Morgunblaðið - 11.07.1996, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Tvær tillögur að hönnun og skipulagi Háskólans á Akureyri voru metnar jafn góðar
ÚTLIT Háskólans á Akureyri séð úr norðaustri.
Heildarmynd af
háskólasvæðinu
TILLAGA arkitektastofanna Kím og Glámu um hönnun og skipu-
lag Háskólans á Akureyri sem valin var best í arkitektasam-
keppni. Efst til hægri verður bókasafn, nemendarými er merkt
með bókstafnum J, mötuneyti og setustofa í húsi merktu B, en
í húsi A verða skrifstofur deilda. Kennslustofur verða í húsum
K, L, M, P og R. Aðalskrifstofa háskólans verður í húsi N og
rannsóknarrými í húsi S. Þá er gert ráð fyrir að í húsi D verði
gestaíbúð fræðimanna.
TILLAGA arkitektastofanna Kím
og Glámu um hönnun og skipulag
Háskólans á Akureyri var nýlega
valin af starfshópi sem mennta-
málaráðherra skipaði til að fjalla
um framkvæmdir háskólans, en
arkitektasamkeppni lauk með því
að tvær tillögur voru metnar jafn
góðar til útfærslu. Arkitektarnir
sem unnu samkeppnina eru Ólafur
Tr. Mathiesen, Arni Kjartansson,
Sigbjöm Kjartansson, Jóhannes
Þórðarson og Sigurður Halldórs-
son. Stjórnvöld hafa markað þá
stefnu að öll starfsemi háskólans
verði byggð upp á Sólborgarsvæð-
inu, en það svæði liggur í náttúru-
legu umhverfi nærri miðju Akur-
eyrar með góðu útsýni yfir Eyja-
fjarðarsvæðið.
Bruna-
hanar í
Deiglunni
DJASSKVARTETTINN
Brunahanar kemur fram á
Túborgdjassi Listasumars og
Café Karólínu í kvöld,
fimmtudagskvöldið 11. júlí.
Þetta er í fyrsta sinn sem
hljómsveitin leikur opinber-
lega, þó svo liðsmenn hennar
hafí leikið saman um hríð.
Kvartettinn skipa: Jóel Páls-
son, saxófónn, Kjartan Valdi-
marsson, píanó, Einar Valur
Scheving, trommur og Þórður
Högnason, kontrabassi. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.30 og
er aðgangur ókeypis.
Hönnun, nýbygg-
ingar og endur-
bætur kosta 700
milljónir
„Tillagan sýnir einkar áhuga-
verða heildarmynd af háskóla-
svæðinu og möguleikum á fram-
tíðaruppbyggingu háskólans. Hún
gefur fyrirheit um byggingar, sem
myndu sóma sér vel undir starf-
semi Háskólans á Akureyri," segir
í umsögn dómnefndar um tillög-
una. Þorsteinn Gunnarsson há-
skólarektor sagði að aðalástæða
þess að tillagan var valin væri sú
að hún býr yfir virðuleika og festu
og býður upp á æskilega áfanga-
skiptingu sem fellur vel að þróun-
aráformum háskólans og eldri
húsum á svæðinu.
Heildarflatarmál um 7000
fermetrar
Meginhugmyndir tillögunnar
eru Qórar og er þeim lýst í greinar-
gerð höfundanna. í fyrsta lagi að
byggja háskólanum aðkomu með
torgi og inngangsrými sem verður
þungamiðja í umferð að og frá
háskólanum og slagæð í starfsemi
hans. í öðru iagi að tengja há-
skólabyggingarnar, þannig að inn-
angengt verði milli deilda hans. í
þriðja lagi að byggja viðbyggingar
án þess að spilla útliti húsanna sem
fyrir eru eða þeim kostum þefrra
sem bestir eru og í fjórða lagi að
styrkja Sólborgarsvæðið sem hluta
af útivistarsvæði Akureyrar.
Fjórar deildir eru nú við Háskól-
ann á Akureyri og voru um 400
nemendur þar síðasta skólaár.
Spár um nemendafjölda gera ráð
fyrir að 700 til 900 nemendur
stundi nám við háskólann árið
2004 og að fjöldi nemenda gæti
orðið 1.500 til 2.000 þegar líða
tekur á næstu öld.
Húsrýmisáætlun háskólans,
miðað við um 700 nemenda há-
skóla, gerir ráð fyrir að heildar-
flatarmál verði um 7.000 fermetr-
ar. Lögð hefur verið áhersla á að
beinn byggingakostnaður við ný-
byggingar og breytingar eldri
húsa verði ekki hærri en um 500
milljónir króna.
Framkvæmdum skipt
í fjóra áfanga
Að sögn háskólarektors er hug-
myndin að skipta framkvæmdum
niður í fjóra áfanga. í fyrsta
áfanga, nú í haust verður hafist
handa við að innrétta bókasafnið
og er gert ráð fyrir að það verði
flutt næsta sumar. Auk þess er
áætlað að nemendaaðstaða, mötu-
neyti og eldhús flutt á sama tíma.
Skrifstofur kennara og annarra
starfsmanna verða endurbættar
og þá er gert ráð fyrir að hönnun
nýbygginga að mestu lokið.
í öðrum áfanga hefjast fram-
kvæmdir við nýbyggingar, en þeg-
ar þeim áfanga lýkur er gert ráð
fyrir að kennsla flytjist að mestu
leyti úr núverandi kennsluhúsnæði
háskólans við Þingvaliastræti. í
þriðja áfanga er áætlað að bygg-
ingaframkvæmdum við fyrirlest-
rasali, samnotarými, fleiri
kennslustofur, skrifstofur og verk-
lega hjúkrunarstofu, ljúki. I fjórða
áfanga eru byggingaframkvæmdir
við rannsóknahús og tilheyrandi
kennslurými.
Hvað fjármögnun framkvæmda
varðar sagði Þorsteinn að gert
væri ráð fyrir framlögum úr ríkis-
sjóði samkvæmt fjárlögum hveiju
sinni, húseignir sem háskólinn á
nú, verða seldar þegar starfsemi
flyst á Sólborgarsvæðið, framlög
úr sjóðum og önnur fjármögnun
eins og frá sérstöku rekstrarfélagi
fjárfesta sem háskólinn endur-
greiddi síðan í formi húsaleigu.
□
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Framkvæmdum í norður-
hluta miðbæjarins að ljúka
(|W Hótel
'±=3 Harpa
Akureyrí
Gisting við allra
hæfi.
Þii veliif:
Fjörið í miðbænum.
Friðsældina í
Kjarnaskógi
eða lága verðið á
gistiheimilinu
Gulu villunni
gegnt
sundlauginni.
Sími 461 1400.
FRAMKVÆMDIR við nýtt skipu-
lag í norðurhluta miðbæjar Akur-
eyrar eru vel á veg komnar. Þetta
er fyrsti áfangi verksins, sem er
ný Geislagata og gerð bifreiða-
stæða. Fyrirtækið GV-gröfur átti
lægsta tilboð í jarðvegsskipti,
lagnir, hellulögn og götulýsingu.
Framkvæmdir eru nokkuð á eftir
áætlun en verktakinn átti að skila
sínum verkþætti 28. júní sl.
Gunnar Jóhannesson verkfræð-
ingur hjá Akureyrarbæ sagðist
reikna með að framkvæmdum
ljúki í vikulok, ef frá er skilin gróð-
ursetning í kringum bílastæði sem
umhverfísdeild bæjarins sér um í
framhaldinu. Gunnar sagði ástæð-
ur þessarar seinkunar nokkrar,
Fyrsti áfangi
nýrrar Geislagötu
m.a. hefði bærinn séð um malbik-
un á svæðinu og ekki hafi alltaf
verið hægt að malbika þegar verk-
takanum hentaði. Þá var dýpra
undir lagnir en ráð var fyrir gert
og því breyttust magntölur. Það
hafí því komið fljótlega í ljós á
verktímanum að ekki tækist að
ljúka verkinu á tillsettum tíma
Gangstétt austan
Glerárgötu
Hann sagði að ekki hefði verið
tekin ákvörðun um hvort verktak-
inn yrði beittur dagsektum, enda
erfitt að meta slíkt þegar um svona
samvinnu væri að ræða.
Gunnar segir fjárveitingar árs-
ins að mestu búnar, en þó sé
stefnt að því að leggja gangstétt
austan Glerárgötu, frá Strand-
götu að Torfunefsbryggju og
hann vonast til að framkvæmdir
hefjist fljótlega. Ekki verður u:n
frekari framkvæmdir í miðbænum
að ræða í ár. „Það er von okkar
starfsmanna bæjarins að á næsta
ári verði framkvæmdum í mið-
bænum haldið áfram og farið í
bílastæðin vestan við Búnaðar-
bankann. En margir eru að bítast
um aurana og því óvíst hvað verð-
ur,“ segir Gunnar.