Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Huliðsheimar Hafnarfjarðar ALLA. fimmtudaga, til 22. ágúst, verða farnar huliðsheimaferðir með Erlu Stefánsdóttur, sjáanda, um Hafnarfjörð. Hópferðabíll sæk- ir þátttakendur á hótel í Reykjavík stundarfjórðungi áður en þeir leggja af stað frá A. Hansen í Hafnarfirði. Þátttakendur fá afhent huliðs- heimakort af Hafnarfirði. Staldrað verður við hjá kapellu heilagrar Barböru, uppi á Hamrinum, þar sem Erla segir búa álfaverur af konungakyni, hjá álfakirkju við Mánastíg og loks í Hellisgerði. í fréttatilkynningu frá Ferðamála- skrifstofu Hafnaríjarðar segir að þar verði álfar og huliðsverur sýni- legar um stund. í ferðinni, sem lýkur kl. 20.30, mun Erla lýsa því sem fyrir augu hennar ber og er flestum öðrum hulið, auk þess sem hún leitast við að kenna þátttakendum að hug- leiða og skynja þann kraft sem í náttúrunni býr. Nauðsynlegt er að bóka sig í ferðimar á Ferðaskrifstofu Hafnar- fjarðar. s-^Fi ISLANDI erðaupplýsingar Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og ein- staklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath. beitarhólf. Uppl. í síma 435-1377. Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdló- íbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Akureyri simi 461-2035, fax 461-1227. HÓTEtfflBfc. Sauðárkróki, sími 453 6717 Hótel Áning Sauðárkróki leggur áherslu á fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tónlist fyrir matargesti og þægileg stemming í koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. Tjaldstæði Ferðaþjónustan Uthlíð Biskupstungum Tjaldstæði - verslun - bensínstöð - hestajeÍ2aJ5ími_486Æ770^_______ Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði, hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn, veiðileyfi, verslun og bensínstöð. Uppl. f síma 435-1376. Sérleyfi J»ia> «** «• I Áætlunarferðir Reykjavík/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 í júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf., sími 551 -1145. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri - Reykjavík alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. sími 551-1145. '—'l -—-"w.- Sigling Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting á Hótel Eyjaferðum. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sími 438-1450. Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur - par 35. Verð 500 kr. dagurinn. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, simi 486-8770. Skemmtilegur og krefjandi 9 holu golfvöllur í fallegu umhverfi. Ferðaþjónustan Húsafeili. Uppl.ísíma 435-1377. Hótel Áning Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. • 'K Hestar Hestaleigan Reykjakoti f dalnum fyrir ofan Hveragérði Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í simum 483-4462 og 896-6611, fax 483-4911 Gisting | Sérferöir Ferðir með leiðsögn Reykjavík - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavík um Kjalveg miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30 Norðurleið-Landleiðir hf., sími 551-1145. Glæsileg sundlaug með góðu útsýni. Heitir pottar. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, sími 486-8770. Njóttu veðursældarinnar í Húsafelli! Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut og gufuböð. Opið 10-22 alla daga. Sími 435-1377. mmm Réttin - Veitingar og grillpakki fyrir hópa. Sund - grill - kaffi og konfekt. Böll öll laugardagskvöld. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, sími 486-8770. . /MÞAkmi Hrútafirði • Opið frá kl. 8.00 - 23.30 Sfmi 451 1150 • Fax 451 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttir - skyndiréttir. Hótel Bláfell, sími 475-6770. Sólk og veiting allan daginn. Gisting, tjald- stæði, silunga- og laxveiði í Breiðdalsá, einnig sumarbústaðaleiga. PAPEY Draumaland ferðamannsins. Daglegar ferðir með Gísla i Papey. Ógleymanlegt ævintýri. Papeyjarferðir Djúpavogi s. 478-8183, 478-8119. Ferjan Fagranes ísafirði. 12.7. frá Isaflrði kl. 8.00 til Aðalvíkur, Fjótavík, Hornvík og Reykjafj J- Furufj. 15.7. frá Isafirði kl.8.00 Aðalvík, Hornvík, Reykjafj. / Furufj. 16.7. frá Isafirði kl. 8.00 ísafjarðardjúp. (Vigur, Æðey og Bæir) 18.7. frá (safirði kl. 8.00 Aðalvík, Hornvík. Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánsiœk kl. 13:00 og 19:30 Kynnið ykkur afúáttarkortin og sparið! FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi 456 2020 á Brjánslœk FERÐALÖG EIGENDUR með yfirsmiðinn á milli sín. F.v: Jón Óskarsson, Árni Siguijónsson og Einar Kristinsson. Morgunblaðið/jt HERBERGIN eru reyklaus og tveggja manna, með tvíbreiðu rúmi eða tveimur aðskildum rúmum. 25 ný gistiherbergi hjá Mosfelli á Hellu NÝ ÁLMA hefur verið tekin í notkun í gistihúsinu Mosfelli á Hellu á Rang- árvöllum og eru þar 25 tveggja manna herbergi með baði og var húsið reist á einu ári. Mosfell er gamalgróið fyrirtæki sem byggt hef- ur upp margháttaða gistiþjónustu fyrir ferðamenn sem leið eiga um héraðið. Aðaleigendur eru þeir Einar Kristinsson og Jón Óskarsson en auk gistiþjónustunnar hafa þeir rekið ýmsa aðra starfsemi og gera enn, svo sem verslun og saumastofu og laga sig að breytingum í efnahags- ástandi og þörfum markaðarins hvetju sinni. í eldri hluta byggingarinnar hefur Mosfell boðið uppá 20 herbergi án baðs. Auk þessa gistirýmis er boðin gisting í litlum húsum niður með Rangá sunnan við þjóðveginn. Þar geta menn fengið bæði tveggja manna hús og stærri, með eða án helstu þæginda og séð að mestu um sig sjálfir. Arkitekt hússins er Magnús Ing- varsson og yfirsmiður Árni Sigur- jónsson hjá Rangá en fyrirtækið hef- ur rekið byggingastarfsemi víða um sýsluna og reyndar víðar um heiminn því það teygir anga sína allt austur til Kamtsjatka. Húsið er steypt, inn- réttingar og húsgögn eru frá Axis, Svíþjóð og Bandaríkjunum, sængur- föt saumuð hjá Mosfelli og BYKO átti lægsta tilboð í allt á böðin. ÖII herbergin eru reyklaus. Ekki fengust þeir félagar Einar og Jón til að segja mikið um kostnað eða fjármögnun en sögðu aðeins að þeir hefðu alltaf haft það að leiðarljósi að eyða ekki meiru en aflað væri. „Við höfum ekki lifað á neinum sníkjum en byggt þetta upp í rólegheitum." Verð á gistingu hjá Mosfelli er breytilegt eftir því við hvaða aðstæð- ur gestir kjósa að búa eða allt frá 4.600 krónum og uppí 9.000. Þeir Einar og Jón hafa rekið þessa þjón- ustu í meira en tvo áratugi og eru erlendir ferðamenn um 95% af gest- um þeirra. Margir koma í skipulögð- um ferðahópum og dvelja nokkra daga og allt upp í viku á Mosfelli en aðrir styttra. „Við erum ekki hræddir um nýtinguna þessar 8 vikur sem ferðamenn eru á íslandi en utan þess tíma mætti hún vera betri. Okkur hefur tekist að teygja þetta alveg frá miðjum mars og fram í síðari hluta októbermánaðar en það er lítið um að vera aðra mánuði. Við teljum þó að þessi viðbót gefi góða möguleika á meiri nýtingu," segja þeir félagar að lokum. Skagafjörður og Siglufjörður Stefnan mótuð LOKIÐ hefur verið við stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði og Siglufirði, en verkið var unnið á veg- um Ferðamálafélags Skagafjarðar og Siglufjarðar. Ekki hefur áður ver- ið gerð stefnumótun fyrir þetta svæði, en í henni kemur m.a. fram að markmiðið sé að bæta hag ferða- þjónustunnar með aukinni nýtingu og að fjölgun gistinátta á svæðinu verði á næstu árum a.m.k. 1% yfir landsmeðaltali. Framkvæmdaáætlun stefnumót- unarinnar er í 35 liðum þar sem sett- ar eru fram hugmyndir um hvernig megi bæta samkeppnisstöðu svæðis- ins annars vegar með því að nýta betur það sem fyrir hendi er og hins vegar með frekari uppbyggingu og þá einkum hvað varðar afþreyingu fyrir ferðamenn. í skýrslunni er ítarlega greint frá markmiðum verk- efnisins, mótun stefnunnar, svæðinu, sögunni er lýst, og gerð grein fyrir þjónustu og afþreyingu sem nú er í boði, mögulegum úrbótum, afkomu ferðaþjónustunnar, markaðnum og ýmsu fleiru. Áætlað er að vinna samkvæmt framkvæmdaáætlun stefnumótunar- innar verði lokið á þremur árum. Söluskáli og kaffi- hlaðborð í Garðinum SÖLUSKÁLI hefur verið opn- aður við tjaldsvæðið á Garð- skaga í Garðinum. Þar er sælgæti, kaffi, gos og minja- gripir til sölu. í fréttatilkynn- ingu segir að nýbúið sé að opna byggðasafn þar á bæ og alla sunnudaga í sumar sé boðið upp á kaffihlaðborð í Samkomuhúsinu. Ljósmynd/íslands handbókin JKS Heilsuskóli í Öxarfirði ÁSA Jóhannsdóttir stendur fyrir námskeiðahaldi í sumar í skóla- byggingunni Lundi í Oxarfirði. Ása er transdanskennari, nuddari og heilari og hyggst byggja upp skóla um náttúru, heilsu oggleði. Hún segist lengi hafa leitað að stað fyrir þessi áhugamál sín og loks fundið hann í Öxarfirði. Skól- inn verður starfræktur á sumrin til að byrja með og auglýstur i útlöndum sem góður staður í heilsuparadísinni í norðri. Núna í sumar verða fjögur nám- skeið. 1) Viltu verða jógakennari?, 30. júlí til 8. ágúst. 2) Heilsu- fræði, 30. júlí til 31. júlí, 3) Teng- ing við æðri vitund, 8.-12. ágúst og 4) Námskeið í meðferð ís- lenskra lækningajurta. Ása segist líka bjóða uppá jóka, hugleiðslu o. fl. í ágúst. „Lundur er sannkallaður sælureitur i Öxar- firði,“ segir hún og bætir við að sér hafi verið mjög vel tekið á þessum slóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.