Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIVIGAR
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1996 43
+ Anna Herdís
Jónsdóttir fædd-
ist í Hvolsseli í Saur-
bæjarhreppi í Dala-
sýslu 3. júlí 1903.
Hún lést á heimili
sínu í Hveragerði
12. júni síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Staðarstað-
arkirkju 22. júní.
Kveðjuathöfn um
Önnu Herdísi var
haldin í Hveragerð-
iskirkju 21. júní.
Anna Herdís Jóns-
dóttir, fyrrum ljósmóð-
ir, er látin. Andlát hennar kom mér
að vísu ekki á óvart því ég hafði
fylgst með heilsufari hennar undan-
farna mánuði en þó er maður aldrei
tilbúinn að sætta sig við fráfall góðs
vinar.
Herdís (en undir því nafni gekk
hún ævinlega) var fædd í Hvolsseli
í Svínadal í Dalasýslu, þar sem for-
eldrar hennar bjuggu í eitt ár og
munu þau hafa verið síðustu ábúend-
ur á þessu afskekkta býli en á þeim
árum voru jarðir ekki á lausu fyrir
þá sem hófu búskap.
Foreldrar Herdísar voru þau Sig-
ríður Ólöf Andrésdóttir frá Fremri-
Brekku í Saurbæ í Dalasýslu og Jón
Guðmundsson kennari frá Núp á
Skarðsströnd í sömu sveit. Faðir Jóns
var Guðmundur Stefánsson, Sveins-
sonar, Kárasonar á Neðri-Mýrum í
Engihlíð í Engihlíðarhreppi í Húna-
vatnssýslu. Móðir Jóns var Valgerður
Brandsdóttir, Ormssonar í Fremri
Langey á Breiðafirði. Herdís var því
komin út af hinni fjölmennu Orms-
ætt við Breiðafjörð og víðar (saman-
ber nýútkomin sex bindi af Orms-
ætt, samantekin af Halldóri heitnum
Kristjánssyni).
Við Herdís vorum náskyld, þar
sem Jón faðir hennar var bróðir Sig-
ríðar móður minnar.
Árið 1912 fluttu for-
eldrar Herdísar að Hellu
í Beruvík á Snæfells-
nesi. Jón var skólastjóri
á Hellissandi, síðar
kennari í Beruvík og
Ólafsvík. Hann lést
langt um aldur fram 24.
júní 1918 aðeins 37 ára
gamall, frá fimm ung-
um börnum og var Her-
dís elst þeirra, átta ára
gömul. Fráfall Jóns var
því mikið áfall fyrir eig-
inkonu og börnin ungu.
Við Kristín kynnt-
umst Herdísi eftir að
hún fluttist til Hveragerðis ásamt
manni sínum Guðmundi Pálssyni frá
Höskuldsey við Stykkishólm. Áður
bjuggu þau á Barðastöðum í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi.
Herdís lauk ung ljósmóðurnámi
og var ljósmóðir þar vestra i áratugi
og síðan í Hveragerði. Hún var mjög
farsæl ljósmóðir.
Herdís var merkiskona, hún var
vel greind og hagmælt, sem hún fór
nú dult með. Minni hennar var frá-
bært fram á það síðasta. Unun var
að heyra hana segja frá ýmsum at-
burðum og fyrirbærum í lífi hennar
á langi’i ævi.
Herdís var mikil blómaræktarkona
og bar garðurinn þeirra í Hveragerði
þess glöggt vitni. Blóm voru hennar
yndisauki. Dvaldi hún í garðinum
sínum allt sumarið meira og minna
við að hlúa að jurtunum sínum og
sáningu fræja í litlu gróðurhúsunum
á lóðinni. Garðurinn var mjög fjöl-
breytilegur með fjölda tegunda
plantna ásamt háum tijám í kring,
fallegur í sumarskrúða.
Herdís hafði nafn á öllum þessum
tegundum jurta og hvernig átti að
meðhöndla hveija tegund og kom
hennar stálminni þar að góðu gagni.
Þá ræktaði hún mikið af inniblómum.
Aldrei fórum við svo til baka frá
Herdísi að hún fyllti ekki skottið á
bílnum með fleiri tegundum blóma,
sem við hjónin settum niður í garðin-
um okkar í Kópavogi. Ég hygg að
fleiri hafi farið með svipað nesti frá
henni, því Herdís var fyrst og fremst
veitandi frekar en þiggjandi.
Að heimsækja Herdísi var heilt
ævintýri. Hlýtt og vinalegt viðmót
glaðlegrar fullorðinnar konu, sem var
farið að láta nokkuð undan eftir lang-
an og oft erfiðan dag.
Við hjónin áttum skemmtilegar
samræður við Herdísi og fórum við
fróðari heim aftur. Herdís hafði mik-
inn áhuga á ættartölu, sérstaklega
á föðurætt sinni, Ormsættinni. Hún
fræddi mig mikið um fólk sem til-
heyrði þeirri ætt og var ég oft undt'-
andi yfir því hvað minni hennar var
afburðagott.
Herdís var sá persónuleiki, sem
aldrei fer úr huga manns, vegna
mannkosta hennar og hæfileika.
Herdís var afar siðvör kona, vönduð
í orði og verki, heldur hlédræg,
ákveðin í skoðunum, en þær voru
ætíð settar fram með stillingu og
hógværð, sem henni var svo eiginleg.
Herdís og Guðmundur eiga fjögur
börn á lífi. Þau eru: Jón, búsettur á
Akranesi, Páll í Reykjavík og dæt-
urnar tvær Sigríður og Klara búsett-
ar í Hveragerði. Allt er þetta ráðsett
og mannkostafólk. Barnabörn og
barnabarnabörn eru orðin mörg, sem
alltaf voru velkomin til ömmu.
Við söknum Herdísar mikið, en
við eigum góðar minningar um hana,
allar ánægjulegu og skemmtilegu
stundirnar á heimili þeirra hjóna í
Hveragerði, sem við þökkum af alhug
nú á kveðjustundu.
Við hittumst svo í fyllingu tímans.
Aldraður eftirlifandi eiginmaður hef-
ur mikið misst, svo og börnin og fjöl-
skyldur þeirra.
Við biðjum góðan guð að styrkja
þau öll um leið og við sendum þeim
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Svo kveðjum við Kristín þig með
hjartans þökk fyrir allt sem þú varst
okkur. Góð kona hefur kvatt þennan
heim.
Gestur og Kristín, Irlandi.
ANNA HERDIS
JÓNSDÓTTIR
EINAR ORN
BJÖRNSSON
+ Einar Örn Björnsson fæddist
á Stóra-Sandfelli í Skriðdal
15. apríl 1913. Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
17. júní síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Egilsstaðakirkju
25. júní.
Að hafa hugsjónir og góð ráð í
farteskinu, að koma þeim frá sér á
réttan hátt þannig að aðrir meðtaki
er oft vandasamt verk. Það var afi
minn, Einar Örn frá Mýnesi, laginn
við, þótt stundum á móti blési. Hug-
sjónamenn eins og hann eru oft
umdeildir fyrir að þora að hafa skoð-
un og koma henni á framfæri með
mikilli ræðusnilld og eldmóði. Lítið
man ég eftir afa mínum úr æsku,
þar sem fjarlægð milli heimila okkar
var talsverð á þeim tíma. Það var
ekki fyrr en eftir 1978, þegar foreldr-
ar mínir fluttu úr Borgarfirði austur
á Hérað að samskiptin fóru að auk-
ast. Fyrstu þijú sumur á Héraði var
ég settur í sveit í Mýnesi II, næsta
húsi við Mýnes I þar sem afi minn
bjó, þegar hann var ekki í vinnu á
Seyðisfirði eða uppi á Fljótsdals-
heiði. Eitt sinn fór ég upp á Grenis-
öldu með honum í um vikutíma. Var
það lærdómsríkt að vera þar með
honum fyrir ungan pilt. Varla leið
sá dagur þar upp frá, að einhver
kæmi ekki í heimsókn eða hefði þar
viðdvöl í lengri eða skemmri tíma.
Þar á meðal voru vísindamenn, for-
stjórar, ráðamenn eða ferðalangar.
Oft sat afi með þessu fólki og spjall-
aði um lands- eða heimsmálin yfir
kaffi eða mat. Var hann ekki að
liggja á skoðunum og hugsjónum
sínum. Einnig gaf hann fólki miklar
og merkilegar upplýsingar um gæði
og möguleika sem Fljótsdalsheiðin
liafði til að bera á hrífandi hátt. Má
með sanni segja að hann hafi þekkt
heiðina mjög vel hvort sem var að
vetri eða sumri.
Árið 1985 flutti ég til Reykjavík-
ur. Þá hittumst við þar einu sinni til
tvisvar á ári. Kom hann yfirleitt til
Reykjavíkur einu sinni á ári og dvaldi
þá oftast á Hótel Sögu. Var það
ekki óalgengt þegar ég og fjölskylda
mín bönkuðum upp á hjá honum að
hjá honum væru staddir einhveijir
háttsettir ráðamenn í þjóðfélaginu
til að ræða málin eða fá góð ráð eða
innblástur. Enda var mér sagt að
þeir hefðu kallað hann 61. þingmann-
inn þegar þingmennirnir voru aðeins
60 á Alþingi.
I apríl síðastliðnum hittum við, ég
og synir mínir, afa og langafa á
Hótel Sögu og fengum þar veitingar
JIIIIIIIIII,
Eríidrykkjur
*
■ P E R L A N
Sími 562 0200
^niniiiif
að venju. Talað var af krafti um
menn og málefni líðandi stundar.
Að kveðjustund kom eins og alltaf.
Hafði hann það fyrir venju að fylgja
okkur út að lyftu á hótelinu. í þetta
sinn var eins og gamli maðurinn vissi
að við myndum ekki sjást aftur í lif-
anda lífi og kvaddi hann okkur með
þessum orðum: „Einar, haltu ótrauð-
ur áfram, þú og þínir munuð spjara
ykkur vel í framtíðinni eins og hing-
að til.“ Slík hvatningarorð eru öllu
yngra fólki gott veganesti.
Elsku afi, guð geymi þig. Við
munutn minnast þín með söknuði.
Einar Örn Jónsson og fjölskylda.
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
mnimmm
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför okkar ást-
kæra
HARALDAR HELGASONAR,
Öxl v/Breiðholtsveg.
Jóhanna Á. Helgadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartkær systir okkar og mágkona,
ÞÓRLAUG ÓLAFÍA JÚLÍUSDÓTTIR,
Hringbraut 76,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 12. júlí kl. 13.30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu
minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Eyþór Júlíusson, Bergljót Gunnarsdóttir,
Sigríður Júlfusdóttir, Arnfinnur S. Arnfinnsson,
Þorkell Júlíusson, Erla Friðjónsdóttir,
Guðbjörg Salvör Júlíusdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
YNGVI M. GUNNARSSON
fyrrum bóndi,
Sandvfk, Bárðardal,
búsettur f Garðabæ,
sem lést að morgni 9. júlí, verður jarð-
sunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
föstudaginn 12. júlí kl. 15.00.
Minningar guðsþjónusta fer fram í Þver-
árkirkju, Laxárdal, 15. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á ungmennafélagið Ein-
ingu í Bárðardal.
G. Hinrik Yngvason, Agnetha Nyberg,
Aðalsteinn D. Stefánsson, Þórdfs Másdóttir,
Inga Hildur Yngvadóttir, Vignir Baldur Almarsson,
Gunnar Jón Yngvason, Sigrún Gestsdóttir,
Þóra Valný Yngvadóttir, Mark Neale,
barnabörn og systkini.
+
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls
bróður okkar,
BÖÐVARS JÓHANNS
GUÐMUNDSSONAR
frá Skálmardal,
Bröttukinn 6,
Hafnarfirði.
Ingvi Eii
Ólafur(
og aðrir
+
Innilegar kveðjur og þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og jarðarför
móður okkar,
DAGBJARTAR H. ANDRÉSDÓTTUR
frá Sviðnum.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Guðmundsson,
Nikulás Jensson,
+
Öllum þeim, sem heiðruðu minningu
okkar kæru systur, mágkonu og
frænku,
HERDÍSAR KRISTÍNAR
FINNBOGADÓTTUR,
Droplaugarstöðum,
áður Grettisgötu 76,
þökkum við vináttu og hlýhug við frá-
fall hennar og útför.
Einnig þökkum við starfsfólki Droplaug-
arstaða fyrir góða umönnun hennar síðustu æviár.
Albert Finnbogason, Elfsabet Benediktsdóttir,
Hólmfrfður Jóhannesdóttir
og systkinabörn.
Alúðarþakkir færum við öllum, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
fráfalls
ÓSKARS GUÐJÓNSSONAR
fyrrum starfsmanns F.S.A.,
Þórunnarstræti 85,
Akureyri.
Gréta Óskarsdóttir, Haukur Gunnarsson,
Kristbjörn Hauksson,
Margrét Hauksdóttir, Hilmar Kristinsson,
Helga Hauksdóttir, Þorsteinn Guðbjörnsson.