Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 17 NEYTENDUR Neytendasamtökin og fasteignasalar Brjóta skilmálar í sölu- umboði samkeppnislög? NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent erindi til Sam- keppnisstofnunar þar sem þau telja samningsskil- mála í söluumboði Félags fasteignasala bijóta gegn 20 grein samkeppnislaga og því óheimila. Að sögn Sigríðar A. Arnardóttur lögfræðings Neytenda- samtakanna er um að ræða þá skilmála í sölu- umboði sem kveða á um að eigandi eignar í einka- sölu skuldbindi sig til að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og hann eigi rétt til umsaminnar sölu- þóknunar úr hendi seljenda jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við þegar eignin er boðin fram í makaskiptum. Sig- ríður segir að Neytendasamtökin telji fyrirvarann um skriflega upp- sögn ekki nægilega skýrt aðgreinda frá öðrum skilmálum þannig að neytanda sé gerð skýr grein fyrir skyldum sínum. „Slík framsetning á skilmálunum er mjög villandi, ekki síst vegna þess að í fasteigna- viðskiptum hefur munnleg uppsögn á söluumboði tíðkast." Óeðlileg og ósanngjörn ákvæði „Við teljum að þessi ákvæði séu óeðlileg og ósanngjörn. Þau stang- ast á við samkeppnislög. Með þessu móti eru fasteignasalar að áskilja sér þóknun án tillits til þess hvort nokkur vinna hafi verið lögð fram við sölu eignarinnar", segir Sigríð- ur. Hún segir að nokkur dæmi séu um að fasteignasalar hafi krafist söluþóknunar þrátt fyrir að aðrir hafi séð um sölu fasteignarinnar. „Það er óþolandi að neytendur skuli þurfa að borga tveimur fasteigna- sölum þóknun þar sem þeir hafi ekki sagt skriflega upp samningi. Það er almenn viðskiptavenja að ekki sé hægt að krefjast þóknunar fyrir vinnu sem ekki er innt af hendi. Neytendur eru með þessum samningi þvingaðir til að segja upp skriflega með 30 daga fyrirvara og eru þeim ekki gerð skýr grein fyrir því, að minnsta kosti ekki í þeim tilfellum sem við höfum fengið til okkar hér hjá Neytendasamtökun- um.“ Benda neytendum á gera breytingar Sigríður segir að Neytendasam- tökin vilji benda fólki á að gera breytingar á söluumboðum þegar það geri samning við fasteignasölu eða benda fólki á að senda inn skrif- lega uppsögn sé það þegar með slík- an samning og óski að taka eignina úr einkasölu. „Aðalatriðið með þessum ábend- ingum er að vekja athygli fólks á þessum skilmálum svo það sitji ekki í súpinni og sé krafið um sölulaun hjá tveimur fasteignasölum. Þetta eru háar upphæðir sem verið er að tala um.“ Einkasala til hagsbóta fyrir neytendur Jón Guðmundsson formaður Fé- lags fasteignasala vísar þessum athugasemdum Neytendasamtak- anna á bug. „Um er að ræða staðl- að, staðfest skjal af hálfu dóms- málaráðuneytisins sem birtist í B deild Stjórnartíðinda þó vissulega höfum við í Félagi fasteignasala komið að gerð þessa skjals. Þessum skilmálum var breytt í febrúar árið 1995 en fyrir þann tíma hafði gilt söluumboð frá árinu 1988.“ Hann segir að í fyrra söluumboði hafi ekki verið kveðið nákvæmiega á um það hvað einkasala raunveru- lega þýddi. „Það féll dómur í júní árið 1994 þar sem dómsniðurstaða var með þeim hætti að dómarinn gat ekki með nokkru móti séð hvað átt var við með einkasölu þar sem hún er ekki skýrð í lögum um fast- eignasölu. Þess vegna var nánar kveðið á um það í síðara söluum- boði sem gefið var út árið 1995.“ Jón segir það til hags- bóta fyrir seljendur að skrá eign í einkasölu þar sem um talsvert lægra sölugjald er að ræða en í almennri sölu og verði að telja það ákveðna neyt- endavernd. „Ég á erfitt með að skilja afstöðu Neytendasamtakanna að þeir skuli taka á málinu með þessum hætti. Þegar fram líða stundir kann þetta að koma sér illa fyr- ir seljendur því þetta mál getur leitt til þess að hætt verður að semja um einkasölu og þá þurfa allir að greiða fullt gjald. Ég tel það mjög varhugavert af Neytendasamtökunum að taka af- stöðu með einu sérstöku kærumáli sem þau hafa ekki einu sinni upp- lýst okkur , í Félagi fasteignasala hvert er.“ Eru frjálsir samningar Jón segist vilja vekja athygli á því að auk meðlima í Féiagi fast- eignasala þá noti umrætt skjal flest- ir þeir sem starfí við fasteignasölu hér á landi. Hann leggur áherslu á að þetta eru fijálsir samningar og fólki í sjálfsvald sett hvort það vill eignina sína setta í almenna sölu eða einkasölu. „Komi í ljós að um- rætt skjal samræmist ekki lögum og velsæmi verðum við síðastir til að draga lappirnar í því að koma við nauðsynlegum leiðréttingum á því“. - Telur þú að fasteignasalar upp- lýsi seljendur almennt um þessi ákvæði í söluumboði? „í báðum tilvikum, eldra söluum- boði og því nýja er skýrt kveðið á um að allar breytingar fari fram skriflega. Allt tal um að munnlega hafi verið sagt upp samningi á ekki við rök að styðjast. Það er venja að skriflegum samningum sé breytt skriflega þar sem það hefur í för með sér aukið réttaröryggi fyrir báða hlutaðeigandi. Söluumboðið er skýrt en það er spurning hvort ekki mætti færa uppsagnarákvæðið undir ákvæðið um einkasölu þar sem ijallað er um tilhögun sölu. Ég geri hinsvegar fastlega ráð fyrir að menn geti les- ið þetta skýrt út úr söluumboðum eins og þau eru.“ a r Ferskvtr fyMklin^w á ýívMvírtúde^í .LAia Marineraðar kjúkiingabringur með ferskum íslenskum kryddjurtum (Uppskrift fyrir fjóra) 8 ferskar kjúklingabringur 1/2 rauð paprika, fínt hökkuð 1-2 skallotlaukar, fínt hakkaðir 1 dl blandaðar íslenskar kryddjurtir 1/2 dl jómfrúarólífuolía safi úr 1/2 sítrónu Svona kjúklingabringur henta bæði á grill og til steikingar á pönnu. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort skinnið er fjarlægt af kjúklingabringunum eða ekki. Meðan á steikingu stendur söltum við og piprum. Eins og með alla kjúklingarétti þá verða þeir að vera ’ gegnumsteiktir. Þessar marineruðu kjúklingabringur bragðast einkar vel með rjómalöguðu pasta eða góðu salati. Sumarréttur fyrir nútímafólk. 1 f W Látið kjúklingabringurnar i djúpt mót og stráið paprikunni og skallotlauknum yfir. Fjarlægið stilkana af kryddjurtun- um og hakkið þær fínt. Stráið yfir. Látið ólífuolíuna og sítrónusafann yfir og blandið öllu vel saman. Látið standa í kæli í 4 - 8 tíma. HAGKAUP - prirflölsbfldutuL- • • i Norðurárdal, Borgarfirði. Sími 435 0005, Fax 435 0020. Sumartilboð: Matur, drykkur og gisting, verð 4.650 á mann. f Sælkerahlaðboð á sunnudögum, verð aðeins 1.600 á mann. c í veitingasal: Sérréttaseðill - réttir dagsins. * Fullt vínveitingaleyfi. Einstök náttúrufegurð og frábærar gönguleiðir við allra hæfi. * Svefnpokapláss, gufa, Ijósabekkur. * Verslunarmannahelgarpakki. Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst. N°7 NÝTT 1 Hrukkurnar koma líka fyrir neðan háls! TILBOÐ Body lotion langtíma djúpnaering kr. 990 Body skrúbb stinnir og endurbaetir kr. 990 Handáburður íyrir hendur og neglur kr. 590 FÆST f BETRI SNYRTIVÖRU- VERSLUNUM OG APÓTEKUM. J 31 ár á íslandi! Solignum Ertu viðbúinn veðri og vindum? Solignum Arthiteciural Fekjandi vörn í ýmsum litum sem hrindir frá sér vætu en leyfir lofti að leika um viðinn. Einnig fyrir járn og stein. . HAOo Krb'1 ræður góða verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liturinn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. Lifii Sérverslun ...rétti liturinn, rétta ver&ið, rétta fólki& Síðumúla 15, sími 553 3070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.