Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Smáfólk Hvers vegna spilar Svarti Pétur, - Ég held að hann skoði spilin fjárhættuspilarinn frægi, svona sín mjög gaumgæfilega. hægt? BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Þjóðin og prestarnir í 1000 ár Frá Guðbjörgu Hermannsdóttur: ÞAÐ sýnir umburðarlyndi og þroska íslensku þjóðarinnar, hve vel hún hefur þolað prestastétt iandsins þann hroka og yfirgang sem sú stétt hefur sýnt henni á undanförn- um misserum og svo oft áður. Það koma þó tímar þegar þarf að kippa hressilega í taumana. Þó við brosum og leyfum börnum okk- ar og vanþroska einstaklingum að vaða yfir meðan þeir eru að finna sín takmörk og þroskast andlega og líkamlega er ljóst að sumir hafa ekki til að bera þá andlegu greind og þroska til að fá að leika lausum hala án þess að skaða umhverfið og siðferðisþroska þjóðfélagsins. Hér geri ég greinarmun á and- legri greind, sem er viska, og hug- lægri greind sem er efnislegur þátt- ur líkamans, eða erfðir. Gáfaður maður þarf ekki að vera vitur eða andlega þroskaður. Það líður að 1000 ára afmæli Kristnitöku í landinu og hlýtur að vera tími til að skoða hver staða hennar er í landinu. Það er því sorglegt að horfa upp á að „kennimenn“ hennar hafa fjar- lægst Kristni og eru farnir að selja niðursoðna bókstafstrú í kirkjum landsins, þar sem uppsetningar og kirkjuhefðir skipta mestu máli á sama hátt og útstillingar í verslun- arglugga. Enn sorglegra er að horfa upp á að kirkjur landsins, sem hafa verið byggðar af þjóðinni, söfnuðum og einstaklingum sem staður kærleika, friðar og gleði, staður sem söfnuð- urinn á að geta leitað í, til að sam- einast og' upphefja raust sína og anda til nálgunar við Almættið, sé orðinn að vinnustað og bitbeini prestastéttar sem gleymst hefur að prófa í andlegum þroska og kristnu innræti áður en þeir útskrifuðust úr Háskólanum og voru vígðir sem kennimenn kristninnar. Kristur henti skattheimtumönn- unum út úr musterinu forðum en þeir voru skattheimtumenn og þótt- ust ekki vera neitt annað. Hvernig mundi hann taka á þeim sem í dag selja orð hans niðursoðin sem bók- stafstrú í musterum nútímans? Sjálfsagt mundi Kristur fyrirgefa þeim „því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. En þrátt fyrir það voru kirkjur landsins byggðar sem sam- komuhús af og fyrir söfnuði lands- ins til að tilbiðja Guð í en ekki til að rífast yfir eða sem yfirráðasvæði æviráðinna presta með mismikinn þroska og skilning á kenningum Krists. Kirkjan þarf að innihalda þann frið, fegurð og kærleika sem kristn- in er. Hún þarf að veita inn í þær sálir, sem þangað leita, þann lífs- vökva sem gefur fólki styrk til að takast á við daglegt líf og þann sálarfrið sem vissan um nærveru almættisins færir, hvar sem fólk er statt á lífsbrautinni. Hvort sem það er gert með blómum, tónlist eða fögrum orðum og söng, dæmi- sögum, dansi eða ljóðum. Ef inni- haldið felur í sér fegurð og gleði kristninnar og fólk finnur fyrir henni er tilganginum náð. Sönn kristni er ekki þurr fræðigrein held- ur lifandi orka sem hluti lífsins, leyfum henni að flæða fram en reynum ekki að troða henni ofan í stöðluð form og úthluta henni í skömmtum. Það er skoðun mín að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé kristnari en meirihluti kennimanna kirkjunn- ar. Og þó þjóðkirkjan sé að hruni komin vegna þess að hún er étin innanfrá en kristnin sem slík, sterk í anda þjóðarinnar. Því verður það íslenska þjóðin sem getur haldið upp á 1000 ára afmæli kristnitöku í landinu. Því þrátt fyrir góða tilburði kirkjunnar manna til að eyða henni hefur kristnin aldrei verið eins sterk í þjóðarsálinni og nú, aldrei eins djúp og aldrei eins raunveruleg. Það sannast máltækið sem segir að oft má læra réttu leiðina af þeim sem fara röngu leiðina og að lélegur kennari fær oft góða nem- endur til að hugsa sjálfstætt. GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, bankastarfsmaður, Hátúni 8, Reykjavík. Er ekki nóg komið? Frá Guðjóni Sigurðssyni: ÞANN 2. júlí sl. barst mér bréf frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem mér var gert kunnugt að samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins nr. 59/1996 og 245/1996 mun greiðsla til mín á uppbót falla niður frá og með 1. ágúst nk. þar sem ég hafi heildar- tekjur yfir 75 þúsund kr. á mánuði. Nú er þetta rétt í sjálfu sér. Ég hef 5 þús. kr. á mánuði úr lífeyris- sjóði, ég hef unnið á vernduðum vinnustað (hvað sem það nú þýðir). Þessi vinna hefur hjálpað mér mik- ið. Mér hefur fundist að ég væri, þrátt fyrir allt, nýtur þjóðfélags- þegn. Laun á þessum vinnustað, þegar búið er að taka af stað- greiðslu og greiðslu vegna skulda á meðlagsgreiðslum, er kr. 10.500 fyr- ir 4 tíma á dag. Ég er oft mjög þreyttur eftir vinnu en ég vil leggja hana á mig vegna félagsskapar sem ég fæ þar en nú finnst mér nóg komið. Ég er ekki maður til þess að hjálpa heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að skera niður í hansráðu- neyti. Ég skora á ráðherra að endur- skoða þessa niðurfellingu hjá okkur sem minnst megum okkar í þjóðfé- laginu. GUÐJÓN SIGURÐSSON, Hátúni lOa, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.