Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Nýjar hmmyrbavOrui*! Úrval fallegra púða og útsaums- mynda fyrir nútíma heimili. Smámyndir á 550 kr. (13x18 ctn). Prjónagarn í úrvali. Sendum í póstkröfu. MIÐBÆ V/HÁALEITISBRAUT SÍMI 553 7010 Opið í sumarfrá kl. 13 -18, virka daga. 8— FERÐA- OG ÚTIVISTARVÖRUR Fyrír utan reiðhjól og almennar sportvörur bjóðum við Tveggja manna kúlutjald, ódýrt útilegutjald, verð aðeins kr. 3.900. Fjögurra manna kúlutjald vandað vatnsvarið fjölskyldutjald, kr. 14.900 Regnfatnað Poncho fyrir gönguna eða hjólið kr. 390. Vinyl regngalll, jakki og buxur, kr. 790. Nælon regngalli, jakki og buxur, kr. 2.900. Nælon/PVC deluxe tvílitur regngalli, jakki og buxur, kr. 3.500. Áttavita margar gerðir, verð frá kr. 290. Vöðlur Verð aðeins kr. 990. Veiðivesti Verð aðeins kr. 2.700 Útivistarfatnað Vandaður, vatnsvarinn útivistar- fatnaður, gönguskór, bakpokar, svefnpokar, vindsængur, sokkar, legghlífar, nærfatnaður o.fl. Vindsæng sjálfuppblásin, verð aðeins kr. 4.900, stgr. kr. 4.655 Svefnpokar frá Vango, Caravan og Vaude, CARAVAN á aðeins kr. 3.200. Göngu og hjólatjald, tveggja manna, aðeins 2 kg., vandað, tvöfalt og vatnsvarið, kr. 8.900, stgr. 8.455. Viðgerðarsett og verkfæri Tjaldviðgerðarsett kr. 1.490. Útileguviðgerðarsett kr. 790. Fjölnotatöng, 15 verkfæri kr. 990. Fótplástrasett kr. 290. Tjaldhælar, plast m/6, kr. 350. Tjaldhælar, ál m/4, kr. 320. Bakpoka og mittistöskur Bakpoki 50 I. kr. 7.500. Bakpoki 75 I. kr. 9.400. Mittistöskur frá kr. 590. Mittistöskur með brúsa kr. 2.670. Vatnsbrúsar verð frá kr. 235. 5% sigr. afslátiur^ Ein staarata sportvöruveralun landsins Ármúla 40, símar 553 5320 568 8860 VERSLUNIN /M4R VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Opinberu fyrirtækin á einn stað EINAR hringdi og hafði ýmsilegt að athuga við flutning Landmælinga ís- lands upp á Akranes. Hann telur það gæti orðið óþægi- legt að geta ekki gengið að svona opinberum fyrir- tækjum á einum stað, t.d. í Reykjavík. Erfltt er fyrir fólk úti á landi að þurfa að sendast landshomanna á milli til að sinna erindum sínum, en þannig gæti það orðið ef þessi fyrirtæki væru ekki a.m.k. í sama bæjarfélagi. Einnig hafði Einar at- hugasemdir við Hvalfjarð- argöngin. Hann tók Akra- borgina um daginn og fannst það bara ágætt. Honum fínnst ótækt að eyða öllum þessum flár- munum í göng undir Hval- fjörð þegar hægt er að taka ferjuna, enda óvíst að fólk þori að fara um þessi göng. Einar hafði góðan ís- lenskukennara þegar hann var í skóla og sá kennari sagði honum að ekki ætti að fallbeygja ættamöfn. Hann heyrði í útvarpi um daginn að þulur talaði um að fara til Péturs Hafsteins, og fannst það hljóma illa. Tapað/fundið Kælibox hvarf á Akureyri Á ESSÓ-móti á Akureyri sem haldið var miðviku- daginn 3. júlí sl. tapaðist nýtt, grátt kælibox með hvítum handföngum þegar var verið að taka út úr rútunni. Kæliboxið var sett á gangstéttina ásamt ýms- um öðrum farangri, en boxið var fullt af kökum, kexi og hnífapörum. Síðan það var sett á gangstéttina hefur það ekki sést. Viti einhver hvar þetta ágæta box er niðurkomið er hann beðinn að hringja í síma 562-4205. Næla tapaðist TVÍLIT gull- og silfumæla eftir Jens, u.þ.b. 4-5 sm að stærð, tapaðist í Reykjavík í júní sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 552-7924. Stjarna er týnd SVÖRT læða týndist í Reykjaskógi í Biskups- tungum 22. júní. Hún er loðin með hvítan blett á hálsinum og skallablett á bakinu. Ef einhver hefur séð hana eða hefur hana í sinni vörslu vinsamlega hafíð samband í síma 557-2173, 567-7794 eða 894-3400. Kettlingur fannst GRÁR og hvítur, u.þ.b. 12 vikna kettlingur fannst á Hringbraut í Hafnarfirði sl. mánudag. Hann gæti hafa verið týndur í nokkra daga. Upplýsingar í síma 555-1709. Læða og kettlingur MARGLIT læða og fjög- urra mánaða gulbröndótt- ur kettlingur óska eftir góðu heimili. Áhugasamir komi og skoði dýrin í Há- bergi 38 í Breiðholti. Fresskettlingur TVEGGJA mánaða ljós- brúnn kassavanur kettling- ur fæst gefíns. Upplýs- ingar í síma 552-0079. Týndur köttur SÍAMSLÆÐA tapaðist frá Nýbýlavegi 88 sl. mánu- dagsmorgun. Hafi einhver séð hana er hann beðinn að hringja • í síma 554-2259. SKAK llmsjón Margcir Pétursson STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í fyrstu umferð á opna mótinu í Kaupmannahöfn sem lauk fyrir síðustu helgi. Alþjóð- legi meistarinn Alexander Kogan (2.485), ísrael, var með hvítt, en Bragi Þorf- innsson (2.155), hafði svart og átti leik. Kogan var að enda við að leika 28. e3- e4?? í slæmri stöðu. 28. - Hxb6! (Vinnur heilan mann, því eftir 29. cxb6 - Bxb6+ yrði hvítur mát) 29. h3 - Hb8 30. a3 - Kf7 31. Dd3 - Bxa5 32. bxa5 - Hb5 og með manni meira vann Bragi auðveldlega. Kogan er ungur og efnilegur skákmaður eins og há stig hans gefa til kynna. Hann náði sér vel á strik og tapaði ekki skák fyrr en í síðustu umferð, fyrir sjálfum Viktor Kortsnoj sem þar með tryggði sér sigurinn á mótinu. Bragi hlaut 5'A v. af 11 möguleg- um sem er mjög góður árangur. Björn Þorfínns- son, bróðir hans, hlaut 5 v. og Davíð Kjartansson, 14 ára, 4‘A v. Þar sem Davíð tefldi aðeins við and- stæðinga með FIDE stig þýðir þessi árangur hans það að hann kemst inn á alþjóðlega skákstigalist- ann. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hugsaði gott til glóð- arinnar (í orðsins fyllstu merkingu) þegar fréttir bárust af lækkun á svínakjöti. Kaupmaður í Reykjavík skýrði lækkunina með því að framleiðendum á svínakjöti hefði fjölgað og verðið lækkað vegna aukins framboðs. Formaður svínabænda gerði athugasemd við skýringu kaupmannsins og sagði að svínabændum, svonefndum framleiðendum, hefði þvert á móti fækkað. Víkveija grunar að báðir hafi nokkuð til síns máls - að framleið- endum svínakjöts hafí fjölgað og svínabændum fækkað. Eru það ekki gyltur og geltir sem í raun „fram- leiða“ svínakjötið, ötullega studd af umhyggjusömum bændum? Það væri fróðlegt að vita hvort gyltum hefur fjölgað og afkoma þeirra jafn- framt aukist undanfarin ár. Nýlega voru flutt inn norsk svín og voru vonir bundnar við að þau yrðu arð- samari en þau sem fyrir voru. Eins hafa risið nýtísku svínabú á undan- förnum árum. í framhaldi af þessu velti Vík- verji því fyrir sér hvort karlmenn geti, í ljósi liffræðilegra staðreynda, með réttu titlað sig mjólkurfram- leiðendur eða eggjaframleiðendur - að ekki sé nú minnst á grásleppu- hrognaframleiðendur! xxx AÐ hefur vakið athygli Vík- veija hve notkun GSM-síma virðist hafa aukist mikið síðustu mánuði. Æ algengara er að sjá menn og konur standa á götu úti talandi í síma. Þá vekur það líka athygli, hve mikið er um það að unglingar hafi slíka síma undir höndum. Er GSM-sími orðinn al- geng fermingargjöf? XXX UT er gefinn á ensku bæklingur um það sem er efst á baugi í Reykjavík og er bæklingurinn einkum ætlaður erlendum ferða- mönnum. Þá er þar að finna lýsingu á helstu söfnum, veitingastöðum og öðru því sem ferðamenn kunna að hafa áhuga á að heimsækja. Þar á meðal er eftirfarandi lýsingu að finna, í lauslegri þýðingu: Hafnarkráin, Hafnarstræti 9, sími 551-6780. Hin eina og sanna hafnarkrá Reykjavíkur. Skreyting- ar eru gamlir hlutir og nýir úr bát- um og skipum og myndir af land- helgisgæsluskipum, flutningaskip- um og fiskiskipum. Staðurinn þar sem sjómenn í landi hittast og vinir þeirra og hið gamla íslenska orðtak „gamlir sæhundar og lausgyrtar meyjar“ er ágætis lýsing á fasta- gestunum. Sérréttur hússins er plokkfiskur með heimabökuðu rúg- brauði. Við bjóðum einnig upp á vel kæstan hárkarl í smáskömmtum með íslenskum snafs sem búinn er til úr hvannarrót og er nánast ófá- anlegur annars staðar. Opið á virk- um dögum frá 12 til 01.00 og frá 12 til 03.00 föstudaga og laugar- daga. xxx VÍKVERJA er kunnugt um er- lenda ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar eftir heim- sókn á þennan stað. Þeir höfðu ætlað að anda að sér andrúmslofti sjómennskunnar og bragða á sér- réttum hússins eins og þeim er lýst í bæklingnum en horfið á braut eftir skamma viðdvöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.