Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 24

Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átökum linnir ekki í Tsjetsjníu Reuter Þorsti í Moskvu ÓVENJU heitt var í Moskvu í gær, og fór hiti í 35 gráður. Þessi stúlka, sem gefur hestin- um vatnssopa, býður gestum við Poklonnaja-minnismerkið um heimsstyrjöklina síðari að skreppa á hestbak. Stúlkumorðið í Liverpool Ottast að morð- ingjarair séu böra Daily Telegraph. RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Liv- erpool er nú komin á þá skoðun að börn kunni að hafa myrt hina níu ára gömlu Jade Matthews, sem fannst látin við járnbrautarteina í borginni á mánudag. Faðir stúlkunnar, sem í fyrstu var grunaður um verknaðinn var látinn laus eftir yfirheyrslur á þriðjudag, án ákæru. Nú fylgir lögreglan eftir vís- bendingum um íjóra drengi sem sáust á svæðinu um það leyti sem stúlkan hvarf. Sama kvöld og lík stúlkunnar fannst, með áverka á höfði eftir bar- smíðar með viðarstaur, sáust þrír drengir saman nærri fundarstaðnum við járnbrautfarteinana. Fjórði drengurinn, um 13 ára að aldri, sást um kl. 17:25 í fylgd stúlku sem líktist Jade. Hún hafði sár á enni og blóð á tönnum. Hún sat á svörtu reiðhjóli sem drengurinn ýtti á undan sér í gegn um undirgöng skammt frá heimili Jade. Það styrkti grunsemdir manna um að böm hefðu verið að verki að klæði stúlkunnar vom heil og líkið bar eng- in ummerki þess að reynt hefði verið að beita hana kynferðislegu ofbeldi. Lögreglan telur, að drengimir þrír sem vegfarandi sá við járnbraut- arteinana geti verið lykilvitni í mál- inu. Lögreglan hefur enn tvo 17 ára unglinga í haldi, sem handteknir vom á mánudaginn. Brezkur almenningur er sleginn hryllingi yfir þessu nýjasta bams- morði. Fyrirskipa handtöku leiðtoga Tsjetsjena Moskvu. Reuter. VJATSJESLAV Tíkhomírov, yfír- maður rússneska heraflans í Tsjetsjníju, fyrirskipaði í gær hand- töku Zelímkhans Jandarbíjevs, leið- toga skæruliða Tsjetsjena, að því er rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ígor Melníkov, blaðafull- trúa rússneska hersins. Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar hefðu mál í Tsjetsjníju und- ir sinni stjórn og styddu enn hið umsamda vopnahléssamkomulag. „Það verður ekki stríð í Tsjetsjníju," sagði Tsjemomýrdín. „Aætlun forsetans um friðsamlegt samkomulag í tsjetsjenska lýðveld- inu hefur ekki farið út um þúfur. Rússnesku hersveitirnar hafa komið vitinu fyrir nokkra uppreisnar- mannanna og leiðtoga þeirra, sem gengu of langt.“ Átök í Makhetí og Gekhí Að sögn fréttastofunnar gerði rússneski herinn sprengjuárásir úr lofti á höfuðstöðvar Jandarbíjevs í Makhetí í suðurhluta Tsjetsjníju. Þorpið hefur verið lokað af frá umheiminum. Var yfirvöld í þorpinu sögðu að 20 óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum þar. Interfax hafði eftir rússneska hernum að átta hermenn hefðu fall- ið og 20 særst í Gekhí, þar sem Rússar beittu flughernum og not- uðu stórskotalið fyrsta sinni frá því vopnahlé tók gildi 1. júní. Síðar var haft eftir rússneskum herforingja að herinn hefði verið kallaður brott frá Gekhí í gær eftir að yfirvöld í bænum sögðu að uppreisnarmenn væru farnir þaðan. Uppreisnar- menn kváðust hins vegar hafa hrak- ið rússneska herinn af höndum sér á þriðjudag. „Gripið hefur verið til aðgerða til að finna og handtaka Z. Jand- arbljev," sagði Melníkov. Jandarbíjev varð leiðtogi Tsjetsj- ena eftir að forveri hans, Dzhokhar Dúdajev, var myrtur í sprengju- árás, sem uppreisnarmenn Tsjetsj- ena segja að Rússar hafi staðið að baki. Jandarbíjev átti fund með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Kreml 27. maí og skrifaði þá undir vopnahlés- samning. Vopnahléð var rofið á þriðjudag þegar átök hófust á ný á nokkrum stöðum í Tsjetsjníju. Tíkhomírov gaf uppreisnarmönn- um sólarhrings frest til að láta fanga lausa, en á þriðjudag lét hann til skarar skríða nokkrum klukku- stundum áður en fresturinn rann út. Tsjetsjenskum aðskilnaðarsinn- um og samningamönnum Rússa hefur lítið orðið ágengt í viðræðum eftir vopnahléð og hafa ásakanir gengið á báða bóga. Rússar hafa sakað uppreisnar- menn um að láta undir höfuð leggj- ast að afvopnast og láta rússneska fanga lausa. Uppreisnarmenn saka Rússa á hinn bóginn um að hafa ekki staðið við samkomulag um að kalla herlið heim og loka eftirlits- stöðvum. Uppreisnarmenn safna kröftum Rússneski herinn hefur kvartað sáran undan því að vopnahléð hafi einungis veitt skæruliðum tækifæri- til að safna kröftum, vígbúast á ný og efla skipulag og samskipti. Ýmsir fréttaskýrendur hafa tekið undir þetta. Einn þeirra er Maríja Eismont, sem skrifar í dagblaðið Sevodnja í gær að „nýir harmleikir, eyðilagðar byggingar og blýlagðar líkkistur" blasi við. „Bardagamennirnir hófust handa við endurskipulagningu og kaup á vopnum og skotfærum um leið og umfangsmiklum aðgerðum lauk,“ skrifar Eismont og gefur í skyn að forsetakosningarnar, sem lauk með sigri Borís Jeltsíns fyrir viku, hafi verið meginástæðan fyrir vopna- hlénu: „Þeir, sem hafa verið blekkt- ir, eru óbreyttir íbúar [tsjetsjenska] lýðveldisins og foreldrar rússneskra hermanna, sem í barnaskap trúðu að friður myndi þá og þegar kom- ast á og opinber skjöl taka gildi.“ 19 mánuðir eru frá því að átök hófust í Tsjetsjníju og hafa 30 þús- und manns fallið í þeim, flestir óbreyttir borgarar. Grikkland í sóttkví? Belgar vilja beita YES í Búrúndí • EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) mun taka um það ákvörðun seinna í þessari viku hvort frek- ari aðgerða er þörf til að stöðva útbreiðslu gin-og klaufaveiki, en tvö slík tilfelli uppgötvuðust í Norður-Grikklandi nýlega. Dýra- læknanefnd ESB mun funda um málið og taka ákvörðun um frek- ari aðgerðir, m.a. hvort ástæða sé til að loka fyrir útflutning lif- andi búfjár og Iqöts frá Grikk- landi. Grikkland var sett í sóttkví í ágúst 1994 eftir að gin- og klaufaveiki brauzt þar út, en henni var aflétt í dezember 1995. • EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) verður að gera snarar umbætur á nautakjötsmarkaðnum til að bregðast við þeim gífurmiklu aukabirgðum af kjöti sem ekki selst vegna útbreidds ótta við kúariðu. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB krafðist þessa í gær. Meðalneyzla á nauta- kjöti í Evrópu hefur fallið um 11% frá því þær niðurstöður vís- indamanna urðu heyrum kunnar snemma í vor að menn gætu smitazt af veikinni. • FRAMKVÆMDASTJÓRI Evr- ópuráðsins, Daniel Tarschys, átti í gær fund með sendiherrum að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins, NATO, til að skiptast á skoð- unum um Rússland og ástandið í fyrrum Júgóslavíu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tvær stofn- anir eiga með sér samskipti af þessu tagi. Talsmenn beggja sam- taka sögðu fundinn vera táknræn- an fyrir náin tengsl hinna ýmsu stofnana Evrópu sem hefðu með öryggismál í álfunni að gera eftir að kalda stríðinu lauk. Brussel. Reuter. BELGÍSK stjórnvöld hyggjast nýta sér forsæti sitt í Vestur-Evr- ópusambandinu (VES) til að ræða hvernig stöðva megi blóðsúthell- ingar í hinni gömlu nýlendu sinni, Búrúndí í Mið-Afríku. Belgía tók við forsæti í samtökunum, sem ætlunin er að verði varnarmála- armur Evrópusambandsins, hinn 1. júlí. ísland er eitt þeirra ríkja, sem eiga aukaaðild að VES. Erik Derycke, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í gær að hugsanlegt væri að VES veitti afrískum frið- argæzlusveitum ráðgjöf. Hann tók hins vegar fram að Belgar hefðu útilokað að senda herlið til Búr- úndí. „Ég held að eftir reynsluna í Sómalíu og Rúanda sé æskileg- ast að gömul nýlenduveldi snúi ekki aftur til gamalla nýlenda sinna,“ sagði Derycke á fundi með utanríkismálanefnd belgíska þingsins. Afríkumenn samþykkja að beita hervaldi Leiðtogar Einingarsamtaka Afríku samþykktu á fundi sínum í gær að beita hervaldi til að stöðva borgarastyijöld þjóðanna í Búr- úndi, Tútsa og Hútúa, og koma í veg fyrir að hún breytist í annað eins blóðbað og átti sér stað í stríði sömu þjóða i nágrannaríkinu Rú- anda. Talið er að 150.000 manns hafi þegar fallið í landinu ög ná- grannaríkin óttast að átökin breið- ist út. Haldnir verða fundir hermálayf- irvalda í nokkrum Afríkuríkjum frameftir vikunni til þess að skipu- leggja frekar för friðargæzlusveita til Búrúndi. Slóvakar reiðir Ung- verjum YFIRVÖLD í Slóvakíu sökuðu ungversk stjórnvöld í gær um tilraunir til að valda glundroða í Mið-Evrópu með kröfum um að ungversk þjóðarbrot erlend- is fengju sjálfsforræði. Telur ungverski minnihlutinn í Slóv- akíu 600.000 manns eða 10% íbúanna. Var sendiherra Ung- veijalands í Slóvakíu kallaður í utanríkisráðuneytið í Brat- islava þar sem kröfum Ung- veija var harðlega mótmælt. Deby áfram forseti Chad IDRISS Deby var endurkjör- inn forseti Chad i gær í fyrstu fjölflokka kosningunum þar í landi. Hann er sagður hafa hlotið 68% atkvæða en ekki var sagt hvert atkvæðahlutfall mótframbjóðandans, Wadal Abdelkader Kamougue hers- höfðingja, var. Deby komst til valda i valdaráni 1990. Takmarka rútuferðir YFIRVÖLD í Flórens á Ítalíu hafa ákveðið að takmarka ferð rútubifreiða í borginni vegna mengunar og umferðarþunga. Fá aðeins 225 rútur að koma í borgina á degi hvetjum og verð- ur að sækja um stöðvunarleyfí fyrir þær fyrirfram. í dag er talið að um 500 rútur með ferðamenn séu í borginni dag- lega. Lamm viil fara fram RICHARD Lamm, fyrrverandi ríkisstjóri í Colorado, hefur sóst eftir því að verða for- setafram- bjóðandi Umbóta- flokks Ross Perots, auðkýfings frá Texas. Hét hann því að gera stjórnmálin heiðarlegri og lækka skuldir ríkissjóðs. Perot hefur ekki tek- ið afstöðu til beiðninnar. Sæhestar í hættu HÓPUR vísindamanna hefur rannsakað stofna sæhesta í Indlands- og Kyrrahafi sem eru í hættu vegna mikillar eft- irspurnar eftir þeim til hefð- bundinnar lyfjagerðar í Asíu- ríkjum. Efni úr sæhestum eru þar notuð m.a. til að lækna astma, hjartakvilla og getu- leysi. Um 20 milljónir sæhesta eru veiddar árlega í þessu skyni og hefur stofninn minnk- að um 50% á fimm árum. Hellakönn- uða saknað HAFIN var leit að sex bresk- um og ungverskum hellakönn- uðum í frönsku ölpunum, skammt frá borginni Grenoble, í gær. Óttast er að þeir hafi lokast af á Berger-hellasvæð- inu vegna hækkunar vatnsyf- irborðs í hellunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.