Morgunblaðið - 01.08.1996, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 01.08.1996, Qupperneq 60
<Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi 03> NÝHERJI • OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 ^pVectrí MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 II81, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hag- kvæmni- athugun haldið áfram FENGIST hefur fjármagri á innan- landsmarkaði til þess að vinna síðari hluta hagkvæmniathugunar á magn- esíumframleiðslu á Reykjanesi, eða um 70 milljónir. Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðumesja, sem á rúmlega 70% eignarhlut í hlutafélagi um athugunina, býst við að niður- stöður liggi fyrir í byrjun næsta árs. Júlíus segir markmiðið að for- hanna verksmiðjuna, gera kostnað- aráætlun fyrir byggingu og rekstur og semja um sölu á að minnsta kosti helmingi framleiðslunnar, gangi allt að óskum. „Þegar yfir lýkur ætla menn að standa uppi með tæmandi áætlun þannig að hægt sé að leggja hana fyrir banka og fjármálastofnan- ir, ef niðurstöður eru eins og vonir standa til,“ segir Júlíus. Fyrri hluta athugunarinnar lauk í vor og bentu niðurstöður til að verk- smiðjan myndi reynast hagkvæm í rekstri. Þá var lögð áhersla á fram- leiðslutækni með fulltingi rússneska fynrtækisins Consortium Magnyi. í síðari hluta hagkvæmniathug- unarinnar er miðað við helmingi stærri verksmiðju en í upphafi, eða 50.000 tonna framleiðslugetu. Segir Júlíus að stofnkostnaður við hana verði um 30 milljarðar og þegar ligg- ur fyrir hiutafjárloforð frá dótturfyr- irtæki þýska stórfyrirtækisins Preussag Anlagenbau, Salzgitter Anlagenbau, ef af byggingu verður. Segir Júlíus jafnframt að Þjóðver- jamir telji góða möguleika á fjár- mögnun ef hagkvæmniathugunin gengur að óskum. „Þakka ykkur fyrir að hafa verið þjóðin mín“ HÁTT í fimm þúsund manns kvöddu fráfar- andi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar síðasta starfsdegi hennar lauk síðdegis í gær. Vigdís yfirgaf Stjórnarráðið klukkan 16.30 og þegar hún gekk út úr byggingunni beið mikill fjöldi manns fyrir utan í blíðviðr- inu til þess að þakka henni fyrir 16 ára veru í embætti. Vigdís sat sinn síðasta ríkisráðs- fund í gær og þakkaði Davíð Oddssob forsæt- isráðherra henni gott og ánægjulegt sam- starf og árnaði heilla. Vigdís var hyllt margsinnis með húrra- hrópum og lófataki framan við Sljórnarráðið og þá fékk hún fjölda blóma frá vinum og öðrum velunnurum. Kvennakórinn flutti ætt- jarðarlög og tóku forsetinn og viðstaddir undir sönginn. Ungmenni frá Götuleikhúsinu biðu forsetans og afhentu henni kransa úr bleikum rósum og jafnframt fékk Vigdís þijú tré að gjöf. Fjöldi manns tók að safnast saman við Stjórnarráðið um fjögurleytið og fikraði forsetinn sig sem leið lá gegnum mannþröngina í átt að bifreið embættisins þegar kveðjuathöfn innandyra lauk. Viðstaddir veifuðu forsetanum í kveðju- skyni og réttu henni blómvendi og sagði hún þá meðal annars: „Eg vil þakka ykkur fyrir að hafa verið þjóðin mín.“ Olafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti forseta við athöfn i Alþingishúsinu ídag. ■ Forseta þakkað/30 því frá okkur að bera ábyrgð á þess- ari ályktun stjómar Læknafélagsins og höfum lagt áherslu á að ræða áfram efnislega vandamálið," sagði hann. Mikið bar í milli deiiuaðila. Samn- inganefnd ríkisins bauð læknum sam- bærilegar launahækkanir og samið hefur verið um við aðra launahópa í þjóðfélaginu, en af hálfu ríkisins eru kröfur lækna metnar til nokkurra tuga prósenta hækkana. Mikill viðbúnaður Kristján Erlendsson í heilbrigðis- ráðuneytinu sagðist ekki vita hver viðbrögð lækna yrðu við áskorun Læknafélags íslands. Starfshópur á vegum heilbrigðisyfirvalda er með mikinn viðbúnað vegna takmarkaðrar læknisþjónustu og Kristján sagði, að gert væri ráð fyrir auknum mannskap á bráðavöktum sjúkrahúsanna í Reykjavík. Sjúkrahús Reykjavikur og Landspítalinn eru í samvinnu við heil- brigðisyfirvöld um að mæta auknu álagi og munu sinna þeim sem til þeirra leita. Er fólk hvatt til að hringja á spítalana með erindi sín og leita ekki til þeirra nema það þoli ekki bið. Sjálfstætt starfandi heimilis- læknar munu sinna sínum sjúkling- um og frekari upplýsingar er hægt að fá á Neyðarlínunni og á símsvör- um heilsugæslustöðva. Heilsugæslu- stöðvar um land allt verða opnar yfir daginn, en í neyðartilvikum er almenningi bent á að hafa samband við sína heilsugæslustöð á dagvinnu- tíma og á vakttíma þar sem vaktir eru starfræktar, en hringja utan þess tíma á bráðavaktir sjúkrahúsa. í áliti sameiginlegs fundar stjórn- ar Sérfræðingafélags íslenskra lækna og formanna sérgreinafélaga lækna, sem samþykkt var sl. mánu- dag, er samkomulagi heilbrigðis- ráðuneytis og Félags heilsugæslu- lækna, sem náðist fyrir nokkru, harð- lega mótmælt. „Heilsugæslulæknar hafa ekkert umboð til þess að semja um breytingar á aðstöðu og kjörum íslenskra lækna í heild sem lið í sinni eigin kjarabaráttu. Vanhugsað er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu að gera slíkt samkomulag við einn hóp lækna, sem á í kjarabar- áttu,“ segir m.a. í álitinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÁTT á fimmta þúsund manns safnaðist saman fyrir framan Stjórnarráðið í gær til að kveðja Vigdísi Finnbogadóttur fráfarandi forseta. vera að reyna að hafa með ótilhlýði- legum hætti áhrif á gang kjaravið- ræðna. Við höfum óskað eftir því að Læknafélag íslands geri okkur kleift að halda samningaviðræðum áfram en láti af svona háttsemi," sagði hann. Samninganefnd ríkisins lagði fram drög að tilboði í fyrrakvöld og samn- inganefnd lækna var tilbúin með gagntillögur í gærmorgun, en þær komust aldrei upp á borðið vegna harðra deilna um formlegt eðli upp- sagnanna í kjölfar yfirlýsingar stjórn- ar Læknafélagsins. „Samninganefnd ríkisins kaus að túlka stöðuna Jjannig, eftir að stjórn Læknafélags Islands gaf út yfirlýs- ingu sína, að forsendur viðræðna um hina efnislegu deilu væru brostnar. Við höfum bent á að það sé alls ekki hlutverk samninganefndarinnar að túlka þau lög sem hljóta að búa að baki yfirlýsingar Læknafélagsins. Það er einnig augljóst að hin kjaralega deila kom ekki upp fyrr en um mán- aðamótin júní/júlí, og þar með hljóta allir að sjá að þessi deila getur ekki hafa verið forsenda uppsagnanna," , sagði Gunnar Ingi. „Við höfum vísað UPPSAGNIR rúmlega 120 heilsu- gæslulækna tóku gildi á miðnætti en í gærkvöldi slitnaði upp úr sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Ekki er búist við að reynt verði að hefja sáttatil- raunir á ný fyrr en í næstu viku, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns samninganefndar heilsu- gæslulækna. Félag íslenskra heimilislækna hafnaði í gærkvöldi samvinnu við heilbrigðisyfírvöld um skipulag neyð- arþjónustu eftir að uppsagnir lækna komu til framkvæmda, en í yfirlýs- ingu félagsins segir að allir félags- menn muni sinna neyðartilfellum. Engar efnislegar viðræður um kjaraatriði fóru fram í gær á milli deiluaðila. Ástæðan var sú að sam- þykkt stjórnar Læknafélags íslands, sem birt var í gær, þar sem læknar eru varaðir við að taka við þeim stöð- um heilsugæslulækna sem losna vegna uppsagna þeirra, setti viðræð- urnar í hnút. Gunnar Bjömsson, for- maður samninganefndar ríkisins, sagði að áskorun stjómar Læknafé- lagsins væri tilraun til að koma á ráðningarbanni. „Okkur finnst þeir Japanir veiðatúnfisk við ísland TVÖ JAPÖNSK túnfiskveiðiskip halda i dag frá Reykjavík til tún- fiskveiða djúpt suður af landinu, innan íslensku fiskveiðilögsög- unnar. Veiðarnar eru liður í samstarfsverkefni japanskra að- ila og Hafrannsóknastofnunar og munu starfsmenn stofunarinnar fara með skipunum og fylgjast með veiðunum. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið frá því i október á siðasta ári en ráðgert er að veiðarnar standi fram I miðjan október. Um 120 heilsugæslu- læknar hættir störfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.