Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectrí AS/400 er... ...meá PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <33) NÝHERJI s MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK vlttur í Meiri hreyfing- á vinnu- heimsókn markaði en síðustu tvö ár SAUTJÁN ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa veitt tæplega tvítugri af- greiðslustúlku í söluturni í Breiðholti áverka með því að berja hana í höfuðið með klauf- hamri, sem stakkst á kaf í enni hennar og brákaði hauskúpuna. Rannsóknarlögregla ríkisins yfirheyrði manninn í gær og var í gærkvöldi krafist þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Stúlkan, sem fyrir árásinni varð, Unnur Birna Reynisdóttir, segist hafa sloppið Aæl miðað við aðstæður. Hún segist vera sannfærð um að maðurinn hefði gengið frá sér ef viðskiptavinurinn, Björgvin Haraldsson, hefði ekki komið inn í sjoppuna, árásarmannin- um að óvörum. FORSVARSMENN ráðningarfyrirtækja eru sammála um að meiri hreyfing sé á fólki á vinnumarkaði nú en undanfarin tvö ár. Ástæð- an sé sú að störfum hafi fjölgað og fólk hafi aukinn áhuga á að færa sig á milli starfa. Að mati Jóns Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Ráðningarþjónustunnar, er nokkuð um að fólk sem í fyrra og hitteðfyrra lagði höfuðáherslu á að fá vinnu sé nú að leita að betur launaðri vinnu. „Það er orðið rýmra um störf í þjóðfélaginu. Menn sem eru verr launaðir eru farnir að huga að því að finna sér betur launaðri störf. Ég hef einnig aðeins orðið var við að fólk er farið að gera meiri kröfur. Það má segja að í fyrra og hitteðfyrra hafi fólk lagt mesta áherslu á að fá vinnu og tók þá næstum hvaða vinnu sem var í boði. Núna eru kröfurnar meiri og það á þá sérstaklega við um fólk með háskólamenntun," sagði Jón. Jón sagði að mun meiri hreyfing væri á vinnu- markaði en fyrir ári. Hann sagðist spá því að í Fólk að leita að betur launuðum störfum haust verði sum fyrirtæki í vandræðum að fá nægilega margt fólk til starfa. Jón sagði að í samtölum sínum við forsvars- menn fyrirtækja kæmi fram að mun minna væri um að fólk leitaði eftir lausum störfum hjá fyrirtækjum nú en í fyrra og hitteðfyrra. Þá hefðu margir atvinnulausir menn haft samband á hverjum degi, en að undanförnu hefði álíka fjöldi haft samband á einum mánuði. Launaskrið hjá tölvufræðingum „Ég veit um fyrirtæki sem auglýsti laus störf í fyrra og fékk 40 umsóknir, en eftir auglýs- ingu í ár bárust aðeins fjórar umsóknir. Fyrir- tæki í þessari stöðu leita eftir aðstoð ráðningar- þjónustu til að fá hæft starfsfólk til starfa. Þetta sýnir að atvinnuleysið er ekki eins mikið og það var í fyrra,“ sagði Jón Baldvinsson. Torfi Markússon, hjá Ráðgarði hf., sagði greinilegt að staðan á vinnumarkaðinum væri betri í ár en í fyrra. Störfum hefði fjölgað og það hefði haft áhrif á launaþróun hjá ákveðnum starfsstéttum. Hann tók sem dæmi að nýútskrif- aður viðskiptafræðingur fengi í dag um 10 þús- und krónum hærri mánaðarlaun en i fyrra. „Hæfir einstaklingar hafa úr fleiri atvinnu- möguleikum að velja en áður og þar með eiga þeir betri tækifæri að komast í hærra launuð störf. Horfurnar virðast almennt vera góðar,“ sagði Torfí. Þórir Þorvarðarson, hjá Hagvangi hf., sagðist ekki hafa orðið var við launaskrið nema hjá ein- stökum stéttum eins og tölvufræðingum. Þar væri skortur á fólki og laun tölvufræðinga þar af leiðandi há. Guðni Jónsson, hjá Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, tók undir með Þóri og sagðist ekki sjá að neitt launaskrið væri í gangi nema í sér- stökum greinum eins og meðal tölvufræðinga. Morgunblaðið/Ásdís BJORGVIN Haraldsson heilsaði upp á Unni Birnu Reynisdóttur á heimili hennar í Hafnarfirði í gær. Hér er það móðir hennar, Sigríður Björnsdóttir, sem sýnir Björgvini áverka á hnakka dóttur sinnar eftir hamarinn. Fleiri böm hafa komið í heiminn en á síðasta ári Á FÆÐINGARDEILD Landspítal- ans fæddust 1409 börn fyrstu sex mánuði ársins, 161 barni fleira en í fyrra. Sömu sögu er að segja af fæðingardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. í gær, 10. júlí, voru fæðingarnar orðnar 232 tals- ins og þar af þijár tvíburafæðingar en á sama tíma í fyrra voru fæðing- arnar 198. Tvíburafæðingar á fæðingar- deild Landspítalans á fyrri helm- ingi ársins voru 23, eða 46 börn, sem er svipaður fjöldi og undanfar- in ár. Engir þríburar eðá fjórburar fæddust á tímabilinu. Fyrstu sex mánuði ársins 1995 komu 1.248 böm í heiminn á fæð- ingardeild Landspítalans, en árið 1994 fæddust 1.425 börn á því tímabili. Fjölgun kemur ekki á óvart Ingibjörg Jónsdóttir, deildar- stjóri á fæðingardeild FSA, segist eiga von á að fæðingar í ár verði mun fleiri en allt árið í fyrra en þá voru fæðingarnar 388 talsins. „Við eigum von á mörgum fæð- ingum í sumar og þær verða áreið- anlega fleiri en í fyrra. Þetta hefur komið í bylgjum og í fyrra fannst okkur fjöldi fæðinga kominn niður í lægstu tölur og því kemur það ekkert á óvart þótt fæðingum ijölgi á ný,“ segir Ingi- björg. Ríkisverðbréf fyrir 10 milljarða Spariskírteini fyrir 17,3 milljarða króna innleyst í gær RÍKISSJÓÐUR hefur selt ríkis- verðbréf fyrir um 10 milljarða króna á einni viku í tengslum við innlausn á spariskírteinum frá ár- inu 1986 að fjárhæð 17,3 milljörð- um. Stærstur hluti skírteinanna komu til innlausnar í gær og var mikið að gera í verðbréfafyrirtækj- um og bönkum af þeim sökum. Eins og fram hefur komið seld- ust um 6,7 milljarðar í útboði Lánasýslu ríkisins í síðustu viku, en síðan hafa selst ríkisverðbréf fyrir um þrjá milljarða. Endanlegar heimtur munu ekki koma í ljós fyrr en þann 19. júlí þegar tilboð Lánasýslu ríkisins um sérstök skiptikjör á spariskírtein- um, ríkisbréfum og ríkisvíxlum rennur út. Ennþá er nokkuð af „óákveðnu fjármagni" úti á mark- aðnum eins og fram kemur í grein i Morgunblaðinu í dag og er sagt að margir hyggist bíða átekta. Aðrir séu á þeirri skoðun að skyn- samlegast sé að ávaxta féð í skammtímabréfum fram á haust. Samkeppnisstofnun hefur borist bréf þar sem óskað er álits hennar á auglýsingum banka og verð- bréfafyrirtækja þar sem reynt er að höfða til eigenda spariskírteina. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins telur sá, sem óskar eftir álitinu, að samanburður á ávöxt- unarleiðum orki mjög tvímælis. ■ GyIliboð/8B Aukin umsvif hjá flugfélaginu Atlanta Samið um flug milli Astralíu og Nýja-Sjálands FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gert samning við nýsjálenska flugfélagið Kiwi til eins árs um farþegaflug milli Nýja-Sjálands og Ástralíu. Af alls 21 starfsmanni vinna tíu íslend- ingar að þessu verkefni. Flogið er með Boeing 737-300 vél Atlanta. „Það var nokkuð langt fyrir Is- lendingana að komast í vinnuna í þetta sinn. Þeir lögðu af stað að morgni og voru ekki komnir á áfangastað á Nýja-Sjálandi fyrr en að kvöldi þriðja dags,“ segir Þor- steinn Ólafur Þorsteinsson, aðalbók- ari hjá Atlanta. Þorsteinn segir umsvifin aldrei hafa verið meiri hjá Atlanta, nú sé félagið með 13 flugvélar í rekstri og sæta- framboðið sé komið yfír 4.100 sæti. Starfsmenn félagsins eru um 560. Auk vélarinnar á Nýja-Sjálandi eru ijórar Boeing 747 vélar frá Atl- anta í verkefnum í Sádi-Arabíu, og ein í Kanada, þijár Tristar-vélar í flugi fyrir flugfélagið Brittannia og aðra breska aðila og sú fjórða í flugi til og frá íslandi. Loks eru tvær vél- ar af gerðinni Boeing 737 í frakt- flugi fyrir Lufthansa og ein í innan- landsflugi á Filippseyjum. Bleikt rósabeð UM FIMM þúsund plöntur voru á blómasýningunni, sem haldin var í Hveragerði í tilefni 50 ára af- mælis bæjarins. Allar cru plöntur þessar ræktaðar hér á landi, þar á meðal þessar fallegu bleiku rós- ir, sem heita þó því frainandi nafni „Loretta". ■ Fimm þúsund/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.