Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 29

Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 29 KVIKMYNDIR Iláskólabíó „BARB WIRE“ ★ Lcikstjóri: David Hogan. Handrit: Chuck Pfarrir og Ilene Chaiken. Adalhlutverk: Pamela Anderson Lee, Steve Railsback, Temuera Morrison, Victoria Rowill. Propag- anda Films. 1996. KYNBOMBAN Pamela Ander- son fyllir út fleiri dálksentimetra í heimspressunni en nokkurt annað mannlegt fyrirbæri á jörðinni. Hún má ekki líta út um eldhúsgluggann án þess að lenda í fólki í fréttum. Bíómyndirnar hlutu að nýta sér athyglissýkina tengdri Pamelu fyrr eða síðar og það ætti engum að koma á óvart að kroppurinn og bijóstin fara með aðalhlutverk- SKÁLHOLTSKIRKJA Hátíðarhelgi Hljómeykis í Skálholts- kirkju HÁTÍÐARHELGI hefst hjá söng- hópnum Hljómeyki laugardaginn 13. júlí í tilefni 10 ára samstarfs við Sumartónleika í Skálholts- kirkju. Hljómeyki verður með tvenns konar efnisskrá um helgina: Laug- ardaginn 13. júlí kl. 15 verða kór- verk Hildigunnar Rúnarsdóttur flutt, m.a. frumflutningur á Þrem- ur Davíðssálmum fyrir kór, ein- söngvara og orgel og kl. 17 verða flutt mótettan Jesu, meine Freude eftir J.S. Bach, Sechs Sprúche eftir F. Mendelsohn og kantatan Rejoice in the Lamb eftir B. Britt- en. Douglas A. Brotchie leikur á orgel og stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Sunnudaginn 14. júlí kl. 17 verður kórverk Hildigunnar Rún- arsdóttur endurflutt og kl. 17 verður messa þar sem flutt verða sálmaútsetningar Hildigunnar. Boðið er upp á barnagæslu í Skálholtsskóla meðan á tónleikum stendur og er aðgangur sem áður ókeypis. SAFNAPU ÍVALAFERNU-FLIPUM OC SVALA-FROSTPINNABRÉFUMOC PÚSLAOU OC ÞEVTTU SVIFDISKI I ALLT SUMAR. _______LISTIR____ Kynbomba kemst í hann krappan in í fyrstu bíómyndinni hennar, „Barb Wire“. í henni leikur hún hasarblaða- persónu í framtíðinni þegar borgarastríð geisar í Bandaríkjun- um. Hún er Mad Max í eggjandi netsokkabuxum og efnislitlu svörtu leðri, sem dregur mjög fram nýjustu bijóstastækkunina. Leik- stjórinn David Hogan þekkir sinn áhorfendahóp betur en flestir aðr- ir og er meira í mun að skila inn góðum myndum af Pamelu í leðr- inu en skapa almennilegan b- mynda hasar. Kynbomban á að selja þessa mynd pökkuð þétt- ingsfast í kynæsandi umbúðir. Hogan veit sem er að ef það er eitthvað sem getur selt þessa myndarnefnu á annað borð þá er það kroppurinn á Pamelu. „Barb Wire“ er nánast endur- gerð á „Casablanca" atriði fyrir atriði þar sem sjálf Pamela er í hlutverki kaffihússeigandans sem Humphrey Bogart gerði ódauðleg- an. Þetta er árið 2017 og Pamela rekur dansstaðinn Hamarhaus á frísvæðinu Stálhöfn en þangað koma maður og kona á flótta und- an fasistaöflum í Bandaríkjunum, sem eru æði nasistalega útlítandi undir stjórn sadistans Steve Ra- ilsback. Flóttamaðurinn er að sjálfsögðu gamall kærasti Pamelu, leikinn af Temuera Morrison, fant- inum í Eitt sinn stríðsmenn, og það vantar bara Sam við píanóið til að fullkomna eftiröpunina. „Barb Wire“ er ómerkileg b- mynd í flesta staði en þeir sem missa ekki af Pamelu í blöðunum geta sjálfsagt haft gaman af henni í leðrinu. Arnaldur Indriðason BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 ÚT- RÝMtNGARSALA Á NOTUÐUM BÍLUM ENGIN ÚTBORGUN! Lán í allt að 4 ár. Mjög mikið úrvai góðra notaðra bíla á STÓRLÆKKUÐU verði og hreint frábærum kjörum. Láttu ekki þetta tækifæri þér úr greipum ganga því þetta verður ekki endurtekið á næstunni. (E) Euro og VISA BÍLA Sævarhöfða 2 S: 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar Bifreiðaverkst. Sigurðar Vald. Akureyri • Lykill Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.