Morgunblaðið - 13.08.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 17
H Carnival,
FERÐASKRIFSTOFAN
TYRKNESKIR Kýpurbúar lumbra á manni úr hópi
Kýpur Griklga, sem efndu til mótmæla gegn
hernámi Tyrkja á sunnudag.
Reuter
fluslurstræti 17, 4. hæð,101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564
Blóðug átök á „grænu línunniu á Kýpur
SUÐUR UM HÖFIIM!
Nýjustu, stærstu og glæsilegustu
skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á
íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES:
IMAGINATION, INSPIRATION,
FASCINATION, SENSATION og
DESTINY, stærstu farþegaskip
heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum
brottfórum í ágúst, sept. og okt. Láttu
drauminn rætast í tengslum við
draumadvöl á DÓMINIKANA.
Verð frá kr. 50 þús. á mann
í 7 daga siglingu.
TÖFRAR AUSTURLANDA
Ferðaævintýri ævi þinnar!
STÓRA AUSTURLANDAFERÐIN
5.-23. okt. Perlurnar BALI,
SINGAPORE, HONG KONG,
BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus.
HEIMSKLÚBBUR
INGOLFS
TÖFRAR1001 NÆTUR
17. okt.-6. nóv.
BANGKOK, RANGOON, MANDALAY,
PHUKET, BAHRAIN, LONDON.
Einstök, spennandi og heillandi
lífsreynsla. Hágæöaferðir á
tækifærisverði núna.
Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson
og Jón Ormur Halldórsson, dósent,
stjórnmálafræðingur.
CARNIVAL CRUISES UMB0Ð Á ÍSLANDI
Kýpurstjórn leggur mót-
mæli fyrir öryggisráð SÞ
Dherinia, Nicosia. Reuter.
EINN grískur Kýpurbúi lét lífíð og
fleiri en fimmtíu særðust í einhvetj-
um verstu átökum síðari ára sem
orðið hafa á „grænu línunni" svo-
kölluðu, en hún hefur skilið að
þjóðabrotin tvö á Miðjarðarhafs-
eynni allt frá innrás Tyrkja fyrir
22 árum. Kýpurstjórn lagði í gær
inn mótmæli vegna málsins hjá
Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og hin-
um fimm fastameðlimum öryggis-
ráðs SÞ.
Að sögn sjálfskipaðra yfirvalda
Tyrkja á norðurhlutanum hlutu 12
menn úr röðum tyrkneskra öryggis-
sveita svo og óbreyttir borgarar
meiðsl í átökunum.
Atökin upphófust síðdegis á
sunnudag, er hópur bifhjólamanna
frá gríska hlutanum virti bann yfir-
valda að vettugi og efndi til mót-
mæla gegn hernámi Tyrkja á norð-
urhluta eyjarinnar fyrir innan
„grænu línuna", sem gætt er af
varðliðum Sameinuðu þjóðanna.
Talsmaður varðliða SÞ sagði
tyrkneska hermenn hafa tafarlaust
bytjað að skjóta á bifhjólamennina,
er þeir fóru inn fyrir vopnahléslín-
una. Hann gat þó ekki útskýrt hví
varðliðarnir hefðu ekki getað hindr-
að átökin.
Maðurinn sem lézt var 24 ára
gamall grískur Kýpurbúi, sem að
sögn vitna fiæktist í gaddavír, þar
sem tyrkneskir mótmælendur frá
norðurhlutanum gengu frá honum
með því að betja hann í höfuðið
með járnstöng.
Alvarlegt bakslag
Haft var eftir vestrænum stjórn-
arerindreka á Kýpur í gær, að átök-
in núna þýddu verulegt bakslag
fyrir hinar alþjóðlegu tilraunir til
að leysa Kýpurdeiluna. „Ofbeldis-
full átök leiða ekki til neins annars
en að auka á tortryggni milli beggja
aðila,“ sagði erindrekinn.
Tansu Ciller, sem nú gegnir emb-
ætti utanríkisráðherra Tyrklands,
sagði tyrknesku fréttastofunni An-
atolian í gær að tyrknesk stjórnvöld
álitu mótmæli Kýpur-Grikkja vera
„alvarlega ögrun“. Hún sagði að
gripið yrði til „nauðsynlegra ráð-
stafana“ ef „tilraunir til að vanvirða
landamæri tyrkneska lýðveldisins á
Norður-Kýpur“ héldu áfram.