. Kobbi var ein traustasta stoðin í þessu unga liði. í þrjú ár, 1968-1971, lék Kobbi með meistaraflokki Vals í hand- bolta, en þá var verið að leggja grunninn að því stórveldi, sem Valur hefur verið undanfarna rúma tvo áratugi í þeirri grein. Atvikin höguðu því svo að Kobbi hætti rétt tvítugur í handboltanum. Var þá sannarlega skarð fyrir skildi í röðum okkar Valsmanna. Tengsl hans rofnuðu smátt og smátt við félagið en alltaf var hann boðinn og búinn að rétta félaginu okkar hjálparhönd ef til hans var leitað. Við undirritaðir viljum þakka Kobba fyrir framlag hans til Vals um leið og við vottum foreldrum, bræðrum og börnum hans okkar dýpstu samúð. Með kveðju, Bergur Guðnason, Brynjar Harðarson. JAKOB BENEDIKTSSON KRISTINN ERLENDUR KALDAL MICHAELSSON + Kristinn Erlend- ur Kaldal Micha- elsson fæddist á Kálfatjörn á Vatns- leysuströnd 5. apríl 1934. Hann varð bráðkvaddur 6.júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kálfatjarnarkirkju 14. júní. Mig langar með nokkrum orðum að þakka Kidda tengdaföð- ur mínum þau ár sem við fylgdumst að. Kiddi tók mér strax opnum örm- um og ekki versnuðu móttökurnar þegar hann komst að því að við áttum það sameigin- legt að hafa bæði gengið í skóla á Laugarvatni en það- an átti hann margar góðar minningar um bíósýningar og kennslustundir sem hann var óspar á að deila með mér. Nú þegar hann er horfínn er ansi tóm- legt í litlu fjölskyld- unni okkar, enginn afi sem hringir til manns að athuga hvort allt sé nú ekki í lagi, mata litla munna á kornflexi af sínum diski eða fara með Vé- stein son minn í bíltúr á „taxanum" til að kaupa ís. Þó að börnin mín séu of ung til að eiga einhverjar minningar um afa sinn þá mun ég sjá til þess að þau heyri sögurnar um afann sem gaf þeim kornflex af sínum diski, var á sjó með kokki sem notaði nautalundir í hamborg- ara, keyrði í gegnum árin margs konar furðufugla í „taxanum“ sín- um, gat búið til vísur við hvaða tækifæri sem var, en var umfram allt góður maður og afi. Elsku Kiddi, takk fyrir allt. Katrín Jóna Svavarsdóttir. Nú kveðjumst við í hinsta sinn. Alltaf varstu mér svo góður og studdir mig í hveiju sem ég tók mér fyrir hendur og alltaf lánaðir þú mér holuna þína til þess að sofa í þegar ég kom til Keflavíkur í heimsókn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, en guð lokar aldrei dyrum án þess að opna glugga og vil ég biðja hann að gæta þín og gefa ömmu styrk í sorg sinni. Þín nafna, Kristín Linda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.