Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 29 KVIKMYNDIR Iláskólabíó „BARB WIRE“ ★ Lcikstjóri: David Hogan. Handrit: Chuck Pfarrir og Ilene Chaiken. Adalhlutverk: Pamela Anderson Lee, Steve Railsback, Temuera Morrison, Victoria Rowill. Propag- anda Films. 1996. KYNBOMBAN Pamela Ander- son fyllir út fleiri dálksentimetra í heimspressunni en nokkurt annað mannlegt fyrirbæri á jörðinni. Hún má ekki líta út um eldhúsgluggann án þess að lenda í fólki í fréttum. Bíómyndirnar hlutu að nýta sér athyglissýkina tengdri Pamelu fyrr eða síðar og það ætti engum að koma á óvart að kroppurinn og bijóstin fara með aðalhlutverk- SKÁLHOLTSKIRKJA Hátíðarhelgi Hljómeykis í Skálholts- kirkju HÁTÍÐARHELGI hefst hjá söng- hópnum Hljómeyki laugardaginn 13. júlí í tilefni 10 ára samstarfs við Sumartónleika í Skálholts- kirkju. Hljómeyki verður með tvenns konar efnisskrá um helgina: Laug- ardaginn 13. júlí kl. 15 verða kór- verk Hildigunnar Rúnarsdóttur flutt, m.a. frumflutningur á Þrem- ur Davíðssálmum fyrir kór, ein- söngvara og orgel og kl. 17 verða flutt mótettan Jesu, meine Freude eftir J.S. Bach, Sechs Sprúche eftir F. Mendelsohn og kantatan Rejoice in the Lamb eftir B. Britt- en. Douglas A. Brotchie leikur á orgel og stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Sunnudaginn 14. júlí kl. 17 verður kórverk Hildigunnar Rún- arsdóttur endurflutt og kl. 17 verður messa þar sem flutt verða sálmaútsetningar Hildigunnar. Boðið er upp á barnagæslu í Skálholtsskóla meðan á tónleikum stendur og er aðgangur sem áður ókeypis. SAFNAPU ÍVALAFERNU-FLIPUM OC SVALA-FROSTPINNABRÉFUMOC PÚSLAOU OC ÞEVTTU SVIFDISKI I ALLT SUMAR. _______LISTIR____ Kynbomba kemst í hann krappan in í fyrstu bíómyndinni hennar, „Barb Wire“. í henni leikur hún hasarblaða- persónu í framtíðinni þegar borgarastríð geisar í Bandaríkjun- um. Hún er Mad Max í eggjandi netsokkabuxum og efnislitlu svörtu leðri, sem dregur mjög fram nýjustu bijóstastækkunina. Leik- stjórinn David Hogan þekkir sinn áhorfendahóp betur en flestir aðr- ir og er meira í mun að skila inn góðum myndum af Pamelu í leðr- inu en skapa almennilegan b- mynda hasar. Kynbomban á að selja þessa mynd pökkuð þétt- ingsfast í kynæsandi umbúðir. Hogan veit sem er að ef það er eitthvað sem getur selt þessa myndarnefnu á annað borð þá er það kroppurinn á Pamelu. „Barb Wire“ er nánast endur- gerð á „Casablanca" atriði fyrir atriði þar sem sjálf Pamela er í hlutverki kaffihússeigandans sem Humphrey Bogart gerði ódauðleg- an. Þetta er árið 2017 og Pamela rekur dansstaðinn Hamarhaus á frísvæðinu Stálhöfn en þangað koma maður og kona á flótta und- an fasistaöflum í Bandaríkjunum, sem eru æði nasistalega útlítandi undir stjórn sadistans Steve Ra- ilsback. Flóttamaðurinn er að sjálfsögðu gamall kærasti Pamelu, leikinn af Temuera Morrison, fant- inum í Eitt sinn stríðsmenn, og það vantar bara Sam við píanóið til að fullkomna eftiröpunina. „Barb Wire“ er ómerkileg b- mynd í flesta staði en þeir sem missa ekki af Pamelu í blöðunum geta sjálfsagt haft gaman af henni í leðrinu. Arnaldur Indriðason BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 ÚT- RÝMtNGARSALA Á NOTUÐUM BÍLUM ENGIN ÚTBORGUN! Lán í allt að 4 ár. Mjög mikið úrvai góðra notaðra bíla á STÓRLÆKKUÐU verði og hreint frábærum kjörum. Láttu ekki þetta tækifæri þér úr greipum ganga því þetta verður ekki endurtekið á næstunni. (E) Euro og VISA BÍLA Sævarhöfða 2 S: 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar Bifreiðaverkst. Sigurðar Vald. Akureyri • Lykill Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.