Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNÓR BJÖRNSSON + Arnór Björns- son fæddist i Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Amór Bjömsson var níu ára gamall þegar hann hóf nám í Hvassa- leitisskóla. Þar kynntist ég honum fyrst. Að '■'"rinu ári undanskildu vomm við sambekkingar upp frá því, allt þar til við lukum stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík ellefu árum síðar. Arnór var bjartur yfírlitum og fríður, andlit hans var opið og oftast auðlesið. Hann var mjög tilfinninganæmur og fær um að gefa mikið af sér. Við vomm trúnaðarvinir frá fyrstu tíð og bámm virðingu hvort fyrir öðm. Keppnisandinn var ekki langt undan, eftir próf vomm við fljót að bera saman bækur okkar. Amór var góðum gáfum gæddur, hann var duglegur skákmaður og dró það ekki úr virðingu minni fyrir honum. ^>egar bekkjarfélagar okkar hófu uönskunám kynntumst við betur. Við höfðum bæði alist upp að hluta til í Svíþjóð og fómm því einu sinni í viku í kvöldtíma í sænsku. I dön- skutímum áttum við frí og fómm þá gjarnan niður í Austurver og sátum þar og ræddum saman. Oft var um svo margt að tala, sérstak- lega þegar unglingsárin færðust yfir, að við mættum of seint í næsta tíma á eftir, bekkjarfélögum okkar til óblandinnar ánægju og kennara t'l skapraunar. Við héldum því fram "■5?> við hlytum að vera systkin, önn- ur skýring gat ekki verið á vinskap okkar. Sami augnlitur og freknur á nefi voru frekari sönnun þessa. Á menntaskólaárunum breyttist vænt- umþykja okkar í hrifningu og við vörðum miklum tíma saman. Við urðum heimagangar á heimili hvort annars. Ég naut þess að kynnast Álfheiði móður Amórs og Andra litla bróður, sem Arnór var alltaf réttilega stoltur af. Amór var mik- ill húmoristi og oft var glatt á hjalla á heimili foreldra minna þegar hann var þar í heimsókn. Við vorum of ung til að samband okkar þróaðist, en minningin um kynni okkar mun búa með mér alla tíð. Það tók okkur Jj&ngan tíma að slíta fyllilega sam- bandi okkar, en eftir að því lauk sáumst við sjaldan. Það var samt alltaf gleðilegt að hitta Arnór á förn- um vegi eða fá fréttir af honum. Síðastliðið sumar sá ég hann í hinsta sinn. Framtíðin blasti við honum og hann var ánægður með lífið, á leið utan í strembið nám og, að því er ég gat mér til, tilbúinn að verða ástfanginn. Hann var síðan nýkom- inn aftur til íslands í sumarleyfi þegar hann varð bráðkvaddur. Arnór skilur „eftir sig marga ástvini, missir þeirra er mikill. Eftir- lifandi unnustu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Elsku Álfheiður, Björn og Andri, ég bið guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Elín Jónsdóttir. Ljóshærður sex ára sólargeisli. Hvítt ský þyrlast á hjóli eftir malar- götu í stúdentahverfi í Uppsölum sumarið 1973. Það er Arnór á sjö- unda ári, leiftrandi af lífsorku, yndi móður sinnar, stolt föður síns og síðar fyrirmynd Andra, litla bróður sem þá var nýfæddur. Ég minnist þessa sumars í heimsókn hjá fjöl- skyldunni og allra fyrri og seinni gieðistunda, ungt fólk með lítil börn. Við héldum þétt saman vinahópur- inn, Svíþjóðarfararnir, sem áttum heiminn á Stokkhóims-Uppsala- svæðinu upp úr 1968. Við áttum okkur drauma um fyrirmyndarþjóð- félag og fyrirmyndaruppeldi og við fylgdumst vel hvert með börnum annars. Arnór var með þeim elstu. Okkur þótti öllum svo vænt um hann. Eftir að heim til íslands kom tók við erfiðleikatímabil í ljölskyld- unni. Arnór var þá orðinn stærri og reyndist ávallt stoð og stytta þótt líka reyndi á hann sjálfan. Við fylgd- umst áfram með honum úr aðeins meiri fjarska, dáðumst að taflhæfi- leikunum, hlýja viðmótinu og ábyrgðarhlutverkinu í fjölskyldunni, námsáhuganum og félagslyndinu. Hann var í miðju hvar sem hann fór. I háskólanum skar hann sig úr í nemendahópnum, var sameining- arafl og hvatning fyrir aðra. Sem kennari í félagsvísindadeild gladdist ég yfir að heyra samkennarana fara jákvæðum orðum um frammistöðu Arnórs og einstaka stöðu í hópi. Það voru því gleðifréttir þegar hann hóf framhaldsnám í sálfræði við banda- rískan háskóla. Upphaf þess ferils var glæsilegur, áhuginn og eljan virkjuð í markvissu rannsóknanámi. Hann myndi eiga eftir að marka mikilvæg spor. Hann átti líka unn- ustu og hamingjan blasti við. Þá kom reiðarslagið. Óskiljanlegt. Óbærilegt. INGOLFUR ARNARSON + Ingólfur Arnarson fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést í Danmörku 24. júní “^síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júlí. Kveðja frá Fóstbræðrum Fyrir rúmlega mánuði vorum við Fóstbræður á söngferðalagi á Norð- urlöndum og Eistlandi. Hinn 24. maí héldum við tónleika í Sirkus- byggingunni í Kaupmannahöfn. Tónleikana sótti fyrrum söngfélagi okkar, Ingólfur Árnarson, og við ræddum við hann bæði í hléi og eftir tónleikana. Hann var greini- vlega glaður að hitta okkur og hann lét vel af tónleikunum. Hann tjáði okkur m.a. að hann stæði á kross- götum á þeirri stundu og að hann væri ekki búinn að gera upp við sig hvort hann ætlaði að flytjast heim eða búa áfram í Kaupmannahöfn. Það hvarflaði ekki að okkur að mánuði síðar væri hann allur. Sú frétt kom eins og þruma úr heið- skíru lofti og okkur, söngbræður hans, setti hljóða. Ingólfur söng með karlakórnum Fóstbræðrum í þijú ár, frá 1991-1993, og gerði það með miklum ágætum. Hann söng fyrsta tenór og rödd hans var björt og faileg. Nú er það staðreynd með karlaraddir að tenórar eru sjaldgæfari en bassar og því sjáum við alltaf pínulítið meira eftir tenór- um sem hverfa úr okkar röðum. Við sáum eftir Ingólfi þegar hann varð að hætta í kórnum er hann fluttist til Kaupmannahafnar en við héldum alltaf í vonina að hann kæmi aftur til okkar. Sú von mun ekki rætast. Ingólfur tók sér ferð á hendur þangað sem ríkir eilífur söngur og þar syngur hann fyrsta tenór í fjölmennasta kór alheimsins. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldu hans og við Fóstbræður sendum henni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán M. Halldórsson, formaður Fóstbræðra. Smæð okkar og vanmáttur eru þungbær frammi fyrir Manninum með ljáinn sem getur snúið leiksviði okkar í einni andrá úr gleðileik í þungan harm. Það er nærri okkur höggvið. Við mæður, vinkonur Álf- heiðar, drúpum höfði. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan dreng. Við Þor- steinn sendum öllum aðstandendum Arnórs okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi allar góðar vættir veita þeim styrk sem nú syrgja svo sárt. Sigrún Júlíusdóttir. Það voru hröð og hörð augnablik þegar mér var tilkynnt um andlát vinar míns, Arnórs Björnssonar, og sama hversu mikið ég reyndi þá gat ég ekki flúið þann raunveru- leika að það væri Arnór skólafélagi minn úr sálfræðináminu og vinnufé- lagi úr Unglingaathvarfinu sem væri látinn. Mér fannst þetta engan veginn geta staðist, í öllum þeim minningarbrotum sem tóku að streyma fram var Arnór lífsglaður, virkur og kunni að njóta lísins. Hvernig gat það gerst að hann, heilbrigður og hraustur maður á besta aldri, yrði bráðkvaddur? Aldr- ei hafði raunveruleikinn virst jafn- óraunverulegur. Oft hefur maður heyrt um lýsing- ar fólks sem staðið hefur frammi fyrir dauðanum af því hvernig lífs- skeið þeirra hefur þotið þeim fyrir hugsjónum. Á svipaðan hátt fannst mér, þegar ég stóð frammi fyrir andláti Arnórs, að öll okkar sam- skipti þytu hjá á augabragði. Fyrstu árin í sálfræðideild Háskólans, sam- starf í félagslífi sálfræðideildarinn- ar, samvinna við kennslu, vinnan í Unglingaathvarfinu og allar stund- irnar á kaffistofu Odda. Allt stóð þetta mér svo ljóslifandi fyrir hug- sjónum, í hrópandi ósamræmi við óréttlæti heimsins sem hafði svipt vin minn lífinu sjálfu. Það var aldrei ládeyða í kringum Amór, hann var fijór og virkur og víst var að í frímínútum voru lífleg- ar umræður við það borð sem Arn- ór sat við. En þegar það átti við var hann líka nærgætinn og skiln- ingsríkur og það nýttist honum vel í starfmu í Unglingaathvarfinu, þar sem hann naut trausts og virðingar meðal unglinganna. í Unglingaat- hvarfinu áttum við saman margar dýrmætar stundir, bæði með ungl- ingunum og eins eftir vaktir þegar starfsfólkið settist niður og ræddi málin. Mér eru sérlega minnisstæð þau ferðalög sem hópurinn úr Ung- lingaathvarfinu fór saman, þar varð mér oft enn Ijósara hversu heil- steyptur Arnór var og hversu mikl- um mannkostum hann var gæddur. Það tekur mig sárt að geta ekki fylgt vini mínum síðasta spölinn í þessu jarðlífi. Ég kveð þig, Arnór minn, með söknuð í hjarta og ríkar minningar í huga. Frá Danmörku sendi ég öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu stundum. Megi minning- ar um hinn góða dreng styðja ykk- ur í sorginni. Baldur G. Jónsson. Hinsta kveðja til vinar Andlát Arnórs er okkur mikið áfall. Við sem syrgjum hann nú eigum erfitt að með að þurfa að kveðja hann í síðasta sinn, því með- al okkar var hann alltaf svo fullur af lífí. Fráfall hans skilur eftir stórt skarð í vinahópnum sem ekki verð- ur fyllt. Þegar við rifjum upp tímann í sálfræðinámi við Háskóla íslands er Arnór miðpunkturinn í þeim minningum. Við sem eftir stöndum mundum kannski ekki þekkjast eins vel núna ef Arnórs hefði ekki notið við. Á fyrsta ári í Háskólanum myndaðist strax ákveðin stemmn- ing í kringum Arnór sem við löðuð- umst að. Það var fyrst og fremst vegna þessara áhrifa frá honum að vinahópur myndaðist sem stóð sam- an í gegnum allt námið og eftir að því lauk. Þessi hópur samanstóð af Arnóri og Baldri auk okkar. Hann dreif hópinn áfram, í námi sem utan þess og hagur alls hópsins varð okkur kappsmál. Ekkert annað kom til greina en að standa sig vel og Arnór átti stóran þátt í að fá okkur til þess að vinna af metnaði og finna svör við þeim spurningum sem komu upp. Það kom stundum fyrir að við sáum ekki fyllilega tilganginn með ýmsu í náminu en samstaða hópsins kom okkur yfir slíkar hindranir þar sem við studdum við bakið hver á öðrum. Jákvæðni og kraftur Arnórs hafði áhrif á hópinn sem skilaði sér meðal annars í betri námsárangri og góðu samstarfi við kennara. Það var ekki laust við að hópurinn væri stundum litinn hornauga af sumum samnemendum þar sem einingin hefur ef til vill birtst þeim sem hroki. Við vinirnir héldum líka saman utan námsins og áttum margar skemmtilegar og eftirminnilegar stundir. Arnór var ávallt hrókur alls fagnaðar og það var erfitt að vera í slæmu skapi nærri honum. Þegar við hugsum til hans núna kemur fyrst upp í hugann þegar við sátum á kaffístofunni og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, eða þeg- ar við fórum að skemmta okkur saman. Arnór á heiðurinn af mörg- um af okkar bestu og skemmtileg- ustu minningum frá skólaárunum og það er erfitt að lýsa því hversu þakklátir við erum honum fyrir það. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum góðan vin og félaga. Við eigum erfitt með að hugsa um framtíðina án hans. Það er ekki auðvelt að vera bjartsýnn á þessari stundu en við vitum að Arnór hefði viljað að við héldum okkar striki. Hans verður best minnst á þann hátt. Við viljum votta fjölskyldu Arn- órs, unnustu og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk til þess að takast á við sorgina. Gísli, Gretar og Stefán. Undarleg eru máttarvöldin, að kalla til sín svo efnilegan ungan mann eins og Arnór. Það er ómögu- legt annað en að hans bíði stærri verkefni annars staðar fyrst hann fékk ekki að klára það sem hann ætlaði sér hérna megin. Arnór var einstaklega hlýr og skemmtilegur strákur, en jafnframt ákaflega greindur og metnaðargjarn. Hann hafði þann einstaka hæfileika að hrífa aðra með sér, svo fullur af orku og lífsgleði að það var ómögu- legt að smitast ekki af honum. Ég kynntist Arnóri fyrst í Menntaskól- anum í Reykjavík, en missti sjónar af honum í nokkur ár þar sem hann útskrifaðist á undan mér. Leiðir okkar lágu aftur saman er við hóf- um bæði nám í sálfræði við Há- skóla íslands haustið 1990. Það var sérstakur hópur sem byijaði í sál- fræði þetta haust og með okkur myndaðist sterk vinátta sem enn helst þrátt fyrir að nú séum við dreifð um heiminn í framhalds- námi. Arnór var alltaf ómissandi í hópnum og óteljandi stundum eydd- um við á kaffistofunni í Odda þar sem við ræddum námið og verkefni framtíðarinnar. Arnór var alltaf einn af bestu nemendunum en starf- aði einnig mikið að félagsmálum. Hann var hrókur alls fagnaðar þeg- ar við gerðum okkur glaðan dag, ávallt geislandi af orku og lífs- gleði. Eg var svo heppin að halda áfram að vinna með Arnóri eftir útskrift þegar við tókum okkar fyrstu skref saman sem kennarar í sálfræði. Það var mjög skemmti- legur tími fyrir okkur og sem fyrr lærði ég mikið af þeirri samvinnu. Við vorum strax á fyrsta ári far- in að tala um að fara í doktorsnám til Bandaríkjanna í klíniska sál- fræði, þótt erfitt væri að komast þar að. Það gekk heldur ekki þrautalaust fyrir sig og í fyrstu til- raun uppskárum við ekki það sem við vildum. Arnór var mér mikill styrkur þá með sína óbilandi bjart- sýni og við stöppuðum í hvort ann- að stálinu og reyndum aftur. Síðast- liðið haust rættist svo draumurinn þegar við héldum bæði vestur um haf og það hefði ekki verið eins skemmtilegt ef við hefðum ekki bæði getað farið. Þótt við enduðum á sitthvorum staðnum héldust vin- áttuböndin og ótal bréf höfum við skrifað i vetur til að fylgjast með náminu hvort hjá öðru og hvetja hvort annað áfram. Við hefðum átt að ljúka doktorsprófi sama ár og við ræddum oft um þau verkefni sem við myndum takast á við þegar heim kæmi. Ég mun sakna þess sárt að fá ekki að eiga Arnór að sem kollega í framtíðinni, en ég veit að hann verður alltaf nálægur og mun gera mitt besta til að koma hugsjónum okkar í verk. Kæri vinur, ég hélt alltaf að við yrðum áfram samferða og það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Við völdum alltaf sömu leið og það verður tómlegt að halda áfram án þín. En ég er viss um að þú ert kominn á betri stað og eflaust situr þú núna og rökræðir við Skinner og hina meist- arana. Ef ég þekki þig rétt líður ekki á löngu áður en þeir standa á gati. Þakka þér fyrir ótal hamingju- stundir og yndislegar minningar um góðan vin. Þú munt alltaf lifa áfram í hjörtum okkar sem sitjum eftir og söknum þín. Ég votta fjölskyldu Arnórs og unnustu mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Urður Njarðvík. Mér finnst erfitt að koma orðum að öllu því sem er búið að veltast um í huganum síðastliðnar tvær vikur. Það er ekki hægt að skilja af hveiju Arnór dó núna, svona ungur og hamingjusamur í blóma lífsins. Það er erfitt að sjá nokkurn tilgang bakvið þennan atburð. Við systkinin kynntumst Arnóri og Andra bróður hans þegar pabbi okkar, Vilhjálmur, og Álfheiður mamma þeirra bræðra tóku saman. Þegar pabbi og Álfheiður giftust var Arnór um 21 árs og ég á 16. ári. Andri og Þrúður systir mín fermdust um svipað leyti og Ingólf- ur bróðir minn var 11 ára. Fyrstu árin eftir að pabbi og Álfheiður giftust gistum við systk- inin í Ljósheimum 7 aðra hveija helgi, en seinna breyttust þessar helgardvalir í matarboð annan hvern laugardag. Þessi matarboð urðu alltaf skemmtilegri og meira gefandi i hvert skiptið. Sérstaklega hin síðustu ár eftir að við krakkarn- ir vorum öll komin yfir ár gelgju- kastanna. Það var alltaf gaman að hitta Arnór hvort sem það var í matarboðum hjá foreldrum okkar eða annars staðar. Arnór er frábær fyrirmynd og hann virkaði, og virkar enn, hvetj- andi á mig til þess að vinna að því að fá sem mest út úr lífinu. Arnór var hvetjandi á þennan hátt vegna þess að hans eigin lífsgleði, metnað- ur og sjónarmið voru smitandi og virka sem drifkraftur. Ég hugsaði oft til Arnórs bæði þegar ég bjó í París og núna síðastliðinn vetur þegar hann var í Boulder í Coiorado og tilhugsunin um hann er alltaf upgörvandi. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég þekkti Arnór. Mér finnst ég vera heppin og ég er stolt af því að hafa þekkt hann. Það eitt er gott fararnesti á lífsferðalaginu. Ég tala einnig fyrir hönd Þrúðar og Ingólfs systkina minna. Það var svo margt í Arnóri. Hann var svo klár, skemmtilegur, tilfinninga- næmur og góður. Það var gott að eiga hann að. Fyrir mér eru minn- ingarnar orkuppsprettan og drif- krafturinn enn tifandi í huganum. Hann hafði svo margt til að gefa. Fáir eru að missa eins mikið vegna dauða Arnórs og Andri bróð- ir hans og Álfþeiðar mamrna hans. Sterkur karakter Arnórs finnst mér vera afurð enn frekari karakters Álfheiðar. Elsku Álfheiður, Andri, Sólborg, pabbi og Sara. Þið eruð svo dugleg og standið ykkur svo vel í þessari sorg. Megi Guð veita ykkur styrk. Linda Vilhjálmsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.