Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 10
■ 10 ' FIMMTUDAGUR 11. JÚUÍ 1996 MORGUN-BLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráð- herra á ferð um Langanes Þórshöfn. Morgunblaðið. Langanesið skartaði sínu fegursta sumarveðri þegar félagar úr sjálf- stæðisfélagi Þórshafnar og ná- grennis fjölmenntu þangað ásamt gestum sínum. Tilefni fararinnar var heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og Ástríðar Thor- arensen, konu hans. Meðal gesta voru einnig Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich ásamt frú. Langanesið er ein af náttúruperl- um íslands og þangað leggur ferða- fólk leið sína í síauknum mæli, þrátt fyrir seinfarinn og grýttan jeppaveg. Hinn nýi Hummer bíll björgunarsveitarinnar Hafliða reyndist vel á þeirri leið svo ágæt- Iega fór um gesti á leiðinni. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt á Langanesi og eitt af meginsérkenn- um þess. Mikil eggjatekja er í björgunum sem nýtt er enn í dag þó ekki sé hún jafnmikilvæg lífs- björg og fyrr á tímum. Stærsta kríuvarp landsins var við bæinn Skoruvík en lagðist algjörlega niður þegar bærinn fór í eyði árið 1978. Eitt af fyrstu frystihúsum landsins Merkar minjar frá gamalli tíð finnast á Langanesi og á Skálum var eitt sinn verstöð og eitt af fyrstu frystihúsum landsins var byggt þar. Árið 1924 voru 117 manns heimilisfastir á Skálum en íbúatalan tvöfaldaðist á sumrin þegar vertíðarfólk kom á sumar- vertíð. Óli Ægir Þorsteinsson , bor- inn og barnfæddur Langnesingur, var leiðsögumaður í ferðinni og lýsti á lifandi hátt liðnum atburðum og býlum þar sem áður var blómleg byggð. Þetta er í fyrsta sinn sem Davíð Oddsson og Ástríður kona hans koma á Langanes og höfðu þau að eigin sögn mikla ánægju af heim- sókninni á þetta sérstæða lands- svæði. Margt er að sjá frá liðnum tíma og má nefna leifar af belgísk- um togara sem strandaði rétt við Læknesstaði árið 1956 í svarta- þoku. Mannbjörg varð þá því varð- skip bjargaði allri áhöfninni. Fleiri minjar um erlenda sjómenn er að finna en skammt frá bænum Skoru- vík stendur kross sem minnisvarði um 11 enska sjómenn sem komust á land eftir að skip þeirra strandaði snemma á nítjándu öld. Aftakaveð- ur var og urðu mennirnir úti aðeins 1 km frá bænum Skoruvík, að und- anskildum skipstjórarfum sem einn komst lífs af. fugla niðaði í ægidjúpum Langa- nesbjarganna. Menn og konur gleymdu sér um stund í þessari veröld meðan nestið var snætt úti í guðsgrænni náttúrunni, fjarri hinu daglega amstri. Gestirnir af- þökkuðu gott boð um að síga í björgin að þessu sinni - kannski næst! Eftir að hafa gengið um gömlu rústirnar á Skálum var tími kominn til heimferðar og það stóðst á end- um þvi grá þokan beið þá ekki boðanna og loppur hennar læddust inn nesið þegar ferðafólkið hafði kvatt staðinn. Langanesfuglinn Á Hótel Jórvík beið hátíðarkvöld- verður gestanna og sagði Davíð Oddsson að þar væri ekki í kot vís- að. Létt var yfir fólki eftir góðan dag og lýstu forsætisráðherrahjónin ánægju sinni með skemmtilega og fróðlega ferð. Við lok borðhalds var hjónunum afhent sérstæð gjöf frá sjálfstæðisfélaginu hér - táknræn fyrir Langanesið. Gjöfin var fugl í lögun eins og Langanesið, handunn- inn úr blágrýti frá Langanesfjörun- um pg er fuglinn hannaður af Krist- ínu Öldu Kjartansdóttur á Þórshöfn. Hjónin Davíð og Ástríður kunnu vel að meta þessa táknrænu gjöf og verður fuglinn þeim traustur minn- isvarði um heimsóknina á Langanes. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, séð í gegnum gluggaop á gömlum húsarústum á Skálum, en þar var verstöð áður fyrr og eitt af fyrstu frystihús- um landsins var byggt þar. Veðurblíðan lék við ferðalangana og hljómkviða frá þúsundum bjarg- Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HÓPURINN gægist fram af bjargbrúninni á Langanesbjörgum.. Endurskoðun skaðabótalaga Nefnd skipuð fljótlega VERIÐ er að undirbúa skipan nefnd- ar sem á að vinna að heildarendur- skoðun skaðabótalaga og á nefndin að skila af sér fyrir haustið 1997. Að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra er gert ráð fyrir að nefndin taki fljótlega til starfa en í henni munu væntanlega eiga sæti þrír menn. „Við erum að vinna í því að skipa nefndina en það er ekki alveg frágengið hveijir fara í hana,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að nefndin myndi væntanlega reyna að meta reynsluna af þeim breytingum sem orðið hafa á skaðabótalögunum, en síðastliðið vor var gerð sú breyting á lögunum að svonefndur margföldunarstuðull, sem mælir fjárbætur vegna örorku, var hækkaður úr 7,5 í 10 frá og með 1. júlí síðastliðnum. ----» ♦ «-- Útsölur hefjast í Kringhmni FLESTAR verslanir í Kringlunni hefja sumarútsölur í dag. Dæmi eru um allt að 70% afslátt, segir í frétt frá Kringlunni. Við Kringluna eru um 2.000 ókeypis bílastæði fyrir viðskiptavini. Einnig er í boði barnagæsla. Ævin- týra-Kringlan er á 3. hæð en þar geta börn frá 2-8 ára aldri leikið sér á meðan foreldrar versla. Sumar- útsölutímabil verslana í Kringlunni stendur yfir frá 11. júní til 17. ágúst. ----«------ Skógarferð í Hafnarfirði FARIÐ verður í skógarferð á vegum Skógræktarfélags Hafnaríjarðar í kvöld og lagt upp frá Gróðrarstöð- inni á Húshöfða klukkan átta. Gengið um skógræktarsvæðið þar og við Hvaleyrarvatn og ýmsum fróð- leiksmolum miðlað um það, sem þar er að sjá. Gróskan á þessu suinri hefur verið með eindæmum og þau stakkaskipti náttúrunnar, sem orðið hafa við Hvaleyrarvatn og víðar, gefa góða hugmynd um hvernig umhverfi Hafnarfjarðar mun verða í framtíðinni. Félagar í Skógræktarfé- laginu og aðrir eru hvattir til að mæta í kvöld en önnur skógarganga verður 8. ágúst nk. Verður þá geng- ið í Skólahvamm í Undirhlíðum. Opið hús í dag frá kl. 17-19 Viðarrimi 3 Komdu og skoðaðu nýtt steinsteypt íslensk hús. Fullbúið að utan og rúmlega tilbúið undir tréverk að innan.Minni hús 153 fm stærri hús 163 fm allt á einni hæð innbyggður bílskúr. Húsin afhendast fullbúin að utan fokheld að innan eða lengra komin allt eftir óskum kaupanda. Verö frá kr. 8.160.000.- SÍMI 5625722-FAX 5625725 BORGARTÚN 24 Til sölu í Hafnarfirði Álfaskeið 98: Góð 2ja herb. íbúð 58 fm á 1. hæð í fjöl- býlishúsi. Parket. Bílskúr. Verð aðeins 5,3 millj. Miðvangur 41: 57 fm falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. r Hraunbær Falleg 4ra herbergja íbúð á 4. hæð. 3 stór svefnherb. Fallegt útsýni. Parket. Skipti möguleg á minni eign. Laus strax. Séreign - fasteignasala, Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. 9-18 virka daga. LOKOia\ Opið £

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.