Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Golli GISLI Rúnar Jónsson og Kjartan Guðjónsson í hlutverkum sínum. ARNBJÖRG Valsdóttir og Emilíana Torrini leika rokkhátíðargesti. Tæplega þrír tímar af ást Leikskáldið Jim Cartwright fjallar um hippamenninguna í nýjasta — ■ - leikriti sínu, Stone Free, sem Leikfélag Islands heimsfrumsýnir í Borgarleikhúsinu á morgun. ívar Páll Jónsson mætti á æfingu og var strax drifínn upp á svið, sér til mikillar furðu. UNDIRRITAÐUR hefur oft fengið gott sæti í leikhúsi, en sjaldan á sviðinu sjálfu, eins og á þessari sýn- ingu. Umsvifalaust var hann hrifsað- ur úr Reykjavík samtímans og inn í andrúmsloft ástar og munúðar. Hann varð þátttakandi í leiksýning- unni, sem áhorfandi á rokkhátíð í lok 7. áratugarins. Eftir að hafa ferðast tæplega þrjá áratugi aftur í tímann og hlýtt á munúðarfulla tónlist hippatímabils- ins hitti blaðamaður leikstjórann, Magnús Geir Þórðarson, að máli og spurði hann hvort hann vissi til að áhorfendur hefðu verið virkjaðir á þennan hátt áður í íslensku leik- húsi. „Nei, ég held það sé óhætt að fullyrða að þetta ér mjög óvenjulegt í íslensku leikhúsi. Reyndar er leik- ritið sjálft óvenjulegt í uppbyggingu og formi. Ekki er um ákveðinn sögu- þráð að ræða, heldur er brugðið upp myndum af stemmningu hátíðarinn- ar,“ segir Magnús Geir. Enginn neyddur til að vera uppi á sviði Telur hann að öllum leikhúsgest- um líki að vera drifnir upp á svið og vera svo nálægt miðdepli athygl- innar? „Það er enginn neyddur til að sitja uppi á sviði, enda seljum við sér miða í þau sæti. En allir áhorf- endur taka þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti. Við erum að gera tilraunir með og rannsaka samband áhorfenda og leikara. Þeir sem eru á grasinu fyrir framan tón- leikasviðið eða uppi í brekkunni eru óneitanlega nær leikurunum og taka meiri þátt í sýningunni en hinir.“ Magnús Geir segir að þetta fyrir- komulag sé gefandi fyrir leikarana. „Það er engin spurning. Leikrýmið er afar nýstárlegt. í stað þess að leika bara í eina átt eins og venju- lega eru áhorfendur allt í kringum leikarana, sem kallar á annan leik- stíl. Það er mikil nálægð á sama tíma og það er mikil fjarlægð, enda eru áhorfendur að sjálfsögðu út um allan sal. Það gerir afar miklar kröfur til leikaranna. Vonandi verður ferskari blær yfir sýningunni fyrir vikið.“ Vakið hefur athygli að um heims- frumsýningu er að ræða. Hvernig náði Leikfélag íslands í heimsfrum- sýningu á verki eins_þekktasta leik- ritaskálds í heimi? „Ég var að vinna í Englandi við forsýningar á leikrit- INGVAR Sigurðsson leikur eitt aðalhlutverka verksins. inu, en Jim Cartwright hefur verið að prufukeyra það og endurbæta nokkuð lengi. Hann fékk þá hug- mynd að ég myndi setja leikritið upp um leið og það yrði frumsýnt í West End, en sú frumsýning verður um mánaðamótin ágúst og september." Náið samstarf við höfundinn Uppsetningin hefur verið unnin í samstarfi við Cartwright og hefur hann fylgst náið með öllu. „Þótt hann hafi ekki komið til landsins ennþá hefur hann fylgst náið með gangi mála og verið í stöðugu síma- sambandi við okkur, auk þess sem ég hef farið út til hans. Einnig hefur hann fylgst með hvaða leiðir við förum í uppsetningunni. Margt hefur verið borið undir hann og hann hef- ur haft mikið að segja um útfærslu verksins. Það hefur verið ómetanlegt að hafa haft slíkan aðgang að höf- undinum," segir Magnús Geir. Cartwright gefur mikið svigrúm til túlkunar og lítið er um leiðbein- ingar þar að lútandi í handritinu. „Það er mjög mikill undirtexti í leik- ritum hans. Þess vegna fá listamenn- irnir mikið svigrúm til að túlka hlut- verkin á sinn hátt. Við vitum nokk- urn veginn hvar þarf að meðhöndla textann af varkárni. Á öðrum stöð- um leyfum við okkur að leika okkur svolítið með textann og stemmning- una. Það er mjög skemmtilegt að vinna leikrit eftir Cartwright einmitt út af þessu. Það er lítið sagt og margar óHRár-léiðii> færðE“ .•."msi. Komu Cartwrights frestað TIL STÓÐ að leikritshöfund- urinn, Jim Cartwright, kæmi til landsins og væri viðstaddur frumsýninguna á morgun. Af því verður hins vegar ekki, þar sem upp komu veikindi í fjöl- skyldu hans. „Hann varð að fresta komu sinni til íslands, en hann mun koma hingað inn- an örfárra vikna,“ segir Magn- ús Geir leikstjóri. Stórviðburður Magnús Geir segir að vissulega sé um stórviðburð í íslensku leikhús- lífi sé að ræða. „Það er tvímæla- laust einsdæmi að verk eftir svona stórt nafn \ leikhúsheiminum sé frumsýnt á íslandi. Hann hefur átt þrjú af vinsælustu leikritum síðustu ára hér á landi, Stræti, Bar par og Taktu lagið, Lóa. Við höfum orðið vör við mjög mikinn áhuga og von- umst til að þetta gangi vel.“ Magnús vill sem minnst segja um boðskap leikritsins og sýn Cart- wrights á hippatímabilið. „Ég held samt að niðurstaða verksins muni kbma mörgum á óvart. Kannski má DANÍEL Ágúst Haraldsson syngur Harrison-lagið My Sweet Lord. segja að það sé tekið harkalegar á þessu tímabili en áður, fjallað um það af meira raunsæi. Það hefur borið við á síðustu árum að fjallað hefur verið um það í nostalgíu-stíl, en sú er ekki raunin nú. Tónlistin leikur stórt hlutverk í sýningunni. „Hér er ekki um söng- leik að ræða. Verkið gerist á rokkhá- tíð og tónlistar- og leikatriði eru nánast aðskilin. Tónlistin er til þess ætluð að leggja áherslu á stemmn- ingu hippatímabilsins. Saman mynda leikatriðin og tónlistaratriðin ótjúfanlega heild.“ Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Patsy, sem sækir hátíðina ásamt vinkonu sinni Lolu. Margrét segir að hlutverkið sé skemmtilegt. „Það er alveg ofsalega gaman að taka þátt í þessu og hlutverkið er mjög krefjandi. Patsy er kannski ekki gáfaðasta persóna sem ég hef leikið, en einmitt þess vegna er gaman að fást við hlutverkið. Maður fær ekki svo oft tækifæri til að fást við svona persónusköpun.“ Að sögn Margrétar er afar gaman að leika í návígi við áhorfendur. „Þetta er að vissu leyti ný vídd í leiklist. Maður er ekki verndaður uppi á sviði og nálægðin er meiri en maður á að venjast. Það er líka erfitt að vera með áhorfendur bæði nærri og fjarri sér. Maður þarf að spanna svolitið stóran hring, ekki bara tala við fólkið sem er við hlið- ina á manni. Þetta er erfitt og um leið spennandi." Breytti leikritið sýn Margrétar á hippatímabilið? „Ég held ég hafi ver- ið búin að gera mér grein fyrir því að lífið var ekki bara dans á rósum á þessum tíma. Auðvitað voru breyt- ingarnar gifurlegar, en Cartwright kemur með annan punkt, einblínir kannski meira á svörtu hlið tímabils- ins.“ Er leikritið dæmigert Cartwright- verk að mati Margrétar? „í raun held ég að slíkt verk sé ekki til, leik- rit hans eru svo ólík. En Stone Free líkist Stræti ef til vill að því leyti að þar er brugðið upp mannlífs- myndum og ekki er um eiginlegan söguþráð að ræða. í Stræti var ein gata tekin fyrir en í Stone Free er það rokkhátíð." í aðalhlutverkum Stone Free eru: Ingvar Sigurðsson, Eggert Þorleifs- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Guð- laugE. Ólafsdóttir, Gísli Rúnar Jóns- son, Kjartan Guðjónsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jóhann G. Jó- hannsson og Emilíana Torrini. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson, tónlistarstjóri Jón Ólafsson og um leikmynd sá Axel Hallkell. Þórunn E. Sveinsdóttir hannaði búninga, Lárus Björnsson sér um lýsingu og um hljóðhönnun sér Gunnar Arna- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.