Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 23

Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 23 ERLENT ÞAÐ var ekkert sjálfsagt við sigur Borís Jeltsíns í forsetakosningun- um 3. júlí. Fylgi hans náði ekki einu sinni tveggja stafa tölu í upp- hafi árs. Þegar upp var staðið sigr- aði Jeltsín hins vegar Gennadí Zjúganov, forsetaframbjóðanda kommúnista, með um 13 prósentu- stiga mun. Einum hornsteinanna að sigri Jeltsíns hefur verið haldið leyndum til þessa, en í tímaritinu Time og Nightline, fréttaskýring- arþætti bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar ABC, var greint frá því í vikunni að hópur bandarískra sérfræðinga hefði gegnt lykilhlut- verki. Bandaríkjamennirnir, sem mest mæddi á, voru fjórir. Þeir notuðu skoðanakannanir, rýnihópa, nei- kvæðar auglýsingar og aðrar þær aðferðir, sem hafa verið snar þátt- ur í pólitískri baráttu í Bandaríkj- unum. Það var fyrir þeirra tilstilli að í kosningabaráttu Jeltsíns var hamrað á ógnum kommúnismans og Sovéttímans í auglýsingum og gefið til kynna að sagan myndi endurtaka sig, sigraði Zjúganov. Þessir fjórir menn voru George Gorton, sem unnið hafði fyrir Pete Wilson, ríkisstjóra Kaliforníu, Joe Shumate, sérfræðingur í tölfræði og könnunum, Richard Dresner, sem meðal annars hafði unnið fyr- ir Bill Clinton Bandaríkjaforseta þegar hann sóttist eftir ríkisstjóra- embætti í Arkansas, og Steven Moore, sérfræðingur í Almanna- tengslum. Leynd ofar öllu Mikil áhersla var lögð á að halda þætti Bandaríkjamannanna leynd- um. Zjúganov sakaði Jeltsín um að vera handbendi Vesturlanda. Kæmust stuðningsmenn hans á snoðir um áhrif bandarískra ráð- gjafa í kosningaherbúðum forset- ans myndu þeir segja að það sann- aði fullyrðingu þeirra um að undir stjórn Jeltsíns væri Rússland ekk- ert anhað en nýlenda. Bandaríkja- mennirnir hittu því aldrei Jeltsín. Þeirra tengiliður var hins vegar einn valdamesti aðiljinn i kosn- ingavél Jeltsíns, Tatjana Dýatsj- enko, dóttir hans. Hún hafði enga pólitíska reynslu, naut fyllsta trausts föður síns og hafði engra annarlegra hagsmuna að gæta DÆMI um auglýsingar. Önnur minnir á ógnir Sovétríkjanna. Hin sýnir kjörorð um að halda skuli fram veginn, en ekki aftur. Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosninga- baráttu Jeltsíns Fjórir Bandaríkjamenn áttu snaran þátt í að tryggja Borís Jeltsín endurkjör. Fara varð með þátt þeirra í kosningabaráttunni sem mannsmorð fyrir kosningar, en nú er að koma í ljós hvaða áhrif þeir höfðu. þannig að pólitísku refirnir gátu ekki grafið undan henni. Aðferðir Bandaríkjamannanna áttu ekki upp á pallborðið í upp- hafi. Þegar þeir lögðu til að svo- kölluð „sannleikssveit“ yrði látin elta Zjúganov á röndum og gera hróp að honum til að fá hann til að missa stjórn á skapi sínu, fannst Dýatsjenko það óheiðarlegt. FJÓRIR Bandaríkjamenn áttu snaran þátt í að skipuleggja kosn- ingabaráttu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Hér sjást þeir í vinnuherbergi sínu á Forsetahótelinu í Moskvu. Þeir eru (f.v.) Steven Moore, George Gorton, Joe Shumate og Richard Dresner. Uppræta þurfti tvenns konar töldu þeir nóg að styðjast við skoð- misskilning meðal stuðnings- anakannanir, sem birtust í blöðum, manna Jeltsíns. Annars vegar til að skipuleggja kosningabarátt- una. Hins vegar töldu þeir reynslu ýmissa bandamanna þeirra, sem höfðu tapað í þingkosningunum í nóvember, sýna að pólitískar aug- lýsingar væru gagnslausar í Rúss- landi. Bandaríkjamennirnir sögðu aft- ur á móti að skoðanakannanirnar væru gagnslausar og ónákvæmar, auk þess, sem þær mældu ekki það, sem mestu máli skipti; hvern- ig kjósendur myndu bregðast við ef Jeltsín setti ákveðið mál á odd- inn. „Þeir héldu að þeir gætu unnið með því að segja frammámönnum á borð við forstjóra fyrirtækja að segja starfsmönnum sínum hvern- ig þeir ættu að kjósa,“ sagði Shumate. Athygli beint frá Jeltsín Bandaríkjamennirnir voru frá upphafi vissir um það að Jeltsín mundi tapa kosningunum ef þær snerust um frammistöðu hans í forsetastóli og skoðanakannanir sýndu að rúmlega 60 af hundraði kjósenda töldu að hann væri spillt- ur og rúmlega 65 af hundraði að hann hefði rústað efnahagslífinu. Þeir sögðu að það væri aðeins ein leið til sigurs. Leggja yrði áherslu á að Jeltsín væri eini kost- urinn ætti að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista. Um leið yrði að sannfæra kjósendur um nauðsyn þess að afstýra því að kommúnistar kæmust til valda, hvað sem það kostaði. Rússarnir í kosningaherbúðum Jeltsíns voru ekki sannfærðir í upphafi, en Bandaríkjamönnunum tókst að telja þá á sitt band. Svo fór að ráðum bandarísku sérfræð- inganna var fylgt út í ystu æsar. Auglýsingar Jeltsíns voru uppfull- ar af hrikalegum myndum frá tím- um Sovétríkjanna. Áhersla á að upplausn og borgarastyijöld myndu sigla í kjölfarið á kosninga- sigri kommúnista var engin tilvilj- un. í skoðanakönnunum Banda- ríkjamannanna höfðu hinir að- spurðu sagst óttast mest að glund- roði yrði afleiðing kosninganna. Hver, sem áhrifamáttur hinna bandarísku sérfræðinga var, tókst Jeltsín að lokum að vinna upp af- gerandi forskot Zjúganovs og tryggja sér endakjör á lokasprett- inum. h«íra.n sem wóð. nofðmg/um sæmir! 3l!í4''"*«fi28ES»® sem íeif*í«Al '*»s|»pWia|ÍMtímita“»9rStesj 4«iSwíSsfö« CU: — -ii. , ... 3.0 [ritvinnsla ClansVV M/.______ Apple-umboOjo Sk/pho/t/21 •sími- ui cm H™aSaa:hítp',5iV..,faíS"505

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.