Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 LISTIR MORGU NBLAÐIÐ S° • Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4,0 lítrar • 750wött ( Nýtt sparar 30% orku skilar sama sogkrafti og 1400w mótor) BRÆÐURNIR t-:* vi ‘j' # Wm ii æ I fö s 1|€ Eh W 30% orkusparnaburl Rosso ryksugan kemur í vandaSri tösku sem hefur margvíslegt notagildi Umboösmenn um alít land ' ' ' inga, Borgamesi. Biómsturveiiír, Heiiissandi. :rvfk.Straumur,lsatirði. i.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsb. i, Egiisstööum. Verslunin Vlk, Naskaupsst elfossi. Rás, Þorlákshötn. Jón Þorbergsson, K Akureyri. Kraftmikil grafíklist Úmbra TRÉRISTUR/ÆTINGAR Karen Kunc. Mánud - föstud. 13-18. Laugard.og sunnud 14-18. Lokað mánudaga. Til 17 júlí. Aðgangur ókeypis. í aprílmánuði sl. sýndi banda- ríska grafíklistakonan Karen Kunch stórar og litríkar tréristur í Hafnar- borg, sem dijúga athygli vöktu meðal íslenzkra starfsbræðra henn- ar. Margar þeirra voru í yfirstærð KAREN Kunc: Heyrnarfæri. Trérista, 1995. MANSÚR Sattarov: Stefnumót við vorið. Temperaádúk, 1991. ef tekið er mið að meðalstærð graf- íkmynda á alþjóðamarkaði, og að auki svo Iitríkar að þær skáru í augu. Greinilega mátti kenna þá fjölkynngi og listgaldur í sumum þeirra, sem færðu listakonunni fyrstu verðlaun á sýningunni Grafica Atlantica að Kjarvalsstöð- um 1987. Jafnfjölskrúðugar myndir eiga þó að mínu mati helst heima á samsýningum, eða fáar saman, því of stór skammtur vill draga úr áhrifum einstakra mynda, þótt gæði þeirra rýrni á engan hátt. Nú er listakonan komin aftur, en að þessu smni með smámyndir í listhúsinu Úmbru og er það þriðja sýning í röð bandarískra lista- manna sem húsnæðið býður upp á nú á vordögum í tilefni Listahátíð- ar í Reykjavík, eins og segir í kynn- ingu. A sýningunni eru 29 verk, sem Kuc vinnur í tré og málm, en nokkrar eru unnar í blandaðri tækni þessara þátta innbyrðis. Allt eru þetta mjög hreint unnar mynd- ir, þar sem hjáleitum áhrifameðöl- um, effektum, er hafnað, en slík eru mjög algeng í grafíklistum nútímans. Þótt myndirnar séu litlar búa þær yfir dijúgum tjákrafti forma sem vaxa, hlykkjast, skerast og þenjast um myndflötinn. Sum formin koma upp aftur og aftur líkt og ákveðið ferli tákna, stigi, hringur, keila, hús og gluggi. Á einfaldan hátt fléttar listakonan þessum formum sitt á hvað á myndflötinn og nær fram samstæðum og formsterkum heild- um. Allt annar bragur er yfir þessu en framkvæmdinni í Hafnarborg, og trúa mín er að margur iðkandi og unnandi grafíklistar eigi brýnt erindi á staðinn . . . Húsakynni MIR Vatnsstíg 16 Þær eru fátíðar sýningarnar í húsakynnum MIR, og enn hafa ekki, að ég veit, ratað þangað nú- tímaleg myndverk gerð eftir fall sovétlýðveldisins eða neðanjarðar meðan það var í mestum blóma. Hins vegar eru , áhöld um hvort heldur sé meira afturhald, opinber og miðstýrð list sovézks friðar og framningar, meðan hún var og hét, eða harðsoðin stofnanalist vesturs- ins í dag. Það hafa þær sameigin- legt, að í báðum tilvikum eru þeir utangarðs sem ekki fylgja kórréttri stefnu, munurinn er einungis sá að í vestri eru þeir heilaþvegnir í nafni frelsisins hafi þeir ekki þroskað með sér andóf, komið sér upp delluvara. Rússneski málarinn Mansúr Sattarov sem sýndi í húsakynnun- um í rúma viku, sem telst full stutt- ur tími, er fulltrúi viðurkenndrar og munúðarfullrar sovéskrar listar, sem fáa gat móðgað en byggðist þó ekki beinlínis á þjóðernisraunsæi og áróðri. Öðru fremur eru myndir hans óður til birtunnar í rússnesk- um veruleika og þá helst rússnesku konunnar í blóma lífsins. Hvað sem hver segir, og hvort sem okkur líkar það betur eða ver, er þetta ein tegund rússneskrar list- ar og þar með listar heimsins. Til eru sýningarsalir í stórborgum vest- urálfu, sem halda henni sérstaklega fram og þá einnig þjóðernisraun- sæinu. Menn gleymi því ekki að þetta er ákveðið tímabil í sögu ald- arinnar sem ekki er hægt að horfa fram hjá, og sem einn góðan veður- dag verður fágæti. Mansjúr Sattarov telst öðru fremur málari hins ijar- ræna og munúðarfulla í blómgun konunnar og slíkar myndir voru hápunktur sýningar hans, hvort heldur hann málaði þær naktar eða í fötum. Einfaldar línuteikningar hans af konum voru einnig verðar allrar athygli . . . TEMPERAMALVERK Mansúr Sattarov. Sýningu lokið. Bragi Ásgeirsson Hádegistónleikar í Hallgi’í mskirkj u LEIKIÐ er á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeg- inu á fimmtudögum og laugardögum í júlí og ágúst. Hádegistónleik- amir era haldnir í tengsl- um við tónleikaröðina Sumarkvöld við orgelið sem haldin er í fjórða skiptið í sumar og er að- gangur ókeypis á hádeg- istónleikana. í dag, fímmtudag 11. júlí kl. 12 leikur á orgelið Kjartan Siguijóns- son, organisti Seljakirkju, tónlist eftir Bach, Pachelbel og César Frank. Kjartan er for- maður Pélags íslenskra organleikara en það eru félagar þess sem skipta með sér að leika á fimmtudögum. Laugardaginn 13. júlí kl. 12 leikur Karel Pau- kert, tékknesk-fæddur Bach organisti en hann leikur líka sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Hann mun aðal- lega leika tékkneska og bandaríska orgeltónlist en tónlist þessara landa heyrist ekki oft á orgeltón- leikum hér á landi. MYNPLIST Listhorn Sævars K a r I s STEYPTARLÁGMYNDIR Iris Elva. Opið á verzlunartíma. Til 18 júlí. EINFALDLEIKINN telst inntak mynda Irisar Elfu Friðriksdóttur um þessar mundir, er hún teflir saman tveim eða fleirum jafnstórum steyptum ferhyrndum einingum. Hún er með því að höfða til byggingarefna nútímans, sem er mikið til hin harða og óvæga steinsteypa, sem hún telur tákn karlímyndarinnar, enda sé hönnun steypumannvirkja að mestu gerð af körlum. En markmiðið er að sameina hið grófa og fína, karllega og kvenlega, lifandi og dauða. Verkin búa þannig yfir duldum til- vísunum, jafnvel ástleitnum, því hún mýkir áferð steinsteypunnar með götum, plastperlum og blúnd- um, svona til að minna á nútímann, vald, auð, fegurð, framrás og tímg- un. Það eru hráar myndir sem blasa við á veggjunum, og í fyrstu virð- ist lítil munur frá einu myndverki til annars, en þetta breytist nokkuð við nánari skoðun. Þannig sér í örveikt byggingarferli á einingun- um sem samanstendur af plastperl- um og litlum götum, sem á sam- hverfan hátt þræða flötinn og skipta honum á ýmsan veg. Þetta uppgötva menn ekki strax og sennilega er vísunin of veikburða í útfærslu, þótt götin opni og mýki flötin og gefi honum inntak. Það er hins vegar snjöll hugmynd og mikið hlutverk að veita lífi í stein- steypu, því satt að segja er naum- ast til ólífrænna byggingarefni, og hér gegna blúndumar miklu hlut- verki einkum í aflanga verkinu á austurvegg. Hvetja má listakonuna til að halda áfram í tilraunum sínum við að gæða steynsteypuna kvenlegum, helst ástþrungnum yndisþokka, og beina fleiri stallsystrum sínum að hönnun steypumannvirkja sem steypuvinnu hvers konar. Það er nefnilega mikil spum hví menn hér á landi hafí ekki í ríkara mæli leit- ast við að gera steypta veggi líf- ræna svo sem víða sér stað í útland- inu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.