Morgunblaðið - 13.08.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 7
FRÉTTIR
JÓN Thorleifsson háseti á Gullfaxa ÓF 11 bregður sjónum sínum til hafs af þyrlupallinum í Kol-
beinsey, skömmu eftir landtökuna. Víst er að fáir vildu veija nótt i eynni einsamlir og gott til þess
að vita að Gullfaxi gamli bíður ekki langt undan.
sveinn. Hver maður heldur um
sinn disk svo hann renni ekki út
af borðinu í sívaxandi hliðarvelt-
ingi Gullfaxa og Konráð Sigurðs-
son skipstjóri líkir sjólaginu við
grautarpott. „Vestantrítlan er
saklaus, en ég er smeykastur við
austanáttina. Hún gæti tafið fyrir
landgöngu á Kolbeinsey,“ segir
Konráð. Eftir því sem norðar
dregur eykst veltingurinn svo að
manni er ekki lengur stætt. Þó
er stillt veður. „Sjólagið er svo
óreglulegt og við siglum ekki upp
í ölduna, heldur á hlið við hana,“
segir Konráð. Best er að fleygja
sér í koju og láta klukkustundirn-
ar líða.
„Það brýtur á henni“
Laust fyrir klukkan þijú eftir
miðnætti grillir í dökkleitan depil
í þokunni, sem nú er lögst yfir.
Úti á dekki er um fjögurra stiga
hiti og of mikil alda fyrir lendingu
á eynni. „Það brýtur helvíti mikið
á henni,“ segir Konráð og skipar
mönnum að bíða með gúmbátinn.
Þremur tímum seinna er ákveðið
að freista landgöngu. „Það er æði
oft sem það er einhver hreyfmg
hérna," segir Konráð. Aldan lemur
nú Kolbeinsey lausar og gúmbátn-
um er skotið út. Ætlunin er að
láta kvikuna. fleyta gúmbátnum
upp á syllu í eynni svo hann standi
á þurru þegar fellur frá. Þetta
heppnast eftir nokkur skipti og
menn standa í Kolbeinsey. Þetta
er nyrsti hluti íslands á 67. breidd-
argráðu. Þetta er ógnarlítið sker
með mikilvægt hlutverk og hér
vildi enginn eiga nótt. Hvemig
væri að vera skilinn eftir á svona
stað? Leiðangursmenn gefa sér
tíma, hver og einn með sjálfum sér
- og útverðinum. Enginn mælir
orð.
Kolbeinsey var skráð 35 metrar
á lengd og 33 metrar á breidd
árið 1989. Eyjan er að minnsta
kosti fimm metram styttri og
mjórri nú og þykir það ekki of-
mælt. Þarna rifjast upp aldagamlar
sögur um Portúgala nokkurn, sem
vildi deyja á Kolbeinsey og lét
skipsfélaga sína setja sig úr á
eynni. Eigi alllöngu síðar var hann
tekinn um borð í annað skip, sem
átti leið hjá. Portúgalinn var við
hestaheilsu, enda vel alinn á eggj-
um og fugli og löngu hættur við
að deyja. Áhöfnin á Gullfaxa fær
að standa við þessa sögu, en þetta
segir sitt um stærð Kolbeinseyjar
fyrir 200 árum.
Of seint að bjarga?
Fyrir fáeinum árum var hafist
handa við að styrkja eyna gegn
rofmætti sjávar og hafíss og
steyptur var þyrlupallur síðar.
Það blasir við að eyjan á ekki
langt eftir og viðmælendur frétta-
manna í Grímsey vora sammála
um að líklega væri of seint að fara
að steypa og styrkja. „Það er svo
lítið eftir af henni og varla nein
undirstaða eftir fyrir steypu,“
sagði Sæmundur Ólafsson trill-
usjómaður, sem hefur litið eftir
eynni á sjóferðum sínum undanfar-
in ár. „I vetur brotnaði gífurlega
mikið úr henni og ég gæti trúað
að hún hyrfi bara alveg í vetur,“
sagði Sæmundur. „Einhverntíma
hefur maður heyrt að hún hafi ver-
ið um 700 metra löng frá suð-
austri til norðvesturs og 15 til 20
metra há,“ sagði Sæmundur. í
sama streng tók Jóhannes Magnús-
son sjómaður til margra ára. „Sam-
kvæmt sögum Færeyinganna sem
nytjuðu eynna á ferðum sínum hér
áður fyrr hefur hún verið um 20
metra há. Hún verður alveg horfin
eftir fáein ár,“ sagði Jóhannes.
Satt má það vera að Kolbeinsey
sé að hverfa í sæ og spurningar
sem leiðangursmenn ræddu á
heimstíminu lutu að framtíð Kol-
beinseyjar, sem klárlega er háð
afskiptum mannsins. Áætlað hefur
verið að 2-3 milljarða króna kynni
að kosta að styrkja Kolbeinsey til
frambúðar, en skiptar skoðanir eru
um það hvort Kolbeinsey væri þar
með orðin „tilbúin eyja“, sem er í
raun ekki eyja, heldur mannvirki,
sem enga landhelgi hefur. Einnig
er óvíst hvort það skipti sköpum
varðandi efnahagslögsögu Islend-
inga þótt Kolbeinsey hyrfi.
Hvað sem öðra líður er ljóst að
til of mikils er ætlast að útvörður-
inn í norðri haldi vöku sinni um
ókomna framtíð óstuddur, hvort
sem tilveru hans er óskað á sögu-
legum eða pólitískum forsendum.
# • Superior White
• • Aleutian Blue
• • Antares Red
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavtk. Stmi 568 51 00.
Gullverðlaunahafinn
í keppninni um:
„Spameytnasta bíl Evrópu“
bíllinn fyrir þig?
Útvegum
bílalán til
aUt að 5 ára.
1,3 GX 5 dyra handskiptur d kr. 980.000.-
Til afgreiðslu strax:
Suzuki Swift með 1,0 lítra vél
eyddi aðeins 4,34 lítrum af bensíni
að meðaltali á hverja 100 km. á 1500
km. leið frá Bonn til Monte Carlo.
Algjör draumur - í staðinn fyrir
„enn einn“ notaðan bíll
(Á síðustu 12 árum hafa 1.607 íslendingar keypt sér nýjan Suzuki Surift.)
Allt þetta í
1,3 lítra SWIFT GLS 3-dyra
handskiptum með 68 hestana vél:
Öryggi: Öryggisloftpúði í stýri, styrktarbitar
í hurðum, krumpsvæði að framan og aftan,
hemlaljós í afturglugga, dagljósabúnaður,
rafstýrðir útispeglar, skolsprautur fyrir
framljós, þurrka og skolsprauta á afturrúðu,
barnalæsingar (5 dyra].
Þægindi: Upphituð framsæti, tvískipt
fellanlegt aftursætisbak, rafstýrð hæðar-
stilling framljósa, hæðarstilling öryggisbelta,
samlæsingar á hurðum (5 dyra].
iSWIFT