Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 23 ERLENT ÞAÐ var ekkert sjálfsagt við sigur Borís Jeltsíns í forsetakosningun- um 3. júlí. Fylgi hans náði ekki einu sinni tveggja stafa tölu í upp- hafi árs. Þegar upp var staðið sigr- aði Jeltsín hins vegar Gennadí Zjúganov, forsetaframbjóðanda kommúnista, með um 13 prósentu- stiga mun. Einum hornsteinanna að sigri Jeltsíns hefur verið haldið leyndum til þessa, en í tímaritinu Time og Nightline, fréttaskýring- arþætti bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar ABC, var greint frá því í vikunni að hópur bandarískra sérfræðinga hefði gegnt lykilhlut- verki. Bandaríkjamennirnir, sem mest mæddi á, voru fjórir. Þeir notuðu skoðanakannanir, rýnihópa, nei- kvæðar auglýsingar og aðrar þær aðferðir, sem hafa verið snar þátt- ur í pólitískri baráttu í Bandaríkj- unum. Það var fyrir þeirra tilstilli að í kosningabaráttu Jeltsíns var hamrað á ógnum kommúnismans og Sovéttímans í auglýsingum og gefið til kynna að sagan myndi endurtaka sig, sigraði Zjúganov. Þessir fjórir menn voru George Gorton, sem unnið hafði fyrir Pete Wilson, ríkisstjóra Kaliforníu, Joe Shumate, sérfræðingur í tölfræði og könnunum, Richard Dresner, sem meðal annars hafði unnið fyr- ir Bill Clinton Bandaríkjaforseta þegar hann sóttist eftir ríkisstjóra- embætti í Arkansas, og Steven Moore, sérfræðingur í Almanna- tengslum. Leynd ofar öllu Mikil áhersla var lögð á að halda þætti Bandaríkjamannanna leynd- um. Zjúganov sakaði Jeltsín um að vera handbendi Vesturlanda. Kæmust stuðningsmenn hans á snoðir um áhrif bandarískra ráð- gjafa í kosningaherbúðum forset- ans myndu þeir segja að það sann- aði fullyrðingu þeirra um að undir stjórn Jeltsíns væri Rússland ekk- ert anhað en nýlenda. Bandaríkja- mennirnir hittu því aldrei Jeltsín. Þeirra tengiliður var hins vegar einn valdamesti aðiljinn i kosn- ingavél Jeltsíns, Tatjana Dýatsj- enko, dóttir hans. Hún hafði enga pólitíska reynslu, naut fyllsta trausts föður síns og hafði engra annarlegra hagsmuna að gæta DÆMI um auglýsingar. Önnur minnir á ógnir Sovétríkjanna. Hin sýnir kjörorð um að halda skuli fram veginn, en ekki aftur. Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosninga- baráttu Jeltsíns Fjórir Bandaríkjamenn áttu snaran þátt í að tryggja Borís Jeltsín endurkjör. Fara varð með þátt þeirra í kosningabaráttunni sem mannsmorð fyrir kosningar, en nú er að koma í ljós hvaða áhrif þeir höfðu. þannig að pólitísku refirnir gátu ekki grafið undan henni. Aðferðir Bandaríkjamannanna áttu ekki upp á pallborðið í upp- hafi. Þegar þeir lögðu til að svo- kölluð „sannleikssveit“ yrði látin elta Zjúganov á röndum og gera hróp að honum til að fá hann til að missa stjórn á skapi sínu, fannst Dýatsjenko það óheiðarlegt. FJÓRIR Bandaríkjamenn áttu snaran þátt í að skipuleggja kosn- ingabaráttu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Hér sjást þeir í vinnuherbergi sínu á Forsetahótelinu í Moskvu. Þeir eru (f.v.) Steven Moore, George Gorton, Joe Shumate og Richard Dresner. Uppræta þurfti tvenns konar töldu þeir nóg að styðjast við skoð- misskilning meðal stuðnings- anakannanir, sem birtust í blöðum, manna Jeltsíns. Annars vegar til að skipuleggja kosningabarátt- una. Hins vegar töldu þeir reynslu ýmissa bandamanna þeirra, sem höfðu tapað í þingkosningunum í nóvember, sýna að pólitískar aug- lýsingar væru gagnslausar í Rúss- landi. Bandaríkjamennirnir sögðu aft- ur á móti að skoðanakannanirnar væru gagnslausar og ónákvæmar, auk þess, sem þær mældu ekki það, sem mestu máli skipti; hvern- ig kjósendur myndu bregðast við ef Jeltsín setti ákveðið mál á odd- inn. „Þeir héldu að þeir gætu unnið með því að segja frammámönnum á borð við forstjóra fyrirtækja að segja starfsmönnum sínum hvern- ig þeir ættu að kjósa,“ sagði Shumate. Athygli beint frá Jeltsín Bandaríkjamennirnir voru frá upphafi vissir um það að Jeltsín mundi tapa kosningunum ef þær snerust um frammistöðu hans í forsetastóli og skoðanakannanir sýndu að rúmlega 60 af hundraði kjósenda töldu að hann væri spillt- ur og rúmlega 65 af hundraði að hann hefði rústað efnahagslífinu. Þeir sögðu að það væri aðeins ein leið til sigurs. Leggja yrði áherslu á að Jeltsín væri eini kost- urinn ætti að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista. Um leið yrði að sannfæra kjósendur um nauðsyn þess að afstýra því að kommúnistar kæmust til valda, hvað sem það kostaði. Rússarnir í kosningaherbúðum Jeltsíns voru ekki sannfærðir í upphafi, en Bandaríkjamönnunum tókst að telja þá á sitt band. Svo fór að ráðum bandarísku sérfræð- inganna var fylgt út í ystu æsar. Auglýsingar Jeltsíns voru uppfull- ar af hrikalegum myndum frá tím- um Sovétríkjanna. Áhersla á að upplausn og borgarastyijöld myndu sigla í kjölfarið á kosninga- sigri kommúnista var engin tilvilj- un. í skoðanakönnunum Banda- ríkjamannanna höfðu hinir að- spurðu sagst óttast mest að glund- roði yrði afleiðing kosninganna. Hver, sem áhrifamáttur hinna bandarísku sérfræðinga var, tókst Jeltsín að lokum að vinna upp af- gerandi forskot Zjúganovs og tryggja sér endakjör á lokasprett- inum. h«íra.n sem wóð. nofðmg/um sæmir! 3l!í4''"*«fi28ES»® sem íeif*í«Al '*»s|»pWia|ÍMtímita“»9rStesj 4«iSwíSsfö« CU: — -ii. , ... 3.0 [ritvinnsla ClansVV M/.______ Apple-umboOjo Sk/pho/t/21 •sími- ui cm H™aSaa:hítp',5iV..,faíS"505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.