Morgunblaðið - 01.08.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 35
AÐSENDAR GREIINIAR
Breytingar á leiðakerfi SVR:
Almennar áherslubreytingar
ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi
breytingar á leiðakerfi SVR. Með
þeim breytingum er brotið blað í
almenningssamgöngum í Reykjavík,
því leiðakerfið hefur ekki verið end-
urskoðað í heild frá 1970.
Breyttar aðstæður
Ljóst er að aðstæður hafa breyst
mikið frá 1970. Nægir að nefna
bættan efnahag og þar með stór-
aukna bílaeign, aukna atvinnuþátt-
töku kvenna, breytt verslunarmunst-
ur með aukinni áherslu á laugar-
daga, uppbyggingu nýrra hverfa og
þannig má áfram telja. Þessar breyt-
ingar hafa haft margvísleg áhrif,
m.a. á ferðavenjur fólks. Sem dæmi,
þá hefur farþegum hjá SVR fækkað
um u.þ.b. 46% frá þessum tíma en
á sama tíma hefur bifreiðaijöldi í
Reykjavík aukist um u.þ.b 150% á
meðan íbúafjöldi hefur aðeins aukist
um rúm 27%. Fjöldi íbúa um hverja
fólksbifreið hefur farið úr 4,7 niður
í 2,3. Fækkun farþega SVR er því
hlutfallslega mun minni en sem nem-
ur fjölgun einkabíla.
Farþegum fjölgar
Aukin umferð og óæskileg áhrif
hennar, hefur m.a. haft þau áhrif
að farþegum SVR fer nú aftur fjölg-
andi, og nam aukningin um 3% á
árinu 1995. Með breytingum á leiða-
kerfi SVR er stefnt að því að gera
almenningssamgöngur að góðum
kosti fyrir sem flesta er leið eiga
um þjónustusvæðið. Daglega- eru
farnar allt að 25 þús. ferðir með
SVR. Breytingarnar hafa því bein
áhrif á mjög marga og ef tekið er
tillit til ijölskyldna þeirra sem velja
strætó sem ferðamáta, má áætla að
þjónusta SVR hafi bein eða óbein
áhrif á 45-55 þús. manns.
Breytingar á leiðakerfi SVR eru
talsverðar þó svo að
breytt leiðakerfi byggi
á sama grunni og nú-
verandi kerfi. Lögð er
áhersla á að halda því
sem gott er og gera
endurbætur þar sem
þeirra er þörf.
Sérstakur annatími
Skilgreindur hefur
verið sérstakur anna-
tími. Sá tími er kl. 7-9
og kl. 16-19 virka daga
og kl. 11-17 laugar-
daga. Á annatíma er
eftirspurnin mest
ásamt kröfum við-
skiptavina hvað varðar
tíðni ferða og stuttan
Með þetta í huga er tíðni „hrað-
leiða“, þ.e. leiða 110, 111, 112 og
ur á skiptistöð SVR á
Lækjartorgi og reisa
nýja skiptistöð á Ár-
túnshöfða, nánar tiltek-
ið við Bíldshöfða 2a (sjá
kort í símaskrá). Við
þessar breytingar auk-
ast ferðamöguleikar
mikið og skiptingar
verða þægilegri en nú
er. Jafnframt hafa
merkingar á öllum
skiptistöðvum verið
teknar til gagngerrar
endurskoðunar. Á
skiptistöðvum er starfs-
fólk farþegaþjónustu-
deildar og má þar
kaupa farmiða og
115, aukin og munu þær aka með
20 mín. tíðni á annatíma virka daga.
I núverandi kerfi aka þær ýmist á
30 mín. tíðni eða 60 mín. tíðni.
Á 10 mín. fresti til miðborgar
Við uppsetningu tímataflna er þess
gætt að dreifa brottfarartíma leiða
frá skiptistöð. Þetta hefur það í för
með sér að á annatíma verður hægt
að komast úr austurhverfum á 10
mín. fresti til miðborgar. Einnig verða
ferðir milli Lækjartorgs og Hlemmt-
orgs á 4-6 mín. fresti, Hlemmtorgs
og Skeifunnar á 4-6 mín. fresti og
Lækjartorgs og Kringlu á 4-6 mín.
fresti. Jafnframt er lögð á það áhersla
að stytta ferðatíma með því að gera
leiðir „beinni" en nú er. Viðskiptavin-
ir SVR þurfa því ekki í eins miklum
mæli að taka á sig aukakrók á leið
sinni á áfangastað.
Úrbætur á skiptistöðvum
Verið er að gera verulegar úrbæt-
Þórhallur Örn
Guðlaugsson
ferðatíma. Græna kortið ásamt því að fá upplýs-
ingar um ferðir vagna og ráðlegg-
ingar um hagkvæmustu leiðina
hveiju sinni. Þjónustu- og upplýs-
ingasími SVR er 551 2700
Stefnt að því, segir
Þórhallur Orn Guð-
laugsson, að gera
almenningssamgöngur
að góðum kosti.
Bættar upplýsingar
SVR birtir nú í fyrsta sinn leiða-
kort og tímatöflur í símaskránni. Þar
gefur að líta gott yfirlitskort ásamt
tímatöflum allra leiða. Með þessu
er tryggt að upplýsingar um þjón-
ustu SVR eru inni á hverju heimili
og í öllum fyrirtækjum borgarinnar.
Menn geta því í ró og næði fundið
þá ferðamöguleika sem hentar hveij-
um og einum en yfirleitt eru val-
möguleikar fleiri en einn og oft fleiri
en tveir. Einnig verður hægt að fá
upplýsingar um þjónustuna á vefsíð-
um Internetsins og í Textavarpinu.
Gefrn verður út ný leiðabók í byrj-
un ágúst þar sem verða ítarlegar
upplýsingar um ferðir vagna og
þjónustu SVR.
Leiðaspjöld á biðstöðvum verða
einfölduð frá því sem nú er og letur
stækkað. Leiðaspjöld samanstanda
annars vegar af korti af akstursleið
og hins vegar af tímatöflu. ítarlegri
upplýsingar, s.s. um fyrstu og síð-
ustu ferðir, er að fínna í Leiðabók
SVR. Einnig má alltaf hringja í þjón-
ustusímann en þar er svarað á með-
an vagnarnir aka.
Á flestum leiðum breytast tíma-
setningar eitthvað. Borgarbúar eru
því hvattir til að kynna sér vel breyt-
ingarnar í símaskránni eða hafa sam-
band í þjónustu- og upplýsingasíma
SVR, 551 2700. Ný leiðabók verður
fáanleg í byijun ágústmánaðar.
Um leið og við hjá SVR óskum
borgarbúum til hamingju með þá
bættu þjónustu sem breytingarnar
hafa í för með sér, viljum við hvetja
íbúa til að nýta sér þessa fjárhags-
lega hagkvæmu og lipru þjónustu.
Höfundur er forstöðumaður
markaðs- ogþróunarsviðs SVR.
Hafa skal það sem
sannara reynist —
líka í Hafskipsmáli
SÚ RANGA staðhæfing kom fram BÚskÍptÍ Hafskips
i grein 1 Morgunblaðinu fynr ---------±---------£.----
skömmu, að aðeins hafi greiðst 17% hafa alöjÖra SÖrstÖðu,
af kröfum í þrotabú Hafskips. -------—---------------—
Ekki verður undan því vikist að SögÍr HalldÓr Gllð-
rétta sannleikanum hjálparhönd, ----------------------
þegar svo gróflega er hallað réttu mundsSOIl, hvað Snertir
mali. " ~ , i " " ~ —
Undirritaður skrifaði grein í hatt greiðsluhlutfall
Morgunblaðið 29. júní 1989 þar sem T7 ITTT
því er haldið fram að Hafskip hefði 3-t krotum.
verið knúið í gjaldþrot að ástæðu-
lausu. Þessi skoðun undirritaðs var
byggð á óyggjandi opinberum stað-
reyndum um niðurstöðu gjaldþrota-
skiptanna.
Staðreyndirnar hafa ekki tekið
neinum breytingum síðan 1989, en
þær eru þessar: Forgangskröfur í
þrotabú Hafskips námu kr. 289,3
milljónum. Þær greiddust að fullu.
Almennar kröfur námu 1.071 millj-
ónum. Af þeim greiddust 50,3%.
Alls greiddust 60,7% af samþykktum
heildarkröfum í þrotabúið.
Þessum tölulegu staðreyndum fá
menn ekki breytt, hvað svo sem
reynt er með blekkingum og hunda-
kúnstum að reikna öðruvísi en ætíð
er gert á sambærilegan hátt í öllum
öðrum gjaldþrotaskiptum.
Allir sem eitthvað þekkja til gjald-
þrota í íslensku viðskiptalífi á undan-
förnum árum og hafa lesið þúsundir
auglýsinga um skiptalok þrotabúa
vita að niðurstaðan í búskiptum
Hafskips hefur algjöra sérstöðu hvað
snertir hátt greiðsluhlutfall af kröf-
um. Samanburðurinn á síðum Lög-
birtingarblaðsins er ólygnastur. Um
þetta þarf ekki að deila.
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Reykjavík
Engin umferðarslys!
ÞEGAR þetta er
skrifað er ein mesta
umferðarhelgi ársins,
verslunarmannahelgin,
framundan. Eins og
venjulega getum við
búist við að heyra sömu
gömlu hvatningarorðin
um að spenna nú beltin,
láta börnin vera í aftur-
sætinu og skilja Bakk-
us eftir heima. Ef
grannt er skoðað þá er
sá boðskapur oft ekki
annað en eftirfarandi:
Þú berð ábyrgðina og
þú ert sökudólgurinn,
ef eitthvað kemur fyrir
Gestur Ólafsson
— allt annað er í lagi. Smám saman
fær maður samt á tilfinninguna að
það sé búið að kveða þessa góðu
gömlu vísu nægilega oft, enda getum
við búist við að umferðin taki sinn
venjulega toll á þessu ári eins og
því síðasta í mannslífum og slösuð-
um einstaklingum, sem oft þurfa að
búa við örkuml og heilsutjón ævi-
langt.
Þetta er ekkert grín. Síðastliðið
ár létust hér á landi 24 menn af
völdum umferðarslysa og slasaðir
voru 1.631. Áætlað hefur verið að
kostnaður vegna þessara slysa hafi
verið um 16-18 milljarðar á síðasta
ári. En er þá ekkert til ráða? Viljum
við sætta okkur við að það sé óhjá-
kvæmilegt að hátt á annað þúsund
íslendingar týni lífinu eða slasist í
umferðinni á hvetju ári?
Víða erlendis nýtur sú skoðun nú
vaxandi fylgis að það gagni ekki
nema að ákveðnu marki
að skamma fólk fyrir
að vera mannlegt og
vænlegra sé til árang-
urs að búa til öruggt
umferðarkerfi á sama
hátt og við höfum lagt
áherslu á að hanna og
búa til örugga vinnu-
staði. Hvernig væri því
að við íslendingar
fylgdum dæmi þessara
þjóða og settum okkur
það markmið að gera
umferðarkerfið þannig
úr garði að mannleg
mistök, sem alltaf eiga
sér stað, leiði ekki til
stórslysa eða dauða? Ef við setjum
okkur þetta markmið leggjum við
jafnframt þá ábyrgð á hendur þeim
sem skipuleggja og hanna umferðar-
kerfið að þeir geri allt sem í þeirra
valdi stendur til að koma í veg fyrir
slys og að þeir noti til þess alla til-
tæka þekkingu og reynslu. í dag fer
því fjærri að þetta sé gert.
1 grundvallaratriðum er þetta
spurning um það hvernig við viljum
veija sameiginlegum fjármunum
okkar og hvernig við viljum for-
gangsraða. Viljum við frekar fara
með tugmilljónir á hveiju ári í hjúkr-
um og umönnun þeirra sem slasast
í umferðinni eða viljum við setja
okkur svipað markmið í þessum
málum og nú er til umræðu, t.d. i
Svíþjóð, og reyna að koma algerlega
í veg fyrir umferðarslys með því að
beita allri tiltækri þekkingu í þessum
efnum og veija til þess nægilegu fé?
Fækka þarf þeim slysa-
gildrum, segir Gestur
Olafsson, sem stöðugt
er verið að búa til, bæði
íþéttbýli og strjálbýli.
Hér vantar samgöngupólitísk
markmið og forgangsröðun. Þótt
heilsustéttir þessa lands séu góðra
gjalda verðar þá geta þær þegar upp
er staðið hvorki endurlífgað þá sem
látast eða komið í veg fyrir þjáningar
þeirra sem slasast. Fyrirbyggjandi
aðgerðir geta hér verið árangursrík-
ari. Hið fomkveðna er enn í fullu
gildi — „betra er heilt en vel gróið“.
Eg er þeirrar skoðunar að ef
stjórnmálamenn myndu ákveða að
stefnt skyldi að engum umferðar-
slysum hér á landi gæti það ger-
breytt umræðunni um þessi mál. Þá
myndum við hugsanlega í vaxandi
mæli fara að leita annarra áhrifarík-
ari leiða til þess að aúka umferðarör-
yggi en að skamma ökumenn. Þá
myndum við hugsanlega fara að
velta því fyrir okkur í alvöru hvern-
ig við gætum náð þessu marki og
hvernig við gætum notað til þess
tiltæka þekkingu og þá færi vonandi
fækkandi þeim slysagildrum sem
stöðugt er verið að búa til, bæði í
þéttbýli og dreifbýli hér á landi.
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur.